Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 10. febrúar 1944 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmimdsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. „En menn verða að gera meira — - ti ÞAÐ HEFIR VERIÐ og er eitt aðalsmark Sjálfstæðis- -flokksins að vinna gegn þröngsýni, sundrungu og böli stjettabaráttunnar í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefir verið flokkur allra stjetta. Því verður aldrei til fulls svarað, hversu mikil gæfa það hefir verið þjóðinni, að hin breiða, þjóðlega fylking Sjálfstæðisflokksins hjelt uppi kjörorðinu „stjett með stjett“, þegar hinsvegar sundrungar öfl stjettaflokkanna fóru sem geistast og skyldu svo víða eftir sviðinn akur í spori sínu. ★ Þrátt fyrir þetta hafa hinir flokkarnir, allir sem einn, lagt á það höfuð kapp að gera Sjálfstæðisflokkinn tor- tryggilegan fyrir þetta stefnu-sjónarmið, brigslað honum um tvöfeldni, — „tvísöng“ — fláttskap og loddaraleik og haldið því fram, að slíkt væri ekki framkvæmanlegt, held- ur aðeins fánýt sjónhverfing, að þykjast vera flokkur allra stjetta. Sjálfstæðismenn hafa haldið því fram, að hagsmunir stjettanna væru meira eða minna samofnir, velferð einn- ar stjettar boðaði hag annarar, og hrun einnar stjettar voða hinnar. Stjettaskifting þjóðfjelagsins væri í sjálfu sjer tákn eðlilegrar þróunar, fjölþættari verkaskiftingu þjóðarinnar, er ætti að miða að því, að auka starfhæfni hennar og getu. Væri stjett'unum hinsvegar att saman í skilningsleysi úlfúðar og þröngsýnustu hagsmunasjónar- miða, væri voðinn vís, samheldni þjóðarinnar stefnt í tví- sýnu. • ★ Nú hefir loksins heyrst önnur rödd en áður úr hópi þeirra, sem mest hafa fordæmt Sjálfstæðisflokkinn fyrir „tvísöng“ og yfirdrepshátt í þeirri viðleitni að sameina stjettirnar. Eysteinn Jónsson skrifar í Tímann 8. þ. m., þar sem hann segir meðal annars: „Menn verða að sinna stjettamálum á þessari miklu öld stjettasamtakanna. En menn verða að gera meira, ef lýðræði á að haldast í land- inu. Menn verða að velja um þjóðmálastefnur“. Það er alltaf dásamlegt, þegar blindir fá sýn. ★ Það væri mikil framför hjá Framsóknarmönnum, er þeim skyldist alment, að „menn verða að gera meira“, en „sinna stjettamálum“, þ. e. að „velja um þjóðmál'a- stefnur“ — „ef lýðræði á að haldast í landinu“. Myndi þá hverfa langur og leiður hugtakaruglingur þessara manna þess eðlis, t. d., að ,,bóndi“ þýddi sama og „Fram- sóknarmaður“, og hliðstæður hugtakaruglingur komm- únista eða Alþýðuflokksmanna, að „verkamaður“ þýddi sama og „sóeialisti“. Þegar menn hafa náð þessu þroska- stigi, er Eysteinn Jónsson virðist loks búinn að ná, tæp- lega vonum framar, getur mönnum auðveldlega skilist, að menn innan sömu stjettar kunni að „velja um þjóð- málastefnur“ æði sundurleitt, og þar af leiðandi að sami flokkur geti með rjettu, ef stefna hans er nógu víðsýn, átt miklu fylgi að fagna í öllum stjettum, verið „flokk- ur allra stjetta“. ★ Eysteinn Jónsson hefir nú loksins, góðu heilli, rekið ofan í sína flokksmenn allan þvætting þeirra um þann fávitaskap og fláræði Sjálfstæðismanna að þykjast vilja samræma stjettarsjónarmiðin innan vjebanda flokksins. Ef til vill skilja þeir Framsóknarmenn betur, eða hlusta að minsta kosti betur, þegar ein þeirra höfuðkempa hef- ur upp raust sína. Þeim ætti þá nú að skiljast, að ef lýð- ræði á að haldast áfram í þessu landi, ef þjóðareiningin á ekki að sundrast, verður að kveða niður stjettabar- áttuna — og það verður best gjört með því að hefja til vegs flokk allra stjetta — Sjálfstæðisflokkinn. - Thor Thors Framh. af bls. 4. mennasta þjóð í heimi, þá vor- um við fyrsta þjóðin, sem stóðst Þjóðverjum snúning,- er þeir ætluðu að.koma upp flug- vjelabækistöð á Islandi í mars 1939. Er vjer fjell- umst á að leyfa amerískum her að hafa afnot af landi voru, var það gert til þess að tryggja frelsinu og man n rjettindunum sigur. Það er athugunarvert, að engin þjóð, sem ekki á bein- linis í óíriði. getur lagt meir af mörkum en að leyfa afnot af landi sínu. Árekstrar. „Vjer reynum ekki að breiða yfir árekstra á milli amerískra hermanna og Islendinga. Hjá þeim verður ekki komist I júlímánuði síðastliðnum, er Stimson hermálaráðherra Bandaríkjanna heimsótti Is- land, sagði hann í viðtali við íslenska blaðamenn, að sjer fyndist sambandið milli her- mannanna og íslendinga hið vinsamlegasta. Hr. Stimson komst svo að orði: „Fyrirliðar mínir hjer á landi hafa tjáð ?njer, að hermönnunum hafi verið tekið vel og er jeg því þakklátur. Við, sem heima sitj um, metum mikils samúð þá og velvild, er hermönnum vor- um hefir verið sýnd hjer“. Samkvæmt stjórnarskrá sinni er ísland hlutlaust land. En í þessum ófriði eigast við einráeði og lýðræði, og getur því enginn efast um, hvor að- ilanna nýtur samúðar elsta lýðveldis heimsins“. Islenskir sjómenn. „Margir sjómanna okkar hafa orðið fyrir árásum Þjóð- verja og margir hafa farist. Skip okkar hafa orðið fyrir sprengju- og tundurskeyta- árásum, og vjelbyssuskothríð hefir verið látin dynja á sjó- mönnum, sem komist hafa upp á' fleka eða í björgunarbáta. Sjómenn Islands eru hermenn vorir og á baráttu þeirra er ekk ert hlje. Hjer er einnig átt við sjómenn vora á íslenskum kaup skipum, er haldið hafa uppi ferðum milli íslands og Amer- íku frá því að styrjöldin hófst. Nú þegar höfum við mist um 10% af flota okkar vegna árása Þjóðverja11. Ný revý í upp- skjlínp ÞAÐ ER ný revýa í uppsigl- ingu hjer í bænum. Eru leikar- ar þegar byrjaðir að æfa og er vonast til að revýan verði til- búin til sýninga um mánaða- mótin mars—apríl. Eftir því, sem Morgunblaðið hefir frjett, er það „Fjalakött- urinn“, sem að þessari revýu stendur, eins og hinum fyrri gamanleikjum, sem sýndir hafa verið hjer í bæ undanfar- in ár við miklar vinsældir. Ekki hefir hinni nýju revýu verið valið nafn ennþá og ekki er heldur hægt að segja, hverj- ir leika í henni, en þó munu verða á leikendaskrá allir helstu gamanleikarar bæjarins. Fjöldi söngva verður í leikrit- inu. — Meira er ekki hægt að segja að svo stöddu. Lengri dagar. | NÚ ER DAGINN farið að lengja að mun. Skammdegis- drunginn er að fara af mönnum og nýtt líf að færast í alt og alla. Með bjartari og iengri dögum kemur ýmislegt í ljós, sem hefir verið hulið myrkri skamdegisins. Gallar, sem áður bar lítið á, sjást nú greinilegar. Þeir, sem tök hafa á, leita út í bjart og tært vetrar- loftið. Sumir fara á skíði upp til fjalla, aðrir leika sjer á skaut- um á Tjörninni, þegar fært er óg enn aðrir *verða að láta sjer nægja stuttar, eða langár göngu- ferðir um bæinn, eða nágrenni hans. Óhreinindi á götum og við hús manna fara að koma í ljós, þó sumstaðar sjeu þau enn hulin snjó. En það fer að verða tíma- bært, að hugsa um að hreinsa til hjá sjer. Gera hreint fyrir sínum dyrum. Þá má ekki gleyma, að það er eins átt við bakdyrnar, eins og forstofudyrnar. Það er svo undarlegt, hve hrein læti hefir smitandi áhrif. Það þarf ekki nema að einn maður í hverri götu taki sig til og hreinsi umhverfis hús. sitt, þá fara nágrannar hans undir eins á stúfana. Jeg tók éftir þessu hjer á dögunum í mikla snjónum. í götu einni hafði ekki verið hreins aður snjór af gangstjett við eitt einasta hús allan vetur, en svo tók einn maður sig til og mok- aði snjónum af stjettinni fyrir framan sitt hús. Síðar hinn sama dag sást varla ein einasta stjett hjá húsi í þessari götu, sem ekki var búið að hreinsa snjóinn af. Það vilja allir bæjarbúar hafa bæinn hreinan. Það þarf ekki mikið átak til að fá samvinnu allra bæjarbúa til þess. Eigum við nú ekki að taka okkur sam- an, Reykvíkingar, og láta vorið og sumarið, sem í vændum er, verð.; hreinasta vor og sumar, sem Reykvíkingar hafa sjeð. • Prentfrelsi. ÞAÐ VARÐ UPPI íótur og fit í blöðum hinna ensku mælandi þjóða fyrir skömmu. Tilefnið var, að nýjar reglur voru gefnar út i Argentínu um starfsemi blaða og blaðamanna. Vegna umræðna og atvika, sem komið hafa fyrir } jer á andi síðustu vikurnar, hed jeg að það væri gott,, að við kynntum okkur málavöxtu. Ameríska blaða- mannablaðið, „Editor & Publis- her“, segir í ritstjórnargrein 8. jan. s. 1.: „Grunurinn um að hinn mikli nábúi okkar, Argentiska lýðveld- ið, sje að falla fyrir fasistiskum áhrifum, var staðfestur með sterkum rökum núna í vikunni, er forsetinn birti tilskipan um eftirlit með innlendum og erlend um blaðamönnum. Nasisminn kemur greinilega fram i yfirlýs- ingunni um, að blöð, tímarit og frjetfastofur, sjeu tæki almennra hagsmuna og verði þessvegna „að lúva reglum, sem geri þeim kleift að inna það hlutverk af hendi“. „Tilskipanin bannar birtingu nokkurs sem £3‘i „truflað góða samvinnu, sem þjóðin hefir við vinsamleg ríki“, „sem móðgi ebættismenn, einkafyrirtæki, eða prívat borgara yfirleitt“. Hætta á ferðum. „EDITOR & PUBLISHEir segir um þessi nýju fyrírmæli Ar;:entinustjórnar: „Allur þessi apaháttur, er vitanlega bygður á „velferð almennings11 alveg eins og það var látið heita í Ítalíu, Þýskalandi og á Spáni. Það ætti að vera cllum skynsömum mönn- um ljóst, að saga eftirlits og rit- skoðunar á blöðum hefir orðið öllum þjóðum til tjóns, þar sem það hefir verið reynt. Hjá hverri einustu þjóð, þar sem einræðið hefir náð yfirhöndinni, hefir prentfrelsið fyrst verið afnumið. Þegar búið er að binda og kefla blöðin, hefir ekki verið hægt að koma í veg fyrir alskonar spill- ingu“. Þetta segir hið ameríska blað og í sama streng hafa bresk blöð tekið. Mjer dettur ekki í hug, að nokkurt yfirvald hjer á landi láti sjer detta í hug, að taka sjer ein- ræðisvald, en af atvikum, sem hjer hafa komið fyrir nýlega, getur maður ekki annað, en borið þau saman við einmitt það, sem verið er að segja frá að skeð -hafi í Argentínu og nefnt er „fasistiskt". • Oheppilegur farar- tálmi. VEGNA brunarústanna í Aust- urstræti hefir lögreglan orðið að loka Austurstræti fyrir farartækj um frá Landsbankanum og vest- ur úr. Hefir það verið gert með því, að skilti hefir verið sett'á götuna með áletruninni: „Akstur bannaður'*. En auk þess hefir ver ið strengdur kaðal milli tveggja ljósastaura þvert yfir götuna, þannig, að meðalháir menn verða að beygja sig til að kom- ast undir kaðalinn. Þetta kemur ekki að sök á daginn þegar kað- allinn sjest, en strax og fer aö skyggja versnar heldur og hafa n.urgir rekið sig óþyrmilega á kaðalinn og jafnvel legið við meiðslum. Væri gott, ef hægt væri að taka þenna kaðal niður sem allra fyrst Þetta ætti að vera #nóg, að hafa skiltið á miðri götu og ef svo er ekki, má þá ekki setja einhverja hindrun, sem ekki er til baga fyrir gangandi fólk, því ekki mun ætlan, að stöðva umferð fótgang- andi um strætið. m Mrs. Miniver. NÚ ER Gamla Bíó farið að sýna kvikmyndina „Mrs. Mini- ver“, sem getið var um hjer í blaðinu á dögunum, að í vænd- um væri. Þetta er án efa ein besta kvikmynd, sem hingað hef- ir komið og sem fjallar um stríð- ið. Myndin er algjörlega laus við allan ýkjuáróður. Það er sagt á einfaldan og látlausan hátt, hvernig bresk fjölskylda hugsaði og hvað hún hafði fyrir stafni í byrjun stríðsins og fyrsta ó- friðarárið. Myndinni lýkur, er or ustan um Bretland stóð sem hæst. * ; Það verður enginn svikinn af að sjá þessa kvikmynd og jeg spái því,að flestir þeir,sem mynd ina sjá, muni skilja betur en áð- ur, hvernig ófriðurinn er og hvaða áhrif hann hefir á lif manna. • Gluggahreinsun. ÖRLÍTIÐ virðast menn vera farnir að hugsa um að halda gluggarúðum í verslunum og skrifstofbyggingum hreinum, nota tækifærið þegar gott er veð-. ur til að láta þvo þá. Eru þettá framför, sem vonandi verður á- framhald á. Það hefir sannast sagna verið herfilegt að sjá gluggarúður sumra fyrirtækja og einkaíbúða hjer í bænum. Er gott, ef menn fara að vakna til meðvitundar um, að hafa gluggarúður sínar hreinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.