Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 8
8 MO-RGUNBLAÐIÐ Fimtudagnr 10. febrúar 1944 — Jól á Corregidor Framhald af bls. 7 þá undan jámoki innrásar- j hersins. ■ í kaþólsku hátíðarmess- unni segir presturinn á ein- um stað. „Dýrð sje Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á“. Þessi orð hljómuðu kald hæðnislega í eyrum mínum nóttina á Corregidor. — Hversu kaldhæðnislega munu þau hafa hljómað í eyrum Filipseyinga um þessi jól. En kjarkurinn er óbugaður EN Filipseyingar hafa ekki mist trúna á almátt- ugan guð, Bandaríkin eða sjálfa sig. Við höfum varast allt til þess að birta nokk- uð um baráttu þeirra gegn Japönum. En það er ekki lengur nauðsynlegt að leyna þeirri staðreynd, að um allar Filipseyjar er haldið uppi harðri baráttu gegn innrásarmönnunum. Japanir vita þetta og vita að við vitum það. — Fyrir skömmu síðan birti hern- aðarlandsstjórinn japanski öllum unum boðskap, þar sem hann heilsða þeim eins og , vinum og bræðrum og bauð þeim að koma á fót Filips- eyjalýðveldinu með lepp- stjóm þeirri, sem leppfor- | setinn José P. Laurel hefir forsætið í. 1 Viðurkenning Japana á því, hve starfsemi skæru flokkanna væri stórkostleg, gladdi mig mjög. Um ^keið eftir fall Corregidor, bárust mjer engar upplýsingar um starfsemina heima fyrir. — Einhver eðlishvöt sagði mjer að baráttunni væri haldíð áfram, en jeg var ekki viss um það. — Dag nokkum heyrði svo í amer- ískri móttökustöð útvarps- skeyti frá einni af Filips- eyjum. Var það stílað til mín og hljóðaði þannig: — „Enda þótt hersv-eitir vorar á Corremdor hafi gefist upp þá höfum vier ekki gefist upp, heldur höldum áfram að bemast gegn óvinunum og fylgjum þannig glæsi- legu fordæmi yðar, sem fór uð til Bandaríkjanna til þess að halda þar barátt- unni áfram“. Skæruflokkar þessir voru skipulagðir nokkrum mán- uðum eftir fall Corregidor. Nær nú starfsemi þeirra yf- ir allar eyjarnar. Þannig halda þeir barátt- unni áfram á jólunum 1943. Jeg vildi hafa þá aðstöðu nú að geta sagt þjóð minni, að hún mun á árinu 1944 fá glæsilega jólagjöf frá Banda ríkjaþjóðinni — frelsun Filipsevja frá japönsku inn- rásarmönnunum. Eldur á Braga- götu 34 1 gær var slökkviliðið kall- að að Bragagötn 34. — Er slökkviliðið kom á staðinni var eldur kominn í jiak húss- ins. Var þegav rofið gat á þekjuna og tókst slökkvilið- iníi fljótlega að ráða niður- lögum hans, en nokkrar skemd ir urðu af vatni og eldi. Eldsupptök munu vera þau, að kviknað hafi í fötum er Reykingar kvenna. Framh. af bls. fimm. yfir þá gulu, og er hún til stór- lýta fyrir hverja konuhönd, hversu fögur sem hún kann að- vera. Það hafa verið gerðar vísinda legar tilraunir á rottum, er sýna að kvendýr þola nikotin mun ver en karldýr. Talið er víst, að svipaða sögu megi segja um mannfólkið, og þolir því kven- fólkið tóbaksreykingar ver en karlmenn. Eins og áður var drepið á, eru mjög skiptar skoðanir um, hvort í raun rjettri sje nokkuð við það að athuga, þótt fullorð ið kvenfólk reyki, þ.e.a.s. svo lengi sem alt fer fram í hófi. Ef einhver vildi leggja orð í belg um vandamál þetta, mun Kvennasíðan fúslega veita rúm til þess. iuffun ]eg hTfil T • «» lylinJ. Áttræður: Lárus Thorarensen Frá frjettaritara vorum á Akureyri. EINN AF elstu borgurum Akureyrar, Lárus Thoraren- sen, Strandgötu 39, verður 80 ára í dag. Hann er fæddur að Espihóli í Eyjafirði 10. febrúar 1864. Foreldrar Jón Jakob Thorarensen og Ragnheiður Stefánsdóttir Thorarensen. — Lárus hefir lengst af æfi sinnar dvalið á Akureyri og unnið hjá ýmsum að allskonar störfum. Rak um eitt skeið verslun fyr- ir eigin reikning. Hann hefir og haft margvísleg opinber störf með höndum, var um 30 ár safnaðarstarfsmaður, svo sem gjaldkeri og meðhjálpari Ak- ureyrarkirkju um tíma, í bæj- arstjórn og niðurjöfnunar- nefnd og nú síðustu ár verið innheimtumaður hjá bæjar- gjaldkera. Öll störf sín hefir Lárus leyst af höndum af mestu trúmensku. Hann er einn af elstu góðtemplurum landsins, gekk í stúkuna Isa- fold T. janúar 1891 og er enn- þá meðlimur hennar, og nú heiðursfjelagi. Hefir hann lát- ið bindindismáíið mikið til sín taka á þessu langa tímabili. ■— Hann hefir verið í Sjálfstæðis- fjelaginu á Akureyri frá upp- hafi þess og gegnt þar stjórn- arstörfum. Lárust kvæntist árið 1914 Birnu Björnsdóttur, en hún andaðist eftir rúmlega eins árs sambúð þeirra. Áttu þau eina dóttur, Birnu, sem er gift og búsett í Reykjavík. Lárus Thorarensen hefir alla æfi verið óvenjulega heilsu- hraustur maður og er það enn, þrátt fyrir háan aldur. Frjettaritari. Málaflutnings- skrifstofa Einar B. Gnðmundsson. Guðlaugnr Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3602, 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. skæruflokkaleiðtog- hengd höfðu verið til þerris Hæstirjettur: Fjárkröfur gegn Stúd- entagarðinum ekki teknar til greina ber eigendum Stúdentagerðs- ins að sjá um, að hún fái end- urgreidda húsaleigu þá, er hún hefur greitt þeim“. Stjórn Stúdentagarðsins virðist sam- kvæmt því, sem skráð var í fundarbók hennar 12. desem- ber 1940, hafa skilið ákvörð- un islensk-bresku nefndarinn- ar á þann veg, að Garðsstjórn in skyldi einungis standa á- frýjanda skil á fje, er svaraði til gagngjalds þeirra starfa, er áfrýjendur höfðu innt af hendi fyrir afnot Garðsins sumarið 1940. Hefir það gagngjald i hjeraðsdómi verið metið kr. '3481.92. í GÆR var kveðinn upp ( dómur í hæstarjetti, í málinu Margrjet Árnadóttir og Egill Benediktsson gegn stjórn Stú- dentagarðsins. Hæstrjettur staðfesti hinn áfrýjaða dóm, en samkvæmt honum skyldi Stúdentagarður inn greiða þeim kr. 3.481.92 með 5 % ársvöxtum frá 23. jan. til greiðsludags, auk 500 króna í málskostnað. Dómkröfur þeirra Egils og Margrjetar voru miklu hærri, eða kr. 15.050,00 og til vara kr. 13.247.15. í forsendum dóms hæstarjett ar segir m. a.: „Áfrýjendur voru ráðnir brytar Stúdentagarðsins frá 15. september 1939 til jafn- lengdar 1940. Höfðu þau vist þar ásamt starfsliði sínu og seldu stúdentum fæði:Auk þess leystu þau þar af hendi ýmis önnur störf svo sem ræstingar, umhirðu, þvotta o. fl. fyrir stú- denta. Þau skyldu hafa sem gagngjald þessara aukaverka afnot Stúdentagarðsins frá 1. júní til 15. september 1940 til veitinga og rekstrar gistihúss, en um sumartimann mátti nota Garðinn sjálfam til slíks rekstr ar vegna fjarvistar stúdenta. Umráð áfrýjanda yfir húsinu um sumarið voru ekki í skipt- um aðilja metin sjerstaklega til peningaverðs. Breska her- stjórnin tók Stúdentagarðinn til sinna þarfa frá 1. júní 1940. Urðu áfrýjendur þá að hverfa þaðan, og stúdentar hafa ekki haft not hans frá þeim tíma. íslensk-bresk nefnd ákvað hinn 5. desember 1940, að breska herstjórnin skyldi greiða 4300 króha mánaðar- leigu fyrir Stúdentagarðinn og lóð hans. Var þá skráð í fund- arbók greindrar nefndar, að í leigufjárhæðinni fælust ekki „meintar skaðabætur til Mar- grjetar Ámadóttur, er sjer- staklega verður samið við, þó Afnot áfrýjanda af Stúdenta garðinum áttu einungis að hald ast, meðan stúdentar voru fjarvistum og þörfnuðust ekki þess húss. Afnot bresku her- stjómarinnar áttu hinsvegar að haldast um langan óákveð- inn tíma og ónýttu fyrir eig- endum þau not hússins, sem það var ætlað til. Voru afnot herstjórnarinnar og i fleiri greinum annars eðlis og víð- tækari en not áfrýjanda. Var því leiga sú, sem stefndu bar úr hendi herstjórnarinnar ekki sambærileg þeirri, er samið hafði verið um í skiptum máls- aðilja. Svo sem áður segir setti íslensk-breska nefndin stefndu það skilyrði, að hann endur- greiddi áfrýjendum húsaleigu þá, er þeir höfðu greitt honum fyrirfram, og eru' ekki rök leidd að því, að hann hafi haft ástæðu til að ætla, að honum bæri að greiða meira, enda hafði hann hvoi!ki gagnvart áfrýjendum nje íslensk-bresku nefndinni tekið á sig skyldu til frekari greiðslu. Ekki hefir ver ið í ljós leitt, að mat hjéraðs- dómara á le'igu þessari hafi verið of lógt. Verður því sam- kvæmt öllu því, er að ofan get- ur, að staðfesta hjeraðsdóm- inn að niðurstöðu til. vooooooooooooooooooooooooo<xxx>ooooo<x>ooooooooooooooo«ooooóoooooooooooóoooo<x>ooo<><>i X - 9 •«r 1] Eftir Robert Storm OOOOOOOOOOOOOÓOOOióOOOOOOOOcS Bílstjórinn: Hvenær getum við lagt af stað? Af- greiðslumaðurinn: Eftir tvær mínútur. Við eigum aðeins nokkur stykki eftir. Alex hugsar: Hjer hlaða þeir vörubílana. Jeg verð að komast undan í einum þeirra. Bilstjóri: Heyrðu! Sendi ráðningarstofan þig ekki IMI I M M III j hingað? Alexander: Ha? . . . Jú. Bílstjórinn: Farðu í þennan vinnuslopp. Þú átt að fara með næsta bíl. Alexander: — Gott! f * I •#*•**♦ * » « * t * * * i t « * » »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.