Morgunblaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 11
Sunnudagur 13. febrúar 1944
MORGUNBLAÐIÐ
11
einnig tapa þessari. Það sem
við þörfnumst er ekki hergögn,
heldur þolinmæði -— og af
henni höfum við nóg. Við skul-
um bíða —- fimm hundruð ár,
þúsund ár. Tíminn hefir ekkert
að segja. Við bíðum lægra hlut
í styrjöldum, en við erum ó-
sigrandi. Látum Japanina
koma-----------“.
„Það lítur út fyrir að hjá því
verði eki komist“, sagði Pearl
beisklega. „Við kærum okkur
ekki um að berjast. Við erum
knúð til þess“.
„Hárrjett“, sagði Liu. „En
mistökin liggja í að láta knýja
okkur til að berjast. Við érum
ekki sterk á sama hátt og tígris-
dýrið. Styrkur okkar er af s.ömu
tegund og styrkur mauranna,
kóraldýranna, styrkur heildar-
innar, óteljandi lifandi vera,
sem skiptast og margfaldast
endalaust. Við munum altaf
vera við lýði. En Japan —
hvað verður Japan eftir tíu þús
und ár?“
Pearl var löngu hætt að
hlusta. Hún var áhyggjufull út
af tengdaföður sínum og hugs-
andi út af manni sínum. „Hrað-
ar, hraðar“, kallaði hún til öku
mannsins.
„Amerísk ertu“, sagði Liu
stríðnislega. „Jeg er læknir“,
svaraði Pearl. „Það vill svo til,
að jeg veit hvers virði mínút-
urnar geta verið“.
■ Þau óku um stund þögul.
Hvar er Yutsing? hugsaði Pearl
án afláts. Hvað hefir komið fyr-
ir hann? Hvar á jeg að leita
háns? Hvað hefir tekið hann
frá mjer og gert hann mjer æ
ókunnugri með hverjum degin-
um? Hvernig stendur á að Liu
veit meira um hann en jeg?
Við vorum vinir, hugsaði hún
dapurlega. Vorum við ekki
vinir, Yutsing? Og þó, hvað
veit jeg raunar um þig? Hvað
veist þú um mig? Gleði vor er
skammvinn, sorgin djúp, hugs-
aði hún. Faðir hennar hafði
hafði skrifað þetta gamla mál-
tæki og hengt upp á vegg, þeg-
ar litli bróðir hennar dó.
Er þau nálguðust brúna voru
þau stöðvuð af flokk hermarana.
Ungur liðsforingi með vindling
milli varanna kom áð bifreið-
inni og ávarpaði Liu, Konuna
leit hann ekki á. Liu útskýrði
í hvaða erindagjörðum þau
væru á ferli á þessum tíma sól-
arhringsins, en það var ekki
fyrr en Pearl sýndi honum
læknisvegabrjef sitt, að hann
leyfði þeim að halda áfram för
sinni. Það birti óðum, brátt
myndi sólin skína fram úr
skýjunum. Liu hallaði sjer
aftur á bak í sætinu og braut
heilann um, á hvern hátt hann
gæti best sagt Pearl það, sem
hann þurfti að segja henni.
Þau hjeldu áfram, innan skems
komu þau inn í alþjóðahverfið
og óku eftir Nanking-strætinu.
Þau óku framhjá Shanghai-
hótelinu, þar sem syfjaður varð
maður stóð við dyrnar.
„Hvert erum við að fara?“
sþurði Pearl. Liu herti sig upp.
,,Ef Yutsing er þar sem jeg
held að hann sje, munum við
finna hann í Celestial Mah-
sións“, sagði hann hikandi.
Hann leit snöggvast á Pearl, en
þar sem hún hafði fullkomið
vald á svipbrigiðum sínum og
sýndi hvorki forvitni nje undr-
un, hjelt hann áframw „Þú
hlýtur að fá vitneskju um þetta
alt saman fyrr eða seinna,
Pearl, og það er ef til vill best
að þú fáir hana núna. Yutsing
myndi feginn hafa trúað þjer
fyrir því, en hann óttaðist að
þú myndir misskilja hann. Jeg
tala ekki núna sem Kínverji,
heldur í fullri hreinskilni,
Pearl, því að jeg veit að þú
ert altof skynsöm og frjálshuga
til að leggja mikið upp úr ó-
hjákvæmilegu en veigalitlu
atriði. Yutsing hefir .... hann
hefir gert það sem faðir hans
bað hann og tekið sjer hjá-
konu. Það á ekkert skylt við
tilfinningar, ást eða nokkuð
þessháttar, sem snertir persón-
una Yutsing Chang. Reyndu,
reyndu að skilja það, Pearl.
Það er aðeins það að eignast
erfingja. Það er eitt af því sem
jeg sagði um Kína. Ein kyn-
slóðin verður að taka við af
annari, vissa verður að vera
ferigin fyrir því að Kína haldi
áfram að lifa öld eftir öld.
Gamli B. G. Chang er þorpari
og gamall syndari — en hann
hefir rjett til barnabarna engu
að síður, og Yutsing hefir ekki
heimild til að neita honum um
þau. Þú skilur það, Pearl? Þú
verður að skilja það. Þú mátt
ekki taka þetta of nærri þjer
og láta kenningar kristninnar
um fjölkvæni hafa áhrif á þig.
Viltu lofa mjer því Pearl? Lof-
aðu mjer því að brosa þínu
blíðasta brosi er við hittum
Yutsing hjá Celestial Mansi-
ons“.
Liu leit á Pearl, og hún brosti
hlýðin. Hverjar sem hugsanir
hennar kunna að hafa verið
brosti hún. Liu ljetti stórum.
Yutsing getur þakað mjer að
hafa ljett þessari byrði af hon-
um, hugsaði hann ánægður.
„Þú ert góð eiginkona, Pearl.
Þú ert næstum alfullkomin“,
sagði hann glettnislega til að
fá hana til að brosa enn meira.
,,Jeg ætla að taka mjer bessa-
leyfi til að yrkja til þín kvæði,
ljóð í hinum gamaldags sígilda
stíl. Áttu enga systir. Jeg
myndi fara alla leið til Ame-
ríku til að biðja sytir þinnar,
ef jeg vissi, að hún líktist þjer
nokkuð“.
„Þú átt konu — eða konur
fyrir“, sagði Pearl og' brosti
enn.
Bifreiðin nam staðar.
„Hjerna er það“, sagði Liu.
Celestial Mansions var gríð-
arstór bygging margra íbúða,
ímynd nýtísku og glæsileika.
Inngangurinn gljáði af gleri og
málmi. í blómaverslun á
neðstu hæð streymdi vatn nótt
og nýtan dag niður með glugg-
unum, til að halda hinum dýru
blómum ferskum.
„Vildir þú vera svo vænn að
sækja Yutsing? Jeg bíð hjer“,
sagði Pearl. Hún leit niður fyr-
ir sig og spenti greipar í kjölt-
unni. Liu leit enn einu sinni
spyrjandi og þakklátum aug-
um á hana, síðan hvarf hann
inn í dýrð Celestial Mansions.
Pearl hjelt áfram að brosa enda
þótt enginn sæi til hennar. Bros
hennar vóg fimm hundruð
pund og hún tiltraði af áreynslu
við að halda því. Heimur henn-
ar hafði hrunið í rústir á síð-
ustu tíu mínútunum. Hún furð-
aði sig á að hún skyldi ekki
þurfa að gráta. Það hlýtur að
vera kaffeinið, hugsaði hún.
En það var ekki það. Einhvers
staðar innra með henni leynd-
ist hin kínverska undirgefni og
hlýðni við karlmanninn og lög
mál hans.
Pearl hafði klæðst klæðskera
saumuðum jakka og pilsi, af því
að hún kærði sig ekki um að
,fara til Shanghai-hótelsins í
kínverskum búningi. Hún
stakk báðum höndum í vas-
ana, þegar Yutsing, ásamt Liu
birtist í dyrum Celestial Man-
sions. Hann var eins lúpuleg-
ur og barinn hundur.
„Pearl“, sagði hann, er hann
settist við hlið hennar.
„Við höfum mist heilmikinn
tíma til ónýtis“, sagði hún og
hjelt áfram að brosa. „Jeg vona
að þú getir fengið samþykki
föður þíns til uppskurðarins.
Mjer þykir leitt, að þurfa að
færa þjer þessar slæmu frjett-
ir“.
Yutsing horfði á lófa sína
eins og hann byggist við að
geta lesið eitthvað þar. ,,Pearl“,
endurtók hann og þreifaði eftir
hendi hennar í sætinu. En
handleggir hennar voru ósveigj
anlegir eins og stál, og hún
hjelt höndunum sem fastast of
an í vösum klæðskerasaumaða
jakkans. Henni fanst hún
myndi missa vald á sjer um
leið og hann snerti hana.
„Á jeg að síma til móður
þinnar?“ spurði Liu, til að
segja eitthvað.
„Nei, jeg held að það sje ekki
til neins“, sagði Yutsing. „Hún
kemst ekki hingað hvort eð er.
tíma, það er ekkert sem þarf að sýta yfir, nei ekki held
jeg nú það. — Og slík'ur maður, sem hann Níels er,
stendur ekki á hverjum degi á biðilsbuxunum, og ekki
er það nein smá-upphefð, að verða hringjarafrú. Þá get-
ur hún heimsótt bæði prest og skrifara og fógetann
sjálfan, og það eru þeir, sem öllu ráða. Hún getur setið
í prestsstúkunni í kirkjunni, og ef hún vill, hlustað á
manninn sinn syngja, og sjeð hvernig allir heilsa honum
með virðingu, þegar hann gengur út með prestinum.
Hann á kýr og sauði og hesta og jörð og alt það besta,
sem hugsast getur. Og vilji konan ráða, þá getur hún
það líka. Nú er bóndinn að vísu of hátt settur og stiltur
maður orðinn, til þess að ganga í dans og leiki, og hafi
stúlkan vit, getur hún látið sem hana lystir, þótt það
fjúki þá í hann endrum og eins“.
Árni hafði sveimjer leyst frá skjóðunni, en hjer hætti
hann ræðunni. Hann gekk að arninum, skaraði í eldinn,
kveikti sjer aftur í pípunni, og settist svo aftur og sat sem
áður, hugsandi og reykjandi. Katrín hjelt áfram að
spinna. Síðan stóð Árni upp og kveikti ljós.
,,Það er dálítið, sem mig langar til að spyrja þig um“,
sagði Katrín. Árni settist niður aftur, en kona hans tók
til máls.
„Hvernig geðjast þjer að honum Pjetri?“ spurði hún.
„Honum, vinnumanninum á prestssetrinu?“ spurðí
Árni, tók pípuna út úr sjer og leit stórum augum á konu
sína.
„Já, jeg átti við hann“, sagði Katrín og hreyfði sig ekki,
en hætti að spinna.
„Ö, hann hefir nú ekki af miklu að miklast, piltung-
inn“, sagði maður hennar og klóraði sjer í höfðinu. —•
„Ekki vantar það, að hann sje nógu mikill í munninum,
en það verður nú enginn mikill af stóryrðunum. Og ekki
vantar það að hann hafi nógu stóra vasa á brókunum,
en lítið held jeg að sje í þeim. Hann verður sjálfsagt
lengi enn annara hjú, ef hann á að geta safnað sjer
nokkru, og fljótetinn er fátæks verður“.
Árni komst ekki lengra, því þá tók rokkurinn viðbragð
og hafði hærra en nokkru sinni áður, Gurrrr — urrr,
sagði hann. Árni sagði því ekki meira, en gaut hornauga
til konu sinnar, en hún var jafn hæglát og alvarleg á
svip og áður og sagði ekki orð. Þannig sátu þau um
„Hversvegna heilsaðirðu ekki
útgerðarmanninum, sem við
mættum?“
„Heilsa honum, hann er ó-
þokki“.
„Svo-o? Hann er þó sagður
heiðui'smaður“.
„Sá er nú heiðursmaður.
Hefir einu sinni ábyrgst fyrir
mig víxil“.
„Þá ættirðu að vera honum
þakklátur heldur en hitt“.
„Ja, sei — sei, jeg varð að
borga hann sjálfur“.
★
Enskur vísindamaður var
spurður að því, hvaða uppfinn-
ing hann hjeldi, að yrði til mest
hugarljettis fyrir almenning.
Vísindamaðurinn gat upp á
hnapp, sem hægt væri að styðja
á til þess að slökkva á útvarps
tæki nágrannans.
★
„Heyrðu, Sigurður, þú verð-
ur að fara að giftast búðarstúlk
Únni þinni. Hún er farin að fá
óorð á sig' þín vegna“.
Sigurður: „Ertu vitlaus,
'maður, heldurðu að jeg giftist
stúlku, sem hefir óorð á sjer.
Jói var vel sjálfbjarga og
hafði aldrei þurft að taka víxil
og var því ófróður í þeim sök-
um. En eitt sinn var hann send-
ur í banka til þess að spyrja um
víxil.
Jói: — Jeg átti að spyrja,
hvort hjer væri nokkur víxill
á Jósep Jónsson.
„Er hann samþykkjandi?“
„Nei“.
„Er hann fallinn?“
„Nei, hann er í vegavinnu11.
★
Prestur mætti Pjetri gamla
eitt sinn á götu, en Pjetur var
álitinn svallari og nokkuð blót-
samur.
Prestur: — Heyrðu, Pjetur,
hvenær ætlarðu að hætta þessu
blóti og bannfæringum? Þú
ættir að taka konuna þína til
fyrirmyndar í góðu líferni.
Pjetur gamli: — O, þetta er
ekki um að tala, prestur minn.
Jeg bölva dálítið og hún biðst
fyrir við og við, en við mein-
urn hvorugt ekkert með því.
★
Prestur (þjónustar forhertan
Gauta, sem liggur fyrir dauð-
anum): — Hafið þjer ekkert
fram að færa til þess að ljetta
á syndabyrði yðar?
Gautinn: — Ne-ei. Þrjá menn
hefi jeg drepið að vísu, en
þremur hefi jeg potað inn í
veröldina í staðinn. Og aldrei
hefi jeg komið í kirkju, en jeg
hefi aldrei gengið framhjá
veitingahúsi án þess að líta inn,
svo að þetta ætti að ganga upp.
★
Jóhanni gekk illa að fá sam-
þykki tengdamóður sinnar til—
vonandi, en það varð hann að
fá til þess að Stína giftist hon-
um.
Gamla konan: — Haldið
þjer, ungi maður, að þjer getið
fætt konuefni yðar?
Jóhann: — Já, þegar jeg bý
til mat, verða svo miklar leifar
eftir, að ef jeg fæ mjer ekki
konu, verð jeg að fá mjer hund.
★
Nýlega lofaðist stúlka manni,
sem áður hafði beðið hennar
23 sinnum, en þó sagði hún:
„Þetta kemur mjer svo á ó-
vart, Jörundur“.