Morgunblaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 12
12 Sáttasemjari fær Dágsbrúnar deiluna SÁTTASEMJARI ríkisins hefir fengið kaupgjaldsmál Dagsbrúnar í hendur. Sátta- semjari er Jónatan Hallvarðs- son, sakadómari. Aðilar þessa kaupgjaldsmáls, þ: e. stjórn og samninganefnd Dagsbrúnar og stjórn Vinnu- veitendafjelags Islands hittust á' föstudaginn var og ræddu málið. Var þá strax bersýni- legt, að svo mikið bæri á milli, að ekki myndi unt að ná sam- ,somU|lagi. Stjórn Vinnuvæit- endafjelagsins tilkynti þetta sáttasemjara og hefir hann nú fcngið málið í sínar hendur. Stjórn Dagsbrúnar hefir svarað brjefi stjórnar Vinnu- véitendafjelagsins, sem birtist hjer i blaðinu á föstudag. En samkvæmt þessum brjefaskift- um milli aðilja horfir engan veginn friðvænlega í þessum málum. 1 íílorcimtMtiOið Nýjasta innrásarskipið SKIP AF ÞEIRRI TEGITVO. sem hjer sist að ofan, eru nú bvgð í stórum stíl í löntlum bandamanna. Eru svona skip eir kum bygð með það fyrir augum að flytja fótgöngulið, er innrásin verður gerð. — Hrokningar fiskibátanna . i fslenska útyarpið fekur þátf í mesla endurvarpi sögunnar EITTHVERT vitækasta end- urvarp, sem getur í sögu út- várpsins, fór fram í gærdag 1 tilefni af 135 ára afmælisdegi Abrahams Lincolns forseta. Allar útvarpsstöðvar í Banda- ríkjunum og allar stöðvar B. B. C. í London endurvörpuðu af- mælisdagskránni. Þar að auki var endurvarpað frá þessum stöðvum: Gibraltar, Algiers, Frönsku Mið-Afriku, Belgisku Kongo, Teheran, Beirut og fjölda annara stöðva. Afmælisdagskránni var end- urv^arpað um stöðina hjer í Reykjavík kl. 13.00. Þessir menn tóku þátt í af- mælisdagskránni: Henry A. Wallace varaforseti Bandaríkj- anna, erkibiskupinn af Cant- araborg, Herbert Agar, einka- ráðgjafi John G. Winants, sendiherra í London, og svert- ingjasöngvarinn og leikarinn Paul Robeson. Drengurinn fundinn DRENGURINN, sem lýst var eftir í útvarpinu í gær, er kom- inn fram. Drengur þessi heitir Jón Þ. Kristinsson, til heimilis á Laugavegi 70. Um klukkan 8,15 hringdi faðir drengsins til lög- reglunnar og tilkynti hvarf drengsins. Hafði hann farið að heiman frá sjer síðdegis þann dag og ekki komið heim. Hafði drengurinn átt að fara í skóla, en farið eitthvað ann- að. I morgun kom svo dreng- urinn í skólann og í gærdag, rjett eftir hádegi kom dreng- urinn heim til sín heill á húfi. Um hvar drengurinn hefir verið í fyrrinótt, er ekki full- Framh. af 1. síðu. var komið aftaka snnnanrok með þrunium og eldingum. Björn II. sekkur. Mannbjörg. Al.h. líjörn II. G. K. 397 hafði róið með öðrum Akra- nesliátum. Skipstjóri á honum var Kristinn Jónsson, góð- kunnur aflamaður, áður skip- st.jóri á m.b. Hevmóði. Morgunhlaðið náði tali af Kristni seint í gærkvöldi. Ilann skýrði svo frá : Uni kl. 9 í gænnorgun (laug' at-dag') fórum við að draga línuna, en urðum að yfirgefa hana kl. 12. Ljet jeg því skera á linuna og vorum við þá búnir að draga 16 bjóð af 28. Vorum við þá staddir um 18 sjómílur NV V2 V frá Akranesi. Einnig voru þar bátarnir Fylkir, Hrefna, Sigurfari og Ásbjörn, allir frá Akranesi. Vegna særoks sást ekki nema örskamt frá skipunum. Samt ^ tókst okkur að halda hópinn í ca. IV2 klukkustund. Hjeldum við upp í vindinn í SA og SSA I til þess að forðast Mýrarnar. Um kl. 1.30 var grunnbrot framundan. Var þá sriúið upp og var dýpið 18 fm. Hjeldum við og hinir bátarnir á hægri ferð upp í V og SV og var lóð- að af og til og dýpi sama og grunnbrot ekki langt frá. Um kl. 2.30 kom óstöðvandi leki að Birni II. Dælan hafði ekki við og þótt tveir hásetar færu í lífaustur, hafðist ekk- ert við lekanum. Þegar hjer var komið hafði jeg ns-ist sjónar af hinum bát- unum, nema m.b. Fylki. Gat jeg gefið skipstjóranum, Njáli Þórðarsyni, merki um að tala við mig í talstöðina og ljet hann vita í henni, hvernig kom ið væri. Giska jeg á, að þess- ir snúningar hafi tekið um 10 mínútur. Á meðan hafði sjór- inn í lúkarnum hækkað um einn meter og var hann kom- inn á móts við efri kojur í lúk- arnum, þegar jeg kom til baka. Sjór var einnig kominn í vjela- rúm, en vjelin í gangi. Bað jeg skipstjórann á m.b. Fylki að koma strax til hjálpar, meðan vjelin í Birni hjeldist í gangi og hægt væri að hafa nokkra stjórn á bátnum. Settum við allir á okkur björgunarbelti, þar sem báturinn var kominn að því að sökkva. M.b. Fylkir bjargar áhöfninni. Andæfðu báðir bátarnir. Kom Fylkir strax til hjálp- ar. Helti hann olíu í sjóinn til þess að lægja öldurnar. Lagði hann upp með m.b. Birni II. að aftan á hljeborða. Hentum við til hans kastlínu og dróg- um til okkar línu, sem hann hafði útbúið og bu®dum við hana undir hendurnar á ein- um skipverja, sem var dreginn á línunni yfir í m.b. Fylki, en við drógum línuna aftur til baka á snæri, sem fest var í hana. Var bilið á milli bátanna þá 10—15 faðmar. Var okkur fimm, sem vorura á Birni II., bjargað þannig yfir í Fylki og íiöfðum við björgunarbeltin spent um okkur og munum hafa verið um mínútu í sjón- um hver okkar. Mun kl. hafa verið ttm 2,40, þegar björgun- in hófst, og eftir hálftíma vor- um við allir komnir um borð í m.b. Fylki. Stöðvaðist vjelin í m.b. Birni II. til fulls í þess- um svifum og eftir ca. 10 mín- útur maraði hann í kafi fyrir flötu og braut á honum. Ef við á m.b. Birni II. hefð- um ekki fengið svo skjóta og góða hjálp frá Njáli Þórðarsyni skipstjóra og skipshöfn hans á rri.b. Fylki, væri jeg ekki hjer í símanum #til frásagnar, því hjer mátti engu muna. Bið jeg Morgunblaðið að færa Njáli og skipverjum hans fyrir mina hönd og skipverja minna, innilegustu þakkir fyrir björg- unina. Um kl. 4 e. h. fundu Akra- nesbátarnir að þeir voru komn ir upp á Vestara-Hraunið, sem er hættulegur staður í þessari átt. Höfðu þeir verið komnir lengra út en þá varði, er þeir voru að forðast grynningarnar út af Mýrunum. Akranesbátanir koniu að landi um kl. 7 í gærkvöldi. — Lögðust við legufæri á Kross- vík. Björgunarbálurinn á Akra- nesi sótti skipshöfnina af Birni II um borð í Fylki. Eru þeir allir koniiiii' í land og hefir engum þeirra orðið illt af volk- inu. Bátarnir frá Akranesi náðu allir landi nema Björn II. Eigandi Björns II. eru Stef- án Franklin og Ragr.ar Bjarna- son, Keflavík. Björn II. hjet áður Vonin, Akureyri. Síðdegis í gær var m.b. Gunn ars Hámundarsonar, sem róið hafði frá Akranesi, saknað um tíma og fór togarinn Óli Garða að leita að honum um kl. 4 síð- degis. En báturinn komst af eigin rammleik til Reykjavík- ur kl. 6.30 í gærkvöldi. Veiðarfæratjón gífurlegt. Feikna mikið veiðarfæratjón varð í öjlum verstöðvum. Flcst. ir bátarnir misstu allar sínar lóðir og er það tjón mjög' til- finnanlegt. Ottast um tvo Eyjabáta. Allir Vestmannaeyjabátar voru á sjó í gær og hreptu versta veður. Náðu þó allir landi, nema tveir og var óttast um þá. Þessir bátar eru: Njörður (15 smál.) og Freyr (14 smál.). Sást síðast til Njarðar kl. um 1 miðdegis; var hann þá á heim- leið SV af Eindrangi. Siðan hefir ekkert til hans spurst. Engar spurnir höfðust af Frey. Hvorugur bátanna^ hefir tal- stöð. Á Nirði voru 4 menn og 5 á Frey. — Þór var að leita bát- anna í gærkvöldi. — Allir bát- ar, sem að voru komnir, mistu mjög mikið af veiðarfærum, þetta frá 5 til 25 stampa. Bát vantar úr Gerðum. Seint í gærkvöldi höfðu eng- ar frjettir borist frá m.b. Óðinn G.K. 22, síðan um hádegi í gær Er talið, að talstöð bátsins muni hafa bilað. „Ægir“ bjargar báti. ÞÁ hlekktist mb ,,Bangsa“ frá Bolungavík, á. Báturinn fór hjeðan úr bænum á fimtudagskvöld. Er hann var stadaur út af Malarrifi, bilaði vjel bátsins, settu þá skipverjar upp segl og sigldu skipinu inn á Breiðafjörð. Kl. 1,15 um nóttina (fyrri nótt) sáu skipverjar á ,,Bangsa“ ljós varðskipsins Ægir. Kveiktu þeir bál á dekki skipsins og kl. 1,30 gátu skipverjar á Ægi skot- ið línu yfir í Bangsa, sem því næst var dreginn til hafnar í Tálknafirði. Sunnudagur 13. febrúar 1944 Guðmundui á Hofi í sjúkrahúsi GUÐMUNDUR ÞORBJARN- ARSON bóndi á Stóra-Hofi var, sem kunnugt er, gestur á Hótel Island, er hótið brann á dögunum. Guðmundur bjó á efstu hæð hótelsins og rendi sjer niður á björgunarkaðlL En kaðallinn náði ekki alla leið niður á götu. svo að Guð- mundur varð að láta sig falla nokkurn spöl. En við það meiddist Guðmundur á fæti, er hann kom niður á gang- stjettina. Muii hællinn hafa brákást. Hefir Guðmundur því síðan legið á spítala (Landa- koti), en hann er hinn hress- asti og á góðum batavegi. Guð- mundur er einnig með reifað- ar hendur, því að skinnið flagnaði af lófunum, er hann rendi sjer niður eftir kaðlin- um. Norsk leyniblöð 200 manns handteknir Frá norska blaða- fulltrúanum. SAMKVÆMT þýskri fregn frá Osló hafa Þjóðverjar þef- að uppi bækistöðvar 5 leyni- blaða, er Norðmenn hafa gef- ið út I Osló, eða öðru nafni ó- löglegra blaða, og hefir útgáfa þeirra verið stöðvuð. Jafn- framt voru 200 manns teknir fastir, ásakaðir um að haía ver ið viðriðnir útgáfu blaða þess- ara. Ekkert er um það sagt í fregn inni, með hvaða hætti Þjóð- verjum hefir tekist að finna bækistöðvar blaðanna. Þjóðverjar segja, að þeir, sem teknir voru fastir, sjeu fyrst og fremst skoðaðir sem fulltrúar hinnar svonefndu borgaralegu andstöðu Norð- manna. Úlhlutun slyrks lil lónlistarmanna lokið NEFND SÚ, sem kjörin var af Fjelagi íslenskra tónlistar- manna til þess að úthluta fjár- veitingu til íslenskra tónlistar- manna fyrir 1944, hefir nú lok ið því verki. — í nefndinni eiga sæti: Emil Thoroddsen, Páll ísólfsson og Þórarinn Guð mundsson. Skifti hún fjenu sem hjer segir: 300 krónur: Jón Leifs. 2400 krónur: Karl Ó. Runólfsson. 1500 krónur: Árni Björnsson, Árni Thorsteinsson, Pjetur Á. Jónsson, Rögnvaldur Sigur- jónsson og Þórarinn Jónsson. 1200 krónur: Björgvin Guð- mundsson, Hallgrímur Helga- son og Sigvaldi Kaldalóns. 1000 krónur: Eggert Stefáns- son, Friðrik Bjarnason, Helgi Pálsson, Sigurður Birkis, Sig- urður Skagfield og Sigurður Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.