Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 1
ttttMta 31. árgangur. 35. tbl. — Þriðjudagur 15. febrúar 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. 2 Eyjabálar með 9 mönnum fórust Eru Þjóðverjar a@ aðyfi Noreg! ÝMSAR FREGNIR, sem bor- ist hafa undanfarna daga frá Noregi, þykja benda í þá átt, að vel geti svo farið, að Þjóð- Yerjar yfirgefi Noreg. Síðustu aðgerðir Þjóðverja og ofsóknir . á hendur borgurunum eru tald- ar geta staðið í sambandi við friðarumleitanir Finna og komu hinna finsku stjórnmálamanna t'il Stokkhólms. Á dögunum komu 500 Gesta- pomenn til Noregs og um leið hófust fjölda handtökur víðs- vegar um landi, en mestar voru handtökurnar í Oslo, Bergen, Þrándheimi og ýmsum hafnar- bæjum. Þjóðverjar láta í veðri vaka, að handtökurnar í Noregi s'tandi i sambandi við ieyni- blöðin í Noregi, en margir segja áð það sje aðeins yfirskin. Ætl- á"n Þjóðverja sje að gera eina tilraunina enn til að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu Norð manna. Um leið berast fregnir um, að Þjóðverjar hafi í hyggju að fá Quisling víðtækari völd. Hafi þetta verið ákveðið á fundi Terbovens, Hitlers og Quislings, sem þeir fjelagar áttu með sjer síðari hluta janúarmánaðar. Falkenhorst hershöfðingi, yf- irmaður þýska hersins í Noregi er um þessar mundir staddur í, Norður-Noregi. Er rætt um ferðalag hans þangað sem einn þátt i undirbúningi Þjóðverja til að flytja herlið sitt frá-Nor- egi. (Samkvæmt fregn frá norska blaðafulltrúanum). ar mour stsga og ri NÝLEGA kvað sakadómari' upp dóm yfir manni, að nafni Ólafur Kristjánsson, fyrir að hrinda öðrum niður stiga, með þeim afleiðingum, að í honum brotnuðu rif, auk smærri meiðsla. Ólaí'ur þessi, sem ekki er stúdent, slapp eftir einhverjum óþektum leiðum inn á áramóta dansleik .stúdenta í anddyri Háskólans. Á dansleiknum hrinti hann manni nokkrum niður stiga og hlaut sá við það meiðsl þau, sem fyrr getur. Ólafur hlaut 30 daga fang- elsi og var gert að greiða manni þeim, er fyrir meiðslunum varð, 1500 krónur í skaðabætur. Arvid Fredborg, höfundur. bókarinnar „Bak við stál- vegginn".. Greinaflokkur um innanlandsástandið í Þýskalandi Á 7. SflBU í blaohiu í dág birtist fyrsta gréin í 5 daga greinarflokki um innanlandsá- staudíð í Þýskalandi. Eru grcinar þessar fitdráttur úr ný.iustu bókinni um Þýska- land, sem er nýleg-a komin út; í Svíþjóð, Bretlandi og Banda- rík.junum. Ilöí'undur bókarinn- ar, sem heitir „Bak við stál- yegginn'í, er ungur sænskur biaðamaður, Arvid Fredborg, sem var frjettaritari fyrir Svenska Bagbladet í Berlín ária 1941—1943. Het'ir bók bessi fengið góða dóma ogi þykir hin merkasta. --------m • *-------- Bretar missa kafbát. Breska flotamálaráðuneytið til- kynnir í dag, að breski kafbát- urinn Seamoon hafi veriv alt of lengi í leiðangri, og verði því að tefja hann af. Himler ræðir við borgarsfjóra London í gærkveldi. — Þýska frjettastofan hefir þá fregn að færa í dag, að Himler, innan- ríkisráðherra hafi fyrir skömu síðan efnt til mikillar ráð- stefnu, þar sem allir borgar- stjórar í stærstu borgum Þýska lands, lögreglustjórar og S. S.- foringjar komu saman. Til- kynnt hefir verið, að rætt hafi verið -um öryggismál, en ekki hafa verið gefnar út frekari til- kynningar um það, sem fram fór á ráðstefnu þessari. — Reuter. ríkjunum Mikil hríðarveður og kuldar hafa gengið víða um Bandarík- in undanfarna viku, einkum í Miðvesturfylkjunum svoköll- uðu og urðu 9 manns úti. Þá er álitið, veðurofsinn hafi orð- ið sex manns að bana í New York, en þar fjell 7 þumlunga djúpur snjór, en 10 þuml. í Boston. Annarsstaðar var snjór inn frá 3—12 þumlurigar að dýpt. Samgöngutæki löskuð. London í gærkveldi. — Ame- rískar flugvjelar hafa gert miklar árásir á samgönguleiðir Japana í Norður-Burrria og valdið miklum spjöllum á járn- brautum og járnbrautarvögn- um. Voru árásir þessar gerðar á tveggja ára afmæli ameríska flughersins í Burma. — Reuter. Enn vantar Óoinn frá Gerou.m VESTMANNAEYJABATARNIR tveir, sem vantaði á laug- ardagskvöld úr ofsaveðrinu, eru taldir af og með þeim hafa farist 9 manns. Hefir þegar rekið úr öðrum bátnum á Landeyj- arfjörum. Þá er óttast um vjelbátinn Óðinn frá Gerðum, sem ekkert hefir til spurst síðan á laugardag. Á honum voru fimm menn. Það er því óttast að alls hafi 15 sjómenn druknað í laug- ardagsveðrinu og fimm bátar farist. Fólk flutt frá Suður-Frafcklandi London í gærkveldi. Vichystjórnin hefir tilkynnt, að fólk yrði flutt á brott úr ýmsum strandhjeruðum Suður- Frakklands, og er sagt, að víg- girða eigi þessi svæði, enn frek- ar en orðið er, og þýskar her- sveitir taki sjer varðstöðu á allri Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Er svo sagt, að þetta sje gert ,,af hernaðarnauð syn". — Reuter. Árásir á flugvelli London i gærkveldi. Flugvjelar frá Bretlandi rjeð ust að flugvöllum í Hollandi í dag, og voru það Thunderbolt- flugvjelar, er þá árás gerðu. Aðrar flugvjelar rjeðust að vanda á hernaðarstöðvar í Norð ur-Frakklandi. Voru margar ferðir farnar í þeim tilgangi, en veður var óvenjulega gott yfir Ermarsundi. Fjórar flug- vjelar komu ekki aftur. — Reuter. Rússar beina sókn uð Pskov London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í herstjórnartilkynningu Rússa segir, að herir þeirra sæki nú fram frá borginni Luga, sem tilkynt var í gær að tekin hefði verið, og væri nú herjunum stefnt í átt til Pskov, en það er mikil bæki- stöð Þjóðverja suðaustur af Peipusvatni. —- Þjóðverjar segja að þeir hafi nú yfir- gefið Luga og hörfað nokk- uð á þessum slóðum, til þess að rjetta víglínuna. Korsun tekin. Þá er tilkynt að Rússar hafi tekið bæihn Korsun, en hann er sagður hafa verið aðalstöð hins innikróaða liðs í Ukrainu. Segja Rússar enn fremur, að þeir verjist hörð- um árásum Þjóðverja að vestan, til þess að reyna að koma hinu innikróaða liði sínu til hjálpar. Þjóðverjar segja sjálfir bæði frá varn- ar- og sóknarorustum á þess um slóðum og kveðast hafa eyðilagt þar 127 rússneska skriðdreka í gær í heiftugum viðureignum. Viðurkenna Rússar að Þjóðverjum hafi tekist að reka fleyg nokk- urn inn í varnir þeirra þarna. Rússar segja að Þjóðverj- ar beiti miklum fjölda skrið dreka til þess að reyna að brjótast inn til hins inni- króaða liðs, og sendi enn- fremur stöðugt flutnmga- flugvjelar með birgðir. Voru ýmsar þeirra skotnar niður. Aðrar vígsíöðvar. Á öðrum vígstöðvum segja Rússar frá framvarðaskær- um og stórskotahríð, en Þjóðverjar kveða áhlaup Rússa fyrir vestan Nevel hafa minkað, og ennfremur að þau hafi hætt á svæðinu milli Pripet og Beresina. Ennfremur greina Þjóðverj ar frá því, að bardagar hafi harðnað að mun á Narva- svæðinu. — Þá segjast Þjóð verjar hafa sökt 8 rússnesk- um liðflutningaferjum við Kerchtanga. Veiðafæratjón báta er gríðar lega mikið og er ekki enn sjeð áhrif það tjón kann að hafa á alla útgerð hjer sunnanlands á vertíðinni. Nokkrir bátar reyndu að fara út á sunnudag til að bjarga lóðum sínum, en það bar lítill árangur. Auk þeirra báta, sem farist hafa, hafa nokkrir laskast og tvo báta rak á land í Keflavík í gærmorgun. Vestmanaeyjabátarnir. Vestmannaeyjabátarnir tveir, sem fórust í óveðrinu á laug- ardag, voru Njörður V. E. 220, 15 smálestir, með fjögra manna áhöfn og Freyr, V. E. 98, 14 smálestir, með fimm manna á- höfn. Báðir bátarnir voru eign Fram h.f. Njörður lagði lóðir sínar vest ur frá Einidranga og sást það síðast til bátsins, að hann lagði af stað heimleiðis um hádegi á laugardag. Bjarghring hefir rekið úr Nirði hjá Bakka á Landeyjarfjörum. Freyr lagði sínar lóðir norð- vestur af Einidranga, ásamt öðrum báti. Hefir ekkert spurst til Freys síðan á laugardags- morgun. Einum Vestmannaeyjabáti hlektist á. Var það ísleifur, sem er stærri en bátarnir, sem .fór- ust. Reið mikill sjór yfir bátinn og skolaði öllu lauslegu af þilj- um. Munaði litlu að báturinn færist. Sjómenn í Vestmanna- eyjum telja laugardagsveðrið eitthvert versta sióveður, sem Vestmannaeyjabátar hafa lent í lengi. ÞEIR, SEM FÓRUST. A Norði voru þessir menn: Guðni Jónsson, Vegamótum í Vestmannaeyjum, formaður, fæddur 6. júní 1903. Kvæntur og átti 4 ung börn, það elsta 11 ára. Jóhannes Þorsteinsson, vjel- stjóri, Vöðlum, Önundarfirði, fæddur 28. sept. 1889. Ókvænt- ur. Björn Jóhannsson, háseti, Norðurgötu 11, Siglufirði. Mað- ur á þrítugsaldri. Ilannes Kr. Björnsson, háseti, Leynimýri, Reykjavík, fæddur 25. maí 19J8. Ókvæntur. Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.