Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. febrúar 1944 „Veðurfrjettir á dul- máli til ísl. fiskiskipa" SLYSAVARNADEILDIN „Ing- ólfur“ hjelt annan aðalfund sinn s. 1. sunnikdag. Blaðið hefir snúið sjer til Jóns Oddgeirs Jónssonar, fulltrúa og hefir hann skýrt svo frá. Fundurinn var haldinn í Verslunarmannahúsinu, Vonar stræti 4. Fóru þar fram umræður um ýms slysavarnamál, sem snerta Reykjavík sjerstaklega, en auk þess var kosin stjórn og 10 full- trúar til þess að mæta á lands- þingi Slysavarnafjelags Islands í vor. Stjórn deildarinnar var öll endurkosin, en hana skipa: Sjera Sigurbjörn Einarsson, for maður, Þorgrímur Sigurðsson, skipstjóri gjaldkeri, Arni Arna- son kaupmaður, ritari, og Ar- sæll Jónasson kafari og Sæ- mundur Ólafsson stýrimaður, meðstjórnendur. Fulltrúar á landsþingi voru kosnir: Sigurjón A Ólafsson, fyrv. alþm., Sigurður Ólafsson, gjaldkeri.Guðbjartur Ólafsson hafnsögumaður, Þorsteinn Þor- steinsson skipstjóri í Þórshamri, Þorgrímur Sigurðsson skipstj., Hafsteinn Bergþórsson útgerð- armaður, Þorsteinn Arnason vjelstjóri, Árni Árnason kaup- maður, Ársæll Jónasson kafari og Sveinn Benediktsson fram- kvæmdarstjóri. hvíldi á því að birta veðurfregn ir til skipa og minst á síðasta ofviðrið í því sambandi. Var að lokum borin fram eftirfarandi tillaga rftn það mál, sem var samþykt: „Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að beita sjer af alefli fyrir því, við stjórn setu- liðsins, að fá því framgengt að útvarpa megi á dulmáli, veð- urfrjetturh til ísl. skipa og ver- stöðva. Bendir fundurinn á að líf og afkoma sjómannastjett- arinnar er stefnt í mikinn voða með því að viðhalda því banni á birtingu veðurfrjetta í út- varpi til fiskiskipa, sem verið hefir í gildi undanfarið“. Nýjum fjelögum fjölgaði mjög mikið á árinu 1943 í slysavarnadeildinni, enda ljet stjórn deildarinnar gera sjer- staka gangskör að því að afla nýrra meðlima. í sjóði deildar- innar eru rúmlega 30 þúsund krónur og var samþykt að senda Slysavarnafjelagi íslands um 24 þúsund krónur af því til ráðstafanna fyrir slysavarna- málin. Fundarstjóri var Árni Árna- son kaupmaður og ríkti mikill áhugi og eining á fundinum um að efla slysavarnir sem mest. Sveinn Sleindórsson Fæddur 7. desember 1913. Dáinn 3. íebrúar 1944. Jeg kveð þig í dag þú ert horfinn á braut. Alt er hverfult á þessari jörð, hjer er lífið svo stutt og lánið valt og lífsbaráttan er hörð. Fyrir örstuttu síðan þá áttum við tal um ýms þín fjölþættu störf og einnig um framtíðaráform þín, sem öll voru stórhuga og’djörf. Þú áttir svo mikið ógert hjer og alt virtist framundan greitt. En fram í tímann við fáum ei sjeð og fprlög vor þekkjum ei neitt og vonbrigðin verða því sífelt sár þá sviplega hverfur ,á braut einhver sem var okkur altaf kær í andstreymi gleði og þraut. Jeg- þakka þjer, Sveinn, hverja samverustund er saman við áttum hjer, þú varst svo glaður og ljettur í lund þegar lánið brosti við þjer. Jeg mun þeir ei gleyma, þó margt geti breyst og minning þín aldrei dvín, því heyri jeg getið um mann- kosta mann þá minnist jeg ætíð þín. 12. febrúar. Stjóm slysavd. Ingólfur hafði fyrir nokkru falið þeim Ársæli Jónassyni og Sæmundi Ólafs- sýni, ásamt erindreka og full- trúa Slysavarnafjelagsins, að undirbúa tillögur um skipulag á væntanlegri björgunarsveit í Reykjavík og sagði Ársæll Jónasson frá þessum tillögum á aðalfundinum, en hann hefir, eins og kunnugt er, margra ára reynslu í björgunarstörfum. Urðu allmiklar umræður um málið, en síðan samþykt eftir- farandi tillaga: „Fundurinn samþykkir að fela stjórn deildarinnar að gang ast fyrir stofnun björgunarsveit ar, er hafi nægjanlegan útbún- að. Framkvæmdir um málið sjeu í höndum stjórnar slysavd. Ingólfur, er vinni í samráði við stjórn Slysavarnafjelags ís- lands“. I þessu sambandi var og rætt um nauðsyn þess að hafa björg- unarbát hjer í bænum og voru tvær eftirfarandi tillögur sam- þyktar um það mál: „Fundurinn skorar á Bæjar- stjórn Reykjavíkur að leggja fram út bæjar- og hafnarsjóði þriðjung kostnaðarverðs og eigi undir 20 þúsund kr., til björg- unarbáts og tilheyrandi, sem hafður sje í Reykjavík, gegn því að % hlutar komi annars- staðar frá“. „Fundurinn samþykkir að fara þess á leit við stjórn Slysa- varnafjelags Islands að hún sæki, sem fyrst, um lóð undir skýli fyrir væntanlegan björg- unarbát Slysavarnafjelagsins og annan björgunarútbúnað, á þeim stað sem heppilegastur kann að þykja við höfnina í ReyTíjavík“. Vakið var máls á því á fund- inum, að nauðsyn bæri til að afljetta því bantií, eem nú BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Ásgeir Jónsson. AUGLYSING ER GULLS IGILDI TIL SÖLIi Verslunar- og útgerðarstöð á Suðureyri í Súgandafirði. Eignirnar eru þessar: 1) íbúðar- og verslunarhús úr timbri (plankabygt með klæðningu 21x7,5 mtr.) 2) Fiskgeymsluhús úr timbri, 26x6,4 mtr. 3) Steinsteypt geymsluhús, 2 hæðir, 19,1x8,9 mtr. 4) Geymsluhús (trjegrind m. báru.jácni), 12.7x7,7 mtr. 5) Lýsisbræðsluhús m. gufukatli og tilh. bræðslu- áhöldum. 6) Bryggja, 14 mtr. löng með haus 10x10 mtr. og 7) steinsteyptur pallur up]» af bryggjunni, (fiskað- gerðarplan), 48x13,3 mtr. 8. Járnbraut og vagnar. Ef um semst gcta einnig vörubirgðir og verslunar- áhöld fengist keypt. íbúðar- og verslunarhúsið ásamt steinsteyfita geymslu- húsinu, eru sjerlega vel til j>ess fallin að breýta þeim í hraðfrystihús. Tilboð í ofangreindar eignii' í einu lagi sendist undir- rituðum fyrir 1. mars næstk. Ruðúreyi'i, 8. fcbrúar 1944 Örnólfur Yaldemarssan. Húsnæði — Eðnnður Vantar húsnæði undir iðnað, sem næst miðbænum. Tilboð merkt „klæðskeri“, sendist Morgunblaðinu fyrir fimtudag. Sæbjörn Magnússon hjeraðslæknir ENN hefir orðið skarð fyrir skildi í læknastjett landsins við íráfall Sæbjörns Magnús- sonar hjeraðslæknis í Ólafsvík. Hann andaðist í Landsspítal- anum þ. 6. þessa mánaðar, eft- ir langa og þungbæra sjúk- dómslegu. Hann var fæddur að HrafnkellsstöSum í Suður- Múl'asýslu þ. 21. sept. 1903 og því aðeins fertugur að aldri er hann ljest. Foreldrar hans voru þau hjónin Magnús Sæbjörns- son, hjeraðslæknir í Flatey á BreiðafirSi og kona hans Anna Frederikke. Sæbjörn tók stúdentspróf árið 1925, með hárri I. eink. og árið eftir tók hann próf í heim- speki með I. ágætiseinkunn. í ársbyrjun 1931, eftir aðeíns 5V2 árs nám, tók hann lokapróf í læknisfræði. Var það óvenju- stuttur námstími. Þannig var námsferill Sæ- björn heitins hinn glæsilegasti, ■enda var hann hinum ágætustu gáfum gæddur; stálminnugur og alveg sjerstaklega skýr og skilningsgóður. -— Hann var óvenju fjölhæfur námsmaður; var t. d. jafnvígur á allar náms greinar. Hann var samvisku- samur svo af bar og sótti nám- ið af áhuga og elju. Strax að loknu embættisprófi rjeðst Sæbjörn aðstoðarlæknir til Halldórs Steinsen hjeraðs- læknis í Ólafsvík og var þar þar til 1933, að honum var veitt Hesteyrarhjerað. Hann var þó utanlands um hálfs árs skeið árið 1932 við framhaldsnám í læknisfræði. Sæbjörn þjónaði Hesteyrarhjeraði um 5 ára skeið, en árið 1938 fjekk hann veitingu íyrir Ólafsvíkurhjer- aði og var þar hjeraðslæknir til dauðadags. Sökum veikinda þeirra, sem síðar drógu hann til dauða, fjekk hann þó, á s.l. hausti, árs hvíld frá embættis- störfum. Var hann þá fluttur hingað suður á Landsspítalann til lækninga. Hann hafði þá kent dauðameins sínfe í meira en heilt ár. En mikinn hluta þess tíma stundaði hann hjer- að sitt og sinti þar læknisstörf- um. Á þeim tíma rjeðst hann oft í erfið og löng ferðalög til sjúkravitjana, enda þótt hann væri sárþjáður og yrði jafnvel að fara í slík ferðalög af sjúkra beði. Það kom snemma í ijós, að Sæbjörn var hinn ágætasti læknir. Kom það og engum skólafjelaga hans eða öðrum, sem þektu fórnarlund hans og fágæta skapgerð, og sem fylgst höfðu með námsferli hans, á óvart. Hann var og öllum þeim kostum og hæfileikum búinn, sem nauðsynlegir eru hverjum lækni, til þess að ræka störf sin vel og með góðum árangri. Hann var í eðli sínu óvenju- samviskusamur, ósjerhlífinn og hjálpfús. Hann fylgdist og jafn an vel með öllum nýjungum á sviði læknavísindanna, eftir að hann var kominn í erfið lækn- íshjeruð. Las t. d. alla tíð mikið af erlendum fræðibókum um laeknisfræðisefni. Jók hann þannig samtímis á hina fræði- legu sem hagnýtu þekkingu Sæbjörn var með afbrigðum duglegur og djarfur feröamað- ur, jafnt á sjó sem á landi. Kom það sjer vel fyrir hann, því hann varð allan starfstíma sinn að gegna erfiðum og um- fangsmiklum læknishjeruðum. Mun oft hafa reynt á karl- mensku hans, snarræði og harð fengi ásamt fyrirhyggjusemi á hinum tíðu læknisferðum hans, einkum meðan hann þjónaði Hesteyrarhjeraði. Eölilega ávann hinn fórnfúsi, farsæli og dugmikli læknir sjer í ríkum mæli trausts og vin- áttu þeirra fjölmörgu, sem leit uðu læknisráða og annarar að- stoðar hjá honum. Með hinni óvenjulega alúðlegu og prúð- mannlegu framkomu sinni lað aði hann alla að sjer, enda leið hverjum manni vel í nærveru hans. Sæbjörn var maður fríour sýnum. Hann var rúmlega með almaður á hæð og vel vaxinn, óvenju prúður í framkomu og bar öll framkoma hans vott ör- yggis og skapfestu. Hann var frekar fáskiftinn og nokkuð dulur við fyrstu kynni, en betri fjelagi eða tryggari vin hygg jeg áð vandfundinn sje. Hann var tvíkvæntur. Með fvrri konu sinni, Rögnu Gísla- dóttur, átti hann tvær mann- vænlegar dæur, Önnu og El- ínu, sem nú eru 15 og 11 ára að aldri. Síðari konu sinni, Mörtu Ei- ríksdóttur, kvæntist Sæbjörn þann 15. mars 1941. Á hinu vistlega og aðlaðandi heimili þeirra í Ólafsvík var jafnan mjög gestkvæmt, enda voru bæði hjónin samhent í gest- risni sinni og spöruðu hvorki tíma nje fyrirhöfn til að gera gestum þeirra sem ánægjuleg- astá og eftirminnilegasta ver- una þar. Nú er hinn glæðværi fjelagi, tryggi vinur og vinsæli læknir horfinn okkur sjónum. Það er því að vonum að það valdi eft- irlifandi vinum og vandamönn um sárum trega og þung'um harmi, er slíkur afbragðs mað- ur sem Sæbjörn, er kvaddur burtu á ljettasta æfiskeiði. En harmaljettir er það ástvinum hans, fjelögum og hinum fjöl- mörgu vinum, að minning hans er ijómuð hinum björtustu og fegurstu endurminningum um hinn bgsta dreng og ágætasta mann. Blessuð sje minning hans. Gnnnar Þorsteinssoii. ■ »’.1 t í': , t r j -- U li £r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.