Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagui' 15. febvúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 5 — Fyrirkomulag Æskulýðshallarinhar Hjer birtast kaflar úr áliti nefndar þeirrar, er skipuð var til að athuga stofnun Æskulýðshallar, en í henni áttu þeir sæti, sem kunn- ugt er: Ingimar Jóhannes- son kennari, Einar Erlends son húsameistari og Einar B. Pálsson verkfræðingur. MEÐ BRJEFI kenslumála- ráðherra dags. 31. ág. og brjef- um borgarstjórans í Reykjavík dags. 27. ág. og 30. sept. vor- um við undirritaðir skipaðir í nefnd til að undirbúa byggingu æskulýðshallar í Reykjavík. Við nefndarstörf okkar höf- um við lagt til grundvallar ..Tillögur til Bæjarráðs Reykja víkur um æskulýðshöll og tóm- stundaheimili“ (dags. 30. júní 1943) eftir Ágúst Sigurðsson. Og þar eð nefndin er tillögum þessum sammála í öllum aðal- atriðum, eru nokkrir kaflar í eftirfarandi nefndaráliti sam- hljóða tilsvarandi köflum í fyrnefndum tillögum Ágústs Sigurðssonar. Þar sem í skipunarbrjefum nefndarmanna er aðeins talað um undirbúning æskulýðshall- ar, hefir nef»din samið áætl- anir sínar samkvæmt því. Þörfin á æskulýðshöll. Nefndin telur, að brýn þörf sje íyrir hina fyrirhuguðu æskulýðshöll, þar eð bæði vant ar hjer tómstundaathvarf fyr- ir ungt fólk og húsnæði fyrir starf æskulýðsfjelaganna. Það er mjög mikilvægt, að þörfum ungs fólks fyrir fjelags líf og skemtanir sje fullnægt á þann hátt, að stuðlað sje að auknum fjelagsþroska og prúðri framkomu um leið og fjelagslífið veitir nauðsynlega tilbreytingu frá daglegum störfum. En því fer fjarri, að í skemt- analífi bæjarins hafi yfirleitt gætt slíkra sjónarmiða. Hinsvegar hefir skemtana- þörf fólks verið gerð að fje- þúfu, en ekki verið ástundað að sama skapi áð veita fólki góðá skemtun og fjölbreytta. Fjöldi ungs fólks hjer í bæn- um eyðir flestum frístundum sínum að heiman, en það á sjer ekkert athvarf, þar sem það geti dvalist í vistlegu um- hverfi, og eyðir því tima sín- um á skemtistöðum borgarin"n- ar, sem því nær allir eru rekn- jr í þeim ejna tilgangi að græjða peninga á fólki. — Enda skort- jr mikið á, að skemtanalífið í bænum geti talist heilbrigt eða holt. Markmið æskulýðs- hallarinnar. Æskulýðshöllin á að verða í senn menningarmiðstöð og sam komustaður fyrir æskulýð liöf- uðstaðarins og — að nokkru leyti — fyrir bæjarbúa yfir- leitt. Æskulýðshöllin þarf að geta hýst —- og hlúð að —- starfsemi æskulýðsfjelaga, sem stefnir að því að manna æskulýðinn, þroska hann fjelagslega og hjálpa honum til að vinna að hollum verkefnum við hæfi ungs fólks. Og æskulýðshöllin •— sem stofnun — á einnig að vinna sjálfstætt starf, sem stefnir að þessu sama marki — auk þess sem hún á að hafa með höndum menningar- og fræðslustarf fyrir aðra bæjar- búa. Æskulýðshöllin á að verða athvarf ungs fólks í bænum í frístundum þess, staður, þar sem það getur unnið að hugð- arefnum sínum — hvort sem þau eru fjelagsstarf, nám, lest- ur, handavinna, tafl eða önn- ur heilbrigð viðfangsefni; — þar á það að geta hvílst frá störfum dagsins og notið hollr- ar skemtunar. Vegna þess hve vin er oft misnotað á almannafæri, telj- um við sjálrfsagt að leyfa alls ekki neyslu áfengis i æskulýðs- höllinni. Æskulýðshöllin á að starfa á ópólitiskum grundvelli, og ætti ekki að leyfa neipskonar pólitískan áróður i húsinu. Stofnkostnaður. Rekstur. Stjórn. Um þessi atriði leggur nefnd in til: 1) Æskulýðshöllin verði stofn un Reykjavíkurbæjar, og ann- ist bærinn einn rekstur stofn- unarinnar og hafi á hendi stjórn hennar. — Nefndin tel- ur sanngjarnt, að ríkissjóður greiði 1/3 af stofnkostnaði. 2) Bæjarstjórn skipi þriggja manna forstöðunefnd. 3) Framkvæmdastjórnin sje falin forstjóra, er valinn sje af bæjarstjórn að fengnum tillög- um forstöðunefndar. 4) Forstjórinn ráði annað starfsfólk æskulýðshallarinnar. 5) Forstöðunefndin skal — í samráði við forstjórann — setja æskulýðshöllinni starfsreglur, er ganga í gildi, þegar þær hafa hlotið samþykki bæjarstjórnar. 6) Þær kröfur verður að gera til væntanlegs forstjóra, að hann sje fyrst og fremst fær um að veita forstöðu hinu menningarlega stai’fi æskulýðs hallarinnar. 7) Forstjórinn þarf að hafa Vel hæfan aðstoðarmann, er geti starfað sem fulltrúi hans, auk þess sem hann ynni nauð- synleg skrífstofustörf. 8) Eftirtalið starfsfólk áætl- ar nefndin, að muni þurfa að ráða til starfa við æskulýðshöll ina auk fulltrúa forstjói'ans: Húsvörð, ráðskonu, er hafi umsjón með framreiðslu og störfum í eldhúsi, a- m. k. 5 stúlkur við framreiðslu og eld- hússtörf, a. m. k- 4 stúlkur við fatageymslu og sölu aðgöngu- miða, fólk til ræstingar, mann til að sýna kvikmyndir. Ennfremur mun þurfa að kosta nokkru fje til eftirlits í smíðastofu og borðtennisstofu. Húsnæði. — A, Húsnæði fyrir tómstiindaheimili. 1) Kaffistofa með sætum fyr ir 120 manns. Þar væri hægt að fá keypt kaffi, mjólk, gos- drykki. öl, smurt brauð og kökur. Eí það yrði talið æski- legt, væri einnig hægt að hafa matsölu í kaffistofunni, t. d. fyrir skólafólk. Nefndin gerir ráð fyrir, að gestir sæki sjálfir veitingar að afgreiðsluborði og greiði þær þar. — Ef þetta fyr- irkomulag þætti ekki gefast vel, mætti síðar taka upp fram- reiðslu eins og tíðkast á veit- ingahúsum. 2) A. m. k. fjórar setustof- ur með ca. 60 sætum alls. Þar lægju frammi dagblöð, tímarit og töfl. Reykingar væri bann- aðar, a. m. k. í einm setustof-' unni. Hátalara, er stæði í sam- bandi við útvarpsgrammófón, mætti koma fyrir í kaffistof- unni og setustofunum. 3) Dyngja (með ca. 20 sæt- um), þ. e. sjerstök setustofa fyrir konur. Væri veitt þar til- sögn í hannýrðum á ákveðnum tímum. 4) Smíðastofa (í kjallara). Væru þar ýmis áhöld fyrir handavinnu pilta. 5) Herbergi fyrir borðtennis (í kjallara). 6) Fjórar—sex stoíur fyrir kenslu með námsflokkafyrir- komulagi og aðra fræðslustarf- semi éða klúbbstarfsemi á menningargrundvelli. Laugardaga og sunnudaga mætti nota stofurnar fyrir fundí, og myndi það auka mjög samkomuhúsnæðið, þegar þess er mest þörf. Á vorin og sumr- in mætti nota stofurnar sem gistiherbergi fyrir flokka, sem kæmu frá æskulýðsfjelögum utan Reykjavíkur, til þess að taka þátt í mótum æskulýðsfje- laganna hjer í bænum. Áherslu ber að leggja á, að húsnæði tómstundaheimilisins sje vistlegt og hlýlegt. í kaffi- stofunni þarf að hafa hvíta dúka á borðum og teppi eða dregla á gólfinu. Setustofurn- ar þurfa að vera búnar þægi- legurn, en íburðarlausum stól- um. Teppi þarf að hafa á gólf- unum, snotra skápa fyrir töfl, blöð, tímarit og e. t. v. eitt- hvað af bókum. Æskilegt væri, að málverk og teikningar prýddu veggina. — Húsnæði, sem væri þannig útbúið, 2ð það væri sem líkast smekKlegu heimili, myndi bæði laða fólk til sín og ósjálfrátt stuðla að prúðmannlegri framkomu gest anna. B. Bæjarbókasafn Reykjavíkur. Þar sem sjálfsagt væri, að bókasafn og lessalur væru í æskulýðshöllínni, virðist eðli- legra og hagkvæmara, að Bæj- arbókasafni Reykjavíkur væri ætlað rúm þar, heldur en að stofnað væri nýtt bókasafn og hafður sjerstakur lessalur fyr- ir æskulýðshöllina. Einnig liggur nærri að álíta, að notkun bókasafnsins myndi aukast við það, að því væri fenginn staður í húsi,- þar sem fjöldi ungs fólks kæmi á hverj- um degi. Eftirfarandi áætlun um hús- næðisþörf safnsins er miðuð við núverandi bindafjölda þess, að viðbættri væntanlegri aukn ingu á næstu 10 árum. Þó þyrfti að vera hægt að stækka útlánssalinn verulega síðar. C. Sajnkomuhúsnæði. 1) Þrír litlir fundarsalir, sem rúrni 40, 80 og 120 manns í sæti, Væru s.alirnir ætlaðir fyr ir u.mræðufundi, deildarfundi og hin fámennari kaffikvöld æskulýðsfjelaganna. Miðað við núverandi starfsemi fjelaganna má gera ráð fyrir, að þessi húsa kotsur myndi leysa brýnustu þarfir þeirra. 2) Stór samkomusalur, er rúmi ca. 300 manns í sæti. Þyrfti salurinn að vera búinn kvikmyndatækjum, og þar þyrfti að vera gott hljóðfæri. Leiksvið sje fyrir enda salsins, og gerir nefndin ráð fyrir, að það yrði notað fyrir leiksýn- ingar áhugamanna, fyrir söng- flokka, hljómsveitir, listdans, leikfimissýningar o. fl. Samkomusalinn mætti nota •fyrir fyrirlestra, kvikmynda- sýningar, söngskemtanir, hljóm leika, skemtikvöld, kaffikvöld æskulýðsfjelaganna og leik- kvöld. Áætlun um stofn- kostnað. Samkv. framanritaðri áætl- un um húsnæði í æskulýðshöll- inni gerir nefndin ráð fyrir, að byggingin þyrfti að vera ca. 3000 ferm. tið gólfplássi auk þakhæðar, en ca. 10000 ten- ingsm. Með verðlagi árið 1939 (á „normal“ tímum) má því á- ætla byggingarkostnaðinn ca. 600 þús. kr», en með nágildandi verðlagi ca. il milj. kr. Húsbún aður og áhöld áætlar nefndin að muni kosta með verðlagi 1939 190 þús. kr., en með nú- gildandi verðlagi 700 þús. kr. Reksturskostnaður. Nefndin hefir reynt að kynna sjer eftir föngum, hve miklu má búast við, að hinir ýmsu tekjuliðir og útgjaldalið- ir muni nema. Hún sjer sjer ekki fært að semja rekstrar- áætlun, en álítur eftir þessar athuganir, að æskulýðshöllin muni ekki þurfa að fá rekstr- arstyrk til árlegra útgjalda, ef sú tilhögun verður höfð um starf hennar, sem gert er ráð fyrir hjer að framan. Nefndin gerir ráð fyrjr, að allan stofnkostnað muni þurfa að afskrifa þegar í byrjun. Staður fyrir æsku- lýðshöllina. Hvað snertir val á hússtæði fyrir æskulýðshöllina vill nefndin leggja áherslu á, að hún verði bygð þar, sem hún fær notið sín sem best og ligg- ur vel við samgöngum. Æskilegt væri að' æskulýðs- höllin yrði bygð sem næst Mið- bænum og ekki of langt frá helstu umferðargötum, og ættj hún að áliti nefndarinnar ekki að standa utan þess svæðis, sem afmarkast af Garðastræti að vestan, Hverfisgötu að norð an, Frakkastíg að austan, en Skothúsvegi að sunnan. Nefndin telur sig hinsvegar naumast geta bent á ákveðið hússtæði fyrir æskulýðshöll- ina fyrst og fremst sökum þess, að framtíðarskipulag bæjarins er enn ekki ákveðið. Bráðabirgða- ráðstafanir. Ef ekki verður þegar hafist handa um byggingu æskulýðs- hallar, er gegni því hlutverki, sem gert er ráð fyrir í framan- rituðu áliti, þá vill nefndin leggja til, að reynt verði að fá húsnæði fyrir tómstundaheim- ili, sem byrjað yrði að starf- rækja við allra fyrstu hentug- leika — og yrði það starfrækt þar til æskulýðshöllin tæki til starfi. — Slíkt bráðabirgða- tómstundaheimili yrði að vera vistlegt og myndarlega útbúið frá byrjun, vegna þess að tóm- stundaheimili, sem ekki upp- fylti þessar kröfur, gæti spilt fyrir starfi æskulýðshallarinn- ar síðar. Nefndin vill færa tvær meg- inástæður fyrir þessari við- aukatillögu: 1) Þörfin á tómstundaheim- ili er svo brýn, að það má ekki dragast lengur en óhjákvæmi- legt er, að það taki til starfa. 2) Mjög æskilegt væri, að nokkur reynsla fengist um slíka starfsemi áður en æskulýðshöll in kemst upp. 16 þús. króna gjöf fil S.I.B.S. í GÆR barst Vinnuheim- ilissjóð S. I. B. S. 10.000 króna gjöf frá firmanu Helgi Magn- ússon & Co. — Auk þess hefir S. I. B. S. borist eftirfarandi gjafir: Sigurður B. Sigurðsson kr. 1.000.00. Stárfsfólk Sjóvátrygg ingaríjel. ísl. kr. 1.825.00. Skip verjar b.v. Haukanes kr. 1.850- 00. Starfsfólk bæjarskrifstof- anna kr. 1.000.00. Þrír Odd- fellowar kr. 700.00. Starfsfólk ísaflodarprentsmiðju, bók- bandsst. kr. 395.00. Þórarinn Olafsson & frú, Borgarnesi kr. 200.00. Hjörtur Helgason, Borg arfirði kr. 100.00. Ungmenna- fjelagið Trausti kr. 135.00. — Samtals kr. 17.235.00. Álykfun um skemt- unalíf æskunnar Sanmband bindindisfjelaga í skólum ef'ndi á sunnuda ginn var til almenns fundar um. skemtana- og fjelagslíf æsk- lunnar í landinu. Fundurinn vai* fjölsóttur og samþvkti hanii eftirfarandi ályktuun: „Almennur fundur haldinn 13. febr. 1944 að tilhlutun Sain; bands bindindisfjelaga í skól- um, skorar á skólastjórnir, ís- lenska skólaæsku og önnur æskulýðs- pg jneriuingarfjelög, að einbeita kröftum sínum afí gagngei-um endurbótum á| skemtanalífi og fjelagslífi a'skí unnar í landinn. Jafnframt heitir funduriiui i' stjórnarvöld landsins að veita, iillum tilraunum í þessa át.a öílugan stuðning. Telur fundur inn í því sambnndi brýna nauð yn á því, að a-skan eigi aðgartg að sjerstöku æskulýðsheimili x höfuðborg landsins. Ennfremur skörar fundur- inn. á. æskulýð þjóðarinnar, að sameinast, til verndar og* eflingar þjóðlegum verðmæt- vih og andspyi nu gegn óhollum og siðspillandi venjum“. Skýrslur liggja nú fyrir um manntjón hjer í Bretlandi í jan- úar af völdum loftái-ása. Fór- ust í þessum mánuði als 170 menn, en 270 meiddust svo að flytja varð þá á sjúkrahús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.