Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15., febrúar 1944 1 j Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura meS Lesbók. Meiri íisk. — Aukið öryggi UTANRÍKISMÁLARÁÐUNEYTIÐ sendi blöðunum fyrir skömmu þá fregn til birtingar (sem leiðrjetting á áður birtri fregn), að Bretar óskuðu að fá meiri fisk frá okkur íslendingum. Þess var einnig getið í fregninni, að breskri sendinefnd, sem farin væri til íslands (viðskifta- nefndin?), hefði verið sjerstaklega falið að athuga mögu- leikana á því að fá aukið fiskimagnið til Bretlands. Ekki er vafi á því, að við íslendingar gætum stórlega aukið fiskframleiðslu okkar, ef við ættum þess kost að auka fiskiskipastólinn, og þá einkum þann, sem af- kastamestur er, togaraflotann. En þess er enginn kostur, meðan stríðið stendur, hvað sem síðar verður. Hins- vegar erum við að reyna að auka bátaflotann, 'm. a. með tilraun þeirri, sem verið er að gera, að fá smíðaða báta í Svíþjóð. En það má öllum ljóst vera, að fiskmagn það, sem við íslendingar öflum handa Bretum, verður ekki aukið nú í bráð með auknum bátaflota, sem aðeins er á pappírnum. Bretar þurfa hinsvegar að fá fiskinn strax. Þessvegna er eina úrræðið, til þess að auka fiskmagnið nú þegar, að nota sem best allan þann fiskiskipaflota, sem til er í land-- inu. Annað úrræði er ekki til í augnablikinu. Nú horfir þetta mál þannig við, að til þess að okkur íslendingum sje mögulegt að gera út fiskiskip okkar, þurfum við margt að sækja til Breta, sem fiskinn kaupa og nú óska eítir meira magni. M. a. þurfum við að fá hjá Bretum veiðarfæri eða óunnið efni til veiðarfæra- gerðar. En þá rekum við okkur á þá staðreynd, að Bretar hafa stórlega minkað það innflutningsmagn á veiðar- færum (eða efni til þeirra), sem þeir höfðu heitið okkur, þegar aðrir markaðir lokuðust á þeirri vöru. Með þessu er okkur ekki aðeins gert ókleift að auka fiskframleiðslu okkar, heldur hlýtur hún að minka stórum þegar á yfir- standandi vertíð, ef ekki fæst úr þessu bætt hið bráðasta. Skortur á veiðarfærum er nú svo mikill í öllum ver- stöðvum, að bátar eru tilneyddir að draga stórlega saman útgerð sína og ekki annað fyrirsjáanlegt en að margir bátar verði alveg að hætta veiðum, ef ekki fæst úr þessu bætt. Ekki er von að vel fari, þegar ofan á stórlega mink- aðan innflutning veiðarfæra bætist það, að bátar hafa í síðasta ofviðri mist svo mikið af veiðarfærum í sjóinn, að það samsvarar sennilega þriðjungi af ársinnflutningi okkar. Bretar hafa það sjálfir á valdi sínu, að auka það fisk- magn, sem við öflum fyrir þá. Ef þeir láta okkur fá næg veiðarfæri handa bátunum, stendur ekki á fiskimönn- unum, að stunda sjóinn. Það hafa sjómennirnir sýnt. Okkur íslendingum er það ljóst, að okkar ágæta við- skiftaþjóð, Bretar, hafa nú í mörg horn að líta. En hjer er um að ræða sameiginlegt hagsmunamál beggja þjóð- anna. Bretar óska að fá meiri fisk frá okkur. Við viljum fúslega láta þá fá meiri fisk, en getum það ekki, vegna þess að okkur vantar veiðarfæri. Úr þessu geta Bretar bætt. Vonandi rætist því vel úr þessu máli. Aðra ósk hafa Islendingar fram að bera til þeirra í sameiningu, Breta og Bandaríkjamanna. Hún er sú, að við eigum kost betri og öruggari veðurfregna en fengist hafa að undanförnu. Bátaflota okkar er beinn voði bú- inn, ef ekki fæst úr þessu bætt. í síðasta ofviðri höfum við mist átta fiskibáta, fimm í sjóinn, þar af þrjá með allri áhöfn, og þrjá báta hefir rekið á land, sem verða ófærir til róðra í bráð. Auk þess er veiðarfæratjónið gíf- urlegt. Ekki er vafi á því, að herstjórnin mun líta á þetta nauðsynjamál með skilningi og velvilja. Fórn sjómanna oljkar er orðin svo gífurleg, að ekkert má láta ógert til þess að auka öryggi þeirra. , Yfirlýsing frá Stúdentaráði . Blaoinu hefir borist eft- irfarandi frá Stúdenta- , ráði Háskólans: í BLAÐINU Hvöt, sem S. B. S. sjer um útgáfu á — en ríkið ber kostnaðinn af — birtist grein eftir Guðmund Sveinsson stud. theol., sem á að vera svar til Stúdentaráðs, viS yfirlýs- ingu þess varðandi útvarps- ræðu, sem stúdent þessi flutti á vegum S. B. S. —- 30. jan. s. 1. — og fræg er orðin. í grein þessari leggur höf- undur aðaláhersluna á þrjú eftirfarandi atriði: 1. Að hann hafi ekki flutt ræðuna í þeim tilgandi að sverta skólafjelaga sína nje Há skólann í augum þjóðarinnar. 2. Að Stúdentar hafi með yf- irlýsingu sinni tekið upp hansk ann fyrir drykkjuskap og óreglu. 3. Að fyrnefnda yfirlýsingu Stúdentaráðs sje ekki að marka, — því að lögreglan hafi neitað Stúdentaráði um yfirlýsingu þess efnis, að skemt unin hafi farið sómasamlega fram. Við þetta hefir Stúdentaráð eftirfarandi að athuga: 1. Enginn stúdentaráðsmað- ur hefir látið þá skoðun upp, að tilgangur Guðmundar Sveins sonar með ræðunni hafi verið sá, að rýra álit háskólastúd- enta eða háskólans með ræðu sinni, — enda mun ómögulegt ao ráða það af yfirlýsingu stúd entaráðs. Þar segir, að Stúdenta ráði þyki það miður, að háskóla stúdent skuli hafa gert sig sek- an í þessu, en það hefir Guð- mundur Sveinsson vissulega gert, og mun það stafa af því, að hann hefir ekki gert sjer ljóst, hvernig umtal ræða hans mundi vekja meðal þjóðarinn- ar. Hjer er því skammsýni hans um að kenna, en ekki illgirni, og hróflar það í engu við yfir- lýsingu Stúdentaráðs. 2. I yfirlýsingunni er enga vörn að finna fyrir drykkju- skap og óreglu. Stúdentaráð gerði aðeins þá skyldu sína að verja stúdenta fyrir órjett- mætum áburði, sem vissulega gat verið skaðlegur hagsmun- um þeirra og heiðri. í yfirlýs- ingunni leggur það áherslu á, að umrædd skemtun hafi farið það sómasamlega fram, að um- vandanir Guðmundar Sveins- sonar og safnaðar hans sjeu ástæðulausar. Hvort þessi skoðun Stúdenta ráðs á skemtuninni er rjettari heldur en ummæli G. S. verður hver að gera upp vig sig eftir eigin siðfræði. En til þess að skera ótvírætt úr um, hvor að- ilinn hafi á rjettu að standa þyrfti rjettarrannsókn og síð- an dóm. 3. Um yfirlýsingu lögregl- unnar er það að segjað að lög- regluþjónárnir, sem eftirlit höfðu á dansleiknum, tjáðu sig fúsa til að votta, að skemtunin hafi farið mjög vel fram og með ágætum, ef tillít er tekið til fólksfjölda. Stjórn lögregl- unnar, sem ekki var á skemt- úninni, bannaði lögregluþjón- Framh. á 8. 'síðtt. 'IverjL ibripar: IjJr clcMjlecja Ííjiiui í 5 X x x ❖ Kveðjusamsaeti fyrir Björn Björnson. ÞJÓÐRÆKNISFJELAG ís- lendinga og Blaðamannafjelag íslands halda í kvöld í samein- ingu kveðjusamsæti fyrir Vestur- íslendinginn Björn Björnson blaðamann, sem nú er á förum til Stokkhólms fyrir útvarpsfje- lagið National Broadcasting Com pany. Ekki þarf að efa, að margt verður um manninn á Hótel Borg í þessu kveðjusamsæti, því Björn og bræður hans hafa á- unnið sjer mikilla vinsælda hjer á landi. Björn héfir dvalið hjer í borg- inni í 2 Lí ár og unnið meira starf til heilla fyrir land og þjóð en flesta grunar. í hverri einustu viku og stuhdum mörgum sinn- um í viku hverri hefir hann út- varpað til Ameríku. Hafa út- varpsræður hans heyrst um .öll Bandarikin og miljónir Banda- rikjamanna hafa fengið fregnir frá íslandi gegnum útvarpsræð- ur Björns. Það segir sig sjálft, hve það er mikilsvert, að maður eins og Björn skyldi vera valinn í þetta starf. Það var sannkallað lán fyrir okkur íslendinga. Við höf- um því miður fengið þá reynslu, af mörgum erlendum blaðamönn um, að þeir hafa venjulega.— afflutt okkar málstað á erlend- um vettvangi. Það var því ekki lítið atriði, að fá hingað mann, sem talar og skilur islensku og sem í frjettaflutningi sínum hef- ir ávalt hugsað um að segja sem sannast og rjettast frá öllu, sem við kemur íslandi og íslending- sem hefðu verið óumflýjanlegir, metið eða launað að verðleikum. Okkur hættir svo oft við að sjást yfir það góða, sem um okkur er sagt og ritað, en halda hinu, sem verra er, á lofti og hneykslast yfir því. Nýtt starf. BJÖRN BJÖRNSSON er nú á förum hjeðan, eftir vel unnið starf. Hans bíður nú að ýmsu leyti þýðingarmeira og umfangs meira starf en hann hefir haft á hendi hjer á landi. Hann verður frjettamaður einnar stærstu frjettastofu Bandaríkjanna í Stokkhólmi, sem nú er, eins og kunnugt er, ein aðal frjettamið- stöð Evrópu. Daglega mun Björn segja miljónum útvarpshlustenda í heimalandi sínu frjettir af því, sem er að gerast í Evrópu. En Björn fær líka tækifæri, sem enginn hefir haft síðan Nor- egur og Danmörk voru hertekin í apríl 1940. Hann er fyrsti mað- urinn, sem fer frá íslandi til Norðurlanda. Það ér augljóst mál, að til hans verður leitað eftir frjettum frá íslandi og við þurfum ekki að kvíða fyrir því, að hann ræki það verkefni ekki vel af hendi. Bestu óskir fylgja Birni í hinu nýja starfi hans í Svíþjóð, og vinir hans hjer á landi kveðja hann með þeirri von, að leið hans eigi eftir að liggja aftur til gamla Fróns. Mjer er kunnugt um, að Björn á sjálfur ekki heit- ari ósk en að fá tækifæri til að kuma hingað aftur, þó ekki verði nema rjett til að hitta gamla kunningja sem snöggvast, og sjá iandið, sem honum þykir orðið svo vænt um. Vestur-íslendingar. ÚR ÞVI jeg fór að minnast á Björn Björnson og dvöi hans hjer, get jeg ekki neitað mjer um að minnast örlítið á Vestur- íslendinga, sem hingað hafa komið síðustu árin. Þeir eru orðn ir nokkuð margir, sem hafa kom- ið hingað sem hermenn. Allir eiga þeir það sameiginlegt, að þeir eru ungir og fæstir hafa litið gamla Frón áður. En þeir eiga það líka allir sameiginlegt, að þeir hafa lært af foreldrum sínum, afa eða ömmu að meta það, sem íslenskt er. Flestir tala íslensku og eru hreyknir af að telja sig íslendinga, þó þeir sjeu fyrst og fremst Bandaríkjaþegn- ar. Það væri hægt að nefna mörg nöfn og benda á fjölda dæma um, hve mikið lán það hefir verið íslensku þjóðinni, að Vestur-Is- lendingar voru sendir hingað með hernum. Starf þeirra hefir ábyggilega komið í veg fyrir marga árekstra og óþægindi, sem hefðu verið óumflýjanlegt, ef Vestur-íslendinga hefði ekki notið við. Starf þeirra Björnson bræðra, Hjálmars, Valdimars, Björns og Jóns verður seint of metið. Dóri Hjálmarsson majór og fleiri Vestur-íslendingar hafa með framkomu sinni og skilningi á íslenskum aðstæðum og ís- lensku hugarfari oft á tíðum sýnt skilning á málefnum okk- ar, sem erfitt hefði verið að finna hjá mönnum, sem voru al- gjörlega ókunnugir landi og þjóð. Þá má heldur ekki gleyma mönnum eins og Ólafi J. Ólafs- syni og Hjörvarði Árnasyni. Einum góðum stað færra. „LANDGESTUR" skrifar —: „Mjer finst ekki óviðeigandi að minnast Hótel íslands nokkr- um orðum, þegar sú stofnun er hoffin úr lífi bæjarbúa, en gisti- 1 og veitingahús þetta var lengi mjög vinsælt fyrir margra hluta sakir, ekki hvað síst vel fram- reiddar og góðar veitingar, smekklega sali og (alt þar til fyrir fáum árum) ágæta hljóm- list yfirleitt. Þá eru sjálfsagt margir sammála mjer um það, að varla hafi dansleikir verið öllu skemtilegri en að Hótel Is- land; það var svo einkennilega aðlaðandi blær yfir salakynn- unum þar, — ekki af því að þau sjeu nú brunnin, — heldur var þetta svona. Sjerstaklega var þó Hótel Is- land vinsælt af þeim mönnum, er neyttu eftirmiðdagsdrykkjar síns utan heimilis, ekki síst með- an hljómsveitir ljeku þar, og enda. altaf fram á siðasta dag, enda var kaffið á Hótel ísland orðið frægt í bænum, eða að minsta kosti meðal okkar, sem vorum þar tíðir gestir. • Þarf að rísa aftur. ÞAÐ ER því mjög slæmt fyrir bæinn að missa slíkan stað, ekki síst þar sem hjer er heldur lítið um veitingastaði, þar sem næði er gott og menn geta látið fara raunverulega vel um sig. Það er altaf misjafnt, hvernig yfirbragð .skemti- og veitingastaða er, sum um geðjast að þessu, hinum að öðru í þeim efnum. En hver hópurinn þarf að hafa stað fyr- ir sig, sem hann sækir helst, og nú eru „Landmennirnir“ at- hvarfslausir í bili, þ. e. a. s. hafa ekki tækifæri til þess að dvelja þar sem þeim geðjaðist allra best. — Þetta eru auðví'táð eng- ar ásakanir nje aðdróttanir í garð annara veitingastaða, sem jeg: er að skrifa, heldur vildi jeg g.ðeins reyna að láta í ljós þakk- Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.