Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 8
« MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. febrúar 1944 Yfirlýsing Stúdenfaráðs ' Framh. af 6. síðu. Inum að gefa þessa yfirlýsingu - ekki vegna þess að þeir rengdu lögregluþjónana, — heldur vegna þess, að lögregl- an hefir aldrei gefið yfirlýs- ingu í hliðstæðum tilfellum og því varhugavert að brjóta þá reglu. Þetta vissi G. S. mjög vel, og er það því vægast sagt ódrengilegt að núa Stúdenta- ráði því um nasir, að það væri á óviðeigandi hátt að blanda lögreglunni í þetta mál. Viðvíkjandi „Opnu brjefi“ Helga Skmundssonar um þetta mál í umgetnu eintaki „Hvat- ar“, til formanns Stúdentaráðs, sjer ráðið ástæðu til að taka það fram, að það stóð sem einn niaður að yfirlýsingunni, en stjórn ráðsins var falið að ganga endanlega frá henni í samráði við rektor Háskólans og koma henni til birtingar í blöðum og útvarpi. í Stúdentaráði Háskólans: Páll S. Pálsson, Jónas G. Rafnar, Bárður Daníelsson, Björgvin Sigurðsson, Einar Ágústsson, Gunnar Vagnsson, Guðmundur V. Jósefsson, Björn Þorbjörnsson, Eiríkur Finnbogason. -Úrdaglegalífinu Framhald af bls. 6. læti mitt og jeg veit ótal maegra annarra fyrir alt það skemtilega og þægilega, sem við nutum á Hótel ísland, meðan við sóttum þann stað, og enn- fremur óska þess, að nýr veit- ingastaður með sama sniði og helst sama nafni, risi upp aftur af rústum hins gamla. Það væri okkur öllum, sem „Landið“ sóttum, mikið fagnaðarefni. Liðsflutningar í lofti. London í gærkveldi. — Stór- ar flugvjelar eru nú mikið not- aðar til þess að flytja hermenn og birgðir til vígstöðvanna á Nýju-Guineu. Hafa verið flutt- ir þangað meira en 19.000 her- menn í flugvjelum á einum mán uðá, eða í jan. s. 1. — Reuter. 227.064 manns sóltu Sundhöllina árið 1943 Anglia-fundur á fimtudag NÆSTI SKEMTIFUNDUR í Anglia verður næstkomandi fimtudag að Hótel Borg. Þar ætlar J. H. August Borleis of- ursti og yfirmaður herprest- anna í setuliði Bandaríkjanna á íslandi að halda fyrirlestur, sem hann nefnir „Hawaii, 7. ALS sottu 277064 manns Sundhöllina árið 1943, en árið 1942 257.580. Aukning baðgesta nemur því 19.564. Tala þessi skiptist í þessa flokka þannig: Karlar 128.560, en árið áður 130.610, konur 39.647, árið 1942 33.934, dreng- ir 38.133, árið 1942 31.667, stúlkur 47.161, árið 1942 36.339, skólasund, en í þeim er innifal- in kensla, sem nú er orðin skyldunámsgrein í skólum bæj- arins. Fjöldi þeirra árið 1943 var 20.608. Als voru kerlaugar á árinu sem leið, 446 talsins, en 453 1942. Þá stunduðu sund- æfingar á vegum sundfjelag- anna í Sundhöllinni, 2.230 karl- ar og 279 konur. Á árinu 1942 stunduðu æfingarnar 2.350 karl ar, en 359 konur. Athyglisvert er, hversu tala stúlkna hefír aukist, eða um 11 þús. Þá hefir tala drengja einnig aukist sem svarar 6,5 þús., ennfremur tala kvenna á sjötta þúsund, en tala karla minkað um 2 þús., og loks hefir tala karla og kvenna, er stunda æfingar á vegum sund- fjelaga, lækkað nokkuð. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU desember 1941”. Fjallar fyrir- lestur þessi um það, sem kom fyrir ofurstan hinn minnisstæða morgun í Pearl Harbor, er Jep- anar rjeðust á flotastöðina. Að fyrirlestrinum loknum verður dansað fram til klukk- an 1. Fundurinn er eingöngu fyrir mðelimi Anglia. lilllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllill 65 ára afmæli 65 ára er í dag Einar Páll Jóhannesson Long. Hann er fæddur að Miðhúsum í Eiða- þinghá 15. febrúar 1879 og fluttist sama ár til Seyðisfjarð- ar, var þar síðan til 1941, er hann fluttist til Reykjavíkur. Foreldrar hans voru Jóhannes, Matthíassonar, Richardssonar Long, kaupm. í Mjóeyri við Eskifjörð og Jóhanna Jóhann- esdóttir frá Fjallsseli í Fellum. Einar hefir verið tvígiftur, fyrri kona, Jónína Jónsdóttir úr Fellahreppi, en síðari kona Sólrún Guðmundsdóttir frá Fljótsbakka í Eiðahreppi. 6 börn átti hann með fyrri konu og eru 4 á lífi, en 4 með hinni síðari, 3 á lífi. Einn son sinn af fyrra hjónabandi, Georg, mál- ara í Afríku, misti hann fyrir fáum misserum á herskipi við strendur þeirrar heimsálfu, Einar er greindarmaður, ljóð elskur og hagmæltur, kann margt þeirra fjársjóða og vel að greina. Var þeim vel til vina, honum og Þorsteini Erlingssyni meðan hann dvaldi á Seyðis- firði. Einar er gamall og góður sjálfstæðismaður að fornu fari og enginn sundurgerðarmaður í þeim málum. Hann var um skeið einn af forystumönnum verkamanna á Seyðisfirði um hagsmunamál þeirra. Jeg hefi þekt Einar alllengi og ætíð að góðu öllu. Hann var starfsmaður hjá mjer um skeið, og reyndist þar ávalt, hvort sem um vöru- eða skipaafgreiðsiu var að ræða, sem hinn örugg- asti og áreiðanlegasti — sem altaf mátti treysta. Jeg bið honum allra gpðra bæna og óska honum hamingju ríkra stunda eftir sextíu og fimm ára afmælið. Sig. Arngrímsson. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllll^ Ungling vantar til að bera blaðið Efsta hluta Laugavegs Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600. Bakvið síálvegginn Framhald af bls. 7 til persónulegra afnota fyr- ir flokksleiðtogatta — en til þess að auka stríðsframlag- ið. Loftárásirnar á Berlín. í LOK febrúarmánaðar 1943 tóku Bretar að auka lofthernað sinn. Essen og aðrar borgir í Vestur-Þýska landi guldu mikið afhroð í árásunum. Þann 1. mars var svo röðin komin að Berlin. Loftvarnavirkjunum tókst ekki að stemma stigu við hinni stóru flugsveit, sem á borgina rjeðist, og vörp- uðu flugvjelarnar niður ó- hemju fjölda þungra sprengja og eldsprengja. — Hvass vindur breiddi út eld inn með ofsahraða. Þegar Berlínarbúar komu upp úr loftvarnabirgjum sínum vaV sjóndeildarhringurinn rauð ur, hvert sem liðið var, og ! eldar loguðu í næstum hverri húsaþyrpingu. Þessi árás 1. mars, var þyngsta höggið, sem þýska höfuðborgin hafði, enn sem ( komið var, orðið fyrir. Mik- ill kvíði var ríkjandi næstu daga, enda þótt Göbbels legði sig allan fram til þess að berja niður þenna sívax- andi ósigursanda. — Hópur Berlínarbúa hlaut heiðurs- merki fyrir hreystilega framkomu í loftárásinni og blöðin voru full af lofgjörð um hina hraustu borgara. — Göbbels kom í eigin per- sónu fram á Breitenbach Platz og úthlutaði börnum súkkulaðistöngum. — Þetta gerðist strax eftir árásina, en nokkra næstu daga ljetu hvorki Göbbels nje nokkr- ir aðrir leiðtogar flokksins sjá sig á almannafæri. Of margir Berlínarbúar höfðu látið í ljós gremju sína svo greinilega, að ekki varð misskilið. Mannþyrpingar, sem hrópuðu hið gamla slag orð: „Vjer þökkum foringja vorum“, höfðu heilsað nas- istaleiðtogunum. í einu ein- asta húsahverfi hafði þrjá- tíu manns verið sett í varð- hald fyrir „ódrottinholl um mæli“. « /OOPOOOOOOOOÖÖOOöOOOOÖOOOOOOÖÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOPOOPOOOOOOOOOoOooPCOOOOl X - 9 Eftir Robert Storm >000000000000000000000000000 vyy>ppo) X9, TD UKE TO lAV /Vty t4AHD£> OM TtiAT .‘E&CAPED MUROEREf?, ALEX, THE OREAl! m yOU WILL, IF VJE CATCH up wnH THAT truck! . FEW ELCCK& OFF. GET THAT LOVE-5EAT READV TO CARRV IH..,I'LL SO UP AH' SEE IF THE FOLK& J ARE HOMEÍ j-------J , Lögregluþjónninn: — Það vildi jeg .óska, að jeg Bílstjórinn: — Taktu til vörurnar, sem eiga að Alexander: — Hamingjan gooa, þarna kemur næði í þenna storkufanga. X—9: — Þjer tekst það, fara hingað; á meðan jeg fer að gá hvort fólkið lögreglubíllinn. Þessi veggur — þakinn að ofan er við náum vörubílnum. er heima. með glerbrotum — er einasta von mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.