Alþýðublaðið - 12.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.06.1920, Blaðsíða 3
jjaráftas gege banitina í Bandaríkjunum. Eins og Vænta mátti, hafa basm- andstæðingar í Bandaríkjunum ekki verið alveg aðgerðalausir, og hafa þeir fyrst og fremst látið rigna niður allskonar ósönnum sögum og óhróðri um bannið f blöðum sínuni. Hafa svo andbanninga- málgögnin í Norðurálfunni tekið þessu fegins hendi og látið sög- urnar óspait bergmála, og hafa þær þannig endurhljómað í ýms- um blöðum Norðurlanda. „Reíormatorn"' frá 19, f. m. getur um þessar sögur og ber andbanningum það á brýn, að þeir gerist mjög svo óvandaðir í meðferð sinni á heimildum. Meðal aanars er þess getið, að nú sé hreyfing nokkur vakin í ríkjunum New Jersey, Massachu- settes, Wisconsin, Rhode Island og Kaiiforníu, með það markmið fyrir augum, að afnema bannið. Lýsti mótstaðan sér einkum í því, að nokkur héruð hafi geit ákvarð- anir um að framleiða öl með meiri áfengisstyrkleika en löglegt er. Bruggararnir eru hér á ferðinni og beita óspart mútum, eins og þeirra er síður, og ætia á þann hátt að útvega sér kjörmenn við næstu forsetakosningar. Ennfremur geta þeir þess, að bannið hafi eyðilagt vínframleiðsl- una f Kaliforníu, en sannleikurinn er þó sá, að vínyrkjuhéruðin greiddu atkvæði með banninu við síðustu atkvæðagreiðslu, en þá strandaði málið á veitingahúsa- bænum San Francisco, en ekki á vínyrkjumönnunum. Svo bæta þeir við ósæmilegum og staðlausum gífuryrðum í garð bannvina, og einkum beinast þeir að Mr. „Pussyfoot" Johnson og geta þess, að starf hans í Eog- landi hafi farið í mola. Þá skýrir blaðið frá nokkrum atriðum viðvfkjandi árangrinum af banninu í Bandaríkjunum. Héraðsdómstóllinn í Chicago skýrir frá því, að fyrstu 6 mán- uðina eftir að bannið kom í gildi hafi tala sakamanna orðið 2082, en 3689 næsta hálfa árið á undan og að nú séu fangelsin að tæmast. Hart, rfkisstjóri í Washington, lét í ljósi það álit, að bannið hafi haft góð áhrif, bæði í siðferðilegu ALÞYÐUBLAÐIÐ og fjárhagslegu tilliti. Einkum hefir iðnaðurinn haft gagn af því Goodrich, ríkisstjóri í Indiana, segir, að einn þriðji hluti fangels- anna sé auður, að iðnrekendur gefi þá skýrslu, að framleiðslan hafi aukist að miklum mun og að vinnulauinn hafi verið unt að hækka. Lögreglustjórinn í Denver skýrir frá því, að lagabrotum hafi fækk-' að um helming sfðan bannið kom til framkvæmda, og forstjóri fang- elsanna í Detroit heldur því fram, að föngum hafi fækkað um 44 af hundraði. Brennivínsbyrlarar og bruggarar gera auðvitað alt sem þeim er unt til þess, að hnekkja framkvæmd Iaganna og brjóta þau, en hitt er áreiðanlegt, að Bandaríkjamenn eru ekki búnir að gleyma þeim hinum skaðlegu og slæmu áhrifum, sem áfengið hefir valdíð þar í landi. J. Á. Hm dapn 09 vegjnn. Falltrúaráðsfondar verður í kvöld kl. 8 á venjulegum stað. Ingólfur Arnarson kom inn af veiðum f gærkveldi. Hafði 120 lifrarföt. Er þetta fyrsta ferð hans og má segja að hann byrji vél. ftykið á götunum er alveg óþolandi. Sé komið út fyrir dyr, eru vit manna orðin full af þvf, áður en minst varir, og ógern- ingur er að láta glugga, er út að götu snúa, standa opna. Herberg- in fyllast ryki, að minsta kosti í þeim húsum sem við tjölförnustu göturnar standa. Hví eru göturnar ekki vættar, t. d. á morgnana áður en umferð byrjar? Bærinn á tæki, sem vafalaust hefir ekki verið ætlast til að grotnuðu sund ur af notkunarleysi. Skemtiför fara barnastúkurnar á morgun, sbr. auglýsingu hér í blaðinu. »Afturgöngur« voru leiknar í gærkvöldi fyrir fullu húsi, og tókst prýðilega. Leiksins verður frekar getið í næsta blaði. 3 Stiyelsi fæst hjá H. P. Duus. Verzlunin „Hlíf“ á Hverfisgötu 56 selur: Sólskinssápu, Red Seal- sápu, Sápuduft (ágætar tegundir), Sápuspæni, Taubláina, Þvottaduft (Vi to Willemoes-kraít og Richs- kraft), Soda á 0,25 pr. V2 kg., Ofnsvertu, Fægilög í smádunkutn á 0,50, Handsápur, Handáburð (Arnesan glycerin), Götukústar, Gólfskrubbur, Pottaskrubbur, Hand- bursta, Olíu á saumavélar (í glös- um), Teiknibólur (á 0,20 pr. 3 dús.), Þvottaklemmur o. n>. fl. Gerið svo vel og lítið inn í búðina eða liringið í síma 503. Ætlið þér að láta leggja raf- magnsleiðslur í húsið yðart Sé svo, þá er yður best að tala við okkur, sem allra fyrst. Helst í dag. H.f. Rafmfél. Hiti & Ljós Vonarstræti 8. — Sími 830. Til sölu því sem næst ný vönduð Jacketföt á meðalmann. Einnig notuð jakkaföt. Til sýnis á afgr. Alþbl. Hannalát. Kristján Teitsson, smiður hér í bænum, Jézt í fyrra- dag, á sjötugsaldri. Hann var mesti elju og dugnaðarmaður, einn af beztu borgurum þessa þjóðfélags. Sömuleiðis er nýlátin hér í bæ Þórdís Guðtnundsdóttir, 80 ára, móðir Kristófers Egilssonar j árn- smiðs og Guðna steinsmiðs. Mesta sæmdarkona. Veðrið í dag. Reykjavík .... A, hiti 8,2. ísafjörður .... logn, hiti 7,7. Akureyri .... N, hiti 8,8. Seyðistjörður . . Iogn, hitt 9,2. Grímsstaðir . . . logn, hiti 5,0. Vestm.eyjar ... A, hiti 8,2. Þórsh., Færeyjar SA, hiti 7,3. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvog stöðug, hæst suðaustur af Færeyjum. Austlæg átt á Suð- uriandi, kytt annarsstaðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.