Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 5
Fimtudagur 17. febrúar 1944. M 0 R G U X B L A Ð I Ð y ÓNOG SIGLINGARMERKI Á GARÐSSKAGA ORSÖK ÞORMÓÐSSLYSSINS SÁ LEKI, sem i þetta sinn kom að Þormóði, var, sem bet- ur fer ekki ýkja mikill eða al- varlegur. Sökum hins sífelda þunga, sem mæddi á yfirbygg- ingunni frá öldurótinu, hafði tognað á festiboltunum og járn skífurnar undir þeim marist nokkuð inn í eikarbitana. Af þessu stafaði lekinn með keisnum. Að aftan raskaðist Stýrisumbúnaðurinn, og af því stafaði lekinn í káetu. I hvor- Ugum staðnum var lekinn meiri en svo, að ef hann hefði ekki verið sumpart í manna- íbúðir og sumpart yíir vjelar skipsins, hefði hann engin ó- þægindi bakað. Það ei' því al- gerlega ranglega mælt, að skip ið hafi í þetta skifti komist nauðulega að landi vegna stór- kostlegs leka. Um síðara at- vikið segir svo í dagbókarút- drættinum: ,,Þriðjudaginn 10. nóv. 1942 kl. 4.15 farið frá Reykjavík á- leiðis til Breiðafjarðar. Hæg- ur V, snjójel, mikill sjór. Kl. 8 var vindurinn orðinn 6—7 vindstig. Stýrt NVANVjN. Kl. 11 kom snögglega mikill leki að skipinu. Var þá snúið til lands og haldið til Stapavíkur. Vindur V 8—9 vindstig, mik- íll sjór. Dælurnar höfðu ekki undan. Var þá farið að ausa og' því haldið stanslaust áfram, þangað til Iagst var á Stapa kl. 14. Dekkið var fult af olíu og' bensíntunnum. Þegar þær voru teknar frá lunningu s.b. meg- in, kom í ijós 2 metra rifa inn- an við skammdekksplankann. Dekklestin hefir sprengt stytt- urnar út, og við það hefir dekk ið gefið sig, þar sem tunnurn- ar slógust til á dekkinu. Alt tróð var farið þar úr, troðið var í rifuna eftir þvi, sem hægt var“. Með tilvísun til þessa er það bert, að lekinn er aðeins ofan írá í gegnum rifinn þilfars- planka, er tunnurnar höfðu sprengt, er þær losnuðu í veðr- inu. Hefði því veríð áuðvelt og sjálfsagt að ryðja tunnunum út, ef með þurfti, til þéss að komast að lekanum og stöðva hann strax. En er svo þetta dæmi nokkur mælikvarði á styrkleika eða sjóhæíni skips- ins? Hefir Þorvarður gleymt því, að þetta sama kom fyrir ,,Gullfoss“’ fyrir rúmum tutt- ugu árum, að tunnur losnuðu á þilfari og brutu járnrör, svo að sjór flóði niður á 1. farrými, og það svo alvarlega, að segja mátti, að farþegarnir sumir hverjir bókstaflega skoluðust til í herbergjunum. Jeg minn- ist ekki þess, að nokkur mað- ur gerði sig þá að því athlægi að ásaka skip og útgerð eða eftirlit fyrir það áfall. Það geta víst sjálfsagt flest- ir orðið mjer sammála um það, að ef taka ætti öll skip úr um- ferð, sem slíkar sögur má segja af, eins og þær, sem hjer hafa verið dregnar fram af ferðum Þormóðs, þá yrðu þau ekki mörg skipin, sem hjeldu uppi siglingum um höfin. Eftir Gísla Jónsson alþm. Síðari grein 1 þríðja skifti náði það ekki landi. Það eru níundu rök, ,,að í þriðja skifti, er kom að því leki, náði það ekki landi“. Jeg geri ráð fyrir því, að hver sem les eða heyrir þessi orð, finni þungann í þeim og sakfelling- arnar á þá aðila, er höfundur telur beinlínis eða óbeinlínis valdandi að þessu sorglega slysi. Það er ef fil vili nokkur vorkunn, að höfundurinn hjeldi með sjálfum sjer, að slik hefðu orðið afdrif skipsins eft- ir síðasta skeyti að dæma, sem frá því heyrðist. En að kveða upp slíkan dóm á þeim stað og á þann hátt, sem gert er, er ó- afsakanlegt, nema að hafa kynt sjer áður öll gögn, sem fyrir lágu í málinu. Eins og kunnugt er sendi skipstjórinn út þ. 17. febr. kl. 22.35 svohljóðandi skeyti: ,,Erum djúpt út af Stafnesi. Mikill leki kominn að skip- inu. Eina vonin er, að hjálpin komi fljótt“. Eftir það náðist ekkert samband við skipið. Að eins gögn, sem þekt eru, tala sínu máli. Strax næsta dag var vitað, að skipið hafði farist mjög ná- lægt Garðskagatá. Flekar, sem fundust úr skipinu innan við Garðskaga, sýndu, að steinn hafði gengið inn úr byrðing þess á milli tveggja banda fyr- ir neðan sjólínu, og að brim- sjóir höfðu sprengt upp þilfar skipsins og tætt það í sundur. Onnur gögn sýndu, að slysið hafði skeð kl. 3.13 um nóttina. Þann 19. febr. rak á Melabergi brot úr bát skipsins, ýmiskon- ar farviður o. fL, er vitað var að geymt var á bátapalli. Þann 21,—23. febr. reka hinsvegar á Akranesi innviðir úr háseta- klefa, stjórnpalli, káetu og vjelstjóraherbergi, og ennfrem ur brot úr þilfari. Síðar fanst hvalbakur skipsins á Djúp- skarðsmiði, eða nokkuð fyrir innan Garðskaga og að síðustu skipsflakið sjálft á Lamba- staðabót, rjétt innan við Garð- skagaflösina á 17—18 faðma dýpi. Af öllu þessu er bert, að Þormóður hefir ekki sokkið af leka úti á rúmsjó, eins og höf- undur gefur í skyn, heldur hefir hann farist á grynning- unum undan Garðskagatá, brotnað þar samstundis í spón undan ofurþunga brimsins og brotinn borist af afli þess ofan í djúpið innan við grynning- arnar. Rekinn á Melabergi sýn- ir, að skipið hefir fengið áfall djúpt af Stafnesi, og missir þá bátinn og ýmislegt annað ofan- þilja. Er þá og líklegt, að leki sá, sem skeytið getur um, hafi komið að skipinu. Hve mikill hann hefir verið, eða hvort tek ist hefir að stöðva hann eða draga úr honum, verður aldrei sannað, en hitt e* víst, að skip- ið er á floti í nærri fimm klukkustundir eftir það, og að það hefir haft vjel í gangi og verið undir stjórn allan tím- ann, þar til það tekur niðri á grynningunum, því annars gat það ekki lent, þar sem vitað er, að skipið hefir farist. En af þessu er einnig ljóst, að orsök til slyssins er ekki á- stand skipsins, umbygging þess eða ósjóhæfni á nokkurn hátt, heldur hitt, að þrátt fyrir þrotlausa baráttu skipstjórans í nærri sólarhring við eitt hið mesta fárviðri og brim. sem komið hefir við Faxaflóa, er honum fyrirmunað vegna blind hríðar og myrkurs að ná til hafnar, sem þó er örskamt undan, og það eingöngu vegna þess, að enn höfðu ekki verið intar af hendi þær sjálfsögðu skyldur við sjófarendur að koma upp sterkum, öruggum siglingamerkjum á Garðskaga, sem treysta mætti á, að aldrei brygðust að vísa hina rjettu leið til hafnar, hvernig svo sem kynni að viðra. Á fiski- þingi hefði það sæmt betur fulltrúa að gleyma ekki þessum kjarna málsins. Hvert slys, sem orðið hefir verið við Garð- skaga, hefir mint okkur á þetta, og Þormóðsslysið einna mest, en því virðast allir gleyma, af brennandi áhuga fyrir því að ásaka aðila, sem ávalt höfðu gert sitt besta til að tryggja öryggi skipsins. Rannsóknin. Þann 20. febr. ritaði jeg þá- verandi lögmanni brjef og ósk- aði eftir því, að dómkvaddir yrðu tveir menn, til þess að aW huga fleka þá, sem rekið höfðu úr Þormóði, ef ske kynni, að þetta gæti gefið nokkra hug- mynd um orsök slyssins. M. a. hvort nokkuð benti til þess, að IKILL ER SA MUIMUR skipið hefði verið ótraust. Jafnframt skyldu þeir leita allra upplýsinga um þetta' hjá þeim, sem unnu við breytingu skipsins. Þessi skoðun var framkvæmd 1. mars, og stað- festir. að svo miklu leyti sem hún nær, það, sem jeg hefi skýrt frá hjer að framan. Þann 4. mars ritar Farmanna- og Fiskimannasamband íslands ráðuneytinu og óskar eftir því, að það láti fara fram rannsókn á rekaldi úr Þormóði og jafn- framt, að rannsókn verði gerð á því, hverjar breytingar hafa verið gerðar á skipinu síðan það kom hjer til lands, og hver styrkleikaauki var í það settur, þegar skift var um vjel í því. Farmannaráðið sendir mjer afrit af þessu erindi 11. mars og tekur þá fram, „að spunnist haíi upp ýmiskonar sögur út af hinu hörmulega slysi, en að engin opinber stað- festing hafi fengist, er sanni eða afsanni slíkan orðróm“. Þann 8. mars fyrirskipar ráðu- neytið rannsóknina á grund- velli þess erindis, sem kom frá Farmannaráðinu, og leggur sjerstaka áherslu á, að rann- sóknin fari svo skjótt fram, sem tök eru á, og i'áðuneytinu gef- in skýrsla um árangurinn, að henni lokinni. Síðan eru liðn- ir rúmir 11 mánuðir. Um orð- róminn, sem þá hafði skapast, fæst enn engin opinber stað- festing, en þögn ráðuneytisins og sú hula, sem það hefir hjúp- að málið í, hefir gefið því þann blæ, að um það hafa spunnist enn meixú sögur og alskonar- getgátur. Rannsóknin hefir sjálfsagt aldrei verið meint vegna ráðuneytisins, heldur vegna almennings, sem marg- sinnis síðan hefir krafist þess, að árangur hennar yrði birtur. Er þess að vænta, að það drag- ist nú ekki lengur. Gunnar Gunnarsson skáld, frábiður sjer 4000 kr. af fje rík- issjóðs, hvort sem litið sje á það sem styrk eða heiðurslaun. Kemur þarna mjög ljóslega fram, hversu mikill og skemti- legur munur er nú orðinn á högum íslenskra skálda frá því sem áður var. Fyrir tæplega hálfri öld hafðist það með naum indum fram á Alþingi, að Þor- steinn Erlingsson gæti fengið 500 kr. í því skyni, að stund- irnar til að yrkja yrðu nokkru fleiri. Hefir mjer oft komið í hug, hverjar mundu hafa orðið afleiðingamar, ef menn hefðu á Þingi verið nógu viðtýnir til að veita þessu ljómandi skáldi, ekki 500 heldur 5000 krónur, svo að hann hefði getað helgað alla sína starfsorku, þeirri list, sem honum ljet svo vel. En heilsa hans mátti svo illa við því að sitja við að kenna 6 stundir á dag, og hann dó frá svo mörgu sem hann langaði til að yrkja. I Eða þá Gestur Pálsson. Að hugsá sjer, að eins skemtilega ritfærum manni og Gestur var, skýldi, fyrir aðeins hálfri öld, blátt áfram ekki vera líft í 1 Reykjavík. Mjer er kunnugt um að Gesti lá við örvæntingu og örþrifráðum, sakir fjárskorts, Og örþrifráð mega það kall- ast, að hann skyldi fara vestur til Winnipeg, sem á þeim ár- um, mátti teljast enn á gelgju- skeiði, og hafði orð á sjer fyrir að vera alveg andlaus bær. Segi nú einhver, að Einar Hjöi'leifs- son Kvaran hafi þó lifað þar í 10 ár, og ekki einungis það, heldur lifað af, og komist heim aftur til að vinna mikið verk, þá er þess að minnast, að á úti- vist þeirra Ejnars og Gests var nokuð svipaður munur og á út- legð Gísla Súrssonar og Grettis. Það var Auður sem gerði mun- inn. Það var um Gest, líkt og annan mann sem skorturinn stytti aldur, Jónas Hallgríms- son, að ekki gat komið til mála að stofna heimili. Mun sjaldan hafa orðið meiri mannskaði Is- lendinga en sá, að Jónas Hall- grímsson skyldi ekki verða lang Hfari, því að hann var ekki einungis hið ágætasta skáld, heldur virðist einnig hafa haft ekki síður hæfileika til vísinda- starfs. En það er mjög sjald- gæft, að menn sjeu jafnvígir á hvorttveggja. Var Jónas um þetta líkur ágætum samtíðar- manni sínum, Adelbert v. Chamisso, sem var náttúrufræð ingur og skáld einsog hann, en tók þátt í rannsóknarferð kringum jörðina. Virðist Jónasi því miður, lítið hafa verið kunn ugt um Chamisso,, en þó kvað bragarhátturinn á „Fífilbrekka, gróin grund“ vera frá honum — og bið. jeg. mjer fróðari menn að leiðrjetta, ef þetta er rang- minni. En þó að bragarháttur- inn væri aðfenginn, og Chamisso ágætur snillingur, þá held jeg að hann hafi nú samt ekkert ort, sem er alveg eins gott og Fífilbrekkan. — Lýk jeg svo þessum línum með því að leggja til, að fyrst Gunnar Gunnarsson vill ekki þessar 4000 kr., fái aðrir að njóta, sem meiri hafa þeii-ra þörf. Læt jeg þar nægja að nefna Kjartan Olafsson, sem mjer virðist óefað eiga það skil- ið, að þannig .væri vakin eftir- tekt á því, hversu vel hann yrkir. Og ennfremur Þoi’stein gamla frá Háholti, — nú kom- inn fast að áttræðu — sem hefir fengið 300 kr. rithöfundar laun, en í alla staði væri rjett- ara að fengi 600. 11. febr. Helgi Pjeturss Hinum líkn, sem lifa. Þormóðsslysið, eins og öll önnur slys, skildi eftir mörg stór og djúp sár. Munu sum gróa seint, en önnur aldrei. Og þótt næi'ri heilt ár sje liðið, blæða mörg enn og blæða mik- ið. Ummæli þau og sögur, sem gengið hafa um þetta slys utax\ þings og iirnan, hafa ekki lagt nein græðandi smj'rsl á sárin. Ræða Þorvarðar er þar engir» undantekning, nema síður sje. En gæti þetta slys og öll önn- ur sameinað menn um alvar- legar o.g hljóðlegar umræður, er skapað gætu endurbætur á sjerhverju því, er unt væri að bæta Sir í öryggismálum þjóð- arinnar, mætti svo fara, að einnig þeir, sem mikið hafa mist, sættu sig betur við hin þungu sköp. Hjer eiga ekki við stór orð og ádeilur, heldur samúð, alvara og drenglyndi. Mannssálin er nú einu sinni svo, að það er ekki hægt að fara ávalt höndum um hana eins og hún væri blágrýti. í þessum málum verður að miixn ast þess, að nauðsynlegt er einnig, að gefa hinum líltn, sem lifa. Gísli Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.