Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 8
M 0 R G U N B L A B l Ð Fimtudagur 17. febrúar 1944. Tónlistarfjelagið Framh. af bls. 2. 'ensk og austurrísk. Yfirleitt * 'i góð hljóðfæri og sum afbragðs- I góð. Meðal hljóðfæranna eru ein Bisiachi-fiðla, en Bisiachi er einn kunnasti fiðlusmiður ítala, sem nú er uppi. Þá er ein . Zanetti-fiðla frá um 1850 og Richard Duke fiðla frá 1708 og loks má nefna Peter Wansley víólu frá 1747. Er það afbragðs hljóðfæri. Hljóðfæri þessi urðu fjelaginu nokkuð dýr, en nauð- synleg. Kosta sennilega hingað komin um 70—80 þús. krónur. Tón listarskól in n. Loks skal að endingu minst , á sjálfan Tónlistarskólann. Um hann fór skólastjórinn Páll Is- ólfsson nokkrum orðum. Skólinn hefir nú aðsetur í Hljómskálan- um. Um það hús er það að segja, að það er gersamlega ó- hæft fyrir slíka starfsemi. í skólanum stunda nú 80—90 nemendur nám og kennarar eru 8. Hljómskálmn er einasta hús- ið, sem bygt hefir verið fyrir tónlistarlíf bæjarins, sagði Páll Isólfsson. Það kannast nú eng- inn lengur við að hafa bygt skálann og sá galli er á hon- um, að það mun vera erfitt verk að rífa hann niður. Einu sinni er Páll var að koma í kenslutíma, sýndist honum turninn hallast. Varð hann harla glaður, og var farinn að bollaleggja, að ef til vill gæti I þetta hús orðið einskonar ' skakki turn, eins og í Písa, sem drægi að sjer ferðafólk víða að. En þá sá Páll, að þetta var mis- sýning. í stað þess að verða Písa-turn, hefir Hljómskálinn orðið eins konar písla-turn fyrir hljómlistarmenn. Þegar rigning er streymir vatnið inn á kennara og nemendur. En það hefir þó verið betra að hafa þetta skjól en ekki neitt og Tón listarskólinn er þakklátur Lúðrasveit Reykjavíkur fyrir húsnæðið, því að öðrum kosti myndi kensla sennilega verða að fara fram í Tjarnarhólman- um. Á þessa leið fórust skóla- stjóranum orð. Og hann bætti við: Úm tíma hafði Tónlistar- skólinn mjög sæmilegt hús- næði í Þjóðleikhúsinu, en varð að hröklast þaðan af ástæðum, sem flestum munu vera kunn- ar. Nú, þegar Þjóðleikhúsið hefir aftur verið endurheimt, hefir þjóðleikhúsnefndin fullan hug á, að fá skólanum aftur húsnæði í Þjóðleikhúsinu og er Tónlistarfjelagið mjög þakklátt fyrir það. Tilgang með skólanum kvað Páll aðallega vera þrenskonar: 1) Veita ungu fólki tækifæri til að menta sig í tónlist. I 2) Koma upp hljómsveit og hefir það tekist, enda kensla í skólanum og hljómsveitarstarf- ið í sambandi hvað við annað. 3) Veita ungum og efnileg- um námsmönnum tækifæri til að læra hjer heima, það sem þeir annars hefðu þurft að sækja til útlanda. Hefir komið í ljós, að margir efnilegir hljömlistarmenn hafa fengið tækifæri í skólanum til að sýna hvað í þeim bjó, sem erfitt hefði eða jafnvel ómögulegt að fá án skólans. Margir efnilegir nemendur skólans, sem hafa með námi sínu sýnt, að þeir höfðu ótví- ræða hljómlistarhæfileika, hafa svo siðar farið utan til fram- haldsnáms í sinni grein. Það þarf að fá Tónlistarskól- anum viðunandi húsnæði. Það kemur með Tónlistarhöllinni. ★ Kennarar skólans eru 8. Páll Isólfsson skólastjóri. Árni Kristjánsson píanokennari og og honum ttl aðstoðar ungfrú Anna Sigríður Björnsdóttir, Bjöm Ólafsson kennir fiðluleik og honum til aðstoðar er Þor- valdur Steingrímsson. Þrjú hin síðastnefndu eru öll fyrverandi nemendur skólans. Dr. Urbant ich kennir hljómfræði og pía- nóleik. Dr. Edelstein kennir á cello og kamermusik og Karl O. Runólfsson kennir tónfræði. Hjer hefir í stuttu máli verið drepið á hið mikla og þarfa menningarstarf Tónlistarfje- lagsins. Sú saga hefir að vísu ekki verið nema hálf sögð, en öllum listelskum mönnum mætti af því, sem sagt hefir verið, vera ljóst, að það er þörf fyrir Tónlistarhöll hjer í bæn- um og það ættu allir, sem vilja aukið menningarlíf í þessum bæ, að leggja því máli lið. Vivax. BEST AÐ AUGLÝSA J MORGUNBLAÐINU. Jón í Firði sjötugur í DAG er 89 ára Guðrún Álfs dóttir, til heimilis á Njarðar- götu 9 hjer í bæ, hjá syni sín- um, Álfgeir Gíslasyni. Guðrún er ættuð frá Eyrarbakka. Fað- ir hennar, Álfur Jónsson, bjó í Nýjabæ. Maður Guðrúnar, Gisli Jóns- son, er látinn fyrir 30 árum. Þau hjón bjuggu að Gröf í Hrunamannahreppi, Eignuðust þau 8 börn og eru 4 þeirra á lífi. Hingað til Reykjavíkur fluttist Guðrún 1902 og hefir hún búið hjá yngsta syni sín- um síðan. Guðrún á alls um 30 barnabörn og barnabarnabörn. Það myndi engum ókunnug- um, sem sjer Guðrúnu, koma til hugar, að hún sje komin fast að níræðu. Hún er svo ern, að furðu gegnir. Sálarkraftarnir óbilaðir og lífsfjörið og kýmn- in, eins og hjá miðaldra konu Hún hefir fótavist hvern dag og fylgist með öllum almenn- um málum af áhuga. Heyrnin er óbiluð og sjónin góð, þó ekki lesi hún gleraugnalaust nú orð- ið. Þegar veður leyfir fer hún um bæinn i gönguferðir með barnabörn sín og þykir gaman að skemta sjer í glöðum vina- hóp. Henni þykir sjerstaklega gaman að spila á spil og gefur hinum yngri ekkert eftir í því, sem svo mörgu öðru. Ættingjar og vinir Guðrúnar senda henni hlýjar afmælisósk- ir í dag og óska henni bless- unar á æfikvöldinu. Öldungur látinn. London í gærkveldi. — Einn af elstu mönnum í Bretlandi er fyrir fáum dögum látinn, 104 ára að aldri. FYRIR rjettum- mánuðí, eða þann 17. janúar s. 1., varð einn mætasti og besti borgari Seyð- j isfjarðarkaupstaðar, Jón Jóns- son ’oóndi í Firði, sjötugur. Jón í Firði er fæddur 17. jan- úar 1874 að Gagnstöð í Hjalta- staðaþinghá; Norður-Múla- sýslu. — Hann stundaði bú- fræðinám á Eiðaskóla og út- skrifaðist þaðan vorið 1892. Stundaði svðan verkstjórn hjá Búnaðaríjelagi Hjaltastaðar- þinghár á sumrum, en var far- kennari við barhafræðslu á vetrum. ,Vorið 1898 útskrifaðist Jón úr Flensborgarskóla og varð að því námi loknu annar kennari við búnaðarskólann á Eiðum, árin 1900—1905. Árið 1905 kvæntist Jón eig- inkonu sinni, Halldóru Ágústu Björnsdóttur, hinni ágætustu konu og flutty þau til Seyðis- fjarðar þann 5. júlí 1905 og reistu bú að Firði og búa þar enn. Er heimili þeirra hjóna rómað fyrir rausn og gestrisni, enda húsbændurnir samhent í því sem öðru, að gleðja og seðja. Jón í Firði var bókhaldari við verslun Stefáns Th. Jóns- sonar, frá 1007 til 1030, er versl un þessi hætti störfum. Ræðismaður Norðmanna hef ir hann verið frá þvi árið 1930. í bæjarstjórn Seyðisfjarðar- kaupstaðar hefir Jón í Firði átt sæti í 33 ár, eoa frá 1907— 1942, að tveim árum undan- skyldum, 1914 og 1928.- Sat hann jafnan þessi ár í ábyrgð- armiklum nefndum, svo sem fasteignanefnd og fjárhags- nefnd. I undirskattanefnd átti hann sæti í 21 ár eða frá 1921— 1942 og stefnuvottur hefir hann verið frá 1907 og er enn. Það gefur að skilja, að eng- um meðalmanni eru falin slík trúnaðarstörf sem þau sem hjer hafa verið talin, enda er Jón í Firði enginn meðalmaður. Hann tekur ekki að sjer störf nema með eitt fyrir augum, að leysa þau af hendi með dugnaði og trúmensku. * Jón í Firði gengur beina götu í hverju máli. Orð hans og munnleg loforð eru meira virði en skriflegir vottfastir samn- ingar margra annara. En slik- um: mönnum ffer, því miður, fækkandi nú á tímum, en ósk- andi er að þjóðin eignist marga slíka menn, líka Jóni í Firði. Jón í Firði er drengur góð- ur í orðsins fylstu merkingu, tryggur vinur vina sinna, hjálp samur, góðgjarn, og einn þeirra manna, sem hafa eytt kröftum sínum í þágu annara, án þess að krefjast launa fyrir. Þótt Jón í Firði hafi þannig verið störfum hlaðinn í þágu hins opinbera, hafði hann þó ávalt tíma til þess að hugsa um jörð sína, Fjörð, og fyrsta plóg- farið, sem tekið var í Seyð- firska mold, Ijet Jón í Firði taka á jörð sinni, Firði. Við vinir Jóns í Firði minn- umst hans á þessum tíiriamót- um í æfi hans, og þökkum hon- um gott og óeigingjarnt starf unnið í þágu okkar bæjarf jelags og landsins alls, og óskum hon um heilla og blessunar á kvöldi lífsins. Theodór BlÖndal. Bakvið stálvegginn Framli. af bls. 7. beitt til þess að hrekja Gyð- inga frá Þýskalandi. í því starfi hafa þær sýnt tak- markalausa grimmd, enda þótt það virðist ekki vera neitt í samanburði við að- gerðir þessara sömu SS- manna í Austurvegi. Ef til vill verður aldrei kunnugt, hversu mörg morð Gyðinga, Pólverja og Rússa þeir hafa ásamviskunni. — Tríó Tónlistarskólans Framhald af bls. 6. höll? Þegar menn eiga ekki þak yfir höfuðið, reyna þeir að fá sjer eitthvert skýli, en ráðast ekki strax í hallarbyggingu. Það væri ilt, ef jafn bráðnauð- syn og tónlistarsalur þyrfti að bíða vondu áranna, vegna þess að á þessum styrjaldartímum getur enginn hugsað sjer að iðka neinar listir, íþróttir nje dægrastyttingu nema í „höll“. Þá er hætt við að Tónlistahöllin yrði annað þjóðleikhús. E. Th. ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooi Eftir Robert Storm OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOí — Sjerðu nokkuð til X—9? Þaðer að sjá, að hann —Jeg verð tekinn eins og rotta í gildru. Jeg verð Alexander hleypur yfir götuna, en tekur ekki hafi skorið sig á höndunum hjer. Jeg ætla að fara að komast út á götu. Háir runnar hinum megin við eftir bíl, sem kemur eftir götunrii. yfir vegginn. götuna, þar get jeg falið mig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.