Morgunblaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. febrúar 1944, Vilja láta bæjarstjórn semja við Dagsbrún Og ákveða grunn- kaupið fyrirfram Svar borgarsfjóra Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær tók Sigfús Sigurhjartar- son til máls í upphafi fundarins og bar fram tillögu frá komm- únistum um það, að bæjarstjórn gengi að kauphækkunartil- lögum Dagsbrúnar þegar í stað, og gerðist á þann hátt aðili vinnudeilunnar. Bjarni Benediktsson borgarstjóri sýndi fram á, að ef svo væri gert, bryti það í bág við þær grundvallarreglur, sem lög- gjöf og þjóðfjelagsskipulag vort byggist á, og væri í beinni andstöðu við stefnu ræðumanns i verkalýðsmálum. Að loknum umræðum um þetta mál, var samþykt svohljóð- andi rökstudd dagskrá, er Helgi H. Eiríksson bar fram, með 8 atkv. gegn 7. ,,Þar sem eðlilegast er, enda venju samkvæmt, að verkamenn og atvinnurekendur semji sín á milli um kaup og kjör í verka- mannavinnu, og bæjarfjelagið semji síðan við verkamenn á hinum almenna samningsgrundvelli. Þá þykir eigi tímabært að bæjarfjelagið geri nú, eitt út af fyrir sig, samning við Dags- brún“. í ræðu sinni hjelt Sigfús Sig- urhjartarson því fram að, vegna þess að bærinn væri mesti vinnuveitandi hjer, þá gæti hann ekki staðið utan við öeiluna. Og þess vegna ætti bæjarstjórn, áður en samning- ar færu fram, að ákveða að greiða það grunnkaup, sem Dagsbrún færi fram á. Því að öðrum kosti liti svo út. sem bæjarstjórn væri í fjelagi vinnu veitenda. • Er ræðumaður hafði talað um kaupdeiluna 1942, hækkun tímakaups þá og stytting vinnu dags, sem gerði það að verkum að verkamenn fengu 16% hærra kaup fyrir 8 stundir en áður fyrir 10 stundir og ýms- an samanburð annan, snjeri hann sjer að ýmsum hótunum gagnvart bæjarstjórn. Sagði m. a. að ef bæjarstjórn vildi ekki ganga strax að þeirri hækkun tímakaups, sem Dagsbrún fær; fram á, þá myndu önnur verka lýðsfjelög samstilt og vel skipu lögð standa saman um kröfur Dagsbrúnar — og kröfurnar arstjóri tók til máls, komst hann m. a. að orði á þessa leið: Jeg mun ekki blanda mjer að óþörfu í þessar umræður. Jeg hefi í bæjarráði látið í ljósi þá skoðun mína, að jeg teldi það óheyrilegt og óhæfilegt að bæj- arstjórn fyrst allra ákveði kaup og kjör verkamanna. Með því móti gerðist bæjarstjórn að- ili í kaupdeilu. En það tel jeg ekki rjett, þar sem hún er full- trúi allra borgaranna, verka- manna, sem atvinurekenda. Atvinnulífið hvílir á þessum tveim aðilum. En bæjarstjórn á að forðast að ganga í lið með öðrum þeirra, hvor svo sem væri. Þjóðskipulag vort hvílir á því að þeir komi sjer saman. Að þeim samningum loknum, ákveður bæjarstjórn hvað hún skuli gera, og byggir aðgerðir sínar á þeim grundvelli, sem þessir tveir raunverulegu aðilar leggja, og hafa komið sjer sam- an um. Þó bærinn hafi marga verka aukast — til tjóns fyrir bæj- menn í sinni þjónustu, þá tel arfjelagið. I jeg óhæfu og óeðfilegt, að bæj- Jón A. Pjeursson bar fram arstjórn telji sig í þessu tilfelli, aðra tillögu, þar sem lögð var (í bópi atvinnurekenda. Hitt er áhersla á, að verkakaup j eðlilegt og sjálfsagt að bæjar- Reykjavík yrði hlutfallslega stjórn haldi sjer hlutlausri. jafnhátt og t. d. í Hafnarfirði. Sigfús Sigurhjartarson held- En síðar á fundinum steyptu J ur því fram, að það sje verka- þeir saman tillögum sínum og mönnum til hags nú, að bærinn var sameiginleg tillaga þeirra Jákveði grunnkaupið. En þá Jóns og Sigfúsar svohljóðandi: væri gengið beina leið inn á þá „Bæjarstjórnin beinir því til braut sem Sigfús Sigurhjartar- borgarstjóra að hann beiti á- brifum sínum til þess að yfir- siandandi vinnudeila leysist. son áður hefir verið mjög mót- fallinn, þ. e. að hið opinbera blandi sjer í vinnudeilur verka- Jafnframt felur bæjarstjórn (manna og atvinnurekenda. Ef borgarstjóra að semja við ^ horfið er að því ráði, að festa verkamannafjelagið Dagsbrún kaupið með því að opinber aðili á þeim grundvelli að verka-jmetur hvert kaupið á að vera, menn í Reykjavík hafi hlutfalls Þá er gengið inn á þá leið, seiq, léga sambærilegt kaup og stjett j lá til grundvallar fyrir Gerð- arbræður þeirra í Hafnarfirði, eða eigi lægra grunnkaup en kr. 2.50 pr. klukkustund“. Afstaða borgarstjóra. Er Bjarni Benediktsson, borg ardómslögunum. Jeg tel hana stórlega varhugaverða. Reynsl an sýnir að hún gafst ekki vel, og því ekki rjett að leggja út á sömu braut að þessu sinni. Framh. á bls. 10. Veðurfregnirnar ræddar ÞINGSÁLYKTUNARTIL- LAGA Pjetui'S Ottesen, þar sem skorað er á ríkisstjórnina ,,að freista þess, að fá því til vegar komið, að Veðurstofan fái að- stöðu til að láta landsmönn- um í tje veðurfregnir og veð- urspár, er að haldi megi koma“, var í gær samþykt í einu hljóði á Alþingi. Pjetur Ottesen fylgdi tillög- unni úr hlaði með allítarlegri ræðu. Hann benti á þann mikla aðstöðumun sem væri hjá Veð- urstofunni nú og fyrír stríð, til öflunar gagna í veðurfregnir og veðurspár. Fyrir stríð hefði Veð urstofan haft samb. við stöðvar á Bretl.eyjum, austurstr. Ame- ríku, Grænlandi, Jan Mayen og Noregi, auk þess sem oft hefðu borist skeyti frá skipum á At- lantshafi, er gaf miklar ttpp- lýsingar um veðurhorfur hjer. En nú væri Veðurstofan svift öllum tengslum við allar þess- ar erl. stöðvar. Nú hefði hún ekki annað við að styðjast en þær veðurfregnir, sem hún fengi frá stöðvum sínum hjer innanlands. Öllum væri ljóst, að þetta kæmi að engu gagni fyrir hið óstöðuga veðurfar hjer á landi. Enda væru veðurspár Veðurstofunnar af þessum sök- um að heita mætti gagn- lauar og væri starfsmönn- um hennar þetta ljóst. Einnig þyrfti að koma annari skipan á með útsendingu veðurfregna en ún er en í því efni einnig verið mjög þrengt að kosti okk- ar. Vitað væri, að hin erlenda herstjórn hjer á landi hefði komið hjer upp mörgum veð- urstöðvum. Hún hefði einnig samband við flestar hinar er- lendu stöðvar, sem Veðurstof- an hafði samband við áður. Loks hefði herstjórnin mjög tíð sambönd við skip í hafi úti, og hefði þannig ágæt skilyrði til öflunar hinna bestu og örugg- ustu- veðurfregna, sem völ er á. Til þess að fá viðunandi lausn þessa máls, yrði að fá annað tveggja: 1. Að láta Veðurstofunni í tje betri aðstögu til öflunar veðurfregna, en hún hefir nú. 2. Að herstjórnin láti Veður- stofunni i tje þær upplýsingar um veðurfar og veðurhorfur, sem hún aflar. Fáist engin lagfæring á á- standinu eins og það nú er, sagði P. O. að lokum, þá er sjómönnum vorum búin sama hætta á fiskimiðunum við strendur landsins, sem stæðu þeir fyrir framan byssukjaft- ana á vígvöllunum. Vilhjálmur Þór utanríkis- málaráðherra kvað bæði frv. og núv. stjórn hafa reynt að fá lagfæringu á þessu máli. Hefði það verið margítrekað við herstjórnina. En til þessa hefði þetta engan árangur borið. Rik isstjórnin væri enn að vinna að þessu máli og myndi gera alt, sem í hennar valdi stæði, til þess að fá því kypt í lag. Að lokum var þingsálykt- unartillagan samþ. með 33 sam hlj. atkv. og afgreidd til rík- isstjórnarinnar. Pygmalion flutt í útvarpinu Rjettur framburður er grundvaliar- . atriði leikstarfsemi HIÐ FRÆGA leikrit Bern- hards Shaw, Pygmalion, verð- ur flutt í útvarpinu sennilega í kvöld, en ef til vill ekki fyr en á morgun. Leikstjóri er frú Soffía Guðlaugsdóttir. Vegna þess hve leikrit þetta er alkunn ugt og sjerkennilegt, hefir það vakið talsverða athygli, að hlust endum gefst kostur á að heyra það. í gær átti blaðið tal við frú Soffíu Guðlaugsdóttur og skýrði hún svo frá: — Þegar jeg fór að starfa við leikskóla minn, og fjekk þang- að nemendur, er höfðu mjög mismunandi og sumir afkára- legan framburð, fann jeg fljótt til þess, að ekki er hægt að segja við fólk, að eitt sje áreið- anlega rjett, en annað rangt, meðan enginn ákveðinn fram- burður er viðurkendur hinn rjetti. Enda er það algild regla, þar sem leikstarfsemi er rekin með festu, að þar er kendur hinn viðurkendi framburður tungunnar. Enginn fær að koma fram á svið þjóðleikhúsa, nema hann hafi tileinkað sjer hinn rjetta framburð. Leitaði jeg álits fræðimanna í þessu efni, m. a. Sigurðar Nor dal prófessors, er studdi mál mitt mjög, er jeg sótti um styrk til skóla míns. Síöar hefi jeg átt tal um þetta við Jakob Krist insson fræðslumálastjóra, Björn Guðfinnsson o. fl., er allir hafa verið á þeirri skoðun, að fyrir væntanlegt þjóðléikhús sjeu framburðarreglur nauðsynleg- ar, svo þar verði eigi flutt neitt Nesjamál. í upphafi var það áform mitt að koma upp einni leiksýningu á ári fyrir nemendur mína. en vegna húsnæðisleysis hefir það ekki verið hægt. Mjer datt í hug að leikritið Pygmalion væri tilvalið, til þess að vekja athygli almenn- ings á því, hve framburður tungunnar er mikils virði fyrir leikhús og fyrir uppeldi þjóð- arinnar yfirleitt. Þá vantaði mig stúlku, sem til þess væri hæf að leika aðalhlutverkið, sem mest veltur á í þessu leik- riti. Er jeg kyntist Helgu Val- týsdóttur og meðfæddum hæfi- leikum hennar, sá jeg, að húri var til þess kjörin. Fjekk jeg Boga Ólafsson til að annast þýðingu leikritsins og vann hann það verk með hinni mestu prýði. eins og hans er von og vísa. Síðan lá málið kyrt um tíma, vegna þess að frk. Helga gat ekki sint leik- æfingum vegna annríkis við skólanám. Enn voru þó óleyst vandræð- in með húsnæði. Þangað til að stúdentar frjettu af tilviljun, að jeg hefði hug á að koma upp þessum leik. Voru þeir mjög áfram um að leysa þau vand- ræði og fengu því til leiðar komið, að hátíðasalur Háskól- ans fengist til flutnings á leik- ritinu, enda voru háskólakenn; arar því mjög hlyntir. Háskólasalnum verður vit- anlega ekki breytt í leikhús. En nokkur úbúnaður þyrfti þar að vera. Af sjerstökum ástæðum, vanst ekki timi til að ganga frá þeim útbúnaði nægilega snemma, svo leikritið verður að þessu sinni aðeins flutt í út- varp. Leikrit Bernhards Shaw er vitanlega samið fyrir ensku þjóðina. En í þýðing Boga Ól- afssonar er það að nokkru leyti komið í íslenskan búning. Með öllum þjóðum viðgengst bæði gott mál og slæmt mál og mis- munandi gott eða mismunandi slæmt orðaval. Ýmislegt fleira kemur og fram í þessu leikriti, t. d. við- víkjandi almennu uppeldi manna og umgengnisvenjum og hve djúptæk áhrif það getup I haft á fólk, einkum unglinga* hvaða viðmót þeir fá. Ekki er jeg að halda því fram að eitt sje áreiðanlega rjettur framburður og annað ekki. Um það dæma sjerfræðingar, eina og Björn Guðfinnsson og sam- starfsmenn hans. En það finst mjer sjálfsögð krafa, sem við leikarar verðum að gera til okkar sjálfra, að áð- ur en þjóðleikhús tekur hjer til starfa, gerum við okkui’ glögga grein fyrir því, hvernig orðsins lis á að njóta sín á ís- lensku leiksviði. Margir leikendur eru í leik- riti þessu. Ævar R. Kvaran leikur annað aðalhlutverkið En auk þess hafa þar mikil hlut- verk, Tómas Hallgrímsson, Valdimar Helgason og Nínn Sveinsdóttir. 10 stúdentar leika smáhlutverk. Sjálf fer jeg með lítið hlutverk, segir frú Soffin að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.