Morgunblaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 6
6 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Föstudagur 18. febrúar 1944.- wgtsttHðfetfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Veriðá verði, verkamenn EIGI verður sagt, að giftusamlega horfi með lausn vinnudeilu Dagsbrúnar. Bendir alt til þess, að þeir sem að deilunni standa búi sig undir hin hörðustu átök. Brjefið, sem stjórn Dagsbrúnar sendi lögreglustjóra í gær, um stofnun hundrað manna liðs, er sjá á um að öll- um ákvörðunum fjelagsstjórnarinnar sje-hlýtt, hafði ekki friðarboð að flytja. Stjórn Dagsbrúnar hlýtur að vera ljóst, að samkvæmt gildandi lögum er lögreglunni bannað að hafa önnur af- skifti af vinnudeilum en þau, að halda uppi friði og af- stýra skemdum, meiðslum og vandræðum. Vitanlega er það hin opinbera lögregla, sem þetta starf hefir með höndum, en ekki lið, sem aðili í kaupdeilu kveður til, nema hann sje sjerstaklega um það beðinn af ríkisvald- inu. Og að sjálfsögðu er alt lögreglulið undir stjórn lög- reglustjóra. Ekki er ósennilegt, að friðsamir verkamenn fari að sjá, að það er ekki velferð þeirra, sem kommúnistar eru að berjast fyrir með þessari kaupdeilu. Fyrir kommúnistum vakir bersýnilega það eitt, að koma af stað óeirðum, svo að vandræði hljótist af. Sjálft kaupdeilumálið er í höndum hins 'rjetta aðilja, sáttasemjara ríkisins og sjerstakrar sáttanefndar, sem starfar með sáttasemjara. Enginn þarf að efa, að þessir menn munu gera alt sem unt er, til þess að leysa deiluna farsællega fyrir báða aðilja. Fer áreiðanlega best á því, að friður ríki um málið, meðan verið er að reyna að koma á sættum. Sennilega geta friðsamir verkamenn litlu ráðið um gang deilumálsins nú í augnablikinu, því að hinir, sem ófrið vilja, hafa völdin í Dagsbrún. En að því kynni að reka, að allir fjelagsmenn yrðu spurðir, og þá ættu hinir gætnari að geta haft ráðin í sinni hendi, ef þeir eru samtaka. Þessvegna: Verið á verði, verkamenn! Hvar kreppir skórinn ? ÞAÐ EH VÍST MIKIÐ, sem á það vantar, að myndir þær, sem við oss blasa á opininberu lífi þjóðarinnar, sjeu allar til sóma. Hitt er líka jafn víst, að menn draga lítt dul á vand- lætingu sína. Að flestu er fundið. Við höfum glímt við dýrtíðina mörg undanfarin ár. Hún heldur ennþá velli, og vart að sjá, að kerling sú blási enn úr nös eftir fangbrögðin. Út af þessu fárast menn. Og oftast er það flokkunum, sem gefin er sökin. Á öðrum sviðum þjóðmálanna er hver höndin upp á móti annari. Á Alþingi næst samkomulag um fæst. Enn er skeytum stefnt að flokkunum sem orsök vandræðanna. Og loks er þó umkomuleysi stjórnmálaflokkanna átak- anlegast í því, segja menn, að hafa ekki einu sinni getað komið sjer saman um myndun stjórnar á venjulegum þingræðislegum grundvelli, með meiri hluta þings að baki. Menn hafa nokkuð til síns máls. Þjóðin er ósamstæð. Alþingi skortir einingu. En hafa flokkarnir sundrað þjóð- inni, eða eru sundurleitir flokkar spegilmynd sundur- lyndis þjóðarinnar? Er sundrungin á Alþingi illgresi, sem sprottið hefir upp innan salakynna þinghússins, eða er sundrungin þar spegilmynd þess, sem á sjer stað utan veggjanna? Hvar er það, sem skórinn kreppir? Við sjáum nú í uppsiglingu vinnustöðvun — stjetta- stríð. Menn fara geist og bíta í skjaldarrendur. Verka- menn boða liðssöfnun, einskonar herútboð. Stjettabarátt- an minnir á sig. , Við vitum, að það eru menn, sem kynt hafa elda þeirrar baráttu. Mönnum kann að ganga misjafnt til. En afleið- ingarnar verða altaf þær sömu: Vaxandi sundrung! Það eitt dugar ekki að mikla fyrir sjer vandkvæðin, ef til þess skortir alla viðleitni að stemmá á að ósi, finna hvar skórinn kreppir. Tíminn og .Bóndinn' MENN eru farnir að undrast nokkuð, hve Tíminn gerir sjer mikið far um, að ýfast við hinu nýja blaði ,,Bóndinn“. Það er alveg eins og hann sje farinn að óttast nýja og hættulega samkeppni á hinum pólitísku leiðum. Meira að segja er rit- stjóri Tírnans farinn að sjá tvö- falt og tala um tvær útgáfur af Bóndanum: Gamla Bóndann og Nýja Bóndann. Gamli Bóndinn er sæmilega goður á Tímamáli, rjett eins og óhætt sje~að halda yfir honum líkræðu, en Nýi Bóndinn er miklu verri. Virðist þetta bygt á þeim alkunna Tímasið, að tala betur um dauða menn en lif- andi. Mætti minna á mörg al- kunn dæmi úr sögu Tímans þess eðlis, að þegar þeir menn hafa dáið, sem hann hefir rægt, nýtt og svívirt árum saman og talið í þeim enga ærlega taug, þá flytur hann eftirmælagrein- ar um hina sömu menn með rjettum lýsingum og þá kemur upp úr kafinu, það, sem aðrir vissu, að þetta hafa verið bestu menn þjóðarinnar. Fyrir því er og 25 ára óbrygðul reynsla, að þeir menn sem Tíminn nýðir á meðan þeir lifa, eru meiri menn og betri en alment gerist. En mjer virðist aðferð Tím- ans langt á undan áætlun að þessu leyti þegar hann ræðir um ,,Bóndann“, því jeg hefi eigi sjeð nema eina útgáfu af því blaði, enda þó það hafi kom ið eitthvað sjaldnar út en ,,Tíminn“. Það er líka bygt á einhverjum ofsjónum eða tví- sýni hjá ritstjóra Tímans, að jeg hafi talað eitthvað illa um Gamla „Bóndann11, en sje vin- samlegur' við hinn Nýja. Jeg minnist þess eigi, að hafa sagt eitt einasta orð opinberlega um þann eina ,,Bónda“ í blaðsmynd sem jeg hefi sjeð, fyr en alveg nýlega, að jeg mintist nokkuð á greinar Egils Thorarensens kaupfjelagsstjóra og það eru einu afskipti sem jeg hefi haft af „Bóndanum“. — Ef til vill ber að skilja Tímann svo, að Gamli Bóndinn hafi dáið og sá Nýi fæðst þegar Egill byrjaði að skrifa í blaðið. Þó er nú óvild Tímans í garð „Bóndans“ eink- um sprottin af því, eftir því, sem næst verður komist, að þeir Framsóknarmenn, sem „Bóndinn“ skrifa, tala um, að hætta öllum fjandskap við Sjálfstæðismenn. Virðast þó sumir þeirra ekki hafa að fullu losnað við hinn gamla Adam. En Tíminn getur sjáanlega eigi hugsað sjer að það sjeu lengur Framsóknarmenn, sem ekki halda fast við það stefnumið, að svívirða bestu menn Sjálf- stæðisílokksins. Mun jeg gera því máli nokkru gleggri skil síðar, en læt að þessu sinni nægja að vekja athygli á því, að þetta mun vera höfuðsynd ,,Bóndans“ í augum ráðamanna „Tímans“. J. P. \Jtluerji óhripar: ye***1 ÚJ, ctíjieqa Íí^ina Mildur vetur í Bretlandi. London í gærkveldi. — Það, sem af er vetri, hefir verið mjög milt á Bretlandseyjum, meira að segja svo, að ýms blóm eru þegar tekin að springa út, bæði jí nyrstu og syðstu hjeruðum Englands. — Reuter, Æskulýðshöllin. UNGA FÓLKIÐ hjer í bæn- um hefir gefið gaum að ráða- gerðum um Æskulýðshöll, sem verið hafa á döfinni. Það sje jeg á brjefum, sem mjer hafa borist um þetta mál. Margir fagna því, að í ráði skuli vera að koma upp heilbrigðum samastað fyrir æsku bæjarins, aðrir hafa ekki mikla trú á þessu fyrirtæki. Hvorir- tveggja hafa án efa mikið til síns máls. m Æskulýðurinn þarf að hafa eitthvert athvárf í tómstundum sínum. Fyrir nokkrum dögum benti jeg -á, að unga fólkið hjer í bænum hefir aðgang að ýms- um tómstundaiðkunum, ef það vill. Það er mikill vandi að koma á fót þessari „höll“ og ennþá meiri vandi að stjórna henni. Þetta sjónarmið kemur skýrt fram í nefndaráiti þeirra manna, sem ráðnir voru til að kynna sjer málið. Er óþarfi að ræða málið meira frá þeirri hlið í bili. En nú skulum við sjá, hvað þeir segja, sem ekki hafa mikla trú á þessu fyrirtæki eins og það er hugsað. „Kolbeinn ungi“ skrif- ar: „Gamla sniðið“. „ALVEG blöskrar mjer fram- sýni „æskulýðshallar-mann- anna“. Menn voru farnir að gera sjer von um, að eitthvað myndi nú gert fyrir unga fólkið, sem væri nýstárlegt og ekki hefði þekst hjer fyr, og vil jeg í því sambandi benda á grein, er fjór- menningar skrifuðu og var birt af okkar ágæta Víkverja fyrir örfáum dögum. Nei, það á að hafa það með gamla sniðinu. Kaffistofa og aftur kaffistofa. Það er alveg merkilegt, að menn skuli ekki vera farnir að sjá, hversu úreltur skemtistaður kaffistofa er. Það er nóg af slík- um stöðum í bænum, ekki vant- ar þá og ekki eru það óskir unga fólksins, að einn slíkur staður bætist í hópinn“. „Af götunni“. ,,SVO ER talað um að draga unga fólkið inn af götunnni með því að byggja þessa „höll“, nieð kaffistofu, lestrarsal, þar sem unga fólkið gæti komið inn á kvöldin með kunningjum sínum og skemt sjer við lestur, einnig tafl. Svo geta ungu stúlkurnar komið inn á „Höllina“ á kvöld- in og skemt sjer við saumaskap og við að prjóna, aðrar að lesa og svo sumar að drekka kaffi, ekki má nú gleyma því“. „Kaffi, lestrar og prjónahús". „NEI, því miður er ekki stefnt að rjettu marki hjer. Menn halda að unga fólkið sje alveg eins og það var í kröfum sínum til skemt ana fyrir aldamótin, með því að bjóða því upp á nýtt skemtihús af þessari tegund. Þá undu menn við slikt m. a. af því, að þá þektu þeir ekki annað betra. Nú er unga fólkið búið að heyra um skemtistaði utanlands og margt að kynnast þeim, og er því von, að fólki blöskri, þegar svona framkvæmdir eru á döfinni. Jeg hefði gaman af að sjá þessa „höll“ lausa við „flöskuna" þótt strangur væri vörðurinn, einn- ig hefði jeg gaman af að sjá, hversu margt ungt fólk kemur til með að sækja þetta kaffi-, lestrar- og prjónahús í frístund- um sínum á kvöldin". Skíðaferðir skóla- barna. UM skíðaferðir skólabarna hefi jeg fengið eftirfarandi upp- lýsingar: Skólastjórar Austur- bæjarskólans og Miðbæjarskól- ans hafa báðir mikinn áhuga fyr ir því að leyfa börnunum að fara í skíðaferðir. Þeir hafa undan- farna vetur efnt til 2—3 ferða fyrir elstu bekkina. Hafa ferð- irnar verið farnar síðari hluta vetrar og reynt að fá gott veður. Skíði þau, sem L. H. Múller kaup maður gaf skólunum, hafa kom- ið að góðum notum, en eru nú farin að ganga nokkuð úr sjer. I vetur hefir enn ekki viðrað svo vel, að hægt hafi verið að fara í þessar ferðir, en skóla- börnum úr tveim fyrnefndum skólum verður gefið tækifæri til að fara í skíðaferðir undir eins og færi og veður leyfir. Það er gleðilegt til þess að vita, að nefndir skólastjórar skuli hafa áhuga fyrir þessu máli. En þó að þetta sjeu stærstu barna- skólar bæjarins, þá eru fleiri skólar til og börn í þeim ættu einnig að fá tækifæri til að fara á skiði, ef nokkur tök eru á. • Samgöngurnar austur yfir fja.ll. MIKIÐ er rætt um samgöng- urnar milli Reykjavíkur og aust- ursveitanna um þessar mundir. Er það eðlilegt, þar sem þær munu sjaldan hafa verið erfiðari í mörg ár en einmitt nú á þess- um vetri. Bæjarbúar hafa fund- ið fyrir því í mjólkurleysinu. Formælendur Krísuvíkurvegar- ins hafa notað tækifærið til að koma sínu máli á framfæri og hafa vafalaust unnið nokkuð á meðal almennings. En það hef- ir ekki verið minst á eina leið, sem virðist vera bæði einfaldari og ódýrari en bygging miljóna- vegar yfir torfærur, og það eru snjóbílar og sleðar. Hvað ætli sje búið að eyða andvirði margra snjóbíla í snjó- mokstur á Hellisheiði? Hellis- heiðarvegurinn er ekki ófær nema nokkra daga á ári. Nauð- synlegir flutningar að austan þessa fáu daga eru mjólkurflutn ingarnir. Er ekki hægt að ráða bót á þeim vandræðum, með þvi að hafa til taks snjóbíla og sleða, sem þeir sömu bílar geta dreg- ið? Vilja ekki fagmenn og sjer- fræðingar segja sitt álit um þessa hugmynd? Hvað er orðið af björgunartækjunum? FYRIR NOKKRUM ÁRUM gekst Slysavarnafjelagið fyrir því, að björgunartæki voru höfð til taks við Tjörnina. Voru það kaðlar og stigi, ef jeg man rjett, sem geymt var við Búnaðarfje- lagshúsið við Lækjargötu. Voru' þessi tæki sett upp skömrau eft- ir að litlu munaði, að slys yrði' á Tjörninni vegna þess, að ungl- ingar hættu sjer út á' ómann- heldan ís. Nú sjást þessi björgunartæki ekki lengur. Slysahættan er vit- anlega enn sú sama á Tjörninni og hún var. í umhleypingatíð, eins og nú er, þegar skiftist á frost og þíða, er Tjarnarísinn á- kaflega ótryggur og erfitt fyr- ir menn að átta sig á, hvort hann er heldur eða ekki. Það er því ekki einasta nauðsynlegt að hafa björgunartæki við hendína, ef slys ber að höndum, heldur ætti einnig að hafa tilbúin skilti, sem gæfu fólki til kynna, ef ís- inn er ekki tryggur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.