Morgunblaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 18. febrúar 1944. MORGUNBLAÐIÐ Sveinn Steindórsson IMokkur kveðjuorð HANN varð þrítugur fyrir nokkrum vikum síðan. — Við Cengum heim til hans á af- lælisdaginn, tuttugu til þrjá- jtíu Hvergerðingar, til þess að sárna honttm heilla og taka þátt í gleðí hans. Það var full ástæða til að samgleðjast honum. — Hann vaí- gæfumaður, áttí góða konu, góða móður og mann- væhleg systkini, hann var al veg óvenjulega vinsæíl, öllum sem þ«4ctU itann var Vel tii •hans. Lífið brosti víð honum [— og það var rjett nýbyrjað. ■ Með framúrskarandi dugnaði, hagsýni og atorku hafði hann komið sjer upp garðyrkjustöð og íbúðarhúsi, lagt fjárhags- legan grUndvöll fyTÍr góðri framíiöarafkomu fyrir sig og sína. Það vár útlit fyrir, að hann gæti í náinni framtíð far- ið að starfa að því hugðarefni sínu, sem lífsbaráttan hafði að mestu bægt honum frá fram að þessu, en það var skáld- skapurinn. Hann langaði til að verða skáid. Og hann var gott skáldefni, hafði ágæta frá- sagnargáfu og var prýðilega orðhagur. Við glöddumst með honum þennan afmælisdag, fluttum honum ræður og kvæði. — Við vonuðum að eiga með honum langa og ánægjuríka samleið og hugðum gott til. Húsið hans á árbakkanum dundi af hlátr- um, því jafnan var kátt i kringum Svein. Hann var allra manna glaðastur og svo fynd- inn og orðheppinn að af bar. Þessa mannfagnaðar er hjer minst af þeim sökum, að þetta var í rauninni sigurhátíð í lífi Sveins Steindórssonar. Hann hafði háð langa og örðuga bar- áttu síðan hann misti föður sinn laust eftir fermingu. — Hann var elstur af fimm syst- kinum, efni engin, afkomuskil- yrði hin krönpustu sem verða mátti, en allþung skuldabyrði á dánarbúinu, eins og gerist og gengur þegar einyrkjar falla frá börnum í ómegð. Fimmtán ára gamall gerðist Sveinn fyr- irvinna stórrar fjölskyldu. — Hann hóf baráttuna, við hlið móður sinnar, og sveitungun- um varð brátt ijóst að honum var ekki fisjað saman. Skuld- ir búsins greíddí hann, jafn- framt því að hann sá fyrir syst kýium sínum þar til þau gátu farið að hjálpa til sjálf. Ailir, sem til þektu, dáðust að þraut- seigju hans, verkhyggni og framkvæmdasemi. — Engum duldist, að hjer var að vaxa upp glæsilegt mannsefni. Það var enginn svikinn á handa- verkunum hans. Hann vann frækilegan sigur á örbirgðinni og erfiðleikunum. Fjölskylda hans var orðin sjálfbjarga, nú gat hann faríð að hugsa um sína eigin framtíð. Enda þótt hann væri blásnauðuf, rjeðst hann í miklar framkvæmdir og var þar kominn svo vel á veg, að örugt Var um að heppn- ast myndi. Hann hefði alveg á næstunni getað farið að stunda skáldskapinn, en það þráði hann mjög. Að því takmarki vann hann með ósveigjanlegri festu og stórhug. ■— „Jeg skal komast á fastan grundvöll efna lega — og svo fer jeg að skrifa!“ Honum var vel ijóst, að einnig á þeim vettvangi myndi bíða hans þrotlaust strit og örðugleikar, en hann hlakkaði til að hefja þá bar- áttu. Hann var alltaf bjart- sýnn, hugrakkur og reifur, enda þrótt þreytan hefði þegar rist glöggar rúnir í andlit hans. Hann var til þess bortinn að sigra og fann það innra með sjer. Jeg hef lesið handrit hans og efast ekki um að hann hefði náð langt á skáldabrautinni. Honum var margt prýðilega gefið til þess. Dugnaðinn hafði hann og þolinmæðina, við- tæka lífsreynslu, mannþekk- ingu og orðfegurð. Nokkuð fór hann dult með skáldskap sinn. En hitt var á allra vitorði, að hann var fram úrskarandi hugkvæmur á verk lega sviðinu. Reyndi hann að brjóta þar nýjar brautir, þótt oft yrði lítið úr sökum fjár- skorts. Skal það ekki rakið hjer. En geta má þess, að á síðastliðinu ári gerðist hann hvatamaður þess að gerðar voru tilraunir til framleiðslu á raforku með gufu. Er það án efa vísir til stórkostlegra fram kvæmda, þótt síðar verði. Við Hveragerðingar munum lengi njóta handaverka hans á þessu sviði, því hann fram- kvæmdi allar jarðboranir hjer í þorpinu. Ylurinn sem fyllir húsin okkar í vetrarhörkun- um er að miklu leyti ávöxtur starfs hans. Og þetta er táknrænt fyrir Svein, því fáa tnenn hefi jeg þekt, sem ljetu eftir sig meiri hlýju og yl, í öllum skilningi, Eins og handaverk hans munu halda áfram að híýja okkur um ókomin ár, mun og minn- ingin um þennan góða og hrein [lynda; vin ylja okkar innra manni, það sem eftir er æfinn- ar. Því Sveinn var maður, sem ekki gleymist þeim, er áttu því láni að fagna að þekkja hann. Hann var maður í sjón og raun, sviphreinn og karlmannlegur; skapgerðin mótuð af bjartsýni, glaðværð, festu og trygð. Okk- ur leið vel í návist hans. Betri fjelagi var ekki til. Það sló þögn á litla þorpið okkar við andlátsfregnina. •— Þögn, — jeg get ekki orðað það öðru vísi. Það var eins og hver einasta fjölskylda hefði mist son eða bróður. — Okkur fanst þetta sviplega slys óskilj anlegt, grimt og tilgangslaust. En enginn maður þekkir rök tilverunnar. Vel getur verið að æfistarf Sveins hafi verið full- komnað, ætlunarverki hans lokið? — Hann varð ekki þekt skáld, en líf hans er falleg saga, sem skráð er óafmáan- lega í minningu þeirra, sem áttu samfylgd með honum. •— Jeg veit að fordæmi hans mun reynast mörgum drjúgur styrk ur; æfi hans, þótt stutt yrði, er ekki kastað á glæ. Og það er holl raun að syrgja góðan mann. — Sveinn er dáinn, eins og það er kallað. Og enginn annar getur nokkru sinni skip- að hans rúm í huga okkar og hjarta. En er nokkur arfleifð dýrmætari en einmitt það? Hveragerði, 10. febrúar 1944. Kristmann Guðmundsson. — Kaupkröfurnar BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐTNU. Framh. af bls. 5. Að greiða Við skipavinnu hærra kaup en við aðra verka- mannavinnu er algengt úti um land og stafar frá þeim tíma þegar upp- og útskipun fór fram á bátum. Þá fylgdi vinnu þessari mikil vosbúð, og hún var sjerstaklega erfið á vond- um höfnum. Er svo enn á ýms- um stöðum úti um land. Auk þess er skipavinna úti um land víðast hvar algjört aukaatriði. Skipin koma ekki við á flest- um höfnum nema ef tii vill einu sinni eða tvisvar í mánuði. Hjer í Reykjavík víkUr þessu alt öðruvísi við. Vinnan við skip er hjer yfir höfuð alls ekki erfiðari en flest önnur verkamannavinna, t. d. við byggingar, og meira að segja að talsverðu leyti unniii inni í húsum. Því er haldið fram, að greiða þurfi hærra kaup fyrir skípa- vinnu vegna þess að hún sje stopulli. Þetta er ekki rjett, hvað Reykjavík snertir. ★ FYRIR STRÍÐ var sótt um það eins og embætti að komast í vinnuflokk hjá Eimskipafje- lagi Islands, en þar er eingöngu um skipa- og pakkhúsvinnu að ræða. Sýndi það að verkamenn bæði töldu vinnuna góða og vissu að árstekjur þeirra voru betri við þessa vinnu með sama kaupi, en aðra verkamanna- vinnu. Nú á stríðstímunum hafa tekjur verkamanna við skipa- vinnu orðið hærri en hjá flest- um öðrum verkamönnum. Sem dæmi má nefna að á síðastl. ári hafði einn verkamaður í kaup við skipavinnu hjá h.f. Kveldúlfi kr. 28.100.00 — tutt- ugu og átta þúsund og eitt hundrað krónur. — Annar verkamaður, sem vann þar alls ekki í 3 mánuði ársins, hafði í kaup fyrir 9 mánuði kr. 24.100.00 — tuttugu og fjögur þúsund og eitt hundrað kr. — Þriðji maður hafði kr. 21.800.00 fyrir 8 mánaða vinnu. Hjá Eim- skipafjelaginu komst kaup verkamanna hærra ep 26.000 — tuttugu og sex þúsund kr. — síðastl. ár. Á annað hundrað verkamanna hjá fjelaginu hafði að meðaltali yfir 18.000 kr. árið sem leið. Þannig mætti lengi telja. Þessar kaupupphæðir krefst svo Dagsbrún að verði hækk- aðar um rúmlega 28%!! 3. flokkur, krafist kr. 2.90 pr. klst. Undir þenna flokk á sam- kvæmt kröfum Dagsbrúnar að heyra: Kolavinna, saltvinna, saltfiskvinna, sementvinna, lýs isvinna, handlöngun hjá múir- urum, tjöruvinna, bifreiða- stjóm, vjelgæsla (vegheflar, þjapparar, hrærivjelar o. s. frv.), hjálparvinna í vjelsmiðj- um, ísvinna (útskipun), vjel- gæsla í togurum í höfn, öll slippvinna, kantlagning og fag- vinna, er ófaglærðir verkamenn (gerfismiðir) stunda. Undir þenna flokk mundi falla koía- og sementsvinna sú, sem nú er í 2. flokki núgild- andi samnings með kr. 2.75 kaupi pr. klst. Sú vinna á því að hækka um 15 au. pr. klst. En öll önnur vinna, sem nú á að vera í þessum nýja flokki, er (að gerfismíðavinnunni und- antekinni) sú vinna, sem sam- kvæmt núgildandi samningi er greidd með kr. 2.10 pr. klst., og á sú vinna þannig að hækka upp í kr. 2.90 pr. klst., eða um hvorki meira nje minna en rúm lega 39% frá núgildandi kaupi. Sem dæmi þess hvernig þessi hækkun mundi verka, má nefna það, að maður, sem síð- astl. ái; starfaði hjá h.f. Kveld- úlfi við vjelgæslu i togurum hjer í höfninni hafði í kaup yf- ir árið kr. 33.700.00 — þrjátíu og þrjú þúsund og sjö hundruð kr. — með núgildandi tíma- kaupi fyrir venjulega verka- mannavinnu. Kaup þessa manns ætti nú samkvæmt kröf- um Dagsbrúnar að hækka um 39% og verða kr. 46.843.00 — fjörutíu og sex þúsund og átta hundruð fjörutíu og þrjár krónur!! — 4. flokkur, krafist kr. 3.60 pr. klst. I þessum flokki er box- og katlavinna sem samkvæmt nú- gildandi samningi er í 3. flokki með sama kaupi. En samkvæmt kröfum DagS- brúnar, á svo ennfremur að falla undir þenna flokk ryð- hreinsun með rafmagnsverk- færum, öll vinna við botnhreins un innanborðs á skipum (botn- tankar undir vjel o. s. frv.) og X - 9 Eftir Robert Storm IOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO’ ALEX, THE &REA7, 7HE EöCAPED ONVICT, DASHEö ACROBS 7HE S7REET... '7 oooooooooooooooooo<xxxxxxxx>V r TAKE A LOOK tN / THAT SHRUBBERV, SEKGEANT —i'LL SEAPCH THE V GREENHOUGE! Alexander strokufangi stekkur yfir götuna. — Stúlkan í bílnum. Hamingjan góða, jeg hefi ekið Athugaðu runnana, liðþjálfi. Jeg ætla að skoða Maður kallar til hans: — Gættu að þjer. á manninn. , gróðurhúsið. X—9 og lögregluþjóninn leita í garðinum. X—9: )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.