Morgunblaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. febrúar 1944. MOR.GUNBLAÐIÐ prp p ~ r 11 p vícKimuu? í borginui — að minsta kosti“, sagði hann. „Segðu mjer, er pianóleikarinn líka horfinn?" ,,Já“, sagði Helen. „Jeg spurðist fyrir um það. Held- urðu, að það sje nokkur hætta á þessum stöðupi? Getur eitt- hvað hafa komið fyrir Bobbie?“ Þetta átti að bera vott um, að hún væri áhyggjufull út af honum, en í þess stað«var auð- heyrt á málrómi hennar, að hún nálgaðist að vera vongóð. Frank var þó svo niðursokkinn í hugsanir sínar, að hann tók ekki eftir því. ,,Þú vilt ekki láta alþjóða- lögregluna aðstoða þig? Það er það besta, sem þú gætir, álít jeg. Jeg held, að það sjeu heið- árlegustu náungar“, sagði hann. Enda þótt alt þetta vekti hjá honum viðbjóð og hann kærði sig ekki um að blanda sjer í hið óheilbrigða og myrka samband Rusáells-hjónanna, fór ekki hjá því, að hann fyndi til æsandi hrifningar, aðeins af því að vera í návist Helen, heyra rödd hennar, fylgjast með hreyfingar hennar. Það var barið að dyrum, og inn kom þjónninn með morg- unverðarborð á hjólum og setti það á milli þeirra fyrir framan arininn. „Góðan daginn, Gaston“, sagði Helen. „Jú, þakka yður fyrir, við getum þjónað okkur sjálf“. Gaston var móðgaður á svip, en hjelt þó áfram að hagræða á borðinu. , „Þakka yður fyrir, Gaston. Jeg hringi, ef mig vanhagar um eitthvað“, sagði Helen, þar sem Gaston sýndi ekkert far- arsnið á sjer. Afbrýðissamur, hugsaði hún og skemti sjer dátt yið tilhugsunina. Síðan henni, tókst að ná Frank inn í her bergið til sín, sauð hláturinn niðri í henni. Hún horfði á hann. hann var þarna, var hjá henni. Hann reykti hvern vindlinginn á fætur öðrum og var ógn hnugginn, vesalings drengurinn. Það var þýðingarmikið augnaráð þjónsins, sem opnaði augu Frank fyrir, hversu ískyggilega þetta gat litið út: morgunverður fyrir tvö og eiginmaðurinn fjarverandi. ,,Mjer þykir ósköp leitt, frú Russell, að þjer skulið ekki geta verið viðstaddar brúðkaup mitt“, sagði hann óeðlilega hátt og hratt, í þeirri von, að þjónninn heyrði það áður en hann lokaði dyrunum. Hræsnarinn þinn“, sagði Helen gletnislega í því að hún stóð upp til að hella kaffi í bollann hans. Hún gekk kring um borðið og staðnæmdist að baki hans til þess. Hann drakk í snatri glas af ísköldu vatni. „Þetta er ekki leiðin til að finna mann þinn“, sagði hann alvarlega. „Jeg skal hringja til Morris; líklega er hann í klúbbnum. Hann sjer ef til vill eitthvert úrræði“. .Hann gekk að símanum og reyndi nokkrum sinnum árang qrslaust að fá samband. ’ ,,Jæja?“ sagði Helen, þegar hann lagði heyrnartólið á og bölvaði í hljóði. „Símadrengurinn í klúbbn- um ætlar að hringja til mín, ef samband fæst“, sagði hann. Hann stóð við gluggann og horfði út um hann. „Morgunverðurinn þinn“, sagði Helen blíðlega. „Þakka þjer fyrir, jeg er ekki svangur“, svaraði hann. Hann hugsaði sig um nokkra stund. Síðan sagði hann: „Hversvegna ferðu ekki út í skipið og ferð , með því á tilsettum tíma? Það er það besta, sem þú getur J gert, að mínu áliti. Ef maður þinn kemur ekki, þá hann um það. Ef til vill fer hann beint þaðan, sem hann er, um borð. Hvað finst þjer um það?“ Helen stóð kyrr við arininn og horfði á hann. „Þjer er umfram um að losna við mig“, sagði hún aðeins. Hann neri saman lófunum.! Þeir voru rakir, og enn einu sinni hafði hann það á meðvit- undinni, að hann væri óhreinn. „Afsakaðu, má jeg þvo mjer um hendurnar einhversstað- ar?“ spurði hann. Hún benti á opnar svefnherbergisdyrnar. Loftið þar inni var þrungið ilmvatni Helen, enda þótt glugginn væri galopinn. Rúm- ið var óumbúið. Frank gekk hratt, eins og gegnum logandi eld, inn í baðherbergið, hann litaðist um eftir sápu og fann mola af hótelsápunni, vafinn inn í pappír; hann skrúfaði frá krananum, tók pappírinn utan af sápunni og byrjaði að þvo á sjer hendurnar. Honum ljetti stórum við það. En er hann var að þurka sjer, leit hann niður fyrir sig og sá vot spor eftir nakinn fót Helen á blá- tíglóttu gólfinu. Þau voru fal- lega löguð og nett, og Frank hugsaði, að það, eins og ann- að, bæri vott um fegurð henn- ar, sem átti engan sinn líka. Hann brosti með sjálfum sjer að þeirri sýn, sem fótspor nak- ins fótar hennar kallaði fram í huga hans. Þegar hann lagði frá sjer handklæðið og sneri sjer við til að fara út úr her- berginu með hreinar, svalar hendur, sá hann að Helen stóð að baki hans. Karlmaðurinn hafði altaf verið óvinur hennar — hún lagði sig altaf í líma til að sigra hann og koma að honum óvör- um. Hún þekti samstundis öll einkenni karlmannlegs veik- leika. Hreyfingar hökuvöðv- anna og æðarnar á gagnaugun- um, snöggur fölvi, kaldar var- ir, titrandi násavængir, dýpk- andi málrómur. Frank hefði getað óskað henni góðrar ferð- ar og sagt eins saklausar setn- ingar og honum var frekast unt — henni var fullvel kunn- ugt um sálarástand hans þrátt fyrir það. Hann lagði handklæðið frá sjer, hún stóð fyrir framan hann. Á næsta augnabliki voru þau í viltum, ástríðuþrungn- um faðmlögum, sem fyltu all- an heiminn og skildu ekki eft- ir rúm fyrir nokkurn hlut. Er þau ljetu fallast ofan í rúmið, titruðu rúðurnar einu sinni eða tvisvar, og litlu síðar dimdi í herberginu, því að óveðursský dró fyrir sólina. Helen áttaði Pjetur og Bergljót sig fyrr og færði sig fjær hon- um. Frank settist upp. Rúðurn- ar titruðu aftur. „Þetta er byrjunin, býst jeg við“j sagði Frank. „Á hverju?“ spurði hún. „Loftárásunum", sagði hann. Hún horfði á hann fjarhuga og dreymandi og brosti með sjer að því, hversu vandlega hann strauk aftur á sjer hárið. Við ýms tækifæri hegðuðu all- ir karlmenn sjer eins, þetta var eitt, sem hún hafði oft tekið eftir. „Hvað næst?“ spurði Frank. „Nú vantar ekkert nema sprengikúlu til að fleygja okk- ur eitthvað út í geiminn". Það vantaði lítið á, að hún syngi af gleði. „Hversvegna?“ spurði Frank, þótt hann vissi svarið. „Við getum aldrei verið hamingjusamari en við erum núna“, sagði Helen. Þau sátu enn á breiðu rúminu. Þau' höfðu aðeins kysts, ekkert meira hafði farið þeirra á milli. „Við getum orðið ennþá hamingjusamari“, sagði Frank dreymandi. Helen strauk fing- urgómunum yfir varir hans. „Frank“, sagði hún. „Þú veist, að þú getur ekki kvænst. Þú veist það“. Nú var röðin komin að Frank að óska eftir sprengju. „Hvað á jeg að gera?“ spurði hann sjálfan sig, Helen og veggi herbergisins. „Hvað á jeg að gera?“ „Ef jeg legg alt í sölurnar fyrir þig, vilt þú þá gera það sama?“ sagði Helen með eftir- væntingu. Hún skildi ekkert í sjálfri sjer, en hún var komin í það hugarástand, að hún var reiðubúin til að leggja alt í söl- urnar það eina, sem henni ^ ' '5i"r Eftir Christopher Janson 7. „Jeg hlýt að geta fundið upp á einhverju, — æ, hvað yrði gaman að sjá hann sprikla í greipunum á honum föður þínum, einu sinni barði hann pabba minn, svo hann hefir enn örið eftir, bölvaður skarfurinn hann Níels, en jeg þori ekki í hann, því hann er svo háttsettur í sveit- inni, — æ, ef jeg bara gæti komið honum í hendurnar á honum föður þínum“. Meira gat Pjetur ekki sagt, því um leið var kallað hárri röddu heiman frá bænum á Bergljótu. Það var Katrín, sem stóð í dyrunum og kallaði: „Hefirðu alveg gleymt grautnum!11 Bergljót tók á sprett niður brekkuna. „Heyrðu Berg- ljót“, kallaði Pjetur á eftir henni og ætlaði að fara að elta hana, „þú veist líklega, að jeg hefi lagt nógu mikið fyrir til þess að jeg geti keypt mjer kot eftir svo sem tvö ár, — en vai'la verður það hringjarasetur, skaltu vita“. „Það lagast sjálfsagt með tímanum“, sagði Bergljót. „Það er gott“, ansaði Pjetur. „Jeg er ekki þannig, að mjer snúist hugur, og margt getur breytst á heilu ári“. „Vertu sæll, Pjetur“, sagði Bergljót. „Vertu sæl, og líði þjer vel á morgun“. „Gleymdu ekki hringjaranum, hann þyrfti að fá fyrir ferðina, piltur sá“. „Svo kem jeg og heilsa upp á þig einhvern daginn, —- hjá björkinni. — Góða nótt“. Annar kafli. Níels Þorgeirsson var eitt af mikilmennum sveitarinn- ar. Hann átti jörð og skepnur og þar að auki peninga í kistuhandraðanum. Hann var sonur þurrabúðarmanns og mjög óstýrilátur, meðan hann var ungur. Faðir hans var fátækur, og „fljótetinn er fátæks verður“, eins og Árni sagði. Þess vegna fór Níels til borgarinnar í vinnu, er hann var 16 ára. En hvernig sem það nú orsakaðist, og það vildi Níels ekki hafa hátt um, þá byrjaði hann á að fást þar við skurðgröft. „Allt er betra en ekkert“, sagði Níels við sjálfan sig. Og Níels var piltur, sem var duglegur að grafa og moka, hann gróf og gróf, og hætti ekki fyr en hann var búinn að grafa sig upp í lögreglúþjónsstöðu. Ef einhver kom þá heiman úr sveitinni til bæjarins og fekk sjer helst til mikið í staupinu, gat hann alltaf átt það á orno*ujwrJka]$jLmu. Jónas (sem hafði verið eitt ár í Ameríku): „Hvað eruð þið að tala um fiðlur h.jer. í Amer- íku eru fiðlur svo stórar, að þeir láta þær standa á gólfinu, meðan spilað er“. ★ Jói: „Er alt til undir bind- indishátíðina?“. Pjetur: „Já, kaffið er kom- ið á borðið og nefndin hefir drukkið koníakið alveg upp á síðasta fundi“. ★ Presturinn: „Hvað segir nú guð um öll þessi boðorð?“ Gústi gamli: „Hvað ætti hann svo sem að segja? Hann hefir sjálfur skrifað þau“. ★ Eftirfarandi uppfyndingar hafa nýlega verið gerðar í Bandaríkjunum og einkaleyfi fengið á þeim: 1. Flugvjelaskip, sem er þannig bygt, að þilfarið er alt af lárjett, hvernig sem skipið sjálft ruggar. 2. Baðföt, sem þannig eru gerð, að menn geta ekki sokk- ið í þeim. 3. Flugvjelafallhlíf, sem spennist út, ef vjelin skemm- ist, og svífur þá hin skemda flugvjel hægt til jarðar. 4. Sambygður öskubakki og vindlingur, sem er þannig, að fíngerð glerpípa er utan um vindlinginn og kemur í veg fyr ir, að askan falli meðan vindl- ingurinn brennur. ★ Þó að ótrúlegt sje, eru til allmargir ungir menn, sem helst lítur út fyrir að óttist vinnuna eða hafa megna óbeit á henni. Þetta er þó ekki af illu innræti sprottið; þeir hafa aldrei átt þess kost að vinna, eða meta, hvers virði vinnan er, og eiga því erfitt með að byrja. Þó eru þessir menn öðr- um líkir í mörgu. Þeir þurfa að borða eins og aðrir menn, og þá fer svo oft, að þeir verða að biðja um að gefa sjer að borða. — Einn af þessum ó- gæfusömu ungu mönnum kom nýlega inn í hús hjá bónda og bað að gefa sjer að borða. „Mat skaltu fá“, sagði bóndi, „en fyrst verðurðu að vinna einn klukkutima við að taka upp kartöflur“. „Láttu manninn, sem setti þær niður, taka þær upp“, sagði betlarinn, „hann veit best, hvar hann ljet þær“. (D. P.). ★ í prófi einu, sem var haldið rjett fyrir jólin, var ein spurn- ingin svohljóðandi: „Hver er orsök hrygðarinn- ar?“ Einn nemandinn svaraði þannig: „Guð veit það. Jeg hefi ekki hugmynd um það. Gleðileg jól“. Hann fjekk prófblaðið til baka með svohljóðandi athuga semd kennarans: „Guð fær 10. Þjer fáið núll. Gleðilegt nýtt ár“. „Hvernig er kvenkynið af piparsveinn?“ „Eh — kona, sem bítur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.