Morgunblaðið - 19.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. febrúar, 1944 Bakvið slálvegginn Framhald af bls. 7 ' um hug. En inn í þá hefir itverið barið með þúsund I hamarshöggum þeirri skoð- I un, að sá, sem ekki hafi of- I stækisfulla trú á leiðtogan- 'um, sje svikari. Auk þess vita þeir, sem lifðu árið 1918, hvað það er að vera vopnlaus og háður miskunn óvinanna. Þýska þjóðin er farin að finna til hatursglóðar þeirr- ar, sem falin er í ösku allr- ar Evrópu og ógnananna frá öllum þjóðum Evrópu — þeirrar Evrópu, sem nas- istar áformuðu að innlima í Þýskaland, en sem nú er sameinað gegn Þýska- landi. Hún finnur einnig þungann af sókn Slafanna og hina duldu hættu frá miljónum erlendu verka- manna, sem neyddir hafa verið til þvingunarvinnu Vjer vitum ekki hvað lokaþáttur styrjaldarinnar ber í skauti sínu. Skortur og eymd hafa skapað þjóð- inni mikið böl, og hugsan- legt er, að uppreisn brjótist út, ef herstaðan yerður von laus. Erlendu verkamenn- irnir kunna að hefja nýja Spartacusar uppreisn, ægi- legri en nokkru sinni hefir áður þekst í sögunni. Log- andi hatur hernumdu þjóð- anna bíður eftir, að því sje ’ sleppt lausu. En þó eru flestir Þjóð- verjar þeirrar skoðunar, að þeir verði að renna skeiðið á enda. Hvaða leið er önn- ur fyrir hendi en berjast? Bandamenn hafa að sjálf- sögðu ekki gefið þýsku þjóð inni annað val en skilyrðis- lausa unngjöf. Það er erfitt að fá þjóð til þess að fallast á slík skilyrði áður ep hern- aðarlegt hrun er orðið. — í raun og veru er þetta ástand og óvinir Þýskalands að hnappa Þjóðverjum saman undir hakakrossinn. „Sigur eða kommúnismi“, er kjör- orð dr. Göbbels. Þetta er hans orðalag, þegar hann á við það, að ekki sje um ann- að að velja. Að minsta kosti er nasistum það ljóst, að styrjöld þeirra er blátt á- fram barátta um líf eða dauða. HraSkviðlingar og hugdetfur ÞETTA ER NAFNIÐ á síð- ustu bókinni, er J. Thoraren- sen skáld hefir sent þjóðinni. Hún kom út rjett fyrir jólin í vetur og er 10. bókín sem hið vinsæla alþýðuskáld lætur frá sjer fara. Þetta er safn lausa- vísna og annara einstakra kveðlinga. Löng kvæði eða vísnaflokkar eru þar ekki. I þessari bók, sem flytur ein- göngu nýjar og óþektar vísur, kemur fram í breyttri mynd sama vandvirknin, bragsnildin og hittnin, sem svo lengi hefir gert Jakob vinsælan meðal allra íslenskra ljóðavina. Hann hefir haldið áfram að rækta þá jörð, sem á síðari árum er veru- lega vanrækt af hinum yngri skáldum, en sem áður fyr var í góðri rækt. Hann víkur aldrei frá reglum rjetts ríms. Hann hefir í heiðri okkar vinsælasta ljóðaform ferskytluna, og hann er ennþá fastur við það sláttu- lag að hitta mark með fáum orðum. Þegar fyrsta bókin kom frá Jakobi: litla ljóðakverið „Snæ- ljós“, en það var fyrir 30 árum, þá var strax augljóst, að þarna var maður sem átti erindi inn á glímuvöll braglistarinnar. Síðan hefir hann marga glím- una háð og reynst brögðóttur karl. Mundi hann mörg húrra- hrópin hafa fengið, ef allir hans aðdáendur hefðu átt þess kost að koma saman, sjá og hlusta. I þessari síðustu bók leikur skáldið á þá strengina, sem hon um lætur best að snerta Ljóðagerðin er honum tamari en óbundið mál og þó að honum fatist ekki tökin í löngum kvæðum þegar því er að skipta, þá hefir mjer jafnan fundist hann sterkastur þegar hann hittir naglann á mitt höfuðið með einni eða tveimur vísum. Gildir einu hvort um er að ræða’ fyndna ádeilu á rotið hugarfar, fagra lýsingu á lit- brygðum íslenskrar náttúru eða sterka aðdáun á fagurri og ginnandi mey. Dæmi als þessa mætti nefna úr hinni ný ustu bók, en jeg ætla ekki að týna þau til með þessari stuttu grein. Bókina verða allir ljóða- vinir að lesa og eiga. Þess mun engan iðra. Bestu þakkir skal Jakob hafa fyrir þessa bók eins og allar hinar. J. P. í. R.-húslð Framhald af bls. 2. ið ein besta stoð þess um mörg ár. Fjelagið hefir síðari árin fært út kvíarnar á mörgum sviðum. Það keypti fyrir 6 árum Kolviðarhól, og hef- ir rekið hann síðan. Skíða- deild fjelagsins hefir staðið fyrir öllum framkvæmdum þar, aukið húsakynni og bætt allan aðbúnað, og á nú fjelagið þær eignir allar skuldlausar. Þangað hefir margur mað- urinn sótt skemtun og heil- brigði. Síðustu tvö árin hefir verið meira fjör í fjelaginu en nokkru sinni fyr. Nú leggja fjelagsmenn stund á íslenska glímu, hnefaleika, knatt- spyrnu, sund, tennis, hand- boltaknattleik og skíðaferðir, auk fimleikanna og útiíþrótta, sem upphaflega voru aðalverk- efni þess. Með betri og stærri húsa- kynnum mun fjelagið enn bæta við sig mörgum íþrótta- greinum og skapa æskulýð bæjarins betri skilyrði til hollra íþróttaiðkana. Nú eru fjelagsmenn að hefj ast handa um fjársöfnun til þessara framkvæmda. Fjelag- ið á mörgum ágætum mönnum á að skipa, og í hópi þeirra manna, sem nú eru af ljettasta skeiði, eru fjölmargir menn 1 öllum stjettum, sem hafa um lengri eða skemri tíma tekið þátt í íþróttum í íþróttafjelagi Reykj avíkur. Fjelagið hefir kosið fimm manna nefnd til þess að hrinda af stað húsbyggingunni. í þeirri nefnd eru Þorst. Sch. Thorsteinsson lyfsali, Einar Pjetursson stórkaupmaður, Haraldur Johannessen banka- fulltrúi, Sigurliði Kristjánsson kaupmaður og Gunnar Einars- son, framkv.stjóri. Fjelagið á myndarlegan vísi að byggingarsjóði, sem nú stendur til að efla með marg- víslegu móti, og hafa fjelags- menn sett sjer það mark, að vera búnir að koma upp í- þróttahúsihu á 40 ára afmæli fjelagsins 11. mars 1947. Hús- ið er nú í teikningu, og verður bráðlega hægt að birta mynd af þessu fyrsta fullkomna í- þróttahúsi, sem einstakt í- þróttafjelag ræðst í að reisa hjer á landi. Góðar myndir í kvikmvndahúsunum IvVIKMÝNDAIHJS bæjar- ins sýna um þessar rmmdir öll úrvals kvikmyndir. Má segja, að þær sjeu hver ann- ari betri. Tjarnabíó sýnir myndina Casablanca, sem fjallar um, flóttamannastraum inn til þeira borgar frá Evrópu, leyni starfsemi Frakka og íhlutun- arsemi Þjóðverja á þeim tím- tun er enn var til hinn s\;o- kallaði óhernumdi hluti Frakk lands, Þessi kvikmynd var send á markaðinn um það leyti, sem bandamenn gerðn innrásina í Norður-Afríku. Vakti hún þegar mikla at- hygli. 1 þesari mynd leika fyrir- taks leikarar og fara allir á- gætlega með hlutverk sín, Ingrid Bergman leikur aðal- kvennhlutverkið, en með karl- mannshlutverkin fara ]>eir Humphrey Bogart franski leik arinn Paul Hendreid. Claude: Rains og þýski leikarinn Con- rad Veidt leikur þýskan maj- or. Peter Lorre leikur lítið en þakklátt hlutverk, Jeg skal ekki spilla ánægju væntanlegra áhorfenda með! því að rekja efni myndarinn- ar, en aðeins segja þetta: Þeir, sem gaman hafa af góðunr myndum hafa ánægjtt af þess- ari kvikmynd. Nýja Bíó sýnir myndina „ Með flóðimr". Það er drama tik kvikmynd. Vel gerð og vel leikin um drykkfeldan verka- manninn. sem veit ekki hvað hann gerir í ölæði og sem hvorki hlýðir guðs eða maniia lögum fyr en hann verður ást- fanginn. AQaHeikarar eru franski leikarinn Jean Gabin, sem leikur hlutverk verka- mannsins með afburðum. Ida Lupino leikur stúlkuna, sem ætlar að fyrirfara sjer, en finnur lífsánægju sína á ný. Claude Rains leikur skemti- legt hlutverk. Gamla Bíó sýnir enn Frú Miniver. Hefir áður verið minst á þá frábæru kvikmynd hjer í blaðinu offar ep einu sinni og óþarfi að minnast frekar á hana. Ilún virðist ætla að verða jafn vinsæl og hún hefir orðið annarsstaðar, þar sem hún hefir verið sýnd. Náttúrulækningalje- lagið sfofnar malsölu NÁTTÚRtJLÆKNlNGAFJE LAG ÍSLANDS hjelt fund í húái Guðspekifjelagsins .1 fyrrakvöld samþykti með samhljóða atkvæðum allra frtndarmanna að setja u}>p matsölu á vori komanda. Forseti fjelagsins, Jónas ICristjánsson læknir, flutti er- indi um garðrækt og manneldi. Þá skýrði varafors. frá þyí, að undirbúningi matsölunnar væri þannig komið: 3. Fjelagimt stendur til boða hentugt hús- næði. 2. Lærð matreiðslu- 'kona, sem er í fjelaginu, hefir lofað að veita matsölunni for- stöðu fyrst um sinn. 3. Stjórn in hefir fengið loforð fyrir nægum fjárframlögum frá fjelagsmönnum sjálfum til þess að koma fyrirtækinu á fót. 4. Pantaðar hafa verið frá Ameríku soyabaunir o. fl. matvörur. Fundinn sátu hátt á ann- að hundrað manns. Fjelagið er nú í örari vexti en nokkrú sinni fyr. Hefir fjelagsmönn- um fjölgað urn nærri 200 á tæpum mánuði og eru nú hátt á 7. hundrað. Húsnæðisleysi er mjög t.ekið að Itaga starf- semi fjelagsins, því að ill- mögulegt er að fá fundahús, og hafa margir orðíð frá að'. hverfa síðustu fundurn fje- lagsins vegna þrengsla. — SAMGÖNGULEIÐIN AUSTUR. Framh. af bls. 4. ir samþykt tillögur nefndar- innar. Biðin er orðin fulllöng. Hálf þjóðin krefst ákvarðana og framkvæmdá vegna brýn- ustu nauðsynja og á þann hátt, að eigi verði til skaða og skammar í framtíðinni, heldur til gagns og sóma. Kvennadeild Slysavarnafjelags ins heldur skemtun í Oddfellow- húsinu annað kvöld. Frú Stein- unn Sigurðardóttir syngur ein- söng, sr. Jón Thorarensen les upp. Gunnar Kristinsson syngur einsöng og að lokum er dans. „Leikfjelag: Reykjavíkur“ sýnir Vopn guðanna annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Óli smaladrengur verður sýndur kl. 4,30 á morgun. Að- göngumiðasala hefst á morgun klukkan 1. SONNY, NBLP MB &ET TH/5 MAN IN 7HE CAR— Z'M AFPAID r'VE HURT hi!M EADLYJ . Stúlkan: —.Heyrðu piltur minn, hjálpaðu mjer til að koma manninum inn í bílinn, jeg er hrædd um, að jeg hafi meitt hann. Á sömu stundu í garð- inum. — Það er blóð á þessu handfangi. Jeg er hræddur um að Alexander hafi farið úí um þessar dyr. Pilturinn: — Heyrðu, frú mín góð. Bíðið við, þarna kemur lögregluþjónn. Þú ættir að tilkynna slysið. Stúlkan hugsar: Ef lögreglan kemst að þessú þá fyrst er jeg nú komin í klípu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.