Morgunblaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur, 40. tbl. — Sunnudagur 20. febrúar 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. Síldarsala fi! Svíþjéðar! Stokkhólmi: Morgontid- ningen segir þann 14. jan. s. .1., að verið sje nú að gera áætlanir um að fá til Sví- þjóðar nauðsynlegar mat- vælategundir frá fleiri lönd um en Suðurameríkulönd- um. Segir blaðið, að samn- ingar standi nú yfir um það að fá allmikið af síld frá ís- landi, appelsínar og aðra ávexti frá Spáni og vissar nauðsynjavörur frá Banda- ríkjunum. (Samkv. fregn frá Stokkhólmi til breska upplýsingamálaráðuneytis- iris). 1090 míiur á_brennandi skipi London í gærkveldi. Breska kaupskipið Delius er komið í höfn í Bretlandi, eftir að hafa siglt 1000 mílna leið með eld í lestinni. Barðist skips höfnin við eldinn alla leiðina. Skip þetta var að koma frá Ind- landi með 8000 smálestir af báðmull og hnetum innanborðs, og rjeðist þýsk flugvjel að því út'af St. Vincenthöfða. Varð skipið fyrir rakettu-svif- sprengju og fjell skipstjórinn, eri eldur kviknaði í skipinu, en með ýtrustu áreynslu gat skips höfnin haldið eldinum í skefj- um. Þegar skipið kom í höfn, loguðu enn eldar í lestinni og ufðu þeir ekki slöktir fyr en að 10 dögum liðnum. Richfhofen-kapp- arnir týna tölunni AÐ ÞVI er þýska útvarpið skýrir frá, hefir mannfall ver- ið' svo mikið í hinni frægu, þýsku Richthofen-orustuflug- mannasveit, að Egon Meyer majór, sem nú er foringi henn- ar, er hinn eini af liðsforingj- unum. sem nú eru í sveitinni, sem þekti síðustu tvo stjórn- endur hennar. Fyrsti foringi sveitarinnar, Weist majór, fjell í orustunni um Bretland. Eftirmaður hans, Balthazar kapteinn, var skot- inn niður sumarið 1941. Loks var sagt, að mikillar hugdirfsku þyrfti við, til þess að ráðast gegn hinum vel vopnuðu sprengjuflugvjelum, og orustuflugvjelunum, sem fylgdu þeim, og andleg og lík- amlcg' áreynsla flugmannanna eykst í hlutfalli við hraða flug- vjelanna. Núverandi foringi Richthof- eh-flugsveitarinnar er talinn sá' af orustuflugmönnum Þjóð- verja, er flestar óvinaflugvjel- ar- hefir skotið niður, rúmlega 200 að sögn. HERIR BANDAMANNA • • VERJAST AF HORKU VIÐ ANZIO Urðu þó að hörfa á einum stað London í gærkvöldi. ,— Einkaskcyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. BARÁTTUNNI á Anziosvæðinu linnir ekki og gerðu Þjóðverjar stöðug og hatramleg áhlaup \ gær, en varnir bandamanna biluðu hvergi, nema hvað þeir urðu að hörfa lítið eitt við Carocheto, en unnu nokkuð af hinu tapaða landssvæði aftur með gagnáhlaupi. Flugveður var verra í gær en að undanförnu, og voru aðeins orustuflugvjelar á lófti. Þjóðverjar segjast hafa sótt fram um 4 km. á ein- um stað, og báðir aðilar segja stórskotahríðina þarna mjög magnaða, og loftvarnaskothríð Þjóðverja geysi- harða. Breskir kafbátar sökkva 19 skipum London í gærkveldi. — Flotamálaráðuneytið breska tilkynnir, að á undanförnum vikum hafi breskir kafbátar, sem herjað hafa víða um höf, meðal annars á Norðurhöfum, Miðjarðarhafi og víðar, hafi að undanförnu sökt 19 óvinaskip- um, alt frá stórum flutninga- skipum, og niður í smá-strand- ferðaskip, en laskað 6 skip að auki. — Þeir, sem stjórnuðu kaf bátunum í ferðum þessum voru ýmsir af frægustu kafbátafor- ingjum Breta. — Reuter. Nofaðar við Truk! Mjög líklegt er, að flugvjelar af þeirri gerð, sem myndin hjer að ofan sýnir, hafi verið notaðar til árása á stöðvar Japana á Truk. Þettu eru nýjustu steypiflugvjelar Bandaríkjamanna og nefnast Helldiver-flugvjelar. Auðjöfur látinn. Skriðdrekum hefir verið beitt þarna á landgöngu- svæðinu, en fregnritarar herma, að enn muni Þjóð- um hluta skriðdreka sinna. verjar ekki hafa beitt mest- Öllum fregnum ber saman um það, að bardagarnir hafi verið ógurlega harðir og tjón mikið. — Herskip banda- manna hafa enn veitt land- hernum stuðning með fall- byssuskothríð á stöðvar Þjóðverja beggja megin við landgöngusvæðið. Cassinosvæðið. Þar eru nú indverskar og nýsjálenskar sveitir komn- ar til skjalanna, og voru þær fluttar með mikilli leýnd frá vígstöðvum átt- unda hersins. Hafa sveitir þessar átt í orustum í gær, og náðu Indverjar t veim hæðum fyrir norðvestan Cassino. Bardagar í borg- inni sjálfri voru með minna móti, en um járnbrautar- stöðina, fyrir sunnan bæ- inn, var barist grimmilega. Segja bandamenn að stöð- in sje nú á þeirra valdi, en Þjóðverjar segja, að hun hafi ýmist verið á valdi þeirra eða bandamanna í gær, en hafi nú aftur fallið Þjóðverjum í hendur. — Þá segjast Þjóðverjar hafa hrundið nokkrum áhlaupum indverskra hersveita nærri Cassino.' Baráttan um Cassino- stöðina. Herfregnritari þýsku frjettastofunnar, Karl Pra- egner, sagði eftirfarandi í kvöld um baráttu indversku hersveitanna . við Cassino: „Allan daginn í gær rjeðist Framh. á 2. síSu: London í gærkveldi: — Lát- inn er í Miami, Florida, Charles Bedeaux, mikill auðjöfur. Hann var franskur að ætt, en var borgari Bandaríkjanna og hafði fundið upp aðferðir til þess að auka framleiðslu í verksmiðj- um og auðgast mjög af því. — Það var á sveitasetri hans í Frakklandi, sem hertoginn af Windsor og frú Simpson voru gefin saman í hjónaband árið 1937. — Bedeaux var um’tíma í Norður-Afríku fyrir nokkru og fjell þá grunur á hann fyrir að hafa verið í makki við er- indreka möndulveldanna. Átti bráðlega að leiða hann fyrir rjett, er hann andaðist, en dán- arorsökin var sú, að hann tók inn of mikið af svefnlyfjum. Fróðiegur iyrirlestur um Pearl Harbor Á ANGLINA-FUNDI, sem haldinn var að Hótel Borg á fimtudagskvíldið, flutti J. H. Borleis ofursti, herprestur í setuliði Bandaríkjanna, fróð- legan fyrirlestur um árás Jap- ana á Pearl Harbor 7. des. 1491. Taiaði Borleis ofursti þar af eigin reynd, því hann var einmitt staddur þar er árásin var gerð. Góður rómur var gerður að fyrirlestri ofurstans. Meðal gesta á Angliafundin- um voru hinir erlendu samn- ingamenn, sem dvelja nú hjer á landi, Bandaríkjamennirnir Mr. Fiedler og Mr. Prentice og fulltrúar Breta, 2 6 3 stig KAUPLAGSNEFND OG HAGSTOFAN hafa reiknaS út vísitílu framfærslukostmaðar í febrúarmánuði, og reyndist hún vera 263 stig, eða hin sama og í janúarmánuði. — Þá stafaði hækkun vísitölunnar aðallega af hækkuðu hrauðverii og nokkurri hækkun á erlendri fatnaðarvöru. ÁHhöré foft- árás á London Harðasta loftárás, sem gerð hefir verið á Lundúnaborg, síð- an árásirnar miklu árin 1940 og ’41 voru gerðar, var gerð í gær- kveldi og svipaði henni að ýmsu til þeirra árása, sjerstak- lega að því leyti, að miklu af eldsprengjum var varpað og komu upp allmiklir eldar víða um borgina. Als munu um 50— 60 flugvjelar hafa gert árásina. en Þjóðverjar segja þær mörg hundruð. Yfirleitt komust fleiri af flugvjelunum inn yfir Lond- on nú, en síðast og þar i borg- inni urðu líka mestar skemdir og nokurt manntjón. Þrjár af flugvjelunum voru skotnar nið- ur, allar yfir flugvöllum hinu- megin Ermarsunds, er þær voru að koma úr árásinni. Þær voru skotnar niður af breskum næt- urárásarflugvjelum. Málaferli gegn de Gaulle Ameríska tímaritið News- week skýrir frá því, að Fransk- ur maður nokkur, Dufour að nafni, hafi höfðað mál á hend- ur De Gaulle og tveim af liðs- foringjum úr flokki hans. Ásak ar maður þessi De Gaulle fyrir það, að eftir að Dufour kom til Bretlands frá Frakklandi, hafi honum að boði De Gaulles ver- ið varpað í dimman og fúlan kjallara, þar sem hann hafi verið í fjóra mánuði illa hald- inn og stundum barinn af hinum tveim liðsforingjum, sem einnig er stefnt. Segir Dufour að menn þessir hafi ver ið að reyna $ð hafa upp úr sjer leyndarmál, sem þá hafi ekk- ert varðað um. Merkilegt svifflugmet Breska flugmálablaðið „The Aeroplane“, skýrir frá því að nýtt og merkilegt met hafi ver- ið sett í svifflugi í Þýskalandi þann 26. jan. s. 1. Svifflugmað- urinn, sem er liðsforingi í skrið drekasveit og heitir Ernes Jach mann, var á flugi samfleytt 55 klst. 52 mín. og 12 sek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.