Morgunblaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur: 20. febrúar 1944 Minningarsýning Markúsar Ivarssonar Opnuð í gær með við- höfn og fjölda gesta Sýningin á listasafni Mark- úsar ívarssonar, sem Fjel. ísl. myndlistarmanna heldur í Listamannskálanum, var opn- uð kl. 3 e. h. I gær fyrii' boðs- gesti, en kl. 5 fyrir allan al- menning. Um þrír fjórðu hlutar af Jistasafni Markúsar er þarna sýndur, alls 156 listaverk. Fleiri myndir rúmuðust ekki með góðu móti í skálanum. Mikill fjöldi gesta var þarna saman kominn, Formaður Fjel. ísl. myndlistarmanna, Guð- mundur Einarsson frá Miðdal, kvadd Matthíasi Þórðarsyni þj óðminj averði hljóðs. Flutti þj óðminj avörður síðan ræðu. Mintist hann hins svip- lega fráfalls Markúsar ívars- sonar í sumar, og komst síðan að orði á þessa leið: „Mörg af okkur höfum síðan borið hrygð í huga með ekkju lians, frú Kristínu Andrjesdótt- ur og öðrum ástvinum hans. Nú stafar þeim geisla af þessu verki hins framliðna ágætis- manns einu saman, þessu fagra myndlistasafni, og sýningu þess, að okkur mun mörgum finnast tilefni til að ástvinir bahs gleðjist af því, og vjer vottum þeim, að við samgleðj- umst með þeim“. Síðan mintist ræðumaður á stofnun minningarsjóðsins og • vottaði stofnendum hans þakk- læti. Þá vjek hann máli sínu að hinni ungu íslensku myndlist, og listasafni ríkisins, sem að vísu var stofnað fyrir 60 ár- um, en fyrsta íslenska málverk ið var gefið safninu fyrir 33 árum, Áning eftir Þórarinn Þoi'láksson, en sama árið, 1911, var hjer haldin fyrsta íslenska málverkasýningin og voru tMifHiiiJimitiwiiiiiiwwiiHiuflnuiuiiiimuuiniiiii) (3 ; 3 | = ■5 1 Klæðskerar Til sölu allra nýjustu tísku 1 amerísk herraföt, yfir- hafnir sniðnar. — Einnig fullkomin amerisk aðferð = til að láta fötin fara vel, 5 án þess að máta. Eyðir : miklu minna efni. Spyrj- | ist strax fyrir, tími tak- markaður. Sendið nöfn í i brjefi, merkt „A. J. I.“ ■ til blaðsins. fmiiiitiiiiiiiiiuiiiiHiiuimiiimtiiumiHUiuumiiiiiim MILO CfJUIIUIIMM.- lilllllll i þátttakendur þeir Þórarinn Þorláksson, Ásgrimur og Ein- ar Jónsson, en ríkið byrjaði að kaupa íslensk málverk 1914. Síðan komst hann að orði á þessa leið. „En á þessum umliðnu ára- tugum aldarinnar hefir lista- mönnum vorum fjölgað svo mikið, að furðu gegnir, ein sýningin hefir verið haldin eft- ir aðra, bæði einstakra manna og sameiginlega, bæði hjer og erlendis. Tiltölulega margir menn geta nú helgað sig list sinni, og bæði alþingi og ein- staklingar hafa sýnt vaxandi áhuga á því, að styrkja þá til þess. En meðal einstakra manna þó enginn svo vel og á allan hátt svo giftusamlega sem hann, er vjer minnumst hjer í dag. Jeg hefi rakið þessa sögu nú í fám dráttum einmitt til að benda á það. Jeg finn hjá mjer löngun til að tengja þá ósk við það mál, að fordæmi þessa manns í þessu efni megi í fram- tíðinni verða einhverjum til eftirbreitni. Listamönnum vor- um fjölgar enn og verk þeirra verða æ fleiri með ári hverju, þau vaxa upp sem blóm á vor- degi, og nú er hjer vor í þeim efnum. Það er vonandi, að sá vorgróður visni ekki allur, heldur varðveitist og vaxi, og nái virðingu með vexti og þroska“. Að endingu lýsti ræðumaður sýninguna opna. Hinn mikli fjöldi gesta skoð- aði listaverkin um stund, og lýsti ánægju sinni yfir þeim og því mikla starfi og miklu fórnfýsi, er Markús heitinn ívarsson hefir sýnt til eflingar íslenskri myndlist. Sýningin verður opin í 10 daga. - ITALIA Framh. af bls. 1. hið indverska herfylki fram til atlögu með ákaflega mik- illi þrautseygju við Cassino. Lánaðist þeim að komast á svæðið umhverfis járnbraut arstöðina og eftir feikiharða bardag að ná henni á sitt vald, eftir að barist hafðf| verið milli bygginganna all an daginn. Loks, er kvöld var komið, gerðu þýskar varaliðssveitir harðvítugt gagnáhlaup og tóku stöð- ina, sem er nú aftur örugg- lega á valdi Þjóðverja, sem þurft hafa þó að hrynda gagnáhlaupum, sem síðan hafi verið gerð“. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viðskiftanna. Sími 1710. Sleifariag á pósi- samgöngum við Eyjar Frá frjettaritara vorum í Vestmannaeyjum í gær ÞAÐ VAKTI ekki litla at- hygli hjer, er Ægir kom frá Reykjavík í morgun án þess að hafa, svo að segja, nokkurn póst meðferðis. Þó voru hjerumbil 14 dagar liðnir síðan póstferð hafði orðið frá Reykjavík. Þó að ýmislegt megi bjóða þeim, sem utan höfuðborgar- innar búa, þá er vart hægt að ætlast til, að þetta verði þolað orðalaust. Það verður því hik- laust að gera þá kröfu til þeirra manna, sem þjóðfjelagið hefir falið að sjá um þessi mál, að þeir sofi ekki á verðinum. Jeg veit að þeir menn, sem um póst inn hafa átt að sjá, svari því til, að búið hafi verið að setja póstinn í skip, sem átti að fara til Eyja, en orðið að snúa við vegna vjelabilunar. En því er til að svara, að í því skipi, sem hjer um ræðir, áttu ýmsir menn vörur, sem þeir endilega þurftu að fá sem fyrst, s. s. bakarar rjóma. Þessir menn ljetu flytja vörurnar úr vjelavana skipinu í Ægi og eins sýndist vera hægt að gera við póstinn, ef vilji og dugnaður hefði verið fyrir hendi, en það virðist ekki vera, eða það er að minsta kosti álit Vestmannaeyinga og verður á meðan ekki liggja fyrir frekari skýringar á þessu dæmafáa sleifarlagi. En sagan er ekki nema hálf- sögð enn. Það langt er síðan skip kom hingað með vörur, að skortur er orðinn á algengustu matartegundum í verslunum hjer, svo sem smjörlíki. Það er öllum ljóst, að við ýmsa mjög mikla örðugleika er að stríða í sambandi við flutninga á sjó, en jeg hygg að með einhverjum ráðum, hver sem þau eru, verði að yfirstíga þær hindranir, sem geta orsakað það, að einni af stærstu verstöðvum landsins vanti ýmsar þær vörutegundir, sem hver einasti maður notar daglega. Bj. Guðm. Yfirgefa Þjóðverjar Horeg! Áiit blaðsins Times Ný útgáfa af Flaleyjarbók HAFIN er nú útgáfa á Flat- eyjarbók, og verður vandað mjög til hennar. Hvert bindi bundið í vandað skinnband og prýtt myndum. Auk þess ritar próf. Sigurður Nordal ítarleg- an formála fyrir hverju bindi. Þessi merka bók hefir ekki verið gefin út síðan fyrir alda- mót, að dr. Guðbrandur Vig- fússon sá um útgáfu hennar og hefir ritið verið ófáanlegt um tugi ára. Flateyjarbók er, sem kunnugt er, ein af perlum fornrita vorra og sennilega það rit, sem fræg- ast er þeirra, er rituð hafa ver- ið á íslenska tungu. Það er annars einkennilegt, hversu lítið hefir borið á merk- um fornritum vorum í hinu mikla bókaflóði síðustu ára. — Þar er merkilegra atburða og merkilegra manna getið, sem ekki hefðu verið skráðir, hefði sagnritaranna íslensku ekki notið við. Frá London er símað til norska blaðafulltrúans hjer: Breska blaðið ,,Times“ ritar undir fyrirsögninni „Órói í Noregi“ eftirfarandi: „Áhrifin af sigrum Rússa á Eystrasaltsvígstöðvunum, og það, sem komið hefir fram í Finnlandi þeirra vegna, hefir auðvitað einnig komið fram í Noregi, bæði meðal þeirra, sem þar berjast á hinum svonefndu heimavígstöðvum og meðal Þjóðverja. Hafa Norðmenn nú fengið nýjan kjark til mót- spyrnu og nýjar vonir, en með- al Þjóðverja er ótti og kvíði fyrir komandi óförum, og fer hann vaxandi. Ekki getur leikið neinn vafi á því, að þegar Q&isling fór með hinum þrem tryggustu ráðherr- um sínum, að boði Hitlers, til aðalstöðva hans fyrir nokkrum vikum, hafi verið gerðar áætl- anir í því skyni að mæta þessu nýja ástandi, og hafi það verið aðalumræðuefni ráðstefnunnar. Margir bjuggust við, að 1. febr. — annað ársafmæli Quislings- stjórnarinnar, — myndi verða tilefni til einhverra mikilvægra yfirlýsinga. Það er vitað að Riisnes dómsmálaráðherra hafði gert áætlanir um hervæðingu norskra manna. Var því haldið fram að ráð væri gert fyrir að kveðja 75.000 menn til vopna. Ekkert skeði samt sem áður. Ólgan í Noregi hðfir farið vax- andi síðan og yfirleitt er álit- ið að eitthvað sje í aðsigi. Ný- lega voru allmargir menn tekn- ir höndum víðsvegar um land- ið. Síðustu lausafregnir frá Nor- egi virðast benda til þess, að Þjóðverjar sjeu að undirbúa að flytja eitthvað af herstyrk sínum í burtu þaðan. í staðinn átti Quisling og menn hans að fá meira af Gestapomönnum, og veikja átti heimamótþróann með meiri handtökum. Ekki hefir nema hluti þessarar áætl- unar verið framkvæmdur enn, og það eru handtökurnar, þótt einnig hafi fengist áreiðanlegar fregnir um það, að Gestapo- mönnum hafi verið fjölgað í Noregj, og ástæða er til þess að halda að hermenn þeir, sem nú koma til Noregs sjeu ekki jafn góðir og þeir voru áður. Hið nýja lið er skipað annað- hvort mjög ungum mönnum án nokkurrar bardagareynslu og lítt æfðum, eða rosknum her- mönnum, sem teknir eru að þreytast. Samt sjást engin merki þess, að Þjóðverjar sjeu að hugsa um að flytja herinn burt úr nokki'um hluta Noregs, og er enn talsvert af góðum her í landinu, sjerstaklega nyrst, og enn er haldið áfram að styrkja varnirnar .við strendur landsins. Hvað hirð Quislings viðvík- ur, þá er hún varla mannfleiri en svo sem 5000 manns, flestir þeirra mjög ungir, og ekki virt ust þeir geta komið í stað þýska hersins. Það er augljóst, að ef Finn- land hættir í styrjöldinni, verð- ur alt miklu erfiðara fyrir Þjóðverja í Norður-Noregi, en nú er. Á hinn bóginn er til sá möguleiki, að þýsku herfylkin í Finnlandi fari yfir til Noregs, þótt það sje ekki auðveld leið að vetrarlagi, þá gæti svo farið að ekki yrði um annað að ræða. Aúðvitað myndi þetta mikið styrkja her Þjóðverja í Noregi. Síðar myndu þeir máske flytja her þenna suður á bóginn. — Ef Finnland dytti úr lestinni, hefði Norður-Noregur ekki sama hernaðargildi fyrir Þjóðverja, og er vetri lýkur og dimman hverfur af fjöllum Finnmerk- ur, gæti Þjóðverjum virst, að landamæri þau í Noregi, sem liggja að Finnlandi, væru hættu legar stöðvar. Minning skipshainar Max Pemberton HUGUR MINN reikar til minninganna um samveru- stundirnar með ykkur, fjelag- ar mínir og vinir, sem nú hafið horfið sjónum okkar með tog- aranum Max Pemberton. Jeg starfaði á sjónum árum saman með flestum ykkar, og með skipstjóranum Pjetri Maack, okkar trausta yfirmanni, var jeg um 20 ára skeið á sjónum. Starf okkar var blandið stríði og áhættum, hvort sem friður ríkti í heiminum eða styrjöld geisaði, — það var hin ævarandi barátta sjómannsins við mislynda og oft harða nátt- úru — hafið, — sem við höfð- um valið okkur fyrir starfs- vettvang. Og oft var tilhlökk- un að koma til hafnar, ýmist með mikil aflaföng eða í hlje fyrir stormunum. Við vorum oft fengsælir og rendum glaðir að landi. Þá dvaldi hugurinn ekki við hið erfiða og áhættusama, heldur mætti hann vinum okkar og vandamönnum, sem hugsuðu til okkar öllum stundum, ekki síst, þegar veður voru hörð. I kynningu við ykkur tengdumst við margir vináttuböndum og vil jeg votta ykkur öllum þakkir fyrir samveruna, bæði yngri og eldri fjelögum. Sjer- staklega minnist jeg sannrar vináttu skipstjórans. Jeg kom til hans ungur maður, hanu reyndist mjer jafnan mikill drengur og vinur. Með orðum fær enginn í tjei látið hug sinn allan. Jeg hugsa því hlýrra til ykkar, og óska ykkur þess, sem jafnan er þrá sjómannsins: að komast heilir heim, að þið hafið farsælléga heimkomu til þeirra heim- kynna, er þið nú gistið í ríkinu handan storms og strauma jarðneskrar baráttu. Það er mín vinarkveðja til ykkar allra. Helgi Jónsson. í Rommel í Normandi. London í gærkveldi. — Þýska frjettastofan tilkynnir, að Rommel marskálkur hafi að undanförnu verið í eftirlitsferð um Normandi, og rannsakað þar víggirðingar og verið harð- ánægður með þær, sjerstaklega við Cherbourgh. — Reúter. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.