Morgunblaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. fefaruar 1944 M ORCU NB L A Ð IÐ 7 Sjálfstæðismálið á þingi. ! I.OKSINS ^ hefir Aiþýðu- flokkurinn hætt við að skerast úr leik 4 • Sjálfstaeðismálinu. — Ýmsir áhrifamenn í flokkrtum höfðu yfirgefið undanhalds- stefnuna áður. En um fyrri helgi fjellst flokksstjórnin á það, að vinna með hinum flokk' unum að málinu, að því til- skildu, að atkvæðagreiðslan færi ekki fram fyrri en eftir 20. maí. Alþýðuflokksmenn miða þessa ákvörðun við það, að þá sjeu þrjú ár liðin síðan þingið ályktaði að tilkynna Dönum um áform sín um sam- bandsslit. — Aðrir þingflokkar leggja ekki áherslu á það at- riði, en telja hinsvegar að hag- kvæmt sje, að atkvæðagreiðsl- an fari ekki fram, fyrri en komið er þetta langt fram á vor, og tíð er farin að batna, svo auðveldara verði um góða þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Annað samkomulagsatriði er það, sem Alþýðuflokksmenn hafa lagt mikið upp úr, að ekki sje það ákveðið í stjórn- arskránni, að gildistökudagur- inn sje 17. júní, en að þingið ákveði síðar, hvenær lýðveld- isstjórnarskráin gengur í gildi. Það liggur í augum uppi, að meinlaust er með öllu, þó það sje unnið til samkomulags, að láta þetta ákvæði ekki standa í stjórnarskrárfrumvarpinu, ef með því er þjóðin firrt þeirri hneysu, sem af því hlýst, ef þingflokkarnir gætu ekki kom ið sjer saman um afgreiðslu þessa máls, því 47 þingmenn af 52 hafa bundist fastmælum um, að samþykkja, að 17. júní verði gildistökudagurinn. Og þing kemur að sjálfsögðu sam- an í vor, fyrir þann tíma. Svo hinn yfirgnæfandi meiri hluti þingmanna, sem hafa lýst fylgi sínu við 17. júní, ganga þá frá málinu, eins og þeir hafa ætl- að sjer. gripið hafi um sig meðal Sjálf- stæðismanna á bæjarsttjórnar- fundí næstliðinn fimtudag. Eri þeir, sem á fundinum voru, urðu ekki varir við neinn habb- ít“ nema hjá þessum bæjarfull trúa. Hann talaði þá, eins og oft endranær, að í Reykjavík hefðu engar umbætur verið gerðar af því Sjálfstæðismenn væru ráðandi í bæjarstjórn, en allt hefði verið hægt að gera, og allt yrði gert, sem öllum dytti í hug, ef flokksmenn hans kæmust hjer í valdaaðstöðu. Sjálfstæóismenn hefðu dreg- ið, sagði hann, að byggja yfir bæjarbúa, og svikist um að leggja skatta á „stríðsgróða- mennina“. Jakob Möller benti honum á, að fyrir stríð» hefði verið bygt hjer úr öllu því byggingarefni, sem með nok'k- uru móti fekkst til landsins. — (Menn muna þá tío, er bygg- ingamenn urðu að reita saman timbur og sement hjá kaupfje- lögum út um land, til þess að fullgera hús sín). * En viðvíkjandi skattaálögum benti Jakob Möller þessum ,,habbíts“-manni á, að á síðast- liðnu ári, hefði t. d. stórgróða- maður er græddi 300 þúsund krónur árið 1942, orðið að greiða 284 þúsundir í skatta og útsvar, og átti með afganginum 40 krónum á dag, að framfleyta fjölskyldu sinni og eiga fyrir áhættu þeirri, sem af atvinnu- rekstri hans leiddi. Ábætir of- an á slíka skatta, verða aldrei giftudrjúgir fyrir þjóðina, nje atvinnuvegi hennar. Með þessum og þvílíkum á- bendinum varð dregið úr bægslagangi hins lítt ráðsnjalla bæjarfulltrúa kommúnista, og má hann muna málanda sinn framan af fundi, og hvernig hann hjaðnaði niður er fram í sótti. Óþörf misklíð. BORIÐ hefir á óánægju í dálkum Alþýðublaðslns út af því, að flokkarnir þrír, sem bundist hafa órjúfanlegum samtökum um, að lýðveldis- stofnunin fari fram 17. júní í sumar, hafa borið fram þings- ályktunartillögu um undirbún- ing hátíðahalda að Þingvöllum þann dag. En þar eð hinn yfir- gnæfandi meiri hluti hefir komið sjer saman um þenna dag, þá getur hvorki undrun nje óánægja Alþýðublaðsins rist djúpt. En hátíð á Þingvöll- um í vor, væri í raun rjettri eðlileg af sögulegum ástæðum, hvernig sem stjórnmálaviðhorf ið væri, og hvað sem gera skyidi, þareð liðin eru á þessu sumri 100 áb síðan Jón Sigurðs son var kjörinn þingmaður. - Þingsályktunartillaga flokk- anna þriggja segir hvorki ann- að nje meira, en menn áöur vissu, og ætti hún því síst að verða til þess, að fitjað yrði upp á nýrri sundrung, nýrri skrípamynd af íslendingum í þessu þeirra helgasta máli. „Habb(tur“ og ekki. RITSTJÓRI Þjóðviljans, sem á sæti í bæjarstjóm Reykjavík ur, hefir undanfarna viku ver- ið fjölorður um einhvern „habbít“, sem hann segir, að Önnur kviða. ,NOKKRU síðar kvartaði Þjóð- viljinn yfir því, að mikill of- stopi væn rokinn í Morgun- blaðið út af verkalýðs og kaup gjaldsmálum. En allt eru þetta missýningar. Ofstopinn er all- ur Þjóðvilja megin. Þjóðviljamenn bentu um daginn á" allsherjarráð til að hækka kaupgjaldið. Að auka kaupgetu alþýðunnar um allan heim, svo hún gæti keypt fram leiðsluna dýru verði. Þetta er göfugt takmark. Þjóðviljinn var að því spurð- ur, hvernig „sameiningar- flokkur alþýðu" — sósíalista- flokkurinn — á íslandi ætlaði sjer að auka kaupgetu alþýð- unnar meðal þeirra þjóða, sem við þurfum að selja fisk eftir stríðið. Svarið er ekki komið enn. Vonandi gleymist það ekki alveg. Einkum vegna yfirstand andi kaupdeilu. Þjóðviljinn kvartar é hverj- um degi yfir óvild Morgunbl. í garð verkamanna. En sú óvild er ekki til. Mismunurinn á af- stöðu Morgunblaðsins og Þjóð- vilijans gagnvart verkamönn- um er sá, að Morgunblaðið vill ræða mál þeirra með stillingu og benda á staðreyndir, en Þjóðviljinn vill láta verkamenn gleyma að hugsa, svo hann frekar geti haft áhrif með æs- ingaskrifúm sínum. 19. febrúar Kaupdeilan. KAUPDEILA sú, sem nú stendur yfir hjer í bænum, er ekki fyrst og fremst um það, að kjör verkamanna verði bætt. Hún er um það, hvort enn eigi að hleypa vaxtarkipp i dýr tíðina. Ákveðið er, að þegar kaup- gjald hækkar, þá hækkar líka verðlag á landbúnaðarafurð- um að sama skapi. Síðan dýr- tíðarvísitalan. Síðan annað koll af kolli. Og krónurnar, sem verkamenn fá, og aðrir fá og þjóðin á, verða verðminni. iEn þegar striðandi þjóðir fara aft- ur að gegna friðsamlegum störf um og afla sjer matar, eins og áður, þá verðum við Islending- ar þeim mun ófærari til sam- keppni, með okkar framleiðslu, sem dýrtíðaraldan hefir hjer risio hærra. Þjóðviljamenn eru ekkí svo vitlausir að þeir sjái ekki þetta. En þeir telja sjer trú um, að reykvískir verkamenn sjeu svo skvniskroppnir. að þeir sjái ekki hvaða leik kommúnistar eru að leika með verkafólkið. Þeir verkamenn, sem skilja ekki í dag, hrunadans komm- únistanna, þeir eiga eftir að skilja hann síðar. Það er jeg alveg viss um. Hin nýja lögreg'a. KOMMÚNISTAR tala oft um að afnema þurfi atvinnuleysið. Þetta er rjett. En í gerðum sín- um stefna þeir í aðra átt. Ekki síst nú, því þeir vilja með kaup kröfum auka dýrtíðina, gera þjóðina ósamkepnishæfari en þegar er orðið. Fjöldi verkamanna sjer hvert kommúnistar stefna í þessum málum. Og kommúnistar í stjórn Dagsbrúnar sjá það líka, að það er ekki til neins fyrir þá til lengdar að tala við reyk- víska verkamenn eins og þeir sjeu fávitar. Þessvegna grípa ráðamenn Dagsbrúnar til þeirra einkennilegu ráða, að tilkynna hinum óbreyttu fje- lagsmönnum, að fjelagsstjórn- in hafi sett á laggirnar lögreglu lið, til þess að annast um, að hinir óbreyttu liðsmenn brjóti ekki samþyktir fjelagsstjórnar- innar. Þetta er nýtt fyrirbrigði í íslenskri fjelagsmálasögu og verður vonandi ekki gamalt. Betur verður það ekki sýnt hve forráðamenn Dagsbrúnar telja ísinn vera hálann, er þeir hafa lagt út á, er þeir þurfa að hafa skipulegt lögreglulið til þess að ógna fjelagsmönnum til hlýoni. Að afnema atvinnu- leysið. Ef kommúnistar vilja ,,af- nema atvinnuleysi“, þá þyrftu þeir ekki að leita lengra að fyrirmyndum en til kennifeðr- anna í austurátt. Mjer skilst, að þar hafi atvinnuleysi farið minkandi árin fyrir styrjöldina, Þar var ráð gegn atvinnuleys- inu einfalt. Menn fá kaup, er nemur sannvirði vinnunnar. Ef þjóð á ónotaðar auðlindir, er hægur vandi ao greiða fólki vinnulaun sem samsvarar af- köstunum. Vandinn er sá. að haga framleiðslu og viðskiftum þannig, að vinnuafkost hvéfs éinstaklings fari vaxandi. -y- Þetta er viðráðanlegra innan- ríkismál, en leið Þjóðviljans, sem hann bendir á, að íslend- ingar hafi forgöngu um það, að auka kaupgetu alþýðu manna um allan heim. Meðan Einar Olgeirsson, Brynjóhur, Sigfús og nánustu samstarfsmenn þeirra eru að koma því kring, er hætt við að margur íslensk ur heimilisfaðir verði orðinn langeygður eftir atvinnunni. Bærinn og vinnu- veitendur. KOMMÚNISTAR i bæjar- stjórn vilja, að bærinn ákveði kaup verkamanna, með sjer- samningum við Dagsbrún. Al- þýðuflokksmenn fylgja þeim. Borgarstjóri benti á, að ,ef lagt yrði inn á þá leið, þá væri fyrsta sporið stigið til þess áð valdhafarnir meti kaupið, sem hver Tær. Kommúnisar ljetust hvorki vilja heyra þetta njo skilja. En merkilegt er, ef þetta kemur þeim spánskt fyrir, því þar sem kommúnistar ráða ríkjum, mun það vera svo í reyndinni, að valdhafarnir meti vinnuafköst og ráða káupi. Og engan veginn yrði það öðru vísi, ef kommúnistar rjeðu í þessu landi. Því er, sem jeg segi. Komm- únistar ættu að fá atvinnufyr- irtæki í hendur, skip, jarðir og annað til rekstrár og sýna hvað þeir geta á sviði lífrænn- ar atvinnu, og hvaða kaup þeir geta borgað þeim, sem þar vinna. Þeir geta ekki efast um áð allt yrði hjá þeim í hinu fullkomnasta lagi. En sann- virði vinnunnar 1 fyrirtækjum þeirra, yrði ómetanleg leiðbein ing fyrir þjóðina. Þora þeir að sýna hver dug- ur er í þeim? Eða er öll þeirra umhyggja fyrir velferð vei'ka- fólks ekki annað en vaðall og gaspur, til þess að sýnast, án þess að vilja leggja á sig aðra fyrirhöfn? Þjóðræknisfjelagið í Vesturheimi. NÆSTU daga heldur Þjóð- rækinsfjelag íslendinga í Vest urheimi hátíðlegt 25 ára af- mæli sitt. Er þar var komið sögu, voru liðnir nál. tveir ára tugir frá því Vesturheimssferðir hættu hjeðan að mestu. Stofnun Þjóðræknisfjelags- ins vestra, er einn merkasti viðburður í fjelagsmálum Vest ur-íslendinga. Sú vakning, er’ hrundi henni af stað, reis um það leyti, sem menn þar fóru að sjá framan í þá staðrevnd, að íslenskt þjóðerni væri sem blaktandi skar í þjóðahafi Vest- urheims. Með fjelagsstofnun þessari vestra sýndu Vestur- Islendingar betur en áður, að þeir vildu vinna með alvöru og festu að varðveislu þjóðern- is síns. En upp af því vakn- aði hjer heima sá skilningur, að vesturfarirnar í lok síð- ustu aldar, hefðu ekki ein- göngu gei't íslensku þjóðina minni, heldur um leið ao nokrku leyti stærri, með því, að' þjóðarbrotið vestan hais sýndi bæði ræktarsemi gagn- vart ættlandinu og manndóm í daglegum viðskiftum og sam- meyíj við stórþjóðir, _ . 'ÞegarAitið er á hinai' mikluj' f jarlægðir- vestra og hve ís-f lendingar eru dreifðir um hina óramiklu víðáttu álfunnar, er það ævintýralegt hve mikil kynni haldast við, milli ein- staklinga í fjarlægum bygða- lögum. íslendingar á austur- ströndinni tala um landa sína á vesturströndinni eins og aldavini, sem þeir daglega um- gangast, þó þeir ef til vill hafi aldrei sjest, og heil heimsálfa að heita má skilji þá að. Ætt- árbönd og þjóðrækni tengja þá saman um óravegu, svo þeir standa nær hver öðrum að vissuu leyti, en nágrannar og sveitungar eða íbúar í fá- menn sjávarþorpi á íslandi. Borgarafundur í Húsavík rsðir framtíðarmál kaupiúnsins Frá frjettaritara vorum á Húsavík. I gær var haldinrt almennur borgarafundur á Húsavík, og var hann mjög fjölsóttur, og samþykti meðal annars þessa ályktun í einu hljóði: „Almennur borgarafundur haldinn á Húsavík 17. febrúar 1944, til þess að ræða helstu framtiðarmál kauptúnins, ]ýs- ir yfir því, að hann telur þýð- ingarmesta og mest aðkallandi allra málanna, að fullgerð verði sem fyrst haínargerð Húsa- víkur, með byggingu skjól- garðs og bryggju til suðurs frá Húsavíkurhöfn, og vísar að öðru leyti til greinargerðar þeirrar og nefndarálits sjávar- útvegsnefndar, sem fylgdi frum varpi því tjl breytingar á hafn arlögum fyrir Húsavík, sem lá fyrir Alþingi árið sem leið og öðlaðist staðfestingu sem lög. Leyfir fundurinn sjer því að skora á rikisstjórn og vitamála- stjóra að gefa samþykki sitt til þess, að byrjað verði á verkinu á sumri komanda, og fer þess jafnframt á leit við ríkisstjórn og Alþingi, að veittur sje styrk ur úr hafnarsjóði ríkisins, þrjú hundruð þúsund krónur á þessu og næsta ári til hafnargerðar- innar og tillag rikissjóðs á fjár- lögum 1945 og 1946 til verks- ins tvöfaldist frá því sem nú er“. I r'afrr.agnsmálum Húsavíkur samþykti fundúrinn eftirfar- andi áskorun til Alþingis og ríkisstiórn: „Almennur borgarafundur haldinn á Húsavik 17. febrúar 1944, leyfir sjer að fara þess á leit., að háttvirt ríkisstjórn not.i nú þegar, ef óviðráðanlegar við skiftahömlur eigi hindra heim- ild þá, sem Alþingi hefir veitt henni, til innkaupa fyrir Húsa- vík á efni í rafmagnslínu frá Laxárvirkjuninni til Húsavlk- ur“. Almennur og mjög mikill á- hugi er heima i hjeraði um fram gang þessara mála, og það sem fyrst. Jóni Pjeturssyni, sóknar- presti að Kálfafellsstað, hefir verið veitt lausn frá embætti næstu fardögum. frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.