Morgunblaðið - 22.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.1944, Blaðsíða 5
J>riðjudagur 22. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 5 Nefnd undirbýr hátíðahöld í sambandi við lýðveldisstofnunina Fjórir tilnefndir af flokk- unum, einn af ríkis- stjórninni ÞINGSALYKTUNARTIL- LAGAN um „kosning nefndar til þess að undirbúa hátíða- höld 17. júní 1944, vegna lýð- veldisstofnunar á íslandi“, kom til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Tillagan, sem flutt var af 13 þingmönnum, var svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að kjósa 5 manna nefnd til þess að ann- ast undirbúning hátíðahalda á Þingvelli og víðar 17. júní 1944 vegna gildistöku lýðveldis- stjórnarskrár Islands þann dag. Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði“. Jónas Jónsson var fyrsti flutningsmaður tillögunnar og gerði hann grein fyrir henni í stuttri ræðu. Kvað aðalefni til- lögunnar, að undirbúa Þing- vallafund á vori komanda í sambandi við lýðveldisstofnun ina. Um þetta væru allir sam- mála. En menn greindi á um nokkur smærri atriði. í til- lögunni væri ekki gert ráð fyr- ir fulltrúa frá ríkisstjórninni í nefndinni, en betur færi á því, að hún ætti þar fulltrúa. Hug- myndin væri sú, að hafa sam- komu á Þingvöllum fyrir alt landið, en þess utan yrði sam- komur í hjeruðum og þá fyrst og fremst á Austur- og Vest- urlandi, sem erfiðasta ættu að- stöðu til þess að sækja hátíða- höldin á Þingvöllum. Fram- sögumaður gat þess, að stjórn íþróttasambands íslands hefði ákveðið að hafa veglegt íþrótta mót og önnur hátiðahöld í Vor. Myndi að sjálfsögðu haft sam- starf við íþróttamenn í þessu efni. Forsætisráðherra, dr. Björn Þóióarson kvaðst strax á þessu stigi vilja lýsa viðhorfi ríkis- stjórnarinnar til þessa máls. — Þótt stjórnin væri efnislega samþykk tillögunni, óskaði hún þess, að tillögunhi yrði vísað til stjórnarinnar. Stjórnin telur eðlilegt að þing og stjórn standi saman um þetta mál. Ef sú af- greiðsla gæti orðið á málinu, sem stjórnin fer fram á, lýsti jeg yfir því, að stjórnin muni nú þegar skipa 5 manna nefnd — fjóra samkvæmt tilnefningu flokkanna, og einn, er ríkis- sttjórnin skipar án tilnefning- ar. Er að sjálfsgðu gert ráð fyr- ir því, sagði forsætisráðherra að lokum, að nefndin geti hag- að svo störfum, að hátiðahöld- in geti farið fram á þeim degi, sem ýfirlýst er af miklum meirihluta Alþingis, að verða skuli gildistaka lýðveldis- st j órnarsk r ár innar. Jónas Jónsson, Get fallist á tiilögu forsætisráðherra. Sefán Jóh. Sefánsson. Get samþykt tillögu forsætisráð- herra. Ólafur Thors: Get fyrir mitt leyti fallast á óskir forsætisráð hefra og jeg er þess fullvís, að meirihlui Sjálfstæðismanna er sömu skoðunar. Spunnust nú langar umræð- ur um málið. Á móti þeirri með ferð málsins, sem forsætisráð- herra lagði il öluðu þeir Pjetur Ottsen, Einar Olgeirsson, Sig- urður Kristjánsson og Sigfús Sigurhjartarson. En með, auk fyrnefndra alsmánna flokk- anna þeir Skúli Guðmundsson og Bjarni Benediksson. Pjetur Ottesen sagði að sjer þætti ríkisstjórnin vera heldur en ekki farin að færa sig upp á skaftið við Alþingi, þar sem forsætisráðherra færi nú fram á þingsályktunartillögu, sem flutt væri af 13 þingmönnum úr þrem stærstu stjórnmála- flokkum á þingi, yrði vísað til ríkisstjörnarinnar í stað þess að hún verði, eins og til var stofnað með flutningi hennar, samþykt sem ályktun Alþing- is. Til þess að undirbúa Al- þingishátíðina ,1930, samþyktí Alþingi að kjósa nefnd manna í því skyni, og kom ríkisstjóm þeirri, er þá sat við völd, ekki til hugar að fara fram á það við Alþingi að það fjelli frá ákvörðun sinni um þetta og fæli stjórnina að sklpa nefnd- ina. Ef ástæða þykir til að breyta tillögunni, þá er Alþingi ein- fært um það og þarf ekki að leita til stjórnarinnar í því efni. Að lokum var tillaga forsæt- isráðherra samþykt með 32:11 atkv. (9 þingm. voru fjarver- andi). Á móti voru allir komm- únistar og 4 þingmenn aðrir (P. O. SKr., SÞórð. og SigBj.) Fiskiþingið í GÆR voru á dagskrá Fiski- þingsins: 1. Skýrsla íorseta. Var það mál afgreitt með ályktun frá allsherjarnefnd, sem vottaði forseta og meðstjórnendum hans traust fyrir unnin störf. 2. Skipasmíðar. Allsherjar- nefnd hafði mál þetta til at- hugunar og lagði fram svohlj. tillögu, sem var samþykt: „Fiskiþingið er einhuga þeirr ar skoðunar, að brýna nauðsyn beri til að efla og styðja skipa- smiðastöðvar í landinu, svo að þær nái sem best tilgangi sín- um í þarfir siglinga vorra og sjávarútvegs. Telur þingið fyrsta og sjálf- sagðasta spor í þá átt, að ljett sje af innflutningsgjaldi og tolli af efni og áhöldum til skipasmíða, jafnframt sýnist sanngjarnt, að ríkissjóður greiði nokkurn hluta farm- gjalda á efni til skipasmíða, meðan dýrtíð sú stendur, sem nú ríkir i þeim efnum. Væntir Fiskiþing, að Alþingi taki mál þetta til rækilegrar meðferðar og ráði fram úr því á þann hátt, sem hagkvæmast er fyrir þjóðarheildina“. 3. Lög um olíugeyma o. fl. Samþykt samhljóða svofeld til- laga frá allsherjarnefnd: „Fiskiþing felur stjórn fje- lagsins að veita þeim, sem stofna vilja olíusamlög í ver- stöðvum landsins samkvæmt „Lögum um olíugeyma o. fl.“, sem samþyka voru á Alþingi 16. des. s.l., allan þann atbeina og fyrirgreiðslu um stofnun slíkra samtaka, sem við verð- ur komið og óskað er e+'tir í samræmi við lög þessi“. 4. Veiðarfæri. Flutningsm. Oskar Halldórsson. Bar hann fram svofelda tillögu, sem samþykt var með samhljó. at- kvæðum: „Fiskiþingið beinir þvi til stjórnar Fiskifjelagsins, að hún nú þegar hefji undirbúning að söfnun á skýrslum um, hvað mikið þurfi af veiðarfærum fyrir hina ýmsu landshluta vf- irstandandi ár og næsta ár. Ennfremur láti stjórn fje- Jagsins athuga verðlag á veið- arfærum erlendis. Gæði þeirra og þol verði rannsakað hjer- lendis af ráðunautum fjelags- ins. Sýni þessi rannsókn, að hægt verði að útvega veiðar- færi með sanngjörnu verði, verði deildum fjelagsins út um land gefnar leiðbeiningar og greitt fyrir þeim um samkaup á veiðarfærum“. 5. Skipasmíðaráðunautur. — Fjárhagsnefnd hafði haft mál þetta til athugunar og taldi nauðsynlegt, að Fiskifjelagið hefði í þjónustu sinni sjerfróð- an skipasmíðaráðunaut og skipateiknistofu til leiðbein- ingar fyrir útvegsmenn. Var málið afgreitt- með svofeldri tillögu frá forseta með 6 sam- hljóða atkv.: „Fiskiþingið telur nauðsyn- legt, að Fiskifjelagið ráði sjer- fróðan skipasmíðaráðunaut til ráðaneytis og leiðbeiningar fyr ir útvegsmenn i öllu því, er lýtur að skipasmíðum, og jafn- framt verði sett upp skipa- teiknistofa. Felur þingið stjórn fjelags- ins að vinna að þessu þannig, að unt verði að hefja þessa starfsemi eigi siðar en í ars- byrjun 1945“. Frú Kristbjörg Jónsdóttir, Stokkseyri (í tilefni af 85 ára afmælinu): Vel og lengi’ er veili haldið, vaxtað pundið best sem má. Seint er af þjer innheimt gjaldið, allir, sem að greiða fá. Þegar loksins lyftist tjaldið, Ijómi þjer dagsins tignarbrá. P. Jak. Vanan ufgreiðslumann vantar í matvörubúð. — Tilboð sendist blaðinu fyrir fimtudagskvöld, merkt: „Verslunarstörf“. R E G L IJ R um innheimtu útsvara í Reykjavík árið 1944. I • gr. Sjerhver útsvarsgjaldandi í Réykjavík, sem g'jaldskyldur er við aðahiiðurjöfnun árið 1944 skal greiða upp í útsvar þessa árs 40% af útsvarsupphæð þeirri, er honuin bar að greiða árið 1943, með gjalddögum 1. mars, 1. apríl og 1. maí, sem næst 13' '< af útsvavinu 1943 liverju sinni. 2. gr. Allar greiðslnr skv. þessum reglum skulu standa á heilum, eða hálfum tug króna og pannig jafnað á gjalddagana. að greiðslurnar þrjár verði sem næst 40% af útsvarinu 1943. 3. gr. Nú eru greiðslur skv. reglum þessum ekki inntar af hönd- um 15. dögum eftir g.jalddaga og skal gjaldþegn ]>á greiða dráttarvext-i af því sem ógreitt er, 1% á mátiuði éða liluta úr mánuði, er líður frá gjalddaga uns greitt er. Þó verður sá gjaldþegn ekki krafinn um dráttarvexti, sem greiðir að fullu 40% af útsvarinu 1943 fyrir 20. apríl 1944. 4. gr. Nú er sýnt, að tekjur gjaldanda árið 1943 skv. skattafram- tali hafi verið minni en árið 1942, svo að muni 30% eð* meira, og skal þfi lækka greiðslur hans skv. reglum þessum hlutfallslega ef hann krefst þess. 5. gr. Kaupgreiðendum ber skylda til að lialda eftir af kaupi starfsmanna til útsvarsgreiðslu skv. þessum reglum á sama hátt og með sömu viðurlugum og gilda um almenna útsvars- inuheimtu, með þeim ■ breytingum, sem leiða af ákvæðum 2. greinar. Kanpgreiðendum er skylt að halda eftir útsvarsgreiðslum gjaldskyldra starfsmanna, sem þeir hafa greitt fyrir út- svör ársins 1943, án þess að tilkynna þurfi þeim sjerstaklega, á aniiau hátt en með birtingu þessara reglna. 6. gr. Nú verður ljóst, eftir aðalniðurjöfnun 1944, að greiðslur gjaldþegns á 40% útsvari 1943 skv. reglum .þeksum, nema hærri fjárhæð en álagt útsvar 1944, og skal þá endurgreiða það sem ofgreitt hefir verið með %% vöxtum fyrir hvem mánuð eða hluta úr mánuði, sem upphæðin hefir verið í vörslu bæjarsjóðs, eftir rjetta gjalddaga, nð meðtöldum 15 daga frestinum skv. 3. gr. 7. gr. Að lokinni aðalniðurjöfnun árið 1944 skal dregið frá útsvarsupphæð hvers gjaldþegns það sem honuni ber að greiða skv. reglurn þessiun og jafua því, sem umfram verður á lögákveðna gjalddaga, að viðlögðum gildandi sektará- kvæðum um dráttarvexti. Það, sem vangreitt kann að vera skv. reglunum, má inn- heimta þegar í síajS, hjá. kaupgreiðanda, eða á hvern annau löglegan hátt, og ber að greiða af því dráttarvexti frá gjald- dögiun skv. reglum þessum. 8. gr.' Lögtak má gera fyrir vangolduum útsvarsgreiðslum skv. reglum þessum, eftir ]>eim ákvæðum, sem gilda mn lögtiik fyrir vangoldnum opinberum gjöldum. 9. gr. Bæjarstjórn augl.vsir reghtr þessar i dagblöðum bæjarins, auk þess, sem þær verða birtar í Lögbirtingablaðinu, en aðrar tilkynungar eða anglýsingar þarf ekki að birta gjald- endum eða kaupgreiðendum. Pramangreindar reglur voru settar af ba-jarstjórn 10. þ. mán., skv. iögum nr. 100, 1943, og staðfestar af ráðherra, 17. þ. mán. Reykjavík, 21. febrúar 1944 BORGARSTJÓRINN. Best á auglýsa í Morgunblaðinu t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.