Morgunblaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. febr. 1044. — Stríðsvfirlit Framh. af bls. 2. hers, og væru Ameríkumenn þar í meirihluta, en Bretar hefðu fjölmennari landher. „Auðsjeð er“, sagði Churc- hill, „að Hitler ætlar að halda Rómaborg til hins ýtrasta“. — Um bardagana á landgöngu- svæðinu sagði hann, að það virtist ekkert í hættu, liðin væru jöfn, þótt bandamenn hefðu yfirtökin í lofti og á sjó og fleiri fallbyssur og skrið- dreka. Hafði Churchill það eft- ir Alexander hershöfðingja, að hann hefði aldrei kynst eins ; hörðum bardögum og þeim, er orðið hafa á landgöngusvæð- ^ inu. Lið bandamanna er um 40 I —50 þúsund. Churchill sagði, að þótt seint gengi í Ítalíu, þá væru banda- menn ánægðir yfir því, að Hitl er skyldi vilja setja þar upp meiriháttar vígstöðvar. Banda menn gætu þá barist þar og þyrftu ekki að sitja kyrrir og horfa á Rússa. Churchill ncit- aði algerlega að nokkurt ósam- komulag væri milli banda- manna innbyrðis. •í. Ý X •/ •> ❖ ❖ Höfum fengið nýja sendingu af B 0 L D A SIG. ARNALDS UMBOÐS & HEILDVERSLUN Hafnarstrti 8. Sími 4950. Ý •!• Til sölu notaðer trjesmíðavjelar Tappavjel. — Bandsög 30”. G. Þorsteinsson & Johnson hl jlJPPBOB I I verður í Sundhöllinni kl. 2 e. hád. í dag og I t verða þar seldir allskonar óskilamunir, svo I Isem handklæði, sundföt, úr o. m. fl. 1 Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í ReykjaviX Churchills Innrásin. Churchill kvaðst vilja taka það fram um innrásina, vegna orðróms, sem fram hefði kom- ið vestan hafs, að landherir Breta og Bandaríkjamanna, sem á land rjeðust, myndu verða hjer um bil jafnsterkir en auðvitað myndu Bandaríkja menn verða mannfleiri er tím- ar liðu og væri þá ekki nema sanngjarnt að þeir hefðu yfir- stjórn hersins. Sagði Churc- hill samvinnuna í yfirstjórn innrásarliðsins ágæta. StjórnmálaviShorf. Churchill sagði, að breska stjórnin væri þeirrar skoðun- ar, að ekki ætti að gera upp á milli skoðana þeirra manna, er berjast vildu gegn Þjóðverjum en kvað nokkra óánægju hafa verið með konungsstjórnina ít- ölsku og einnig sagði~hann, að Michailowitz væri nú því nær hættur baráttu gegn Þjóðverj- um í Júgóslafíu, þar sem ýms- ir foringjar hans hefðu verið þeim hliðhollir. Tito kvað hann hafa mikinn her, svo Þjóðverj- ar þyrftu nú að beita gegn hon um 14 herfylkjum af þeim 20, sem þeir hefðu á Balkanskaga. , Sagði Churchill, að Pjetur konungur hefði fallið mjög í áliti meðal skæruliðanna, við það að hafa Michailowitz áfram í stjórn sinni. Þá drap Churc- hill á inanlandsbaráttuna í Grikklandi og kvað hana sorg- lega, en sagði, að allir Grikkir þráðu frelsið. Pólverjar og Rússar. Churchill kvaðst hafa glaðst mjög yfir því, að heyra Stalin vera á þeirri skoðun, að hann vildi frjálst og óháð Pólland, sem yrði eitt af fremstu ríkj- um Evrópu, sjerstaklega sem það hefði fyrst og fremst verið vegna Póllands, sem Bretar hefðu farið í þessa styrjöLd. — „Bretar“, sagði Churchill, „hafa aldrei ábyrgst nein sjer- stök pólsk landamæri, og þau e/ best að ákveða eftir stríðið“. Churchill kvaðst hafa mikla samúð með Pólverjum, en einn- ig með Rússum, sem hefðu lagt í sölurnar miljónir mannslífa, og fyndist sjer ekki órjettmætt að Rússar fengju leiðrjettingu vesturlandamæra sinna. Sagði Churchill, að hann og Eden hefðu unnið mikið að samkomu lagstilraunum í þessu efni“, Tími til starfa. Churchill kvað nú vera tíma til starfa og baráttu. — Hann sagði, að þjóðin hefði verið í mikilli hættu, og væri það að vísu enn, og væri því tími til þess eins að leggja fram alla krafta til sigurs. Sagði Churc- hill, að sjer íyndist sumir menn halda, að vissasti vegur- inn til að vinna stríðið, væri sá að vera sí og æ að fetta fing- ur út í gerðir stjórnarinnar, „og á jeg bágt með að taka slíku með kristilegri þolin- mæði“, sagði hann. „Þegar menn af öllum stjórnmálaflokk um berjast og deyja saman, eigum vjer hjer heima einnig að starfa í einingu. •— Barátt- an kann að verða stutt, og get- ur einnig orðið löng, en e'rfið verður hún altaf.Sjerhver verð ur enn sem fyrr að leggja fram alla krafta sína, þótt sig- urinn væri viss að lokum, taka á því, sem hann ætti til í hinni gífurlegu baráttu komandi vors og sumars". Best ú auglýsa í IVIorgunblaðinu Málfundur í kvöld kl. 8.30 í húsi Sjálf- stæðisflokksins Thorvaldsens- stræti 2. Stjórnin. - Dagsbrúnardellan Framhald af bls. 6. Þessi vinna er mikil hluti allrar verkamannavinnu í Reykjavík. d) Dagsbrún krafðist að fyrsti klefavinna yrði hækkuð úr kr. 2,10 upp í kr. 2,90 pr. klst. e) Þá kom Dagsbrún enn fram með kröfu um það, að sarnið yrði um sjerstakt hækkað kaup fyrir hina svonefndu gerfisirdði og krafist kr. 2,90 um klst. fyrir þá. f) .Dagsbrún krafðist þess. að ef verkamönnum í áfram- haldandi vinnu væri ekki sagt upp með kveldfresti skyldu þeir teljast ráðnir næsta dag og borgað kaup fyrir a. m. k. hálfan vinnu- dag, þó vinnuveitandi gæti ekki látið vinna t. d. vegna óveðurs, eð'a af öðrum ó- viðráðanlegum ástæðum. g) Að því er snerti vinnu á laugardögum krafðist Dags brún þess að vinna skyldi að jafnaði hætta kl. 12 á hád., einnig á tímabilinu frá 1. okt. til 30. apríl, og ef unnið væri, skyldi vinna greidd sem helgidagavinna. h) Krafa kom fram um það, að ekki mætti taka menn í vinnu nema hann sýndi skír teini um að hann væri skuld laus við Dagsbrún. i) Dagsbrún krafðist, að ef verkamaður veiktist, sem unnið hefði samfelt einn mánuð hjá vinnuveitencia, skyldi honum greitt óskert dagkaup í minst sex daga, en fjórtán daga, hefði hann , unnið þar þrjá mánuði sarn felt. j) Loks krafðist Dagsbrún þesc að feld yfði niður skylda hennar til þess að vinna að því eftir mætti, að samn- ingurinn yrði haldinn í öll- um greinum af hálfu fje- lagsmanna, þar á meðal að beita sjer gegn því, að verka menn geri hópsamtök um að hverfa frá vinnuveit- anda (og hjer átt við hinn svonefnda skæruhernað). Svo sem fyr segir, fekk Dags brún ekki framgengt nema að nokkru leyti kröfum sínum, sem getið er undir 1—4 lið hjer að framan og als engum af þeim 10 ofangreindu kröfuliðum, er taldir eru undir a—j. X - 9 “ ] Eftir Robert Storm t^<xxxxxx>o<x><x><xx>o<><x><xxx><x> > ? / UBS, KJ[z,[ VfhiA'í i i-5 vne n /í/vVívAV X-9, — Hlustaðu á, drengur minn* sástu ... Drengurinn: — Bíddu augnablik, truflaðu mig ekki, jeg .er að.reýna að muna svolítið ... var það sjö, x, einn, sjö ... eða var það x, einn, einn ... Lögregluþjónninn: — Hvað á þetta eiginlega að þýða. Sjáðu hjer, drengur minn, þú ert að tefja fyrir okkur. Við erum að leita að hættulegum glæpamanni. Sástu mann koma út úr garðinuin hjerna? Drengurinn: — Nei, engánx

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.