Morgunblaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 23. febr. 1944, blenskir siúdenlar í Danmörku ÞESSI MYND cr af sex íslenskum stúdentum í Kaupmannahöfn og birtist hún fyrir skömmu í Kaupmannahafnarblaöinu B. T. ásamt stuttu viðtaii vift hvern þeirra. A myndinni eru, sitjandi: Gísli Kristjánsson, Tryggvi Briem og Ingibjörg Böðvarsdóttir. — I aftari röð: Rögnvaidur borkelsson, Sveinn Björnsson og Oskar Þórftarson. — Grein um stúdcntana á bls. 2. LOFTSÓKNIN GEGN ÞÝSKALANDI: Miklar dagárásir frá flugstöbvum í Englandi og Itatíu London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun blaðsins frá Reuter. SPRKXG-JUFLU(!VJELAR Bandaríkjamanna úr 8. og 15. flugherjum Bandaríkjanna, sem hafa bækistöðvar í Englandi og' í Italíu fóru í fyrsta sinn í dag til loftárása í sameiningu á Þýskaland. Voru þetta miklar loftárásir og var þeini eink- um beint að verksmiðjum Þjóðverja, sem framleiða orustu- flugvjelar, eða orustuflugvjelahluta. Þetta er þriðja dagárás Samningar við Dagsbriin undirritaðir SAMNINGAR voru undir- ritaðir í gærkveldi á skrifstofu Jónatans Hallvarðssonar saka- dómara, sem er sáttasemjari ríkisins i vinnudeilum, milli -stjórnar Dagsbrúnar og fulltrúa atvinnurekenda. Hafði sáttasemjari ríkisins, ásamt þrem stjórnskipuðum aðstoðarmönnum. borið fram miðlunartillögur, er ekki varð samkomulag milli aðilja, og gengu báðir aðiljar að þeim miðlunartillögum. A bls. 6 í blaðinu í dag er sa'gt frá, í hverju samkomulag þetta liggur. Dagsbrúnarfundur var hald- inn í gærkveldi til að ræða safnkomulagið. Þar var sam- b -'kt einróma eftirfarandi til- laga: „Fundur í Verkamannafje- *aginu Dagsbrún, haldinn 22. febrúar 1944, samþykkir að heimila stjórninni að undirrita fyrir fjelagsins hönd samkomu fag það, er fyrir liggur um nýjan kaup og kjarasamning“. Talsmaður Dagsbrúnar sagði Morgunblaðinu, að um 800 manns hafi verið á fundinum. Ljóð og vísur Káins koma úi í hausl Á HAUSTI KOMANDA verð ur gefin út hjer'á landi heild- arútgáfa af ljóðum og vísum Vestur-Islendingsins K. N. -Túlius. sem eins og kunnugt er var vinsælasta kýmniskáld ís- lendinga vestan hafs. Það er Bókfellsútgáfan, sem hefir trygt sjer rjettinn til að gefa út ljóðasafn Káins og hef- ir þegar gert samninga við það um hlutaðeigendur. Dr. Rögn- valdur Pjetursson var byrjað- ur að safna saman Ijóðum og \dsum Káins áður en hann Ijest, en við því starfi tók við af honum prófessor Richard Esck og er því nú að mestu lokið. Richard Beck hefir skrifað .•kýringar með vísunum, þar sem ástæða þykir til. Þá verð- ur með þessari útgáfu Bók- fallsútgáfunnar ævisaga Káins eftir samtiðarmann hans og . loks mun kunnur Vestur-Is- iendingur rita sjerstakan for- roála fyrir bókinni. Farþegi á „Þór" hverfur MAÐUR að nafni Kristinn Erlendsson frá Bakka í Dýra- firði, er var meðal farþega á , Þór“ á föstudaginn var, er skipið var á leið frá Vestmann- eyjum til Reykjavíkur, hvarf af skipinu, á meðan það var í rúmsjó. Ekki er vitað, með hvaða hætti maðurinn fjell útbyrðis, c-n veður var ekki sjerstaklega slæmt. Bahdaríkjamanna í röð á or- ustuflugvjela verksmiðjur Þjóðverja og eru gerðar í þeim tilgangi að eyðileggja eins og unt er framleiðslu Þjóðverja á orustuvjelum og þar með veikja flugvarnir þeirra. Ráðist var á ýmsa staði í Þýskalandi, þar sem orustu- flugvjelar eru framleiddar, m. a. á Regensburg, Bernberg og Halberstadt. Bandamenn mistu 41 sprengjuflugvjel, Loftárás á Zagreb. Þá gerðu bandamenn loft- árás á ýmsa staði í Júgóslafíu í dag. Loftárás var gerð á Za- greb og hafnarborgir, þar á meðal á Zara, sem er um 150 km. suður af Fiume og Siben- ik, sem er 50 km. sunnar á Dalmatíuströnd. Það voru Li- berator-vjelar, sem gerðu þess ar árásir. Á hernaðarstaði í hernumdu löndunum, Norður-Frakklandi, Belgíu og Hollandi voru einn- ig gerðar loftárásir í dag. Flugvjelatjón. Síðan á mánuðagsnótt, er breskar flugvjelar gerðu hina miklu loftárás á Leipzig, er talið að bandamenn hafi sent 7000 flugvjelar til árása á Þýskaland. I þessum árásum hafa þeir varpað niður um 10.000 smálestum af sprengj- um. — I þessum árásum hafa bandamenn mist 133 flugvjel- ar, eða tæpl. 21/2% af flugvjela styrknum, sem tekið hefir þátt í árásunum. Á sama tíma hafa Þjóðverjar mist 181 flugvjel. Frá 1. janúar þ. á. hafa Þjóð- verjar mist samtals 2500 flug- vjelar á vestur- og suðurvíg- stöðvunum. D vergkaf bátaforing j ar heiðraðir. LONDON í gær —: Foringjar tveggja dvergkafbáta, sepi gerðu árásina á þýska orustíi- skipið Tirpitz, þar sem það lá í firði í Norður-Noregi í sept- ember í haust, hafa verið sæmdir æðsta stríðsheiðurs- merki Breta, Victoria Cross. — Báðir kafbátsforingjarnir eru fangar Þjóðverja, þar sem þeir neyddust til að sökkva kafbát- um sínum eftir árásina. Kaf- bátarnir hjetu X-6 og X-7. — Fjórir aðrir kafbátsmenn, sem einnig eru fangar. voru sæmd- ir heiðursmerkjum. — Reuter. Churchill svarar fyrirspurn um rit- skoðun í SPURNINGATÍMA í neðri málstofunni í dag spurði þing- maðurinn Emanuel Shinwell hvernig stæði á ritskoðun þeirri, sem frjettaritarar banda manna á Ítalíuvígstöðvunum hefðu orðið að þola undanfar- ið. Churchill forsætisráðherra svaraði því, að hann hefði ekki þurft að fara langt til að leita sjer upplýsinga um það mál, því það hefði verið hann sjálf- ur, sem hefði sent Wilson hers- höfðingja skeyti og beðið hann að sjá um, að slúðursögur bær- ust ekki frá vígstöðvunum á Itálíu, þar sem þær væru aðeins til þess að gefa almenningi rang ar hugmyndir um bárdaga þar og auk þess gæfu þær óvinun- um upplýsingar. Churchill tók það fram, að þessar sögur hefðu ekki komið frá frjetta- riturum á orustusvæðinu, sem væru í sömu, hættu og her- mennirnir, heldur ættu þær upptök sín hjá mönnum i Na- poli og í Algiers. Hryllileg meðferð í fangelsum Þjóðverja SAMKVÆMT frjett frá norska blaðafulltrúanum lát- ast Norðmenn stöðugt í fanga- búðúm í Noregi og Þýskalandi. Það hefir nú verið tilkynt, að Sverre Pettersen, fyrv. rit- ari norska rafmagns- og orku- verasambandsins, hafi látist vegna misþyrminga í fangabúð um. Hann var tekinn fastur i nóvember 1941 og var hafður í haldi í ýmsum fangelsum, en var látinn laus rjett fyrir sið- ustu jól. Pettersen var fert.ug- ur að aldri og lætui eftir sig konu og barn. Aili að kenna Norðmðnnum skemdarverkið ÞÆR FREGNIR hafa borist frá Noregi, að þeir rúml. 10 þús. norskir borgarar, sem settir hafa verið til þess að gæta jámbrautarlínanna hjá Osló og leggja líf sitt í hættu við það, sjeu óvopnaðir. Norð- menn hafa altaf verið á því hreina með, hvað Þjóðverjar hafa ætlað sjer með þessu, og hefir það líka komið í ljós. Norskir varðmenn við járn- brautárlínuna skamt frá Lille- hammer urðu varir við ein- kennisklæddan þýskan her- mann halda sig á brautinni í nokkurri fjarlægð. Þeir þorðu ekkert að aðhafast- vopnlaus- ir, en þegar sá þýski var far- inn, fóru þeir á staðinn og fundu sprengju, sem liann hafði komið þar fyrir, og tókst að fjarlægja hana, áður en hún gerði tjón. - Hóf fyrir Veslur- íslendinga Framh. af bls. fimm. sinna af Vestur-íslendingum, og þá sjerstaklega hins mikla starfs sr. Jóns Bjamasonar, er um langt skeið var forystumað ur landa vestra. Hann lýsti og vesturför sr. Kjartans Helga- sonar og hve xniklum vinsæld- um hann hefði náð í fyrirlestra ferð um Islendingabygðir. Sr. Kjartan flutti með sjer ein- kennilegar smágjafir, er hann útbýtti á íslenskum heimilum vestra. Voru það sniápakkar, er hann tók upp úr vestisvasa sínum. I þeim voru fræ ís- lenskra jurta, einkum af þrílitri fjólu eða þrenning- argrasi. Ætlaðist hann til, að fræi hinna íslensku skraut- jurta yrði sáð við hin íslensku heimili vestra. Þetta finst mjer, sagði ræðumaður, vera táknrænt fyrir starf hugsjóna- manna, er sá frækornum sínum þar sem þeir koma. Fleiri ræður voru fluttar. Olafur Thors talaði m. a. um ættjarðarást íslendinga beggja megin hafsins, Vilhjálmur Þór sömuleiðis, og þó einkum land- nemanna vestra. Árni G. Ey- lands mintist Rögnvaldar Pjet- urssonar. Dóri Hjálmarsson þakkaði góðar viðtökur hjer á landi, og lýsti vellíðan sinni hjer, sagði m. a„ að hjer væri gott lofts- lag. Það markaði hann m. a. á því, að góðkunningi sinn einn, sem verið hefði ákveðinn repu- blikani, hefði sagt sjer í gær, að næst ætlaði hann að kjósa Roosevelt. Gísli Sveinsson mælti fyrir minni Gunnars Björnssonar og fjölskyldu hans, og Eysteinn Jónsson mintist Bandaríkja- þjóðar, og vináttu þeirrar, er stjórn Bandaríkjanna hefir sýnt íslendingum á marga lund, m. a. með því að senda hingað á- gæta Vestur-íslendinga til ýmsra starfa. Var kvöldveisla þessi hin á- nægjulegasta. enda stjórnað með hinn'i mestu rausn og myndugleik af forseta sam- einaðs þings, Gísla Sveinssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.