Morgunblaðið - 26.02.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.1944, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐití Laugardagttr 26. febrúar 1944 I Ý J I $ | 1 I 1 V X 1 ! I y y I IJ I S V 0 R Athygli atvinnurekenda og kaupgreiðenda í Reykjavík skal vakin á þvi að þeim ber að s^ila fyrsta þriðjungi af fyrirframgreiddu útsvari starfsmanna sinna um n.k. mánaða- mót skv. reglum um innheimtu útsvara í Reykjavík árið 1944, sem voru auglýstar í dagblöðunum 22. og 23. þ. m. Eyðublöð og kvittanir sem þeir hafa í hönd- um frá innheimtu útsvara 1943 gilda áfram. Skrifstofa borgarstjóra. AÐVÖRUM til skuidabrjefaeigenda Að gefnu tilefni auglýsist enn, að samkv. á- kvæðum um skuldabrjefalán Reykjavíkur- kaupstaðar, eru ekki greiddir vextir af út- dregnum skuldabrjefum eftir gjalddaga þeiira. Þetta em eigendur skuldabrjefa frá 1931 og skuldabrjeía 1940 (tveir flokkar) einkum aðvaraðir um að athuga. Borgarstjórinn y y y y y y y y y y •> Vantar góðan garðyrkjumann til að veita forstöðu garðyrkjustöð iiti á landi. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Sveinsson, Egils- götu 32, Reykjavík. Til viðtals næstu daga kl. 4—6 e. h. í síma 1579. X | l Tveir til þrír góðir Bifvjelavirkjar geta komist að á verkstæði voru nú þegar eða síðar. Húsnæði getur komið til greina. Tala ber við Gísla Halldórsson í sima 5761 eða heima 5566. | * I Verksfiæðispláss ásamt búð, við eina aðalgötu bæjarins, getur sá fengið, er vill í fjelagi við aðra, stofna til hverskon- ar iðnreksturs, og veita væntanlegu fyrirtæki forstöðu. Iljer er tækifæri fyrir mann, er vill skapa sjer s.jálfstæða atvinnu. Pramlag að einhverju leyti kemur til grcina. Tilboð merkt „Pramtíð“, ásamt upplýsingum um fyrra starf og mentun, sendist blaðjnu fyrir 2. mars.nk. Minningarsýning *■ Markúsar Ivarssonar JEG ER einn af þeim, sem hlakkaði til þess að eiga von á að sjá hið merkilega safn vinar míns, Markúsar ívarssonar. Sjálfur hafði hann hug á að safna myndunum saman á einn stað, og sýna þær, en það gat ekki orðið, áður en hann fjell frá. Það er sjerstætt starf, sem liggur eftir þennan merkilega, hjálpsama, greinda og skap- mikla mann, sem var jafnvígur á alt, sem hann tók sjer fyrir. Og nú, þegar safn hans sjest undir góðum skilyrðum, kem- ur í ljós, að söfnunin hefir far- ist honum vel úr hendi. Vitað er, að það er ekki vandalaust að koma sjer upp góðu safni. Til þess þarf venju- lega áratugi. Þetta safn, sem hjer um ræðir, er til orðið að mestu á 10 árum. Það mun hafa verið i kring um 1930, að Mark ús heitinn byrjaði á því fyrir alvöru að kaupa málverk og teikningar, en höggmyndir keypti hann fáar. Eftir 1940 keypti hann lítið, enda sagði hann sjálfur: „Nú ætla jeg að hvíla mig, þar til eftir strío. Nú eru hvort sem er svo marg- ir, sem kaupa“. Enda átti hann erfitt með að varðveita það, sem hann átti, vegna rúmleysis, en hafði hug á að byggja sjer sal fyrir safnið. I safninu eru í alt um 200 verk. Sýnd eru 156 málverk, teikningar og höggmyndir, og eru þar allar höggmyndir, sem hann átti, þar á meðal eru lág- myndir af þeim hjónum Mark- úsi og Kristínu, steyptar í bronse, prýðilegt listaverk, jgert af Ásmundi Sveinssyni. Eftir Einar Jónsson er „Alda aldanna“, líka í bronse, og er þetta víst eitt af fegurstu verk um myndhöggvarans. Málverkin eru í yfirgnæfandi meiri hluta, frá 1 upp að 20 eftir hvern málara, og eru flest ir hinna þektu málara kyntir í safni þessu. Mest er þó eftir þá miðaldra, ungu eða þá, sem voru að koma heim frá útlönd- um kringum 1930 og þar á eft- ir, að lokinni námsdvöl erlend- is. Mun því hafa ráðið nokkru, að hann fann hvöt hjá sjer til að styrkja þá með kaupum, og kom þar fram velvild þans og hjálpsemi. Þó keypti hann líka af hinum eldri málurum, og í seinni- tíð lagði hann sig fram um að eignast myndir eftir Guðm. Thorsteinsson, sem hann mat mikils sem málara og teiknara. I safninu er nú ein ágæt frummynd að altaristöflu hans, sjálfsmynd, teikning, sem er mjög lagleg og hefir aldrei verið sýnd áður. Alls á safnið 15 verk eftir þennan snjalla listamann. Eftir Ásgrím Jónsson eru 9 verk, þar af 5 olíumálverk, 3 stór iandslagsmálverk, sern eru einkennandi • fyrir starf þessa málara um og eftir 1930. Þar gefur og að líta litla olíumynd, sem er nr. 8 á skránni og nefn- ist „Stúlkan við ærnar“. Þetta er sagt að sje fyrsta mýnd, Sem Ásgrítriúr málaði. Það er all fróðlegt að sjá hana til sam anburðar því, sem seinna varð. Vatnslitamyndir eru þar frá þrem mismunandi tímabilum, sú elsta máluð 1911 eða ’12, mun hafa sjest hjer í Reykja- vík á sýningum Ásgríms um þær myndir. Myndir af þeirri gerð þóttu þá mörgum „ónátt- úrlegar11. Nú mun vera komið annað hljóð í strokinn hjá hin- um vitru! Þar sem þær munu vera alment stimplaðar sem of náttúrlegar. Þannig breytist þetta. Tvö landslagsmálverk eftir Jón Stefánsson eru þar, með því besta, sem hann hefir mál- að. Sveinn Þórarinsson og Þov- valdur Skúlason eru hvor á sinn hátt kyntir mjög vel, með verkum frá ýmsum tímabilum þeirra, ungdómsverk og verk fullþroska listamanna. Sama má einnig segja um verk þau, 20 talsins, sem safnið á eftir Gunnl. Scheving. Þetta er sennilega einna fullkomnast úrval eins manns, að undantekn um Kjarval, því eftir hann á safnið allmörg verk, sem telja má með því besta, sem hann hefir málað. Fagrar og vel bygðar landslagsmyndir, hug- myndir og fígúrumyndir, þar á meðal hin einkennilega fagra mynd, „Islenskir listamenn skoða skilningstrjeð“. Mynd þessi hefir haft ýms nöfn hjá höfundi hennar, og á sína sögu, gefin í happdrætti Stúdenta- garðsins forðum, og víst skift um eigendur nokkrum sinnum áður én Markús heitinn eign- aðist hana. Hann taldi hana með bestu verkum safnsins. Eftir Finn Jónsson eru þrjú verk og Jón Engilberts tvö, alt ágætar myndir. Auk þeirra, sem nú hafa verið taldir, eru all mörg verk eftir Jón Þor- leifsson, Karen A. Þórarinsson, Guðmund Einarsson, Gunnl. Blöndai, Eyjólf Eyfells, Eggert Laxdal, Brynjólf Þórðarson, Barböru Árnason, Eggert Guð- mundsson, Friðrik Guðjónsson, Jóhann Briem, Gx-ete Björns- son, Höskuld BjörnsSon, Gunn ar Gunnarssön, Magnús Árná- son, Þórárinn Þorláksson; Snorra ArinbjarnÁ', Friðrik Guðjónsson, Örlyg Sigurðsson, Svavar Guðnason, Kathe Koll- witz, Ágúst Sigurmundsson. Af þessari upptalningu má sjá, að víða hefir safnarinn komið við. Það er því ekki að undra, þótt ekki sje alt jafn gott. En þrátt fyrir það gegnir furðu, hversu sýningin er heilsteypt og fal- legt heildaryfirlit, svo telja má þessa sýningu með þeim bestu, sem hjer hafa verið haldnar. íslenskir málarar hafa jafn- an lagt fyrir sig landslagsmál- verk, valið viðfangsefni sín meðal furðulegs lands, stranda og sjávar. Þó er sem þetta sje aðeins landnám á byrjunar- stigi. Sýtandi er sá maður, sem eklci getur hrifist af döggsvala vaknandi dags og litauðki nátt úrunnar við hækkandi sólarris, kvöld heitra skýjamóðu eða lofts eftir regn. Nú er einstakt tækifæri fyrir Reykvíkinga og nágranna hennar að sjá fjölbreytt safn landslags uppstillinga, hug- mynda og fl. Hver metur það eftir sinni getu. Sýningunni verður lokað 29. febrúar að kvöldi kl. 10. ■ Jón Þorleifsson. Kosningabarátfa í Bandaríkjunum Washington: — Báðir stjórn- málaflókkarnir hinir mestu eru nú í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar. í Pretoria Illinois, talaði John W. Bricker, landsstjóri í Ohio, og var sagt að honum hefðu farist orð á þessa leið meðal annars: —■ „Stjórnin hefir að undanförnu verið lítt hæf, einræðiskend og afturhaldssöm. Það er kom- inn timi til þess að viðurkenna þetta og stefna í aðra átt“. Á hinn bóginn sagði Tru- mann öldungadeildarmaður, sem er fylgismaður Roosevelts, 1 Topeka, Kansas, að hann hvetti alla til þess að endur- kjósa Roosevelt. Sagði Tru- mánn, „að ef annar maðúr yrði kjörinn, gæti það stefnt fram- tíð Bandaríkjanna í vöða og jafnvel als heimsins“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.