Morgunblaðið - 26.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.1944, Blaðsíða 7
Laugardagnr 26. februar 1944 M ORG'CNB'L AÐIÐ 7 smAríkin OG STÓRVELDIN ir dr. phil. Arne Ording í eftirfarandi grein hugleiðir dr. Ording, sem er ráð- gjafi utanríkisráðuneytisins í London, hvaða leiðir muni heppilegastar til þess að tryggja sjálfstæði smáþjóðanna eftir stríð og tryggja friðinn í heiminum. Birtist greinin fyrir nokkru í enska blaðinu „The Observer“. SU SKOÐUN, að smárík- in geti ekki lengur leikið neitt mikilvægt hlutverk á alþjóðlegum vettvangi, er nú mjög rædd í hópi fram- faramanna í Bretlandi, og ef til vill ennfremur í Banda ríkjunum. Þeirri óbrotnu staðrevnd, að þjóðernistil- finningar Evrópuþjóðanna hafa fremur styrkst en veikst við erlenda áþján, er oft hafnað með óþolinmæði, sem útilokar rjetfan skiln- ing. Tökum Noreg til dæm- is. Tilfinningar fólksins eru sterkari þar nú en nokkru sinni áður í sögu vorri, en það væri með öllu rangt að stimpla þessar tilfinningar sem andverkun. Þær eru gagnstætt því óleysanlega tengdar við aldagamlar lýð- ræðisvenjur vorar. Því er sjerhver fasisti eftir vorri skoðun svikari, og allir föð- urlandsvinir lýðræðissinn- ar. Af því leiðir einnig það, að jafnvel lægnustu tilraun ir til þess að neyða þjóð vora í steypumót, sem til- búið væri af framandi valdi, myndi vekja geysilega mót- spyrnu. Noregur og framtiðín. LÖNGUNIN TIL þjóð- ernislegrar sjálfsvarnar þarf ekki endilega að eiga neitt skilið við einangrun- arstefnu. Norska þjóðin er sjer þess fyllilega meðvit- andi, að hún getur hvorki skapað sjer stjómmálalegt nje viðskiftalegt örvggi í framtíðinni með því að standa ein og óstudd. Flest- ir Norðmenn gera sjer ljóst, að hlutleysisstefnan var skyssa, enda þótt sökin væri ekki aðeins smáþjóðanna. Norska þjóðin myndi áreið- anlega rísa upp til andmæla gegn hverri kröfu um það, að hún afsalaði sjer yfirráð- um ríkis síns. Á hinn bóg- inn mun hún fyllilega fús tii þess að taka á sig beinar og bindandi alþjóðlegar skuld- bindingar, sem hún sjálf tel ur nauðsynlegar til trygg- ingar sínu eigin framtíðar- öryggi. Skuldbindingar leiða af sjer, og jafnframt miða að því að skapa skipulags- ramma. Eftir tillögum sumra vina vorra, ættum vjer Norðmenn til dæmis að vera fylgjandi norrænu ríkjabandalagi. Það er auð- vitað náinn menningarskvld leiki milli Norðurlanda, og Noregur hefir rúmlega 1000 km. löng sameiginleg landa- mæri með Svíþjóð. Norræn samvinna mun verða endur- vakin og ef til vill efld eftir styrjöldina. En vjer álítum, að því takmarki muni best náð með frjálsri samvinnu ríkisstjórnanna um nákvæm lega skilgreind verkefni. Einangruð Norðurlönd myndu þess algerlega van- máttug að tryggja örvggi hinna norrænu þjóða. Við- skiftalega geta þau ekki nema að mjög htlu leyti bætt hvert annað upp, hern- aðarleg lega þeirra er mis- munandi, og sameiginlegur herstyrkur þeirra gæti ekki varið þau fyrir árás stór- veldis. Framtíð allra Norð- urlanda hvílir algerlega á víðtækara alþjóðlegu sam- fjelagi. Ríkjasambönd. SUMIR HUGSA sjer ev- rópeiskt ríkjabandalag, sem nái yfir öll Evrópulönd vest an rússnesku landamær- anna. Það er rjett, að Vest- ur-Evrópulöndin eiga margt sameiginlegt menningar- lega og eru tengd mörgum öðrum böndum. Það er samt sem áður þrent, sem mælir gegn stofnun slíks Evrópu- bandalags. Fyrst og fremst mætti líta svo á, að því væri beint gegif Sovjetríkjunum —- það er að segja væri varn arvegf^ur gegn Rússum. í öðru lagi er hætt við því, að fyr eða síðar myndi Þýskaland verða leiðandi í bandalagi þessu. Framkoma Þýskalands við hernumdu þjóðirnar hefir skilið eftir djúp og ógleymanleg spor. Endurreisn Þýskalands sem lýðræðislegs og frelsisunn- andi ríkis mun sennilega taka langan tíma, og her- numdu löndin munu áreið- anlega krefjast öruggrar tryggingar, áður en þau sam þvkkja inngöngu Þýska- lands í „heimsfjelag lýðræð isríkjanna“. Sá möguleiki, að Evrópubandalag kvnni að skapa nýja veggi milli Bandaríkjanna og Evrópu, er þriðja atriðið, sem mælir gegn stofnun þess. Þessi andmæli gilda einnig um til- lögu Smuts, hershöfðingja, um bresk-Vestur-Evrópu bandalag. Sem siglingaþjóð höldum vjer Norðmenn því ætíð fram, að höfin aðgreini ekki eingöngu, heldur einnig sam eini. Að því er varðar land- fræðileg atriði, myndi vera eðlilegra fyrir oss að gerast aðilar að landasamningi við lönd þau, sem liggja að Norður-Atlantshafi. Landa- samningar við Atlantshafs- lönd myndi sennilega skapa oss mest örvggi svo íramar lega sem vjer jafnframt gæt um eflt og styrkt góða sam- búð vora við Sovjetríkin. Engu að síður skapa allar ráðagerðir um landasamn- inga mörg erfið vandamál. Það er ekki hægt að skifta heiminum í vatnsþjett her- bergi, og mörg lönd mvndu eiga hagsmuna að gæta á ýmsum aðg.reindum lands- svæðum. Einnig er hætt við því, að ,,bandalög“ eða I ,,landasamningar“ verði ! þáttur í stjórnmálastefnu, ! sem leiðir af sjer skiftmgu heimsins í , hagsmuna- ! svæði“ hinna „fjögurra stór velda“. Sameinuðu þjóðimar. EF TIL VILL er engin leið að stöðva slíka þróun, en hún mun áreiðanlega ekki verða friðnum til trygg ingar, allra síst að því er smáþjóðirnar varðar. Hags- munasviðin munu ætíð rek- .ast á, og þau munu ósjálf- rátt leiða íil milliríkjaágrein ings og skapa aukið tor- tryggnisandrúmsloft, sem svifta mun allar smáþjóð- ir öryggiskendinni. Því meir sem hinar ýmsu bandalags- eða landasamningahugmvnd ir eru ræddar, því sann- færðari verður maður um það, að höfuðtakmarkið verði að vera alþjóðlegt skipulag, sem allir aðrir samningar heyri undir. Ef vier föllumst á þessa skoðun, þá búum vjer nú við þau góðu skilyrði að vera þegar komin á eðlilegt byrj- unarstig, þar sem hinar sam einuðu þjóðir eru, en þær munu bæði í styrjöldinni og eftir stríð eica ýms ákveðin verkefni, sem einungis verða leyst með sameigin- legu átaki. Eðlilega hlýtur undirstaða alþjóðlegs skipu lags að vera einlæg sam- vinna hinna fjögurra stór- velda. Það er mikilvægast af öllu — miklu mikilvæg- ara en gera frumdrög að nýju alþjóðaskipulagi. Af þessum sökum má telja ráð- stefnurnar í Moskva, Kairo og Teheran sem söguleg straumhvörf. Sú staðrevnd, að Sovjetríkin til 'dæmis eiga fulltrúa í stjórnarnefnd ítaliu, og bæði breskir og rússneskir fulltrúar eru í aðalbækistöðvum Titos, er sönnun þess, að stórveldin hafa horfið frá kenningunni um ,,hagsmunasvæðin“. Það er éðlilegt, að stór- veldin fjögur hafi forystu í stríðsrekstrinum, en þegar vjer komum að öllum þeim áætlunum og vandamálum, sem skapast munu í stríðs- lok, og trvggingu friðarins í framtíðinni, þá er heppi- legt að smáþjóðirnar komi fram á sjónarsviðið sem virkir aðilar, og komið verði á fót stofnunum meðal bandamanna, er starfi í fullri einlægni. Eftir því sem auðið væri, ættu smá- þjóðirnar að eiga fulltrúa í hinum ýmsu nefndum bandamanna. — Hernám Þýskalands er hlutverk, sem vel mætti fela á hendur al- þjóðaher, sem stjórnað væri af sameiginlegu herforingja ráði, og hægt ætti að vera að stofna sameiginlegan lofther bandamanna. Þær ráðstafanir myndu leggja hornsteinana að alþjóðalög- reglu. Eftir það ætti að vera auðið að ná samkomu- lagi um stofnun öruggs al- þjóðalögregluvalds, með þvi að byggja á þeirri reynslu, sem fengist hefði á milli- bilstímabilinu. Engir smáhópar. ENN ER OF snemt að ræða um fyrirkomulag slíkra samtaka. Auðvitað verða öll bandamanna stór- veldin að vera meðlimir frá upphafi. Það er engin á- stæða til þess að finna upp einhverja hjegiljumótsetn- ingu milli stórveldanna og smáríkjanna á þessu sviði. Smáríkin geta auðveldlega átt sameiginlega hagsmuni í einstöku tilfelli, en ekkert væri eins fánýtt og rnynd- un smárikjasamtaka til þess að vega upp á móti stór- veldunum. Oft eru smáþjóð irnar að verulegu leyti hver annari frábrugðnar. Það er til dæmis augljóst, að Nor- egur stendur í nánari tengsl um við Stóra-Bretland en til dæmis við Ungverjaland. Með því að leggja megin- áherslu á alþjóðaskipulag, komumst vjer í nánari snert ingu við þróun tækninnar og viðskiftanna i framtíð- inni. Herflug og' farþega- flug mun gera að engu hin fornu landamæri milli þjóð- anna. Noregur hefir eins og Stóra-Bretland um langan aldur bygt tilveru sína á heimsviðskiftunum, og skip vor sigla um öll höf. Það virðist augljóst, að sjerhvert viðskiftaskipulag í framtíð- inni verður að vera alþjpð- legt. Hjálparstofnun hinna sameinuðu þjóða mvndi til dæmis verða gagnslaus, ef hvorki Bandaríkin nje Rúss land ættu þar hlut í. Reynsla sú, sem fæst í styrjöldinni og eftir stríð af starfi slíkra samtaka sem hjálparstofnunarinnar og hinna sameiginlegu nefnda, mun skapa grundvöllinn undir byggingu viðskifta- kerfis jafnhliða stjórnmála- kerfinu. Vinna og verslun. ÞAÐ, SEM þó skiftir mestu máli, er ekki skipu- lagið, heldur stjórnmálalegt eðli þess. Spurningin er raunverulega sú, hvort vjer eigum að hverfa að sama ástandi og var fyrir stríð — hinu ömurlega tímabili viltr ar samkepni og offram- leiðslu, þar sem kreppa og atvinnuleysi fvlgdu í kjöl- farið, — eða hvort auðið verður að koma á laggirnar alþjóðlegri áætlunarvið- skiftastefnu, þar sem allar þjóðir vinna saman á þann hátt sem erlendum og inn- iendum mörkuðum þeirra er fyrir komið eftir áætlun- inni. Þetta er svo aftur tengt þeirri spurningu, hvort stríðsandinn eða andi samvinnunnar eigi að vera leiðarljósið á framtíðarbraut inni. Á þessum viðfangsefn- um — sem áreiðanléga verða erfið úrlausnar — mun bæði framtíð stórvelda og smáþjóða hvíla. Hjer er enginn hagsmunaárekstur milli stórvelda og smáríkja. Vjer getum aðeins vonað, að fylgjendur lýðræðisins í öll- um löndum revnist nægi- lega sterkir til þess að marka stefnuna í framtíð- inni. Eftirfektarverð kvikmynd í KVÖLD verður sýnd i. Tjarnarbíó kvikmyndin Töfra- kúlan. Fjallar hún um Hf og staií þýska læknisins, Paul Ehrlieh, en hann var, eins og kunnugt er, einn af frægustu vísindamönnum Þjóðverja fyr- ir og um aldamótin síðustu (f. 1854, d. 1915). — Lýsir kvik- myndin hinni erfiðu leit hans að litarefnum til að greina með hina ýmsu sýkla, er orsaka næma sjúkdóma. Er meðal ann ars sýnt hvernig honum tekst að litia berkiasýkilinn og gera hann þannig auðkennilegan með litunarefnum. — Sjálfur veiktist hann af berklaveiki, er hann var að fást við þessar rannsóknir. Eftir nokkra hvild frá störfum byrjar hann vís- indastar sitt' á ný, í þetta sinn við Robert Kochs stofnunina í Berlin. Aðstoðar hann þýska? lækninn Emil von B'ehring í að íinna blóðvatn (serum) gegn berklaveiki. Er sú aðferð þessa sjúkdóms notuð enn í dag, eins og kunnugt er, með mjög góðum árangri. Að lok- um er lýst hinu mikla starfi i Ehrlichs og lærisveina hans í stofnun í Frankfurt am Main. Þar er salvarsanið (Hata-Ehr- lichs 606) fundið árið 1910. •— Er það kemiskt efni og notað ennþá til lækninga á sárasótt. Lýsir myndin, sem er amer- ísk, allvel lífsst.arfi þessa merka manns. Ýmsir nánustu samverkamenn hans eru þar einnig leiddir fram á sjónar- sviðið, svo sem Robert Koch. — Er m. a sýnd læknasamkoma í Berlín 24. mars 1882, þegar Koch skýrir frá uppgötvun berklasýkilsins. Auk Kochs og von Behrings má einnig nefna þá lærisveina Ehrlichs, Morg- enroth, Kraus og Hata, sem allir urou heimskunnir menn. Kvikmyndin er lærdómsrík og á erindi til almennings. Hún greinir að nokkru frá hinu endalausa starfi vísindamanns- ins, sem oftast er unnið fyrir gig, en öðru hvoru getur leitt til undraverðs árangurs og blessunar fyrir manhkynið um aldir íram. Slg. Sigurðssmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.