Morgunblaðið - 26.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.02.1944, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 11 íf riö YÍCKIMI/Tí? grein eða vængbrotinn fugl. Yutsing gekk til þeirra beggja og bað þær að ganga inn að sjúkrabeði föður hans. Pearl gekk á undan. Meilan læddist á eftir henni. Hann horfði ekki á hana, þó skynjaði hann nær- veru hennar rneð hverri taug líkama síns. „Komið hingað, dætur mín- ar, setjist hjá rúmi mínu“, sagði Chang, enn blíðlegar en sonur hans hafði nokkurntímann heyrt hann tala, og konurnar settust á tvo stóla, sem einka- ritarinn færði nær rúminu. Chang, sonurinn, skildi alt í einu, að faðir hans hlyti að hafa unnið sjer hylli kvenna, ekki síður en keypt hana; honuin hafði aldrei fyrr skilist að fað- ir hans gæti bæði beitt blíðu og ofbeldi. Um leið og konurnar tvær, sem voru jafn ólíkar og tvær verur af sama kyni og kynþærti geta verið, voru sestar við rú.n hans, leit hann af annari á hina, ekki eins og maður á graf arbakkanum, heldur eins og maður sem skemtir sjer hið besta. ,,Það er til gott máltæki sem segir: Ofríða konan þjónar dýggilega heima, en í veislum eru hinar fögru teknar fram yfir hana“, sagði hann loks. „Jeg bið þig fyrirgefningar, kona sonar míns, ef jeg hefi ekki tekið þjer með þeirri ást og skilningi sem þú ef til vill verðskuldar. Jeg er heimskur ómentaður og gamalsdags mað- ur, sem ber lítið skynbragð á þína eflaust ómetanlegu kosti. En þar sem þú virðist vera gædd heilbrigðri skynsemi og viljastyrkleik til að stjórna stóru heimili, beini jeg orðum mínum til þín, heldur en til hennar, sem jeg hefi aðeins alið upp syni mínum til gamans“. Við þessi orð gerði Neilan enn minna úr sjer, og Pearl reyndi að verjast brosi, því að tengda- faðir hennar var eflaust að reyna að hrósa henni, þótt lof hans væri einna líkast lasti. ,,Dóttir“, sagði hann einarð- lega, „þú ert því miður ekki fær um að gefa ætt og húsi Changs barn. Þessi stúlka hjerna, hjákonan Neilan, á í vændum son og vjer vonum að hún eigi eftir að eignast fleiri, því að hún er ræktuð í garði, þar sem trjen bera nægan á- vöxt. Jeg fel þjer hana og óska að þú annist hana sem eldri sýstir hennar. Þú rftunt vernda hana í styrjöldinni og hjúkra henni í veikindum og sængur- legum, og þú munt ekki eitra líf hennar með hlægilegri af- brýðissemi. Því að þú ert eig- inkonan og fjelaginn og fyrsta konan. Þar sem kviður þinn er ófrjór, ber þjer að elska börn manns þíns með annari konu, sem þú ættir þau sjálf. l>ú verð ur að lofa mjer því svo að jeg geti dáið rólegur. Og þú — , sagði hann við Neilan sem titr- aði lítið eitt sem lauf í kvöld- blænum, „þú munt ala sonu til að þóknast forfeðrunum og þú átt að færa þeim fórnir og reyk- elsi eftir hinum gamla sið. Annars“, sagði hann og benti ógnandi á hana með vísifingr- inum, „mun jeg ganga aftur sem óánægður andi, og jeg mun verða reiður og sterkur andi g elta þig, ef þú gerir ekki það sem jeg ætlast til af þjer. Farðu til hofsins og spurðu prestana um hinar rjettu bænir og hinn rjetta guð, sem þú átt að til- biðja og fórna, til að þú eign- ist sonu, og ef þú eignast sonu“, sagði hann enn byrstari, „ef þú eignast sonu, skaltu gæta þess að ofmetnast ekki og fyllast hroka gagnvart konu húsbónda þíns, því vita skaltu, að ekki einu sinni fimm fingur hand arinnar geta verið jafn langir, og gleymdu því ekki stöðu þinni. Hún er hærra sett en þú, þar sem jeg keypti þig fyrir átta dollara“. Hann lagðist ánægður út af aftur og' benti konunum tveim að fara. „Þú verður kyrr“, sagði hann við Yutsing. Sonur hans kraup við hliðina á rúminu. „Jeg gerði erfðaskrá mína fyrir löngu síðan, og þú munt sjá að jeg hefi hugsað fyrir öllu“, sagði Chang. „Það veltur að vísu dálítið á, hvort þú átt bílinn áfram eða selur hann. Jeg ánafna bifreiðarstjóranum smáupphæð, ef þú segir honum upp. Þið móðir þín fáið mest- an hlutann, sem gengur síðan til barna þinna. í gærkvöldi var jeg að hugsa um að gera þig arflausan, en dauðinn eyðir allri reiði, og hver er alveg gallalaus? Hvaða hross hrasá aldrei?“ „Þreytir það þig ekki að tala, faðir?“ spurði Yutsing áhyggju fullur, því að faðir hans hækk- aði röddina stöðugt og stórar hendur hans pötuðu æ meira. „Nei“, sagði hann. „Mjer líð- ur vel, jeg finn varla kvalirnar lengur. Jeg er ófús til að deyja, fjarska ófús“, sagði hann með áherslu. „Enda þótt sagt sje, að ævin í þessum heimi líði sem vordagur, og við eigum að hugsa um dauðann sem heim- komu. Ævin í þessum heimi er síður en svo fábrotin, son- ur. Hún er ekki fábrotin, held- ur spennandi og flókin eins og svæsnasta fjárhættuspil. Það er jafnrjett að segja skilið við hana og að standa upp frá spila borðinu og skilja eftir hálftóma flösku. Jeg er ekki gamall“, sagði hann, „og jeg hefi krafta á við þrjá menn. Hví skyldi jeg deyja? Betra er að vera lifandi betlari en dauður kóngur, seg- ir máltækið. Hvernig skyldi þá dauður bankastjóri vera? Mjer myndi hafa þótt vænt um að fá að sjá fyrsta sonarsoninn. Þú fæddist með tönn í munnin- um, hvernig skyldi sonarsonur minn líta út? Þú verður að sjá um að mjer verði altaf fórnað nógri fæðu, því að jeg hefi alt- af verið maður matkær, og ef- laust verður andi minn það líka------“. Það heyrðust háværa drunur uppi yfir þeim, og skömmu síð ar brotnuðu rúður af loftþrýst ingi. Húsgögn ultu um koll og það glamraði í glerbrotunum. Konurnar í stóra herberginu hljóðuðu upp. Ýutsing þreif ó- sjálfrátt hendi föður síns, ann- aðhvort til að vernda hann, eða vera verndaður af honum. Læknarnir ráku náföl andlitin inn um gættina, til að sjá hver áhrif þetta hefði á sjúklinginn. Yutsing gramdist að finna að hann titraði. Síðustu tíu árin höfðu gert hann að heigli. Hann var næstum búinn að gleyma, hvað það var að vera í hita or- ustunnar, bera sprengjur og varpa þeim á óvinina. Chang Bogum kastaði ofan af sjer rúmfötunum og settist upp. „Hvað er nú þetta?“ hrópaði hann. „Sprengjur? Sprengjur 1 Nanking-stræti? Það hlýtur að hafa verið hjerna rjett hjá. Hvern þremilinn á það að þýða? Þeir lofuðu mjer j að láta þennan borgarhluta í ,friði. Svín, hundar, skjaldbök- jur, synir og sonarsynir fjand- , ans, japönsku dvergarnir, lyg- arar, svikarar, þjófar og ræn- ingjar, þeir varpa sprengjum, svíkja loforð sín, taka við fje mínu og myrða svo fjölskyldu mína í þokkabót. ...“. Chang Bogum ofsareiður, það var sjón sem sagði sex. Allir þeir sem biðu dauða hans í næsta herbergi tíndust inn, hver af öðrum og stóðu og horfðu á nakinn manninn í gríðarstóru rúminu. Hann var enn háværari og óttalegri en sprengjurnar. Ofsi hans var þeim mun kynlegri, þar sem hann hafði skömmu áðúr verið gagntekinn þeirri ró og skyn- semi, sem deyjandi manni ber að sýna til að láta eftir sig góð- ar minningar. Pearl skildi fyrst hið broslega í ástandinu og hafði fyrst allra hugrekki til að grípa fram í fyrir hinum ofsareiða bankastjóra. „Þetta eru ekki japanskar sprengjur, faðir“, sagði hún og gekk fram fyrir alla hina. „Þetta eru okkar eigin flug- menn — kínverskir flugmenn og kínverskar sprengjur“. dTí\ Pjetur og Bergljót Eftir Christopher Janson 14. Ja, ekki hefir hringjarinn verið lengi að bíta á krók- inn, hugsaði Pjetur og tók á sprett eftir veginum. sem lá kringum fjarðarbotninn. Við og við nam hann staðar, horfði út yfi£ sjóinn og hlustaði. Jú, hann heyrði áraslög- in, og víst var það hringjarinn, sem sat í bátnum. Hann var í tunglskininu líkastur svörtum staur, sem ruggaði fram og aftur. „Jæja, þá er maður kominn“, sagði hringjarinn, sat um stund og kastaði mæðinni, lagði svo inn árarnar og batt kænuna. — „Ja, þá er hann kominn“, tautaði Pjetur. Hann var frá hringjaranum að sjá eins og svartur punkt- ur, langt burtu á veginum. Bergljót hafði ekki hugsað mikið um það, sem Pjetur hafði sagt, er þau skildu síðast. Hún vissi að Pjetur myndi ekki koma, og þar sem hún vildi engan annan en Pjetur, hafði hún lokað dyrum sínum og læst þeim vel. Síðan fór hún að hátta. En þegar hún var rjett að byrja á því, heyrðist henni eitthvert þrusk fyrir utan gluggann, eins og verið væri að drepa fingrum ofur hægt á rúðuna, fyrst einu sinni, svo aftur og að lokum einu sinni enn. Bergljót hnepti að sjer kjólnum og gekk út að glugganum. „Hver er þarna, ert það þú, Pjetur?“ hvíslaði hún fyrir innan gluggann. „Nei, það er jeg“, hvíslaði rödd fyrir utan og gerði sig eins fína og mögulegt var. „Hvaða jeg er það?“ spurði Bergljót. „Æ, það er jeg, þú veist hver“, svaraði hringjarinn og reyndi að brosa svo sæist inn um rúðuna. Svo varð löng þögn. Hringjarinn hlustaði, því honum heyrðist einhver hlægja ^fyrir innan, en loks var lokið upp og Bergljót gægðist fram. „Nei, ert það þú, hvers vegna sagðirðu það ekki strax, — svo þú heimsækir mig svona seint á kvöldi, Níels, en hvað það var samt fallegt af þjer“. Og Bergljót leiddi hringjarann inn. * „Æ, líttu á“, sagði hringjarinn, „hann Níels er ekki eins gamall og stirður og hann sýnist, þegar hann stendur í kirkjunni, hann getur nú líka stundum brugðið á leik. Og þjer hefi jeg kent að lesa og stundum dansað við þig á skemtunum, og altaf hefir mjer geðjast vel að þjer, Bergljót, því þú ert ekki með neitt fliss og læti, eins og flestar hinar og segir ekki það, sem ekkert er að marka. Já, þú ert bæði góð og falleg, og greind eru líka. „O, þú lætur bara svona, hringjari, því ekki veit jeg Ungfrúin (í bókasefni): — Jeg ætla að skila þessari bók. Mamma heldur að jeg hafi ekk- ert gott af því að lesa hana. [ Bókavörðurinn: — Jeg er helst á að móðir yðar hafi skjátlast. [ Ungfrúin: — Nei, nei, jeg hefi lesið hana spjaldanna á milli. ★ Maðurinn: — Hvað sagði læknirinn við þig? j Konan: — Hann bað um að mega sjá tunguna í mjer. I Maðurinn: — Og hvað sagði hann þá? j Konan: — Að tungan væri ofreynd. i Maðurinn: — Þesi læknir j veit, hvað hann syngur. Jeg ráðlegg þjer líka að hvíla hana ★ Eiginmaðurinn: — Já, þú verður að viðurkenna, að karl- maðurinn hefir betri smekk en konan. Konan: — Já, það skal jeg fúslega. Jeg giftist þjer og þú giftist mjer. Hann: — Jeg get aldrei feng- ið mig fullsaddann af að horfa á þig. Hún: — Við skulum þá fara að borða, jeg er líka svöng. ★ Húsmóðirin (við vinnukon- una): — Þjer hafið ekki þveg- ið gluggana að utan. Vinnukonan: — Nei, það hefi jeg ekki gert, jeg er ekki ráð- in til útiverka. ___________ .. ★ __ ______ Anna: — Er það ekki skrítið, jeg get ekki sofið, þegar jeg drekk kaffi. Ólína: — En jeg get ekki drukkið kaffi, þegar jeg sef. ★ — Rífstu aldrei við konuna þína? — Þegar við verðum ósátt, segi jeg henni altaf að þegja, en svo er það jeg sem varð að Þegja. ★ Kona prófessorsins: — Hef- irðu athugað, að í dag eru 25 ár síðan við trúlofuðumst? Prófessorinn: — 25 ár, hvað er að heyra þetta? Þetta hefð- irðu átt að minna mig á fyrr. Það er sannarlega kominn tími til þess að við förum að gifta okkur. ★ Auðmaðurinn: — Áður en jeg samþykki að þjer gangist að eiga dóttur mína, vil jeg vita árstekjur yðar. — 25 þúsund samtals. Auðmaðurinn: — Og með 25 þúsundunum, sem jeg gef dótt- ur minni. . . . Biðillinn: — Jeg hefi talið þær með. ★ Árni og Jón hittust á förn- um vegi um daginn. Árni: — Eftir fyrirlesturinn, sem Einar hjelt um daginn, læddist hann út á tánum. Jón: — Hversvegna á tánum? Árni: — Af því að hann vildi ekki vekja áheyrendurna. ★ Árni á heimleið: — Ef jeg bara vissi, hvar jeg ætti heima, þá er jeg ekki fyllri en það. að jeg gæti komist heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.