Morgunblaðið - 27.02.1944, Side 1

Morgunblaðið - 27.02.1944, Side 1
FINNAR I ÞANN VEG AÐ 8EMJA FRIÐ Manntjón Þjóðverja 15000 við Anzio London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ENN ER HLJE á bardögum á Italíu og rigning er á land- göngusvæði bandamanna við Anzio. Þjóðverjar hafa enn ekki byrjað þriðju sókn sína, sem bandámenn hafa búist við und- anfarna daga. Hefir aðeins ver- ið um viðureignir framvarða- Bveita að ræða undanfarna daga. j I opinberri tilkynningu frá herstjórn bandamanna á Ítalíu j er rætt um manntjón Þjóð- j verja á landgöngusvæðinu við Anzio síðan 26. janúar. Segir í tilkynningunni, að þó ekki sje hægt að segja með fullri vissu dnn, hve mikið manntjón Þjóð- verjar hafi beðið, þá sje hægt að áætla það að minsta kosti 15.000. Þar af hafa 2816 þýskir hermenn verið teknir höndum á landgöngusvæðinu. Þjóðverjar hafa nú 10 her- fylki, 100—150 þúsund manna lið, á landgöngusvæðinu í ít- alíu. Hafa þeir neyðst til að senda varalið frá Frakklandi og' Júgóslafíu og ennfremur varalið frá Þýskalandi. Glampandi flugvjel Bandaríkjamenn eru nú hættir við að mála sumar flugvjelar sínar, nema þar, sem glampar gætu blindað flugmanninn. Sjest hjer að ofan Lightning-orustuflugvjcl, sem er yfirleitt ómáluð, nema þar sem svörtu skuggarnir sjást á myndinni. Þessar or- ustuflugvjelar eru noíaðar til þess að fylgja sprengjuflugvjel- um til árása á Þýskaland. Þetta, að hafa flugvjeiarnar ómálað- ar, er álitið minka mótstöðu þeirra í loftinu, auka þannig hrað- ann, auk þcss sem það sparar vinnukraft. L Ekkert lát á loftsókn- inni gegn Þýskalandi London í gærkvöldi. — Einkaskeyti Morgun- blaðsins frá REUTER. LOFTSÓKN BANDAMANNA gegn þýskum borgum er enn haldið áfram með sama 'ákafanum og fyr. Er nú vika liðin síðan hin mikla loftsókn hófst með árás 2000 flugvjela á Leipzig um síðustu helgi og síðan hefir loft- sókninni verið haldið áfram dag og nótt. Undanfarna daga hefir loft- Rússar taka Porkhov London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá REUTER. í HERSTJÓRNARTILKYNNINGU RÚSSA í kvöld, er skýrt frá töku bæjarins Porkhov, sem er um 65 km austur af Pskov, við járnbrautina frá Staraya Russa. Segjast Rússar nú hafa á valdi sínu alla járnbrautina frá Dno til Novo Sokolniki. Er þetta um 160 kílómetra leið á að- aljárnbrautinni suður af Leningrad til Hvíta Rússlands og liggur áfram alla leið til Odessa. Er þetta mikið áfall fyrir Þjóðverja. Þá segjast Rússar einnig hafa tekið borgina Novoselye, og um 100 bæi og þorp á þeim slóðum. Novoselye er við járn- brautina milli Leningrad og Pskov um 50 km norðaustur af síðarneíndri borg. Fyrir suðaustan Kholm segj- ast Rússar hafa sótt fram og tek-ið Loknya, sem er aðalborg- in í Kalininhjeraði og um 150 staði aðra þar í grend. Loknya er um 50 km norður af Novo Sokolniki. Á öðrum vígstöðvum, segja Rússar, aÍTNns sjeu um viður- Framh, á bls. 2. Loffárás á Hslsing- Stokkhólmi í gærkv. LOFTÁRÁS vav gerð á Ifelsingfors í kvöld. Ekki hafa neinar fregnir borist af árás- inni ennþá, cn símasambandið milli Stokkhólms og Ilelsing- fors var slitið kl. 6 í kvöld, og var ekki •komið á aftur er ])etta skeyti var sent um 10 leytið. Reuter. árásunum einkum verið beint gegn verksmiðjum Þjóðverja, sem framleiða orustuflugvjel- ar. I fyrrinótt fóru breskar Halifax- og' Lancasterí’iugvjel- ar til árása á Augsburg, þar sem aðalverksmiðjur Messers- chmitt eru. Var varpað 1700 smálestum á borgina í tveim- ur árásum.Liðu 2 Vá klukkutími milli árásanna og þeir flug- menn, sem fóru í seinni árás- ina gátu sjeð eldana í borginni langar leiðir að. Veður var gott og ljósmyndir teknar meðan á árásunum stóð sýna, að mikið tjón varð í árásunum. Loftsókn Bandaríkja- nianna. Það var núna í vikunni, sem Bandaríkjamenn hófu árásir sínar á þýskar borgir samtím- is frá stöðvum í Englandi og Ítalíu. Talsmaður ameriska flughersins í Bretlandi skýrði blaðamönnum frá því í kvöld, að nú væri svo komið, að Þjóð- verjar hefðu ekki lengur von til að geta varist að ráði í lofti, hversu margar flugvjelar, gem þeir flyttu til frá öðrum víg- Pramh. a síðu: Friðarsamninganefnd á förum fil Moskva Stokkhólmi í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá REUTER. FINSKA ÞINGIÐ mun koma saman núna strax eftir helgina til aö taka ákvarðanir um hvort finska stjórnin eigi að taka boði Rússa um að senda friðarsamninganefnd til Moskva. Er talið af kunnugum mönnum, að þingið muni samþykkja að nefndin skuli send og er þegar farið að undirbúa finsku þjóðina undir að friður eða vopna- hlje verði samið. Sonur (hurchills í Júgéslaffu London í gærkveldi. RANDOLPH Churchill, kap- teinn og þingmaður, einkason- ur Churchills forsætisráðherra, er í Júgóslafíu.'Hann fór þang- að skömmu eftir nýar og hefir meðal annars farið á fund Ti- tos hershöfðingja og rætt við hann. Randolph Churchill fór til Afríku og var hann þá í vík- ingasveit breskri. Síðan gekk hann í sveit fallhlífarher- manna. Júgóslafar taka tvær eyjar. I herstjórnartilkynningu Ti- tos í dag er skýrt frá því, að hersveitir hans hafi náð á sitt vald tveimur stórum eyjum undan Dalmatíuströndum — milli Fiume og Zara. Hersveitir Titos hafa gert miklar árásir á samgönguleið- ir Þjóðverja í Júgóslafíu og valdið þeim miklar skráveifur. Erlendar flugvjel- ar yfir Sfokkhólmi Stokkhólmi í gærkv. VART var við erlendar flug vjelar yfir Stokkhólmi í kvöld um 7 leyiö (sænskur tími). Var skotið af loftvarnarbyss- um að flugvjelinni, eða flug- vjelunum. Heyrðist loftvarna- skothríö víða í borginni. Varð að loka sínium lögreglunnar í 40 mínútur vegna þess hve; margir reyndú að hringja á lögreglustöðvarnar til að fá að vita hvað um væri að vera. Einnig varð í kvöhl vart við erlendar flugvjelar yfir Skáni og var skotið að þeim úr loftvarnabyssum og hurfu þær þá til hafs. Á nokkrum stöðum öðrum í Svíþjóð voru gefin loftvarnarmerki, Þar íí meðal í Haparanda, en ekki hafa borist neinar fregnir um að sprengjum hafi verið varp- að. — Reueter. Fregnir frá Finnlandi bera með sjer, að betra útlit er nú á en áður, að Finnar gangi að þeim skilmálum, sem Rússar setja fyrir vopnahljei. Virðast stjórnmálamenn gera sjer ljóst, að þegar Finnar ganga inn á að senda friðarsamninganefnd til Moskva, sje ekki um annað að ræða en að ganga að skilmál um Rússa. Enn eru nokkrir áhrifamenn innan finska þingsins, sem ekki vilja semja við Rússa, hvað sem það kostar. Er búist við, að þeir muni hindra eftir mætti, að finska þingið sendi nefnd til Moskva. Friðarskilmálar. Það er nú talið fullvist, að þeir Paasikivi og aðrir fulltrú- ar Finna, sem voru hjer á ferð- inni í Stokkhólmi á dögunum, fengu ákveðin svör hjá Rúss- um um hvaða skilmála þeir settu fyrir friði, eða vopnahljei. Ekki hafa þessir skilmálar Rússa verið látnir uppi opin- berlega ennþá, en kunnugir menn telja, að Rússar hafi boð ið upp á sömu landamæri og á- kveðin voru með friðarsamn- ingunum 1940. Finnar geri, sem í þeirra valdi stendur til að kyrsetja þá þýska hermenn, sem nú éru í Finnlandi, og bjóð ast Rússar til að hjálpa þeim til þess að hindra Þjóðverja í að flytja lið sitt úr landinu. I finska heimaútvarpinu í kvöld var lesin upp grein úr finsku blaði, sem hafði rætt friðarskilmálana og útlit um frið við Rússa. I þessari grein segir m. a., áð finska stjórn- in vilji finna leið til að fá frið Þetta hafi og verið skylda hverrar ríkisstjórnar eftir að- vörun þá, sem Finnar fengu frá stjórn Bandaríkjanna fyrir nokkru. En menn verða að gera sjer ljóst, segir finska blaðið, að rík isstjórnin hefir átt við mjög mikla örðugleika að stríða. Stjórnin mun þó ekki láta neitt tækifæri ónotað og gera það sem í hennar valdi stendur til að finna hverja þá leið, sem fær er til að hætta styrjöld- inni. En hingað til hefir aðeins verið um undirbúning undir friðarsamninga að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.