Morgunblaðið - 27.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. februar l94í Stjórnarkosning á þjóð- ræknisfjelags þinginu WINNIPEG 24. febr. í GÆR lauk Þjóðræknisfje- lagið við að skipa niður störf- um fyrir hið komandi ár. Bisk- up íslands var viðstaddur á flestum fundum fjelagsins og ræddi við marga fulltrúana. Stjórn og heiðurs- fjelagar. Stjórnarkosning fyrir næsta ár fór þannig, að Richard Beck var endurkosinn forseti fjelags ins, sjera V. J. Eylands var kjörinn varaforseti. — Aðrir stjórnarmeðlimir eru þessir: Sjera S. Ólafsson frá Selkirk ritari, frú Jonson aðstoðarrit- ari, Ásmundur Jóhannsson gjaldkeri, Dr. Z. Björnsson að- stoðargjaldkeri og Ólafur Pjetursson skjalavörður. — A kvöldfundinum voru þeir Sig- urgeir Sigurðsson biskup, Ás- mundur Jóhannsson og Gunn- ar Björnsson frá Minneapolis kjörnir heiðursfjelagar. Forseti fjelagsins skipaði fimm menn í nefnd, sem starfa skyldi kom- andi ár að málefnum, sem varða íslendinga bæði í Amer- íku og heima á íslandi. Nú þeg ár hefir sjerstök nefnd verið skipuð til þess að undirbúa út- varp til Islands í tilefni af hinni væntanlegu stofnun lýð- veldis 17. júni. Samþyktir voru gerðar til þess að auka og bæta íslensku- kenslu í laugardagsskólunum. Frumvarp þessu viðvíkjandi var borið fram af ýmsum deild um fjelagsins og peningaupp- hæð var sett til hliðar til þess að mæta kostnaði viðvíkjandi kenslunni. Þakkarávörp. Nokkur þakkarávörp voru lög'ð fram, til þess að votta þakklæti Þjóðræknisfjelagsins í garð íslendinga fyrir hina nánu og vinsamlegu samvinnu þeirra. Þakkarávörp til þessara manna voru samþykt í einu hljóði: til Sveins Björnssonar, ríkisstjóra Islands, fyrir hljóm- plötu kveðju hans; til ríkis- stjórnar íslands fyrir hið skraut skrifaða kveðjuskjal hennar; til Háskóla íslands, íþrótta- sambandsins, Hjálparfjelags kvenna og' fjölda einstaklinga, sem höfðu sent kveðjur. Ræða Valdimars Eylands. Afmælishátíðinni lauk þann 23. febr. með upplestri kvæðis eftir Einar Pál Jónsson, velþekt Winnipeg-skáld, og ávarpi síra Valdimars Eylands, prests við Lútherskirkjuna í Winnipeg, sem var endurkosinn varafor- seti Þjóðræknisfjelagsins. Síra Valdimar fór í stuttu máli yfir markmið fjelagsins. Hann sagði að Islendingar hefðu stundum rifíst og þrætt, en eitt afl hefir þó altaf tengt þá traustlega, það er ást’ þeirra á öllu, sem íslenskt er. Síra Eylands ljet svo um mælt, að afköst Þjóð- ræknisfjelagsins sjeu nú orðin töluverð. Það sjer um útgáfu blaðsins ,.Tímarit“, sem hefir jafnvel kaupendur á íslandi. Það hefir gengist fyrir íslensku kenslu í laugardagsskólunum, saga þess um íslendinga í Ameríku er langt komin og það hefir stofnað sjóð, sem nota skal til þess að styrkja ís- lenska námsmenn til náms. „Heimsókn biskupsins er okk- ur mikið gleðiefni“, sagði hann, ,,því með því vitum við, að erfiðleikar okkar hafa ekki orð ið til einskis og eru nú að bera ávöxt“. Síðan las hann upp þakkarávarp til biskupsins, sem Þjóðræknisfjelagið hefir samið. Fundinum lauk með inn- leiðslu biskupsins, sem heið- ursfjelaga fjelagsins og síðan var lesin upp tilkynning þess efnis, að þeir Sveinn Björns- son, ríkisstjóri Islands og Jarl- inn af Athlone, yfirfylkis- stjóri Kanacla, hefðu fallist á að verða heiðursverndarar íje- lagsins. — Rússland Framh. af 1. síðu. eignir framvarðasveita að ræða. í gær (föstudag) segjast Rússar hafa eyðilagt 36 þýska skriðdreka og skotið niður 39 óvinaf lug vj elar. Seint í kvöld bárust fregnir frá Moskva um, að bardagar væru að brjótast út á ný á víg- stöðvunum í Hvíta Rússlandi. — Loffárásirnar Framh. af 1. síðu. stöðvum. Hann tók þó fram, að langt væri frá, að loftsókn- in væri á enda. Þjóðverjar gætu komið verksmiðjum sínum í vinnuhæft stand á 3 vikum sumsstaðar, en á öðrum stöð- um tæki það alt að 4 mánuð- um að .endurskipuleggja fram- leiðsluna í verksmiðjum, sem orðið hafa fyrir skemdum í loftárásum. Það yrði að halda áfram að gera árásir á þýskar verksmiðjur aftur og aftur. Gefa Þjóðv. ekkert tóm til að endurskipuleggja þær. Þá myndi varnarkraftur Þjóð- verja verða brotinn á bak aft- ur. Talsmaðurinn sagði, að und- anfarna viku hefði flugher Bandaríkjamanna varpað 7935 smálestum af sprengjum á þýsk ar borgir. Þeir hefðu í árásum þessum mist 241 stóra sprengju flugvjel og 47 orustuflugvjel- ar, en á sama tíma skotið nið- ur 641 þýska flugvjel og eyði- lagt margar á jörðu niðri. Reiknað er með, að breskg flugliðið hafi að minsta kosti varpað niður ■ jafnmiklu sprengjumagni á þýskar borgir undanfarna viku, og hefir því 14—15 þúsund smálestum af sprengjum verið varpað á þýsk ar borgir undanfarna viku. Bretar unnu Norðmenn. London í gærkyeldi —: Knatt- spyrnulið breska hersiris kepti í dag við knattspyrnulið norska hersins og fóru leikar þannig, að Bretar unnu með 10 mörk- um gegn engu. Þá kepti breski flugherinn við hollenska her- inn og vann með 6—1. Hafnargerð Ólafsfjarðar SÝSLUNEFND Eyjafjarðar- sýslu synjaði Ólafsfjarðar- hreppi um ábyrgð á láni til hafnargerðar í Ólafsfirði, en sú ábyrgð er skilyrði fyrir styrk úr ríkissjóði til fram- kvæmdanna. Þessi synjun sýslunefndar kom Ólafsfirðingum mjög á óvart, en þeir höfðu trygt kaup á efni til háfnargerðarinnar. Til þess að missa ekki af efn- inu flytja þeir Bernh. Stefáns- son, Garðar Þorsteinsson og Þóroddur Guðmundsson svo- hljóðandi þingsályktunartill. í Sþ.: „Alþingi álj'ktar að heimila ríkisstjórninni að verja úr rík- issjóði alt að 200 þúsund krón- um til kaupa á efni til hafnar- gerðar í Ólafsíirði“. I greinargerð segir: Nauðsynlegt er að gerá nú þegar kaup á efni til hafnar- gerðar í Ólafsfirði, sem nú hef- ir fengist útflutningsleyfi á frá Ameríkú. Að öðrum kosti hljóta fyrirhugaðar fram- kvæmdir við hafnargerðina í Ólafsfirði að falla niður næsta sumar, en það hefði hinar skað legustu afleiðingar, svo sem kunnugt er. Hins vegar er ekki að svo stöddu hægt að full- nægja skilyrðum 2. gr. hafnar- laga fyrir Ólafsfjörð, um trygg ingar fyrir láni. Er því lagt til, að ríkið kaupi nauðsynlegt efni til bráðabirgða og selji síðar hafnarsjóði. VirkjUfl AfláakHsár PJETUR Ottesen og Bjarni Ásgeirsson flytja svohljóðandi þingsályktunartillögu í Sþ.: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að gera nauð- synlegar ráðstafanir til þess, með fjárframlagi úr ríkissjóði eða lántöku og ábyrgð fyrir hönd ríkissjóðs, að hafin verði smíði á vjelum og nauðsynlegu efni í fyrirhugaða virkjun Andakílsár. Jafnframt fellur niður heim- ild sú, er ríkisstjórninni var veitt með þingsályktun «m sama efni frá 12. apríl 1943“. í gteiiaargerð segir: Breyting sú, sem lagt er til að gerð verðl á þingsályktun- artillögu þessari, er sú ein að fella niður úr tillögunni, að efniskaupin fari fram í Banda- ríkjunum. Það hefir komið í ljós, að ódýrara er að kaupa efni til virkjunarinnar frá Sví- þjóð. Rjett þykir að láta það vera óbundið í tillögunni, hvar efn- ið sje keypt. Brunairyggingar bæjarins BRUNATRYGGINGAR bæj- arins lágu fyrir bæjarráðsfundi í fyrradag. Hagfræðingarnir Björn Björnsson og Ólafur Björnsson skyldu skila álits- gjörð um þau tilboð, er fram höfðu komið. Mótmæli gegn álitsgjörð hag fræðinganna komu frá Sjóvá- tryggingarfjelagi Islands h.f. og Fiermans Insurance Com- pany. Málinu Var frestað 32. daga hrakningar á Indiandshafi NORSKA blaðafulltrúanum hjer hefir verið símað frá Lon- don frásögn um árás á norskt skip í Indlandshafi og hrakn- inga þess hluta skipshafnarinn ar, sem af komst í björgunar- bát. Skipstjórinn á skípinu, Edg- ar Waaler, hefir skýrt frá þessu sögulega og sorglega ferðalagi. Frásögn hans er eitt- hvað á þessa leið: Fyrsta kúlan frá japanska árásarskipinu fór í gegnum klefa minn. Þrýstingurinn var svo mikill, að jeg kastaðist fram úr „kojunni“. Setti jeg þegar á mig björgunarbelti og þaut upp í brúna. Það fyrsta, sem jeg kom auga á, var loft- skeytamaðurinn, sem hrökkl- aðist út úr loftskeytaklefanum, en kúla hafði eyðilagt öll sendi tæki áður en hægt var að gefa neyðarmerki. Tveir menn lágu fallnir í brúnni. Eina byssan, sem við höfðum var eyðilögð, og nú hæfðu tvær -tundur- skeytasprengjur skipið. Það eina, sem til mála kom, var því að leita i björgunarbátana, en við höfðum fimm báta og jafnmarga björgunarfleka. Var nú reynt að koma bátunum á flot, hverjum eftir annan, en það gekk illa, því að japanska skipið, sem var vopnað flutn- ingaskip, var komið mjög ná- lægt okkur og ljet vjelbyssu- skothríðina dynja á bátum og mönnum. Ennfremur var kvikn að í skipinu. Loks tókst að koma einum bátnum á flot og komust allir, sem á lífi voru, í hann. Skipshöfnin var alls 58 menn, en aðeins 22 stóðu eftir, allir meira eða minna særðir. Aðeins fjórir sluppu með nokkur brunasár. Á bátn- um voru 27 göt. Japanarnir skutu enn á hið logandi skip, þar til það hvarf í djúpið. Við rannsókn kom í ljós, að í bátnum voru fæðutegundir, sem nægðu í 16 daga fyrir 22 menn, þar með taldir um 75 lítrar af vatni. —• Við tróðum bómull úr sáraumbúðapökkum og spýtum, sem við fengum úr sætunum, í kúlugötin. — Strax morguninn eftir, ljest annar stýrimaður af sárum sínum. — Líkið var jarðað í hinni votu gröf. Ágætt kort var í bátnum, ennfremur áttaviti og þrjár klukkur. Við reiknuðum út, að við gætum náð til Ceylon á 40 dögum, en eyjan var í 2400 sjó mílna fjarlægð. Allar fæðuteg- undir voru skamtaðar sam- kvæmt þessum útreikningi. — Sex fyrstu dagana voru kuldar miklir og stormur, og snjóaði á nóttunni. En á sjöpnda degi lægði og hitnaði í veðri. Urð- um við þá varir við mikið af flugfiskum og fugli. Fuglunum gátum við ekki náð, en flug- fiskarnir flugu yfir bátinn, ráku sig á seglin og fjellu svo að segja í fangið á okkur. Þá borðuðum við hráa. Strax eft- ir fyrstu vikuna vorum við farnir að líða af vatnsskorti og á ellefta degi varð að bæta við vatnsskamtinn. Á þrettánda degi höfðu þrír þeirra, er kom- ust í bátinn, dáið, og aðeins voru eftir 19. Til allrar ham- ingju fór nú að rigna svo við gátum aukið vatnsskamtinn enn. Á 32. öðrum degi urðum við varir við skip og reyndum að vekja athygli þess á okkur, en árangurslaust. Litlu seinna, sama dag, sáum við svo til lands. Það var sandströnd, er við komum að. Flestir voru mjög þjakaðir. Báturinn var brotinn í spón og gerður úr honum bál- köstur mikill. Innfæddir fiski- menn komu á staðinn nokkru á eftir og fluttu okkur til smá- bæjar, þar sem við vorum skoð aðir af innfæddum lækni, sem sá fljótt, að við yrðum að kom- ast til Kalkútta til hjúkrunar eins fljótt og unt væri. Allan þennan tíma hafði jeg aðeins verið í náttbuxunum og með björgunarbelti. Skeggið var 36 daga gamalt og hafði jeg ljettsfc um 30—40 pund. Eftir 14 daga sjúkrahúss- veru voru allir orðnir það hrcseir. að þeir gátu farið til Bombay og þar um borð í ann- að norskt skip, sem flutti þá til New York. „Kölski í sálna- leil" GAMLA BÍÓ sýnir um þess- ar mundir sjerkennilega kvik- mynd, sem nefnd er „Kölski í sálnaleit“.Kvikmyndin er bygð á amerískri þjóðsögu um fá- tækan bónda, sem seldi kölska sál sína fyrir 7 ára velmegun í auði og allsnægtum. Amerískur rithöfundur, Step- hen Vincent Benet, samdi sögu upp úr þessári gömlu þjóðsögu sem hann nefndi „Kölski og Daniel Webster“. Var sagá þessa fyrst birt í „Saturday Evening Post“ árið 1936 og hef ir síðan verið endurprentuð víða í hinum enskumælandi. heimi. Daniel Webster var þing; maður fyrir Massachusetts ár- ið 1813. Hann var lögfræðing- ur að ment og eínhver snjall- asti ræðumaður síns tíma. — í kvikmyndinni tekst honum með málsnild sinni að sannfæra ,,draugakviðdóm“ kölska um að hinn ungi bóndi eigi að fá að halda sál sinni og kölski gamli missir þar af einni sál. Walter Huston leikur kölska af mikilli list og Edward Arn- old fer snildarlega með hlut- verk Daniels Webster. James Craig leikur bóndann, sem lendir í klónum á Mr. Scratch, því nafni ncfndu þeir í Nýja Englandi skrattann. — Anne Shirley leikur hina trúföstu eiginkonu hins afvegaleidda bónda, en franska leikkonau Simone Simon leikur freistar- ann, sem kölski sendir bónda. Kvikmyndin er sjerlega vel lcikin og munu margir, sem' kunna að meta góðan leik, hafa, gaman af að sjá hana. Leikfjelag Reykjavíkur sýnig Óla smaladreng kl. 4.30 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.