Morgunblaðið - 27.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.02.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur. 27. fetorúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 7 Samkomulag. Þau gleðitíðindi hafa gerst á Alþingi, að flokkarnir hafa komist að samkomulagi í sjálf- stæðismálinu, svo altir flokkar standa saman, bæoi um af- greiðslu málsins á Alþingi, og um þjóðaratkvæðagreiðsluna í meðferð skilnaðartillögunn ar ber það eitt á milli, að Stef- án Jóh. Stefánsson, og einhverj ir af fylgismönnum hans, halda því enn fram, að til þess sam- þyktin um skilnað við Dani sje iögleg, verði hún að vera sam- þykt með auknum meiri hluta, eins og tilskilið var í Sam- bandslagasáttmálanurn á sinni tíð, þ. e. að % atkvæðisbærra greiði atkvæði, og % þeirra sjeu fylgjandi skilnaði. Allir aðrir þingmenn telja að meiri hluti atkvæða sje nægilegur. En þessi ágreiningur skiftir vissulega ekki máli, þegar all- ir flokkar eru sammála um að þátttaka í atkvæðagreiðslunni verði sem mest og einhuga í því að fylgja málinu fram. 17. júní. Það hefir orðið að ráði, sem kunnugt er, að taka það ákvæði úr stjórnarskrárfrumvarpinu, að lýðveldisstjórnarskráin skyldi ganga í gildi þann 17. júní. Þetta var gert til sam- komulags við Alþýðuflokkinn. Sjálfstæðismenn og Framsókn- ar eru, eftir sem áður, bundnir órjúfanlegum samtökum um það, að gildistakan verði eigi síðar en þenna dag. Er það mál því efnislega alveg leyst. Fylg- ismenn þess málstaðar eru í yfirgnæfandi meiri hluta. Að- finslur út af þessu samkomu- lagi eru því algerlega út í blá- inn. Hafa kommúnistar reynt að belgja upp óámægju út af því, að þetta atriði var tekið út úr frumvarpínu, enda þótt allir viti, að það breytir á eng- an hátt meðferð og framgangi málsins. Aðalatriðið er þetta: Allir flokkar vinna nú saman. Má fullvrða, að sú þjóðareining, sem í rauninni er og hefir altaf verio um þetta mál, hafi nú kðmið því til leiðar, að flokkar þingsins hafi lika sameinast. Það er öllum góðum íslending- um gleðiefni. Sjerstaða. Kommúnistar hafa, sem fyr segir, þá sjerstöðu, að þeir kærðu sig ekki nmi að þing- flokkarnir næðtr samkomulagi um málið. Þeir hafa annars komið fram í sjálfstæðismálinu sem þjóð- hollir menn, þó þjóðhollusta þeirra hafi stundum endranær verið dregin í efa. En þeim var ósárt um, þó Al- þýðuflokkurinn fengi rothögg- ið vegna framkomu sinnar í sjálfstæðismálinu, með því að forvígismenn ílokksins gengu 1 berhögg við þjóðarvilj ann Með þessa útsýn framund- an, um afdrif Alþýðuflokks- ins, vjeku kommúnistar út af braut þjóðhoilustunnar. Þeir sáu möguleika á því, að Al- þýðuflokkurinn rústaöist í leið- inni, og óskuðu þess, frekar en hins, að þingflokkarnir állir stæðu sameinaðir. Þegar það kom í ljós, að Alþýðuflokks- leiðtogarnir snjeru frá hel- stefnu sinni. reyndust komm- únistar ekki menn til að dylja RE YKJAVIKURBRTEF vonbrigði sin, og var naumast við öðru að búast. En geip þeirra tekur enginn alvarlega, Um það, að Sjálfstæðismenn og Framsókn htofi keypt allsherjar samkomulag á Alþingi dýru verði. Samkomulagið fjekst með nokkurri fyrirhöfn, að lok um, fyrir ekki neitt Því mega allir íslendingar fagna. Næsti þáttur. Alþingi ætti nú að vera lokið eftir nokkra daga. Næst kem- ur til kasta þjóðarinnar í at- kvæðagreiðslunni. Hún lætur ekki sitt eftir liggja. Fjölmörg fjelög víðsvegar um land, sum algerlega ópólitísk, hafa gert samþyktir og yfirlýsingar í sjálfstæðismálinu, er allar hljóða að heita má á einn og sama veg. Ættu sem flest eða öll fjelög landsins að gera hið sama. Það væri mjög virðuleg undirstaða undir atkvæða- greiðsluna í vor. Vinnudeilan. Það varð ofan á í Dagsbrún- ardeilunni, að menn sættust upp á, að kaupið yrði hjer í bæ nálægt því hið sama og það um skeið hefir verið í Hafnar- firði. Hnigu rök til þess, að svo yrði, að því leyti, að mismun- ur er i sjálfu sjer óeðlilegur milli þessara nálægu staða, þó það geti vitaskuld, eftir því sem ástæður eru, or'kað tví- mælis, hvernig sá jöfnuður eigi að komast á. T. d. þegar þrengra verður um, á sviði fram leiðslunnar en nú er, þá gæti það orðið beinn hagur fyrir verkamenn, að miða kaup sitt við það, sem þá er raunveru- legt verðgildi vinnunnar. Aö vissu leytj, eins og áður er bent hjer á, eru vinnudeilur nú á tímum alveg sjerstaks eðl is. Þegar verðgildi peninga var bæði meira og staðfastara, en það er nú, þá mátti telja lik- legt að krónufjölgun í dag- I kaupi hvers manns yrði kjara- bót, ef veruleg atvinna var á boðstólum. Nú horfir rnáhð, sem kunnugt er, þannig við, að með því að fjölga krónun- um í dagkaupinu, hækkar verð á nauðsynjunum í krafti dýr- tíðarlaga, dýrtíðarvisitalan sog ast ennþá lengra upp á öldu- toppinn, en verðgildi kauphækk unarinnar hverfur, fyrri en varir, og verður að engu í hönd um manna. Þetta eru ,,bölvaðar stað- reyndirnar“ sem kommúnistar og pólitísk skyldmenni þeirra hafa oft átt erfitt með að átta sig á og erfitt með að skilja eða dylja fyrir flokksliði sínu. Sigurbros á vör. Ritstjórar Þjóðviljans nefna sigur i kaupdeilunni, og tala með nokkrum fjálgleik um samtakamátt sinn og Dagsbrún ar. Sá samtakamáttur birtist í dáh'tið óþjóðlegri mynd að þessu sinni, er fjelagsstjórnin tilkynti hinum óbreyttu liðs- mönnum, að nú hefði Dagsbrún arstjórn komið sjer upp hundr- að manna liði, til þess að taka fram fyrir hendur þeirra fje- lagsmanna, er ætluðu sjer, eða kynnu að brjóta samtökin og samþyktir stjórnarinnar. Ef 100 26.febrúar manna lið væri þess ekkí megn ugt ao bæla niður óhlýðni fje- lagsmanna, myndi auðvelt að tvöfalda liðsaflann, gegn þeim „balstýruguh, sagði Dagsbrún- arstjórnin. Skömmu eftir að fjelag eitt auglýsir þannig, hvernig ástæð urnar eru innanfjelags, myndu margir. neita sjer um að gerast fjölorðir um samtakamáttinn. En kommúnistar hafa sjerstak- an smekk, þegar um „hand- aflið“ er að ræða, eins og menn vita, Þeir bágstöddu. Nýlega var um það talað í Þjóðviljanum, að næst yrðu út- gefendur hans að snúa sjer að því, að bæta lcjör þeirra bág- stöddustu í þjóðfjelaginu. Fög- ur orð, með litlu innihaldi, frá þeirra hendi. Það kann að vera, að ekkj- ur og munaðarlausir, örkumla menn og þeir, sem erfiðast eiga uppdráttar, líti svo á, að hjálp til þeirra muni fyrst og fremst koma frá kommúnistum. En fyrr eða síðar mun það koma í ljós, í krafti staðreyndanna, að svo er ekki. Þeir, sem hjálparþurfi eru í þjóðfjelaginu, eiga mest undir því, að blómlegt atvinnulíf dafni í landinu. Er það þeim vitaskuld ekki einhlítt, því auk þess þurfa þeir á skilningi og samúð samborgara sinna að halda. En ef atvinnuvegir lands manna eru hneptir í fjötra og fáir eða engir verða aflögufær- ir, svo teljandi sje, þá stoðar lítt þó til staðar sje samúðin og skilningurinn á hjálparþörf til handa bágstöddum. Því þá er ekki lengur af neinu að taka handa þeim, sem hjálpar eiga að njóta. Þegar Dagsbrúnar- menn fá hækkað kaup sitt að krónutali, þá er það ekki gert með það fyrir augum, að sú kauphækkun renni til ellilauna, örorkubóta o. þessh. Þau út- gjöld þjóðíjelagsins eiga að koma frá sömu lindum og þeim, sem greiða kaupið, frá meira eða minna styrku atvinnulífi þjóðarinnar. Kommúnistar geta heimtað margt. En þeir eru ekki eins frakkir í því að reisa lífvænleg fyrirtæki í landinu, sem veita ekkjum, sjúkum og munaðar- lausum æskilegan stúðning. Frá Þórarni Þórarinssyni. Þórarinn Þórarinsson lætur aðallega ljós sitt skína í leið- urum Tímans. Það logar mis- munandi skært, sem kunnugt er. Naumast ao telja megi það „upplýstar sálir“, sem hlevpa ekki annari birtu inn í hug- skot sitt. Nýlega talaði hann um gróða heildsalanna. Hann hefir rætt það efni áður, og altaf með svipuoum árangri. Þ. e. þeim, að j lesendur komast að raun um, að ritstjóri þessi veit ekk- ert um hvað hann er að tala. Nú segir hann að álagning á ir.nflutningsvörur heildsal- anna sje svo mikil, að hún haldi uppi 'dýrtíðinni. Hann gleymir veigamiklum atriðum ciálsins. Hjer er verð- iagseftirlit. Ef verðlagið er of hátt, er þao stjórn og verð- lagseftirliti að kenna. Ef hann vill fá meiri viíneskju um þetta, getur hann spurt flokks- bróðir sinn, Vilhjálm Þór. 8 eða 9 krónur af hverjum 10, sem heildsalar græða, fara í opinber gjöld. Ritstjóri Tím- ans ætti að skýra lesendum sín- um frá, hve mikil sú upphæð hefir verið samanlögð undan- farin ár, og hugléiða, hve marg ir mistu spón úr sínum aski, í uppbótum og öðru, ef sú fúlga hefði horfið. Hann veit líka að kaupfjelög eru hjer starfandi. Hann veit líka, að þau selja innflutningsvöruna sama verði og heildsalar og kaupmenn og í samkepni við þá. Niðurstaðan af hugleiðingum Þórarins yrði því sú, ef hann hugsaði mál sitt. Heildsalar græða fje, og greiða miljóna tugi til opinberra þarfa. Kaup- fjelög reka innflutningsverslun, selja með sama verði og hinir og eru skattfrjáls að heita má. Er það áhugamál fyrir rit- stjóra Tímans að benda al- menningi á þessar staðreyndir? Vill hann halda því fram, að hið almenna vöruverð, er verð- lagseftirlitið skapar, gefi rík- issjóði hinar miklu skatttekj- ur í skjóli þess að í landinu eru. skattfrjáls kaupfjelög, sem selja vöruna með sama verði og heildsalarnir? Þórarinn rit- stjóri getur hugleitt þetta þang að til hann skrifar næstu grein. Orsök óánægj- unnar. Sennilega á hin síðasta grein Þói arins um verslunarmálin rót sína að rekja til þess. að nú- vei-andi ríkisstjórn hefir sett viðskiftaráði reglur. Samkvæmt þeim á að gera kaupfjelögum og öðrum jafnt undir höfði með innflutning. Þetta þykir Þór- arni afleitt. Hann getur ekki þolað jafnrjetti í vioskiftum. Þeir, sem sleppa við skattana og hafa þau sjerrjettindi, er af því leiða, eiga, samkvæmt hans kokkabók. að hafa önnur sjer- rjettindi i viðbót. rýmri inn- flutning en aðrir, o. s. frv. Ekki til þess að verðið lækki. Heldur til þess að geta notað sjer bet- ur skattfrelsið á kostnao rík- issjóðs, bæjarfjelaga og þjóðar- heildarinnar. Svo er þessi maður að tala um rjettlæti og jafnrjetti í öðru hvoru orði. Veðurfregnir fyrir fiskiflotann. Vakið hefir verið máls á því, bæði á þingi og utan þings, að fiskimenn okkar fengju veður- fregnir, eins og tíðkaðist fyrir strið. Er þetta mál, sem eigi getur legið í þagnai'gildi. Undanfarin ái' hafa menn viðurkent nauðsyn á því að komið sje í veg fyrir að hjeð- an bei'ist veðurfregnir. Og vegna þéssa hefir veðurfregna- starfsemin aö miklu leyti legið niðri. Þetta hefir orðið til mik- ils trafala fyrir alla sjósókn. Og naumast er of djúpt íekið í árinni að telja líklegt, eftir síðustu atburði á fiskimiðunum, að veðurfregnaskorturinn hafi kostað allmörg mannslíf. Mál þetta er tvíþætt. Véð- urstofan hjer þarf að geta feng ið sem víðtækastar veðurfregn- ir, til þess hægt sje að bvggja upp sem öi'uggasta spádóma.Og veðurspár þurfa, sem fyrr, að komast í hendur fiskimanna. Jeg skal játa, að mig brestur kunnleik á, hvernig skilyrðum er nú háttað um öflun veður- fregnanna. Því að sjálfsögðu eru nú margar þær frjettaleiðir iokaðar, er áður voru opnar, til öfíunar veðurfregna utan- lands frá. En eftir síðustu sjóslys verð- ur ekki hjá því komist að benda á, að hjer verður að gera alt sem hægt er, til lagfæringar þessu máli. Kám ístendlnga í Brettandi og styrkir British Council Dr. CYRIL JACKSON, full- trúi The British Council á ís- landi, hefir beðið Morgunblað- ið að birta eftirfarandi: Það hefir verið ákveðið, að allar umsóknir um dvalarleyíi á Bretlandi til náms ver.ði að koma um hendur The British Council. Af skiljanlegum ástæð um verður tala þessai'a leyfa takmörkuð. Allir, sem hug hafg á að hefja nám i Bretlandi á þessu ári, geri svo vel að senda Dr. Jackson skriflega umsókn sem fyrst, og ekki seinna en 20. mars næstkomandi, svo unt sje að veiting leyfa komi sem rjett ast niður. Upplýsingar um, hvernig frá umsóknum skuli gengið, fást á bi'esku ræðismannsskrifstof- unni, Þói'shamri. (Á Akureyri og í Vestmannaeyjum hjá bi'eska vara-ræðismanninum). Dr. Jackson er vel ljóst, að einhverjum kunni að hugkvæm ast að sækja um leyfi, sem ekki Ijúka stúdentsprófi fyr en í sumar, en þeir skulu samt sækja, og verður á eftir tekið tillit til prófa þeirra. Það er mjög ólíklegt, að fleiri geti komið til greina á þessu ári, þegar leyfunum hefir vei’ið út- hlutað. Eins og að undaníörnu mun The British Council gefa kost á námsstyrkjum við breskar mentastofnanir. Namsstyrkirn- ir verða 100 og 350 sterlings- pund á ári eftir ástæðum. Ekki er enn ákveðið, hve margir námsstyrkirnir verða, en það mun fara nokkuð eftir því, hverjar námsgreinir menn hyggjast að leggja stund á. Upplýsingar um þessa styrki í'ást á bresku ræðismannsskrif- stofunni, Þórshamri, og hjá bresku vara-ræðismönhunum á Akureyri og í Vestmannaeyj- um. Þeir, sem þegar hafa sent Dr. Jackson umsóknir um dvaíarleyfi til náms á Bret- landi, þurfa ekki að senda nýjar. Þeir námsmenn, ’sem þegar njóta námsstyrkja Bfitish Council á Bretlandi, þurfa ekki að sækja að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.