Morgunblaðið - 27.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.1944, Blaðsíða 11
ounnuaagur. 27. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 11 írrig ..Kínverskar? Hversvegna kínverskar? Ætlarðu að telja mjer trú um að okkar flugvjel- ar varpi sprengjum á Nanking strætið?“ spurði Chang, og varð alt í einu rólegur af undrun. Eins og til svars flugu nokkrar flugvjelar upp frá staðnum, sem þær höfðu verið að eyði- leggja. Hr. Chai einkaritarinn gáði út um gluggann. Þær voru svartvængjaðar og flugu í odda eins og villigæsir yfir vatn að kvöldi. Þau hjeldu ósjálfrátt niðri í sjer andanum af ótfta við aðra sprengju, en drunur flug vjelanna færðist æ fjær og dó brátt út í fjarska. „Hvaða vit er í því? Hvaða hagnað hafa Kínverjar af að gera loftárás á alþjóðahverfið?“ spurði Chang jafn kuldalega og hann væri fundarstjóri á hlut- hafafundi. „Hver er ágóðinn?“ - spurði hann. „Hvað hjálpar það þeim að fremja slíkt óhæfu- verk?“ Þar sem enginn gat svarað honum og sonur hans ypti að- eins öxlum, leit Chang, banka- stjórinn af einum á annan. ?,Hversvegna standið þið eins og glópar? Hvað eruð þið eiginlega að gera hjerna þegar sprengja getur hitt okkur á hverju augnabliki. „Ef þetta eru ekki Japanir heldur Kínverjar, þá er bygging þessi hættulegasti staðurinn í allri borginni. Skilj ið þið það ekkl! Kínverjar! Kínverskir flugmenn! Það væri svei mjer hnyttið, ef þeir myrtu okkur með sömu flugvjelunum, sem jeg sendi þessum ormum í Nanking. Hypjið ykkur út, flýtið ykkur, hlaupið eins og þið eigið lífið að leysa“, hrópaði hann, settist fram á rúmstokk- inn og fæturna niður á gólf. „Chingliu, skjaldbakan þín“, hrópaði hann til systur Meilan, sem stóð með galopinn munn í miðjum hópnum. „Fljótt! færðu mjer fötin mín! Chai, bifreið- ina táfarlaust. Við förum hjeð- an á stundinni“. Yutsing stóð undrandi og ringlaður í þessum asa og gaura gangi. „Hvar er öryggið, Faðir?“ spurði hann. „Hvar er sá stað- ur, sem stríð þetta nær ekki til?“ „Allir staðir betri en þessi, bjálfinn þinn“, öskraði Chang. „Hefir enginn hjerna nóga vit- glóru til að koma mjer hjeð- an?“ Á þessu augnabliki tók hann eftir hvítklæddum mönn- unum, sem áttu að bera sjúkra- körfuna. „Hverjir eru þessir tveir?“ spurði hann og endurtók með aukinni gremju. „Hverjir eru þessir tveir náungar?“ Hann ruddi sjer braut gegnum hóp- inn og staðnæmdist fyrir fram- an mennina tvo. Þeir gátu varla varist brosi að hinum nakta risa. „Við berum sjúkrakörfuna, yðar tign“, sagði annar þeirra. „Við vorum að bíða eftir að bera yðar tign út í sjúkrabif- reiðina". ,,Sjúkrábifreið!“ lirópaði Chang, fremur hissa en reiður. „Og þið ætluðuð að bera mig? Hafið þið nokurntíma borið mann jafnþungan mjer? Sex menn eins og þið, gætuð ekki borið mig í þessum eldspýtu- stokk ykkar. Hafið ykkur burtu, góðu menn, jeg hefi eng- in not fyrir ykkur og þennan hlægilega kassa ykkar. Jeg ber dálítið skynbragð á burðar- menn, sjálfúr hefi jeg yerið það. Þið hafið fætur eins og fluga. Jeg, veikur maðurinn, vildi ekki hafa það á samviskunni að brjóta þá. Gefðu þeim peninga fyrir tei og rektu þá síðan burtu“, sagði hann við einka- ritara sinn, og mennirnir tveir voru sendir hið bráðasta burtu. Pearl hafði orðið fyrst til að bjóða tengdaföður sínum öxl- sína til stuðnings, er hann fór fram úr rúminu. Hann studd- 1 ist þungt, en varlega við hana, því að hann var vanur að gæta varúðar, er grannvaxið kven- fólk átti í hlut, vegna hins mikla þunga síns. Hann stóð þarna risavaxinn, nakinn og ófeiminn, og enginn talaði leng ur um dauðann í sambandi við hann. „Ætlar hann að sigrast á hon um?“ hvíslaði Yutsing að konu sinni. Hann var mállaus af undrun yfir hinu óvænta þreki föður síns. Hún beit á vörina til að verj- ast hlátri. „Það lítur næstum út fyrir því“, hvíslaði hún á móti. Hún leiddi Chang Bogum að stórum stól og horfði upp og á hann. Hann strauk hrokkið hárið hennar. „Þær ófríðu hafa skynsemi, hinar heimsku fegurð“, sagði hann glettnislega og Pearl vissi, að á þessari stundu snerist hug- ur tengdaföðursins til hennar í fyrsta skipti. Chingliu og Meilan komu inn með skrautklæði húsbónda síns, vesti og sokka, skó og silki- kyrtil, og byrjuðu að klæða hann, eins og þær væru barn- fóstrur. í stóra móttökuherberg inu var uppi fótur og fit meðal ættingjanna og áhangendanna. Er þeir fóru að jafna sig eftir sprenginguna, töluðu þeir allir í einu, hneygðu sig hver fyrir öðrum og hrósuðu happi yfir að vera heilir á húfi og yfir batnandi heilsu Chang, banka- stjórans, lávarðar þeirra og föður. Liu sat í einu horninu og reykti langa og mjóa pípu. „Jæja?“ sagði hann í spurn- arrómi, þegar Pearl settist hjá honum og fjekk sjer vindling. „Við verðum að bíða þangað til hin Háa Persóna lætur í ljósi fleiri óskir“, sagði hún og brosti. Liu sat hugsandi um stund, síðan brosti hann einnig. Innan úr svefnherberginu bár- ust háværar skipanir Chang og öskur öðru hvoru. „Sjúkrabifreiðin fjell hinni Háu Persónu illa í geð“, sagði Pearl kímin. Hún spenti greip- ar í keltunni og beið ánægð á- tekta. XXI. Vegir mannssálarinnar eru fíngerðir og margþættir, og veit margskonar leiðir til undan- komu. Engum eru bakaðar meiri kvalir en hann getur bor- ið. Náttúran sjer mönnum fyrir yfirliðum og leiðslu til að draga úr þjáningunum. Þegar dr. Hain hafði lesið brjef konu sinnar, og þegar hann um leið var sviptur síð- ustu voninni og takmarki lífs síns, varð hann algerlega lam- aður og tilfinningalaus. Sem skurðlæknir hafði hann oft gert limi og líkamshluta tilfinninga- lausa á svipaðan hátt með frystingu, og enda þótt ekkert væri eftir af manninum og lækn inum dr. Emanuel Hain eftir þetta lokaáfall, komst hann þó að raun um, að hann var fær um að hegða sjer eins og viti borinn maður. Honum hepnað- ist að fá samband, þrátt fyrir ringulreiðina, sem ríkti í sím- stöðvum borgarinnar, og honum tókst einnig að ná tali af hin- um önnum kafna fulltrúa ensku krúnunnar, Sir. Henry Kings- dale-Smith. Hann tilkynnti hon um einarðlega og þó hæversk- lega að hr. Robert Georg Russ- ell hefði dáið svo vafasömum dauða, að hann sem læknir gæti ekki látið undir höfuð leggjast að ráðleggja rjettarrannsókn. Hann sagði ennfremur, að hann hefði ekki sett sig í samband við Alþjóðalögregluna, sem hefði raunar með þetta að gera, heldur tilkynnt honum manna fyi'stum, vini fjölskyldunnar og fulltrúa Bretlands, ef ske kynni, að honum Ijeki hugur á að forðast opinbert hneyksli. Hann bað Sir Henry einnig hæ- versklega um að fyrirgefa sjer ómakið á þessum annatíma, og ljet í ljós ósk um að hann sendi einhvern áður en lát Bobbie frjettist um hótelið. Sir Henry þakkaði honum fyrir, ræskti sig noklyum sinnum og sagði síð- an fljótmæltur að hann myndi koma sjálfur til Shanghai-hó- telsins samstundis til að rjetta frú Russell hjálparhönd- Enda þótt dr. Hain væri sljór hepnaðist honum að svara Ma- Pjetur og Bergljót Eftir Christopher Janson 15. til þess að jeg sje fremri hinum stúlkunum í neinu“, sagði Bergljót, „jeg er ekkert annað en hálfgert stelpu- krýli. —; En fáðu þjer nú sæti og rabbaðu við mig svo- litla stund, þar er svo langt síðan við höfum talast við, jeg held það hafi verið á ballinu á Efstabæ, og það er langt síðan“. „Já, það var á ballinu því, og gaman var nú það kvöld- ið“, sagði Níels, og bætti við: „Var það ekki þá, sem þeir flugust á, hann Pjetur á prestssetrinu og hann Óli á Bjargi?“ „Ojú, það held jeg nú“. „Hvernig geðjast þjer að honum Pjetri?“ spurði Níels svo. „Æ, þetta er skelfilegur galgopi, ætli verði nokkurn- tíma maður úr honum“, sagði Bergljót og leit út að dyr- unum til þess að hlusta, hvort faðir hennar stæði kanske á hleri. „Ja, þetta var þjer líkt“, sagði hringjarinn og njeri á sjer hnjen, „svona spjátrunga eins og hann, er ekki vert að virða neins. Þeir eru ekki við eina fjölina feldir“. „Uss, þú mátt ekki tala svona hátt, það gæti heyrst til þín“, hvíslaði Bergljót. „O, ætli það gerði þá nokkuð til“, sagði hringjarinn. „hann faðir þinn og jeg erum góðir vinir“, bætti hann við og hló með sjálfum sjer. „En jeg ætlaði nú að spyrja þig, Bergljót, hvort þú hjeldir ekki að það gætu orðið hjón úr okkur. Jeg á jörð og bú, og alt sem þú vilt hendinni til rjetta, svo ekki skaltu þurfa að vinna fyrir mat þínum“. „Hvað heldurðu að hann faðir minn ségi við þessu?“ sagði hún. „Það er jeg ekkert hræddur við, hann faðir þinn sam- þykkir þetta alt“, kallaði hringjarinn æði hátt. „Já, ætli það ekki“, var hrópað í sama bili, og um leið var þrifið í hnakkadrambið á hringjaranum, svo hann var rjett dottinn og annari hendi gripið óþyrmilega aftan í brækur hans, og honum kipt út um dyrnar og fleygt af hendi út á mitt hlaðið og þar sat hann klumsa og vissi hvorki upp nje niður. Þriðji kafli. Sunnudagsmorguninn kom, og slíkur morgun hafði ekki lengi runnið upp yfir sveitina, það var rjett eins og hún hefði öll verið þvegin af næturdögginni, og stæði nú jynu. Hún: — Meðan við vorum trúlofuð, sagðir þú oft, að þú- vildir láta lífið fyrir mig. I Hann: — Góða mín, nú væri það mesta fjarstæða. Þá yrð- irðu ekkja. ★ „Þegar jeg kom til Vestur- heims, átti jeg ekki annað en skyrtuna, sem jeg var í. En nú á jeg miljón.“ „Jeg er alveg hissa. Til hvers notarðu allar þessar skyrtur?“ ★ Sigga litla: — Spurðu mig, meira af eplaköku, mamma? Móðirin: — Nei, barnið mitt. Sig'gal litla: — Spurðu mig, mamma. ★ 0 ^ Kennarinn: — I hverju var það fólgið að Karl 2. var ein- valdskonungur ? Stína litla: — Hann var ó- kvæntur. ★ Hann (í brúðkaupsferð): — Virðist þjer ekki ljómandi fal- legt hjerna. Hún: — Jú, hingað vil jeg fara allar brúðkaupsferðir mín- ar. ★ Guðrún: — Maðurinn minn er alveg ótækur. Hann veit eiginlega ekki neitt. Sigríður: — Maðurinn minn er óþolandi. Hann veit alt. ★ — Svo háði jeg einvígi við fjandmenn mína. — Það var ágætt, og hvað svo....? — Svo hljóp jeg eins og fæt- ur toguðu og þeir á eftir. ★ Kennarinn: — Hve mörg epli ættir þú að fá. ef þú eða systir þín ættu að skipta 18 eplum á milli ykkar? Jón litli: —■ Það færi eftir því, hvort okkar skipti þeim. ★ Hann: — Jeg þyrði að veðja um, að þjer vilduð giftast, jafn- vel vitfirring. Roskna ungf rúin: — Eruð þjer að biðja mín? ★ Húsfreyjan: — Eldastúlkan hefir verið óheppin með matinn í þetta sinn, jeg vona að þú gerir þig ánægðan með koss í uppbót. Húsbóndinn: — Sjálfsagt. Náðu strax í hana. ★ — Jeg sá þig við jarðarförina í gær. Það var fallega gert af þjer að fylgja óvin þinn til graf ar. — O, já, reyndar var það ekki af kærleika gert, jeg vildi vera viss um að búið væri að hola honum niður í jörðina. TÉr Húsbóndinn: — Því ertu að gráta, Manga mín, þykir þjer svona leiðinlegt að fara frá mjer? Margrjet: — Nei, ekki græt jeg þessvegna, en jeg kenni svo í brjóst um hana Gunnu, sem kemur hingað í minn stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.