Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 6
« JO 8.0 C N B LAÐIÐ >riðjudagur 29. febr. .1944. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík FramkvÆtj.: Sigfúa Jónsson Ritstjórár: Jón Kjartansson, Váltýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni óla Ritstjórn, augiýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Simi 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands { lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. I liltl arum Lýðveldisstjórnarskráin LÝÐVELDISSTJÓRNARSKRÁIN hefir nú hlotið af- greiðslu neðri deildar Alþingis. Öll deildin stóð óskift að samþykt hennar. Efri deild á nú eftir að leggja smiðs- höggið á stjórnarskrána. Ekki er vafi á því, að þjóðinni mun geðjast vel að þeim efnisbreytingum, sem gerðar hafa verið á stjórnarskrár- frumvarpi milliþinganefndarinnar. Aðalbrevtingin snerti kjör forsetans, en heiti hans verður: Forseti íslands. Sam- kvaemt frumvarpi milliþinganefndar skyldi Alþingi kjósa forsetann. En stjórnarskrárnefndir þingsins lögðu til, að forseti yrði þjóðkjörinn. Hefir það nú verið samþykt En þar sem gert er ráð fyrir, að lýðveldið verði stofnað 17. júní n. k., var ekki unt að koma því þannig fyrir, að þjóðkjörinn forseti tæki við völdum samtímis. Var því sett það bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrána, að Alþingi skyldi kjósa forseta fyrsta sinni, til eins árs. Samþykt var við 3. umræðu málsins í Nd. breytingar- tillaga við 26. gr., sem telja verður til bóta. Hún er í því fólgin, að lagafrumvarp, sem forseti synjar staðfest- ingar og lagt er undir úrskurð þjóðarinnar, öðlast fyrst gildi, er þjóðin hefir goldið því jákvæði. Samkvæmt frum- varpinu, eins og milliþinganefndin gekk frá því, skyldi slíkt lagafrumvarp öðlast gildi strax, en lögin fyrst falla úr gildi, ef þjóðin synjaði samþykkis þeirra. Hjer er um að ræða veigamikla efnisbreytingu. Sýnist ákvæðið, eins og frá því er gengið nú, meira í samræmi við þann til- gang, sem stefnt er að með þessu synjunarvaldi forsetans. Lýðveldisstjórnarskráin er nú komin í þann búning, að Alþingi stendur einhuga að samþykt hennar. Þetta er ánægjuleg tilhugsun. Verður þetta mikill styrkur við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Ef þjóðin sýnir sömu einingu 1 skilnaðar- og lýðveldismálinu og Alþingi hefir gert, þarf ekkert að óttast. Laxfoss-góssið LOKSINS, eftir að sjö vikur eru liðnar frá því að Laxfoss strandaði hjer utan við mynni Reykjavíkurhafn- ar, fá farþegar tilkynningu um, að farangur þeirra sje kominn á land. Samtímis er pósthúsinu tilkynt, að mikl- um hluta af póstinum hafi verið bjargað, þ. á. m. verð- póstinum, en hann var mjög mikill þessa ferð, að sögn 100 þús. og þar á meðal mikið af peningum (seðlum). Hver ber ábyrgðina á því eindæma sleifarlagi, sem ríkt hefir við björgun þessa verðmætis, með þeim af- leiðingum, að mönnum er bakað stórtjón, algerlega að ástæðulausu? Að því er snertir farangur farþeganna, verður svarið við þessari spurningu án efa á þá leið, að farþegarnir verði sjálfir að bera sitt tjón, vegna þéss að farangurinn hafi ekki verið vátrygður. En því er þá til að svara, að þegar skip strandar, er það tvímælalaust skylda eigenda skipsins að gera alt, sem unt er, til þess að bjarga verð- mætum úr hinu strandaða skipi, og það án tillits til þess, hvort verðmætið er vátrygt eða ekki. Farangri farþeg- anna á Laxfossi mátti án efa bjarga strax á fyrsta degi eftir strandið. En hann er látinn liggja í lest skipsins í sjö vikur og látið í veðri vaka við farþega, að farangurinn sje flotinn út úr skipinu. Þegar svo farangurinn loks kem- ur upp úr skipinu, er hann meira og minna ónýtur, rjett eins og verið sje að gera sjer leik að því að eyðileggja dýrmæta hluti fyrir mönnum. Um póstinn er það að segja, að sú skylda hvílir á skip- stjóra og skipshöfn strandaðs skips, að gera alt sem unt er til þess að bjarga honum. En hjer virðist ekkert hafa verið hirt um póstinn. Hann er látinn liggja í skipinu vikum saman, rjett eins og engum komi hann við! Og hver átti að bera tjónið, ef pósturinn hefðí aldrei komið fram? ,,. tl j; VærifróðlegLað vita, hvað upplýst hefir við. sjóprófin um þessa, björgunarstarfsemi alla. Fiskverð lækkar í Englandi. 15. febr. „Verð á nýjum fiski er nú fallið í Englandi að miklum mun. „Skallagrímur“ seldi afla sinn fyrir 2300 pund sterling, „Jón forseti11 fyrir um 2700 pund og ,,Vínland“ eitthvað líkt“. Það er mikið um Hansena i Kaupmannahöfn. 17. febr. „I Kaupmannahöfn eru 30 þús. manns, sem heita Hansen. Það var ekki lítið“. Löngu eftir að stríðinu 1914 —18 lauk, voru rekdufl hættu- leg sjófarendum og ráku víðs- vegar á land. 17. febr. „18 tundurdufl rak á land einn daginn í janúarmánuði á suðvesturströnd Noregs. Nokk- ur þeirra sprungu í klettunum, en tjón varð ekkert af“. Ford lætur af verkstjórn. 17. febr. „Ford milljónamæringur hef- ir nú látið af stjórn bifreiða- verksmiðju sinnar, en sonur hans, 24 ára gamall, tekið við. Eitt af síðustu verkum Ford var, að hækka lágmarks-dag- laun verkamanna sinna úr 20 upp í 25 shillings og eru það 28 þús. verkamenn, sem búa við þau launakjör, en 23 þús. hafa hærri laun. Ford, sem nú er 55 ára gamall,, kveðst ætla að gefa sig allan við því, að finna upp hentuga mótorplóga.“ ★ ®mu «■*» Veður var þá heldur kalt hjerlendis. 18. febr. „Kuldaveðrátta er nú mikil um alt land. Minstur kuldinn í Vestmannaeyjum 9 stiga frost, en mestur á Grímsstöðum 12.5 st. í gærmorgun. Hjer í bæn- um 10,1 st. Vatnspípur sprungu víða hjer í bænum í gær. Menn hafa átt svo mildri veðráttu að venjast það sem af er vetrinum að þeir hafa ekki varað sig. Vilhjálmur Stefánsson vill ekki að þröngvuð sje menning upp á Eskimóa. 19. febr. „Vilhjálmur Stefánsson var um miðjan desembermánuð sæmdur „Charles P. Dalys“ heiðursmerkinu svonefnda fyr- ir hið mikla starf, sem hann hefir unnið i þágu vísindanna á ferðum sínum. Við það tæki- færi flutti Vilhjálmur ræðu, þar sem hann endurtók fyrri á- skoranir sínar um það, að eigi væri verið að þröngva menn- ingu upp á Eskimóa, því að það væri sama sem að útrýma þeim alveg. Sagði hann þar sögu af einum Eskimóaflokki, sem fanst árið 1825 og í voru þá 5000, en nú er.u eigi eftir nema 40. Kendi hann menningunni og breyttum lifnaðarháttum um tortíming þjóðflokksins“. verji daqíe Uppskipunin úr Lax- fossi. SEINT HEFIR hún gengið uppskipunin á farþegaflutningi úr Laxfossi. Á sunnudaginn var kom loks upp úr skipinu mikíð af farþegaflutningi og tugir þús- unda króna í peningum og öðru verðmæti. Sjö vikum eftir að skipið strandaði er skipað upp úr því verðmætinu, sem var í afturlest skipsins, er það strand- aði. Peningar, sem voru í pósti og hirslum manna, voru óskemd ir, en geta má nærri, að fatnað- ur og annað slíkt, er legið hefir í ferðatöskum í sjó í nærri tvo mánuði, er ekki orðið mikilsvirði. Vafalaust hrósa þeir menn happi. sem þarna áttu verðmæti, en eins og bent var á hjer í dálk unum strax eftir að Laxfoss strandaði, er það sleifarlagi einu um að kenna, að allur eða mest- ur farþegaflutningur og póstur var ekki tekinn úr skipinu ó- skemt góðviðrisdagana eftir strandið. # JÞví var sagt ósatt? ÞEGAR á það var bent hjer i blaðinu, að vel hefði verið hægt að bjarga farangri og pósti úr Laxfossi, var þvi til svaráð, að sjórinn hefði sprengt upp lest- arhlera afturlestarirmar, þar sem mestur farangurinn var geymd- ur, og að hann hefði flotið út. Þessu til sönnunar var á það bent, að ferðatöskur úr Laxfossi hefði rekið hjá Gróttu og jafn- vel vestur á Snæfellsnesi. Það væri því þýðingarlaust að reyna að fara í lestina til að sækja dót- ið. Það væri alt komið veg allr- ar veraldar! Farþegar, sem höfðu verið svo ólánssamir að missa þarna alt sitt, urðu að sætta sig víð örlög sín bótalaust. Mistu margir þarna stórfje og verð- mæti. Hversvegna þurfti að segja ó- satt um þetta atriði. Farþegar á Laxfossi hefðu vafalaust viljað skjóta saman í þann kostnað, sem af því hefði leitt, að kafari hefði verið fenginn til að reyna að bjarga farangrinum og líklegt er að póststjórnin hefði viþað leggja í einhvern kostnað til að bjarga verðpósti, sem í skipinu var og sem nam tugum þúsunda. Það verður ekki komist hjá því að víta mjög þessa fram- komu þeirra manna, sem hjer báru ábyrgðina. • Ein lítil saga. KUNNINGI minn hringdi til mín á sunnudaginn, eftir að hann hafði lesið pistilinn um kvikmyndirnar og ábendingu mína um, að stjórnarvöldin gæfu þessu útbreiðslutæki meiri gaum en gert hefir verið hingað tn. „Mig langar til ag segja þjer eina litla sögu í sambandi við það, sem þú ert að skrifa rim kvikmyndirnar“, sagði hann. „Fjelagsskapur hjer í bænum, sem hefir það á stefnuskrá sinni að auka kynni meðal íslendinga og enskumælandi þjóða, Anglia, hefir haft í hyg'gju að fá góða íslandskvikmynd til að sýna fyr ir hina erlendu meðlimi fjelags- ins. En hvert átti að leita til að fá slíka kvikmynd? Ekki var til nein opinber skrifstofa, sem gat gefið upplýsingar í þessu efni, og var þá það ráð tekið að leita eaa. ufinu aðalatriði. I hvaða öðru Jandi, sem Var, hefði verið hægt; að fá góða.kvilanynd í þessu skyni hjá hinu opinbera, endurgjaldslaúst og meira-að segja hefði upplýs- ingadeild hvaða ríkisstjórnar sem var orðið himin lifandi feg- in að geta veitt slíka aðstoð". Verður lýðveldishá- tí'ðin kvikmynduð? FYRIR NOKKRU sýndi Tjarn- arbíó kvikmynd frá AJþingishá- tíðinni á Þingvöllum 1930. Bæj- arbúar þyrptust á sýninguna, sem var þó heldur ómerkileg. Þetta var mjófilma og maðurinn, sem hana tók, hefir vafalaust ekki haft góð tæki til verksips. Það er leiðinlegt, að ekki skuli vera til góð kvikmynd af þeirri merkishátíð, en úr því verður ekki bætt hjeðan af. Nú eru hinsvegar fyrir hönd- um hátíðahöld í sambandi við stofnun íslenska lýðveldisins á vori komanda. Alj)ingi hefir kos ið nefnd manna til að undirbúa þau hátíðahöld og er þess að vænta, að þau verði mikil og glæsileg eins og sómir slíku tæki færi. Látum það nú ekki koma fyrir, að það gleymist að taka kvikrnynd af þeim hátíðahöld- um. Helst ætti það að vera tal- mynd, svo að ræður, sem haldn- ar verða við það tækifæri, verði Jrægt að endurtaka um alt Jand fyrir þá, sem verða svo óhepnir að geta ekki tekið þátt í hátíða- höldunum sjálfum. # Mikill er sá munur. ÞAÐ HEFIR verið unnið að því af kappi að ryðja rústir Hót- el Islands undanfarnar vikur og virðist verkinu miða allvel á- fram, þegar tekið er tillit til þess, hve fáir menn vinna að því. Það er þegar mikill munur að sjá útlit miðbæjarins, og fegnir eru vegfarendur, að norðurgafl- ínn af útbyggingunni, sem hjekk fram á götuna, studdur vír- spotta, skuli hafa verið tekinn niður. Þegar búið er að ryðja allar rústirnar má búast við, að kjallarinn verði hættulegur, ef ekki verður gengið vel frá Lítið gagnlegt mun hafa fund- ist i rústunum, því alt var kol- brunnið. # Hvað verður heita vatnið dýrt? MIKIÐ ER UM það rætt meðal Jiitaveitunotenda, hvað heita vatnið muni kosta. Virðast marg- ir hafa töluverðar áhyggjur af því, að vatnið verði dýrt og dýr- ara, en ef hitað væri upp með kolum. Svar mun brátt fást við þessum ’spurningum, því á næstu dögum verður farið að innheimta gjöld fyrir heita vatnið. Helgi Sigurðsson hitaveitu- stjóri, sem hingað til hefir ekki viljað leyfa mjer að hafa neitt eftir sjer um verð á heita vatn- inu, sagði mjer í gær, að hann reiknaði með, að heita vatnið yrði raunverulega 10% ódýrara, en kolahitun. En það hefir verið reynsla t. d. með hitaveitúna frá Laugunum, að fyrst í stað, eftir að hún var lögð inn í hús, notaði fólk meiri hita, en það raunveru- lega þurfti. Það tók alllangan tíma að komast „upp á lagið“. Það má búast við að sama sagan endurtaki sig með Reykjaveit- til ljósmyndara, sem vitað er að una. Fólki kann að þykja hún dýr við fýrsta áfléstur, en brátt mun það læra, að nota ratnið á hag-, kvæinari hátt og mun þá hita- og tafsamt, en það er þó ekkei t kostnaðtuinn læltka fljótt. hafa fengist við kvikmyndun hjer á landi í tómstundurn sín- um. Þetta var vafstursamt verk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.