Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 7
>riðjudagur 29- febr. 1944. MORÖU XB L AÐ19 7 HUGLESARINN DUNNINGER — JOSEP JDunninger, sem skilgreinir sjálfan sig sem sálkönnunarmeistara, held- ur því ákveðið fram á hin- um undraverðu útvarps- kvöldum sínum, að afrek hans í huglestri og fjar- skynjan sjeu ekki yfirnátt- úrlegs eðlis, en „þriggja ára barn gæti framkvæma þau •— með þrjátíu ára æfingu“. Dagskrárliður Dunning- ers er eitt hið furðulegasta, sem berst eftir öldum ljós- vakans. Sálkönnunarmeist- arinn situr við borð, alveg eins og kaupsýslumaður — og látið yður ekki til hugar koma, að hann sje það ekki. Við lanvt borð situr þriggja manna dómnefnd, ætíð val- inkunnir og trúverðugir borgarar. í áheyrendasaln- um eru um það bil þrjú hundruð manns, og allir bíða þess með mikilli eftir- væntingu, hvort maður þessi uppi á leiksviðinu geti í raun og veru lesið hin- ar instu hugsanir. Eftir að kynningum og skýringum er lokið, kemur hreyfing á Dunninger við borðið, og hann starir út yf- ir áheyrendahópinn. Það er ekkert einkennilegt við þetta, nema hvað dálítil Shakespeares líking er í röddinni. „Einhver kona“, segir hann eins og hann væri að spvrja um klukkuna, ,,ein- hver kona er að hugsa um stafina T og 0“. Kona rís á fætur og rjettir upp hend- ina. „T-ið“, segir Dunninger, „merkir Tojo, páfagaukinn yðar, en O-ið merkír gull- fiskinn yðar“. „Það er rjett“, stynur kon an upp og hnígur siðan aft- ur ofan í sæti sitt. Undrun- aralda fer um salinn. Engin svik hafa sannast. AUÐVITAÐ grunar yð- ur, að Duninger hafi verið búinn að koma sjer saman um þetta við páfakaukskon una. En Dunninger lætur hvern og einn sverja, að það sje ekki um neitt leyni- makk að ræða. Það er einn- ig eðlilegt að gera ráð fvrir því, að ef Dunninger hefði svik í frammi, þá myndi einhver kona koma upp um hann. Tugir manna hafa stað ið upp í áheyrendasalnum og staðfest, að hann hafi les ið hugsanir þeirra. Ekki einn einasti maður hefir freistað að vinna sjer inn 65.000.00, sem Dunninger hefir heitið hverjum þeim, er sannað geti, að hann hafi „bandamenn, hjálpaimenn eða samleikara" Dunninger er auðvitað gamall í hettunni sem töfra maður. Hann hefir lýst sjálf an sig „síðastan þeírra, sem borið hafi hið mikla heiti töframaður“. Hann sagaði kvenmann í átta hluta — og voru þetta endurbætur hans á tækni fyrri töfra- manna, er söguðu kvenmann aðeins í tvent. Þegar hann langaði verulega til þess að t -r .. . Eftir Earl Sparling Grein þessi fjallar um mjijg mcrkilegan mann í Bandaríkjunum, sem virðist geta, með næstum full- kominni nákvæmni, lesið hugsanir fólks. — Höfundur greinarinnar telur hjer upp fjölda dæma. er virðast sanna það, að hjer sje um að ræða furðulcgt fyrirbrigði. Greinin er þýdd úr „Reader’s Digest“. framkvæma eitthvað mergj að, þá Ijet hann ííl hverfa í loftinu. Hann var einka- vinm' Harry Houdini sem arfleiddi Dunninger að ýms um tækjum sínum. Fyrir tíu árum síðan fóru andatrúarmiðlarnir mjög í taugarnar á honum, svo að hahn tók að áreita þá. Lof- aði hann hverjum þeim miðli 65.000.00, er íramleitt gæti andafyrirbrigði, sem hann ekki annað hvort gæ.ti endurframleitt eða krufið til mergiar. Margir revndu að vinna til fjárhæðar þess- arar, en engum heppnaðist það. Hann sannaði, að einn miðillinn framleiddi högg- hljóðin frá öndunum með því að láta braka í liðamót- um tánna. Viðurkendi hann að þetta gæti hann ekki gert. Osýnileg orustuskip. FYRIR skömmu bauð Dunninger flota Bandaríkj- anna töfrakunnáttu sina. •— Kom hann með tillögu um það að gera orustuskip ó- sýnileg. — Flotaforingjarnir hafa sennilega ekki hevrt um hæfni hans við að láta lifandi fíla hverfa, því að þeir tóku hugmynd hans fremur tómlega. Dunninger vill ekki útskýra þessa hug- mynd sína með þeim for- sendum, að hún sje bæði hernaðarlegt leyndarmál og töfraleyndarmál. Útvarnssendingar hans eru undraverðar, jafn vel þegar hann á erfitt með úr- jlausnirnar. Einhver er að hugsa um stafinn E, segir hann, en E-ið virðist eitt- hvað einkennilegt. Dunn- inger er áugsýnilega ráð- þrota. Maður stendur á fætur og útskýrir málið: „Jeg er að hugsa um grískt S“. „Jæja, jeg kann ekki grísku“, segir Dunninger, „en jeg sje líka þríhyming“. „Það er rjett“. „Og T.“ „Það er lika rjett“. Ef til vill hefir þetta ver- ið eitthvert grískt háskóla- fjelags heiti. Dunninger fer ekki frekar út í þá sálma. Hann er búinn að fá alveg nóg af grískunni.Hann snýr sjer i skyndi að næsta fórn- arlambi. „Einhver er að hugsa um upphafsstafina M. L.“ Maður rís á fætur i ní- undu sætaröð. „Eru þetta .upphafsstafir í .náfni einhvers hjer inni?“ ,,Já“. „Þeir eru upphafsstafir í nafni konunnar, sem situr vður til hægri handar“. „Mjer til vinstri handar“. Dunninger hlær. „Jæja, mjer getur skjátlast. Hægri hlið mín er vinstri hlið yð- ar. Nafn konunnar er Levy“ ..Það er rjett“. „Og þjer eruð að hugsa um símanúmer. Númerið er Trafalgar 7-6796“. „Já . . . Trafalgar 7-6797“ Ðunninger ypti öxlum. — Hann tekur það skýrt fram í hverri dagskrá, að hann geri ekki kröfu til að telj- ast meir en 90'v nákvæm- ur. Dunninger hefir góðar tekjur. ENGINN sjerstakur ber ábyrgð á dagskrárlið þess- um, enda gerir Dunninger | þetta einungis til gamans. Hann vinnur þó fyrir um * það bil 20.000.00 á viku í umíerðasýningum. — Hann segir með hinni einkenn- í andi hógværð sinni, að hann sje tekjuhæsti einka sam- sæta skemtarinn í heimin- um. Ef til vill er hann það ekki, •en hann hefir fengið um 10.000.00 fyrir eitt ein- asta kvöld. Hann fullyrðir, að sjer- hver geti að einhverju leyti lesið hugsanir. Leiðbeining- ar hans eru þær, að send- andinn einbeiti hugsuninni eins og hann mögulega geti og móttakandinn hugsi sjer svart spjald og skýri síðan frá, hvað hann sjái skráð á það með hvitu letri. Dunninger er 47 ára að aldri, íremur hávaxinn, traustbvgður maður, með hár, sem tekið er að þvnn- ast, og augu, er bæði bætti telja sljóf og stingandi. Auk þess að vera töframaður og huglesari, er hann einnig dáleiðandi. Öðru hverju er hann kvaddur af læknum til þess að dáleiða einstaka sjúklinga og hefir starfað þannig í að minsta kosti þremur sjúkrahúsum. Faðir Dunningers kom til Bandaríkjanna frá Baj- ern, og gerðist þar vefnað- arframleiðandi. Hann er nú látinn. Dunninger er ó- kvæntur og býr með móður sinni í íbúð í Bronx. Hann kveðst hafa uppgötvað fjar- skynjunargáfu sína strax í mentaskólanum. Hann var ljelegur í reikningi og reikn aði dæmin oftast skakkt En hann komst að raun um það, að ef hann aðeins gat sjer til um svarið, þá fekk hann oftast rjetta útkomu. Eftir það kveðst hann hafa tekið að gera foreldra sína forviða með því að segja þeim hver \ræri að hringja til þeirra í simann, og hver væri að koma í heim- sókn, þegar djTabjallan hringdi. Eins og flestir drengir reyndi hann að fremja töfra brögð, en ólíkt flestum öðr- um drengjum lagði hann mikið á sig við þetta. Enda þótt hann Væri fvrst og fremst töframaður, tók hann að Iesa hugsanir fljót- lega eftir að hann fór að koma opinberlega fram. — Margir huglesarar hjeldu þá sýningar, og áheyrendurnir töldu sjálfsagt, að þeir hefðu hjálparmenn. —- En orðstír hans breiddist skjótt út., og tienir menn tóku að bjóða honum i einkasam- kvæmi til huglestrar. Dunninger hefir heimsótt Roosevelt. ROOSEVELT forseti, hef ir tvisvar boðið honum til hvíta hússins. í síðara skift- ið var um raunverulegan ráðuneytisfund að ræða. Fyrst las Dunninger hugs anir forsetans. „Þjer hugsið: „Verður Hammy Fish eða Huey Long kjörinn næsti forseti?“ „Það er rjett“, sagði for- setinn hlæjandi. Dunninger sneri sjer að Morgenthau, fjármálaráðh., og sagði honum að hann hefði fimm dollara seðil í vasanum og tilgreindi núm- er hans. Morgenthau dró upp seðilinn og athuga núm erið. „Þjer hafið rjett fyrir yð- ur“. Þá sneri Dunninger sier að Hull utanríkisráðherra. „Þjer hugsið: Jeg vildi að jeg gæti á sama hátt lesið hugsanir konunnar minn- ar“. „Alveg rjett’ý sagði ráð- herrann, og forsetinn rak upp einn af tröllshlátrum sínum. Frú Roosevelt sagði nokk uru siðar, dálítið tauga- óstyrk: „Hann er svo ein- kennilegur, að ýmsum myndi ekki geðjast að því að hafa hann ætið nálægt sjer“. Þannig var augsýnilega skoðun Calvin Coolidge. — Coolidge bauð honum að- eins einu sinni til hvíta húss ins. Dunninger las þá upp orðrjetta setningu úr einka brjefi, sem forsetinn hafði ritað þá um daginn, og var honum aldrei boðið aftur. Miljónamæringinn Bar- bara Hutton fekk hann einu sinni til þess að lesa hugs- anir sínar. Hann sagði, að hún væri að hugsa um setn inguna: „Ef þjer eigið tvö brauð. þá seljið annað og kaupið lilju“. Það er ekki gott að giska á það, hvar Barbara hefir rekist á þessa setningu, en þó er enn furðulegra,. hvemig Dunn- inger uppgötvaði hana. Hann verður að skilja tungumálið. DUNNINGER reyndi að lesa hugsanir Pacelli kardí- nála, sem nú er Píus páfi XII.Dunningar reyndi hvað eftir annað, en varð alveg ruglaður í riminu. Dunn- inger skýrir málið þannig, að hann hafi gert ráð fyrir, að kardínnálinn mvndi hugsa á ensku — en kardí- nálinn hafi hugsað á latínu. Eftir að þetta varð ljóst, fjellst kardínálinn á að hugsa sjer engilsaxneskt nafn. Dunninger einbeitti huga sínum og sagði síðan: , Nafnið er Johnny“. Það reyndist rjett. Thomas Alfa Edison, sem nokkrum sinnum gerði til- ráunir með Dunninger, sagði: „Jeg hefi aldrei verið sjónarvottur að neinu ems dularfullu og jaínframt að þvi er manni virðist óhugs- anlegu". Edison Ijet Dunn- inger i tje leynileturskerfi, sem hann áformaði að nota til þess að komast í samband við sálkönnunarmeistarann eftir andlátið. Dunninger hefir þó aldrei fengið nein skeyti. Houdini, Conan Doyle of^ Sir Oliver Lodge fengu honum einnig sjer- staka dulmálslykla. Allir þessir menn eru nú andað- ir. Duninger hefir aldrei komist í neitt hugsanasam- band við neina í öðrum heimi. Dunninger geymir flókn- ustu huglestraraðgerðirnar handa dómurunum, er fram koma í dagskrá hans og eru eiðbundnir um að staðfesta, ef þeir verða varir við nokk ur svik. Menn úr ótal stjett urn og stöðum hafa verið dómarar hjá honum. Fyrir eina útvarpssend- inguna bað Dunninger pró- fessor Merton að fara á- samt tveimur öðrum mönn- um frá Columbia háskólan- um til Columbia bókasafns- ins og velja einhverja bók úr öllum þeim þúsundum bóka, er þar voru í hillun- um. Síðan áttu þeir að velja einhverja tilvitnun í ein- hverja blaðsíðu bókarinnar. Það eina, sem þeir síðar þurftu að gera, var að ein- beita huganum að þessum verknaði sínum. Prófessor Merton sat við dómaraborð- ið í salnum um kvöldið, þeg ar útvarpssendingin fór fram, en hinir tveir sam- starfsmenn hans voru eftir í Columbia. „Nafn bókarinnar“, sagði Ðunninger, „það er einskon ar ritgerð — nafnið er Middletown. Blaðsíðan“ — hjelt hann áfram, „er 444“. „Það er rjett“, svaraði prófessor Merton með lotn- ingarröddu. En nú hikaði Dunninger. Það mátti sjá, að mikil um- brot áttu sjer stað í húga hans. „Það eina, sem jeg get Frainhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.