Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 29. febr. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 11 íftí£ VjfW BAUrí? dame Tissaud, sem stóð upp er hann gekk gegnum anddyrið og ljet rigna yfir hann spurning- um um veðrið og sprengjurnar. Og hvað nú? hugsaði hann, er hann hjelt áfram, því að hugs- anir hans höfðu öðlast undar- lega tilhneygingu til að yfirgefa heila hans jafnóðum. Tómleik- inn og aðgerðarleysið í heila hans, sem áður hafði verið sí- starfandi, kom honum undar- lega fyrir sjónir. Hugsanaverk- smiðjunni er lokað, hugsaði hann og þóttist fjarska fyndinn. Hánn stóð fyrir framan lyftuna og starði á lyftudrenginn, sem glápti á móti, brosandi eftir væntingarbrosi. Chang! mundi læknirinn alt í einu. ,,Upp á þakhæðina“, sagði hann. A leiðinni snerist honum hugur. „Tíundu hæð“, sagði hann. Hann fór þar úr lyftunni og rakleitt til kytru Kurts Planke. Það svaraði enginn, er hann barði að dyrum, svo að hánn sneri handfanginu var- lega og gekk inn. Inni logaði ljós og birta þess fjell á sofandi ungan manninn. Dr. Hain settist á rúmstokkinn og' horfði hugsandi á Kurt stundarkorn. Hann virtist hafa kastað sjer til rekkju eins og hann var, þegar hann kom heim, í óhreinum og hrukkuð- um fötunum. Hann lá á hlið- inni og hvíldi höfuðið í oln- bogabótinni, og sofandi leit hann út fyrir að vera miklu yiigri en hann var — næstum barn. Þrátt fyrir deyfðina fann læknirinn til leiðinda yfir að þurfa að sekja hann, en þar sem hjá því varð ekki komist, þá tók hann varlega í öxl Kurts og hristi hann til. Kurt opnaði augun og brosti vingjarnlega framan í lækninn án þess að sýna nokkur merki undrunar. „Hvaða dagur er í dag?“ spurði hann með rödd barns, sem vill láta dekra við sig. Dr. Hain tók ekki undir glens hans. í þess stað spurði hann: „Hef- urðu verið í ópíumsnatti með Rússell?“ „Já“, sagði Kurt og vaknaði öllu betur. „Mjer hepnaðist mæta vel að lækka hinn breska hroka í hans hggöfgi11. „Hann er dáinn“, sagði lr. Hain. „Ertu að segja satt?“ sagði Kurt án undrunar. „Hann er svei mjer heppinn". „Hefurðu nokkra hugmynd um, hvernig það getur hafa skeð?“ spurði læknirinn. ;,Hver veit, nema hans há- göfgi hafi ekki þolað opíum, enda þótt jeg sæi ekki betur en það hefði prýðilegust áhrif á hann. Þú hefðir orðið hissa á því læknir. Hann var alveg ró- legur — næstum prúður. Að vísu skorti hann talsvert á andríki“. „Voruð þið samferða heim?“ spurði læknirinn, óþolinmóður yfir draumkendu rugli Kurts. * Varstu með honum til síðustu stundar? Þú verður leiddur fyr ir rjett. Farðu á fætur, taktu kalt steypibað, reyndu að jafna þig“- „Farðu á fætur, taktu kalt stðypibað, reyndu að jafna þig“, endurtók Kurt. „Grimd- arlegt, mjög grimdarlegt. Enj skiftir engu máli, ekkert skift- ir nokkru máli. Lífið er eintóm ar hillingar". Hann sveiflaði hendinni í hring, benti síðan á | sig, herbergið og læknirinn. „Hillingar“, endurtók hann, „alt óraunverulegt og því nauða ómerkilegt. Þú og jeg, líf og dauði. Sjerstaklega þó dauð inn: hilling, blekking. Þú ætt- ir að vera morfínisti, læknir,) flestir læknar eru það, er ekki svo?“ Hann settist upp og studdist við dýnuna eins og hann svim- aði. „Þig langar til að hjálpa mjer, læknir, jeg veit það. Mig langar líka til að hjálpa þjer. En sjáðu nú til, því er þannig farið, að enginn getur hjálpað neinum. Þakka þjer fyrir, þakka þjer samt fyrir“. Hann fór að hlæja. „Jeg hefi ekki trú á, að það sje nein hjálp í tón- listarkvöldum“, sagði hann. Dr. Hain var ekki í skapi til heim- spekilegra viðræðna. Menn undir áhrifum eiturlyfja hafa lag á að segja mestu endaleysu eins og hún sje innblásin speki — það gerði hann óþolinmóð- an. Hann yfirgaf herbergið og vonaði hálfpartinn, að núver- andi sálarástand Kurts myndi ljetta honum yfirheyrsluna, sem hann átti í vændum. Hann nam staðar fyrir utan dyrnar og hugsaði sig lengi um. Hann mundi óljóst eftir einhverju á- ríðandi. Chang — næst verður að skera Chang upp, eftir það hefi jeg nógan tíma til annars, hugsaði hann. Hann vissi ekki þá, til hvers hann hefði tíma eftir það .... Hann gekk aftur fnn í lyft- una og fór í henni upp á ájt- ándu hæð. Strax og hann kom inn í ysta herbergið heyrði hann hávaðann og skammirnar í hinum sjúka bankastjóra. Dr. Hain hraðaði sjer inn í stóra herbergið. Þar var umlits eins og verið væri að halda drykkju veislu. Te var á borðum, whiskýflaska gekk manna á milli, menn sátu og stóðu í smá hópum og ræddust við, rifust og hlógu. Dr. Hain hjelt fyrst, að hann myndi vera að vill- ast, en þá sá hann Pearl í einu horninu og benti henni að koma til sín. Hann hafði num- ið staðar í námunda við dyrn- ar, og meðan hún var að ganga yfir gólfið, ljetti sem snöggv- ast skýi því, sern.hvíldi á með- vitund hans. Á því eina augnabliki skildi hann til hlít- ar, hvað hafði komið fyrir hann á þeim stutta tíma, frá því að hann yfirgaf herbergi þetta og þar til að hann nú kom þangað aftur. ískaldur hrollur fór um hann, og hann hugsaði: Hve oft getur maður dáið, og þó lifað eftir sem áður? Síðan varð hann aftur sljór og kald- ur. „Hafið þið getað fengið hann til að gangast undir upp- skurðinn?“ spurði hann Pearl. „Nei, læknir“, sagði Pearl Chang. „Það lítur ekki út fyr- ir það. Auðsjáanlega hefir sprengjan haft góð áhrif á tengdaföður minn. Það er með- al við hans hæfi“. „Sprengjan?“ sagði læknir- inn. Pearl leit hvast á hann. „Já, sprengjan. Hafið þjer ekki tek- ið eftir, að þeir eru að varpa sprengjum á alþjóðahverfið?“ „JÚ, auðvitað“, sagði dr Hain. „En það var snemma í dag“. Hann hefir orðið fyrir óvæntu áfalli, hugsaði Pearl, er hún virti fyrir sjer þreytu- lega og slappa andlitsdrætti þessa gamla starfsbróður síns. „Varð yður mjög mikið um það?“ spurði hún vingjarnlega. „Við tvö erum ekki jafn hörðn- uð í þessum sökum og Shanghai búar?“ „Jú, jú“, sagði dr. Hain. „Jeg er harðnaður“. Heimsstyrjöld- inn skaut upp í huga hans. „Jeg var í heimsstyrjöldinni", hjelt hann áfram. „Verður þá ekki gerður uppskurður?“ „Nei, jeg býst ekki við því. Það lítur út fyrir, að hann ætli að komast af án uppskurðar“, sagði Pearl. Dr. Hain gapti af undrun. „Þá er mjer algerlega ofauk- ið hjer“, sagði hann. Pearl kendi í brjósti um hann. „Nei, verið hjerna leng- ur“, flýtti hún sjer að segja. „Það er eftir að flytja hann. Hver veit, hvað getur skeð næst? í þessu landi á maður altaf allra veðra von“. Liu kom til þeirra. „Skipun frá lávarði vorum og hús- bónda“, sagði hann á ensku. „Jeg á að fara með þig og hina dýrmætu hjákonu samstundis og geyma ykkur í kjallara bank ans innan um aðra dýrmæta gripi. Þar eruð þið óhultar fyr- ir sprengjunum. Ertu tilbúin?11 „Og hvað verður um tengda- föður minn?“ spurði Pearl. „Hin háborna persóna hefir tekið þá ákvörðun að bíða hjer eftir bifreið sinni. Hann er þrjóskari en nokkru sinni fyrr. Pjetur og Bergljót Eftir Christopher Janson 16. ífærð sínu besta hátíðaskrúði. Loftið var svo ljett og svalt og hreint, hVer einasti skýhnoðri var horfinn af himn- inum, svo hann hvelfdist yfir djúpblár og heiður, eins og hann vefði jörðina í arma sína. Sjórinn var líka blár og í honum speglaðist öll sveitin með engi og skóga og hátt, nakið fjallið, sem stóð svo alvarlegt og mændi upp í blá- an himininn. Fuglarnir voru vaknaðir fyrir löngu, þeir kvökuðu og sungu, breiddu út vængina í solskininu. Og á hreiðrunum sátu fuglamæður, þær horfðu í kringum sig án afláts, til þess að gá, hvort fálki eða einhver svip- aður vágestur væri á ferðinni. En þær þurftu ekki mikið að hræðast daginn þann, það var svo friðsælt allt um- hverfis. Það var reglulegur sunnudagsmorgun. Kirkjan stendur á brekkubrún með háan turninn og htorfir yfir vatnið, gáir hvort þeir sjeu að koma, sem í dag heyra hið heilaga orð og hefjast nær Guði sínum í bæn og söng, þeir sem í dag eiga að vera bíessaöir og friðlýstir og ganga eftir vegum sveitarinnar með sjálfan Guo í fylgd, til kirkju sinnar, og hann myndi halda um stjórnvöl bát- anna, sem kæmu með kirkjufólk. Og sjá, þarna kemur fólkið, hver hópurinn eftir annan eftir vegunum og stórir bátar fullir af fólki róandi inn víkina. Fólk stígur í land, heilsast með handabandi og þakkar fyrir síðast, svo geng- ur það upp til kirkjunnar, stendur í smáhópum umhverfis hana og ræðist við. Konurnar eru með hvíta íalda og silf- urmyllur og sálmabækur í höndunum, karlmennirnir í sunnudagsbúningunum, silfurhnepptum treyjum. Fólkið bíður prestsirls og hringjarans, en klukkurnar eru teknar að klingja, og hljómurinn berst víðsvegar á hinum kyrra morgni, yfir fjörðinn, skóginn, mörk og mýrar. Klukk- urnar kalla, en rödd þeirra er mjúk, og tónarnir svífa eins • og helgiblær út yfir landið. Það var friður, aðeins friður, þenna sunnudagsmorgun. i En hvað var orðið um hringjarann, hann sem átti að stjórna söngnum í kirkjunni? Hann var ekki vanur að vera síðastur, blessaður. Fólk, sem kom snemma til kirkj- unnar var annars vant að sjá hann á ferðinni löngu áður en sást bóla á prestinum, þá gekk hann til prestsetursins, eins fínn og hann fínastur gat verið, með kirkjubækurnar undir hendinni og hallaði örlítið undir flatt. — En í dag sást enginn hringjari, hvorki heima hjá prestsetrinu eða við kirkjudyrnar. „O, ætli hann hafi ekki litið einhversstaðar inn á leið- inni“, sagði fólkið, en enginn gat ímyndað sjer hvar það Presturinn: „Heyrðu Jón minn, fullur ertu í dag og full- ur varstu í gær. Þú ert nú orð- inn gamall maður og ættir að bæta ráð þitt áður en þú veik- ist og deyrð“. Jón: „Jeg hefi nú drukkið alla æfina, prestur minn, svo jeg held, að það sje orðið of seint fyrir mig að fara að hætta núna“. Presturinn: „Nei, nei, það er aldrei of seint — aldrei. Jón: „Nú, fyrst það er svo — aldrei of seint — þá held jeg að jeg megi halda þessu á- fram svolítinn tíma enn“. Tveir fyllirónar mætast eft- ir „góða nótt“. Annar: „Ertu ekki timbrað- ur og þyrstur eftir alt fylliríið í gær?“ Hinn: „Ó, minstu ekki á það, hvað jeg er þyrstur og þurr fyrir brjóstinu. Jeg er alveg viss um, að ef þú slærð mig á herðarnar, þá kemur stór gusa af ryki fram úr mjer“. Ferðalangur: „Má jeg spyrja' þig, hvað klukkan er?“ Bóndi: „Hún er tólf“. Ferðamaðurinn: „Er hún tólf? Jeg hjelt hún væri meira“ Bóndinn: „Ónei, í þessari sveit verður klukkan aldrei meira, því að þegar hún hefir slegið tólf, snýr hún til baka og byrjar aftur á fyrsta klukku tímanum“. ★ Siðameistari mætir dreng á förnum vegi, reykjandi sígar- ettu. Siðameistarinn: „Að þú skul- ir reykja svona ungur. Langar þig til þess að fara til vítis?“ Drengurinn: „Jeg skal verða þjer samferða, ef þú lætur mig vita, hvenær þú leggur af stað“. ★ Andrjes: — Var það ekki skammarlegt, hvernig Jón hraut í kirkjunni í gær. Árni: — Jú, minstu ekki á það, jeg hafði ekki einu sinni næði til þess að dotta, hann hraut svo hátt. Presturinn: — Jeg kysi held- ur, að þú sætir heima, Jón minn, kæmir ekki til kirkj- unnar. Það hneykslar söfnuð- inn að sjá þig á hverjum sunnu degi sofandi og hrjótandi í kirkjunni. Jón: — Það er von þjer seg- ið þetta, prestur minn, jeg hefi sjálfur raun af því, en ræðurn- ar yðar hafa sömu verkanir á mig og sterkir svefndropar, án þess þó að jeg sje nokkuð að lasta þær. ★ Ella litla: — Var jeg* í brúðkaupinu ykkar pabba, mamma? Móðirin: — Nei, sem betur fer varstu þar ekki. Ella: — Það er altaf svona, jeg fæ aldrei að vera með, þeg- ar gestir koma. * „Þeir segja mjer, að sonur þinn, sem er í skólanum, sje skáld. Skrifar hann fyrir pen- inga?“ „Já, í hverju brjefi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.