Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 12
12 Öllum verðpóst- inum bjargað úr Laxfossi Farþegaflufningi einnig bjargað Á SUNMUrVVGINN — sjö vikum eftir að Laxfoss strand- aði — var loks mest öllqm pósti, þar á meðal miklu verð- mæti í verðpósti, bjargað úr afturlest skipsins. Hafði póst- Urinn legið. þarna allan þenna tíma óhreyfður og vantar mjög lítíð á að hann sje allur kominn á íand. Verið er að þurka brjef- in og er talið að hægt verði að kóma nærri öllum brjefum til skila næstu daga. Það voru menn þeir, sem vinna að því að bjarga skipinu af skerinu, er náðu póstinum og ennfremur náðust um 30 ferðatöskur farþega. Voru þær, eips og pósturinn, í afturlest skipsins. Farangur farþega er eðlilega mikið skemdur, eftir að hafa legið 7 vikur í sjó, en þó mun eitthvað vera nýtilegt. Þeir, sem geymlu peninga- í ferða töskum sínum, fengu þá. Hafa peningaseðlar ekki skemst það mikið, að þeir sjeu verðlausir. Morgunblaðið veit um einn mann, sem átti um 4000 krón- ur geymdar í ferðatösku sinni, 6em bjargaðist á sunnudag og voru peningarnir allir óskemd- ir. Tug þúsmida virði. Pósturinn og farþegaflutn ingurinn, sem bjargað var úr I .axfossi á sunnudag, er tug þúsuiida virði. Sv'o að segja áll- ur póstur frá Akureyri, Sauð- árkróki, Siglufirði og Blöndu- Ó3i bjargaðist. Enn vantar póst frá Stað í Hrútafirði, sem var í Laxfossi. ffinnar og Þjóðverjar gera viðskitta- samning London í gærkveldi. •Þýska frjettastofan skýrir. frá þv'í, - að viðskiptasamningur Finna og Þjóðverja hafi verið uiidirritaður í Berlín í dag. Vör ur, sem Finnar fá frá Þýska- landi eru m. a. þessar: Kol, kox, bensín, olía, járn og aðrir málm ar, gerfisilki, tilbúinn áburður og ýms lyf og kemiskar vömr. Fá Finnar aukaskamt af oltum til þess að knýja jarðræktar- vjelar í vor. Finnar láta Þjóðverjum í tje aðallega vörur úr viði, og fram leiðslu, sem viðariðnaður Finna framleiðir. — Reuter. Brolajárn til hernaðarþarfa HERNAÐARÞJÓÐIRNAR safna öllu brotajárni, sem til fellur. Gömlum og ónýtum bílum er saínað og yfirleitt öl!u, sem járn eða aðrir rnálmar eru í. Þegar búið cr að safna saman í álitlegan haug er öllu ekið í bræðsluofnana. — Hjer á myndinni cru menn að hlaða brota járni á bíl. Myndin er frá Amcríku. Leitað að radium í sjúkrahúsrústum. London í gærkveldi —: Slökkvi liðsmenn og ruðningssveitir eru að leita í rústum sjúkrahúss eips, sem hrundi í síðustu árás Þjóðverja á London. Það, sem þeir’ eru að leita að, er % gramm af radium, 3000 punda virði. íslensk hjón bjarga amerískum flugmanni frá kulda og vosbúð AMERÍSKUR FLUGMAÐUR í flUgliðinu hjer á landi telur sig vera í mikilli þakkarskuld við Hans Jónsson og konu hans. Þau hjón björguðu flugmanninum frá vosbúð og kulda, er hann hafði .lent í fallhlíf í fjallshlíð skamt frá heimili þeirra hjóna. Blað setuliðsins, „Hvíti Fálkinn“, sem segir frá þessu, getur ekki um heimilisfang hjónanna. Ameríski flugmaðurinn heitir Nick Stam, og er liðsforingi að tign. Hann er frá Lawrensce í Kansas.: Hann neyddist til að stökkva úr flugvjel sinni. Er hann kom til jarðar, gat hann ekki gengið vegna meiðslarsem hann hlaut. Þar að auki var flugmaðurinn á sokkaleistun- um, því flugstígvjel sin hafði hann mist, sennilega þegar fallhlífinn opnaðist og kipti flugmanninum til i loftinu. Vegna misvinda í fjalllendi er mjög hættulegt að lenda í fallhlíf, því- flugmaðurinn get- ur dregist langar leiðir með fall hlífinni, ef hún feykist til fyr- ir vindum. Hans Jónsson bar flugmann- inn til bæjar, því hann var held ur illa á sig kominn, þó meiðsli hans væru ekki hættuleg. Hans lánaði honum stígvjel og hús- freyja hitaði te. Var látið fara eins vel um flugmanninn og hægt var þar til sjúkrabíll frá hernum ‘var sendur til að sækja flugmanninn. Við skoðun i her- sjúkrahúsi kom í ljós að flug- maðurinn var ekki beinbrotinn. Stríðsföngum hjálpað. Stokkhólmi —: Kristilegt fjelag ungra . manna í Svíþjóð ætlar að senda allmargar veit- ingabifreiðir með öllum út- búnaði til Þýskalands. þar sem fulltrúar þessa fjelagsskapar munu starfa að því að hjálpa stríðsföngum. Bs. Hekla hæltir slörfum BIFREIÐASTÖÐIN Hekla roun hætta störfum nú um mán aðamótin. Bifreiðastjórar hafa nú und- anfarið flutt bifreiðar sínar á aðrar stöðvar, einkum hafa þeir farið með bifreiðar sínar á Bs. Hreyfil. Forráðamenn Bs. Heklu telja bifreiðarnar vera orðnar svo fáar, að ekki taki að reka stöð- ina áfram. Hafa þeir því til- kynt þeim, sem eftir eru, brjef- lega, að stöðin muni hætta störfum frá 1. mars að telja. Götuljós kveikt í London. London í gærkveldí —: Það ný- stárlega fyrirbrigði gerðist hjer í borg fyrir 10 dögum síð- an, að kveikt var á öllum götu- ljósum borgarinnar, og bifreið- ar óku með fullum ljósum. — Þettg skeði um dag, er svo svört þoka skall yfir, að dimm- ara varð en um nótt, er borgin var myrkvuð. Birta Lundúna- blöðin myndir af þessu furðu- verki, þvi London hefir, sem kunnugt er, ekki tendrað götu- ljós sín síðan í ófriðarbýxjun. — Reuter. Svínaskrokkum fleygt í Fossvog ÍBÚI við Fossvog sunnan- verðan kvartaði yfir því á sunnudaginn var, við lögregl- una í Hafnarfirði, að rekið hefði svínsskrokka á fjöruna við bústað hans. Voru að þessu hin mestu óþrif, því kjötið var farið að skemmast. Lögreglan rannsakaði þetta þegar og fann í fjörunni 7 svína skrokka. Voru tveir af full- orðnum svínum. en hinir voru af hálfstálpuðum grísum. Ekki hafði svínum þessum verið slátrað og sennilega fleygt í sjó- inn „með haus og hala“, frá einhverju svínabúi þai-na ná- lægt. Dýralæknir telur að ekki geti verið um að ræða að svin- in hafi drepist úr 'pest, því ekki sje vitað um neina veiki í svinum á þessum slóðum. Hafnarfjarðarlögreglan ljet grafa hræin í gær. Leitar hún nú að eiganda svínaskrokk- anna, til að láta hann greiða kostnað við gröftinn. Ályktun í lýðveldis- málinu Frá frjettaritara vor- uin á Akureyri. BÚNAÐARFJKLAG TIrafna gilshrepps í Eyjafjarðarsýslu samþykti eftirfarandi áiykt- un í einu hljóði, á aðalfundi fjelagsins sem haldinn var 13. febrúar: „Aðíil fundur Búnaðarf je- iags Hrafnagiishrepps 13. febrúar 1941 lýsir eindregnu fylgi við lýðveldisstofnun á ntesta vori og skorar á hænda- stjett landsins að beita sjer fyrir sem bestri ]xátttöku í væntanlegri þjóðaratkvæða- greiðslu um sambandsslit og Jýðveldisstofnun' ‘. Þriðjudagur 29. febr. 1944. Þriðji heilavatns- geymirinn á Eskihlíð tilbúinn FYRIR NOKKRU er lokið við smíði þriðja heitavatns- geymisins á Eskihlíð og hefir hann nú veriS tekinn í notkun. Tryggir þetta meira vatnsmagn í bæinn, og hefir því verið unt að byrja á ný að veita heita vatninu í hús. Verða allmörg hús sett í samband við heita- vatns-kerfið á næstunni, en þáð hefir ekki verið bætt við húsum í kerfið síðan í byrjun janúar s. 1. þar til nú. Aðeins tvær dælur ganga nú í dælistöðinni á Reykjum síð- an sú þriðja bilaði á dögunum. Kemur það ekki að sök eins og er. Unnið er að því af kappi, að fá þau tæki, sem nauðsyn- leg eru til að gera við biluðu dæluna. í fregn, sem blöðin virtu í vikunni sem leið, frá bæjar- ráðsfundi, um að borgarstjói-a hefði verið falið að fá tvo menn til að gera við dæluvjelarnar, slæddist inn misskilningur. —■ Borgarstjóra var af bæjarráði falið að fá tvo dómkvadda menn til að athuga skemdirnar á vjelunum, til þess að fá úr því skorið, hvort um hafi verið að ræða galla á vjelunum sjálf- um, eða hvort bilunin er upp- setningunni að kenna. Aflestur hafínn — reikningar bráðlega. Það mun ekki verða langt þangað til farið verður að inn- heimta hitaveitugjald hjá mönn um. Það er Rafveitan, sem ann ast um innheimtuna, og er þeg- ar byijað að „lesa af“ heita- vatnsmælunum hjá heitavatns notendum og reikningar verða bornir út á næstunni. Laxfoss rjeltur á skerinu UNNIÐ hefir verið af miklu kappi við að bjarga m.s. Lax- foss af skerinu, og er björgun nú komið það langt, að tekist hefir að rjetta skipið við. Það eru vjelsmiðjurnar Hamar og Hjeðinn, er mest hafa unnið upp á síðkastið, en í fyi'stu vann Skipaútgerð ríkisins að björg- uninni með smiðjunum og var þar þá varðskipið Ægir, en eft- ir að stýrið bilaði á Esjunni, hefir Ægir haft öðrum verk- efnum að sinna. Bjarni Jónsson, verkstjóri hjá Hamri, hefir stjórnað verkinu af miklum dugnaði, og skýrði hann blaðinu svo frá í gær, að ef góðviðri 'hjeldist í nokkra daga, myndi svo geta faiið, að Laxfoss fari af skerinu fyrr en varði. Viðgerð á „Esju" senn lokið VJDGERÐ á stýri ni.s Esju stendur nú yfir, og er álitið að henni vcrði lokið nú unr helgina. Vcrður ski])ið síðau sett í slipp og stýrið sett það. Er liklegt að skipið verði aftur fært til ferða í byrjun næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.