Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 1
I ntiMðMto 31. árgangur. 48. tbl. — Miðvikudagur, 1. mars 1944. Isafoldarprentsmiðja tuf. Samninaar ekk ir milli Finna og Rússa Sinctair segir hreska flu.gh.erin.ri reihubúr inn til innrásar London í gærkvoldi. — Einkaskeyti til Morgun blaðsins frá Reutér. 'Sir Archibald Sinclair, flugmálaráðheri'a Bretlands, flutti ræðu í dag og lýsti því yfir, að undirbúningi breska flughersins til innrásar vasri nú lokið og væri hann reiðubúinn að styðja land- herinn i innrásinni á meginland Evrópu. Væru tveir sjerstakir flugherir, sem ættu að gegna þessu hlutverki. 9. ameríski flug- herinn og annar breski flugherinn. en það eru núverandi or- ustuílugsveitir Breta, sem nefndar hafa verið „Fighter Com- mand". ,Þá sagði Sinclair, að nýr orust.uflugher hefði verið myndaður, lii þess að hafa varnir Bretlands með. höndum, gegn árásum Þjóðverja. Stjórnar honum Hiil, flugmarskálkur. iSíðan ræddi Sinclair loft- sóknina gegn Þýskalandi . og kvað mikinn árangur hafa náðst, þótt að vísu. hefði þurft að legjgja mikið í sölurnar. Á síðasta .ári mistu Bretar yfir 2000 flugvjelar og 18000 flug- menn, í'allna eða fanga. Kvað Sinclair . hernaðarf ramleiðslu Þjóðverja mjög hafa gengið saman vegna árásanna. Pá ræddi Sinclair .um árásir Þjóðveria á Bretland og kvað mjög e'rfitt að stemma stigu.fýr'. ir þeim. Flugvjelarnar þyrftu aðeins að fljúga stutta leið og væru sjaldan meira en 20 mín- út'ur samtals yfir Bretlandirþar„ se'm þær flygju ógurlega hratt og hátt í lofti. Kvað Sinclair árásir þessar geta aukist, þótt Þjóðverjar biðu tjón í þeim. Barátta við Japana. Sinclair kvaðst vona að stríð- inu í Evrópu yrði brátt lokið, svo breski flugherinn gæti tek- ið þátt i baráttunni gegn Jap- önum, sem hefðu ekki lengur yfirráð í lofti yfir Kyrrahaf- inu. — Sinclair lýsti því yfir, að flugher, til þess að verja Bretland, hefði aftur verið stofnsettur. Einnig mintist Sinclair á kaf bátahættuna og sagði að sú barátta væri mest á því bygð, hvorir gætu komið öðrum meira á óvart og sagði að hingað til hefðu báðir gert það á víxl. Miklar framkvæmdir. Sinclair sagði, að afar mikl- ar framkvæmdir hefðu verið gerðar fyrir flugherinn í Bret- landi. Miljón bygginga hefði verið reist hansvegna og stein- steyptar rennibrautir væru nú svo miklar, að samtals væri lengd þeirra jafn mikil og I'rá London til Peking í Kí.na. Sagði ráðherrann, að Bretar væru Kanadamörmum mjög þakklátir fyrir hjálp við að æfa flugmenn og fleira. Verkfaí! Churchill Löndon í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgnnblaðsins frá Reuter. ítalskir verkameiín í Napoli ætla að gera 10 mínútna verk- fall á- laugárdaginn kemur til þéss að mótmæla því, sem Churchill sagði í síðustu ræðu sinni, að hann og breska stjórn in styddu stjórn Badoglios, þar til Róm hefir fallið bandamönn um í hendur. Verkfallið, sem á að hefjast kl. 11 á laugardagsmorgun, er gert fyrir forgöngu kommún- ista og socialista og hefir sam- þykki ,,frelsisnefndarinnar" í- tölsku. Til þess að sjá svo um ,.að hið ítalska hernaðarátak" bíði ekki hnekki við verkfallið, munu verkamenn vinna stund- arfjórðungi lengur en venja er þenna dag. „Frelsisnefndin" sat á fundi í tvo tíma í dag og í fundarlok voru samþykt mót- mæli við umsögn Churchills og verða þau send yfirvöldum bandamanna á ítalíu á morgun. Finska þingið á fundi í gærmorgun Stokkhólmi í gærkveldi. ¦ Finska þingið kom saman á fund í morgun-, en síðar var lok aður fundur og gaf þá Linko- mies forsætisráðherra þing- heimi skýrslu um friðartilboð Rússa. Eftir það var fundi frest að, en flokkarnir ræddu málin. Síðar átti svo annar lokaður fundur að vera, en honum var frestað vegna andláts Svinhuf- vuds, fyrrum Finnlansforseta. Stokkhólmi í gærkveldi. PER EVIND SVINHUF- VUD, fyrverandi Finnlands- forseti, andaðist í Helsing- fors í dag,"83 ára að aldri. Hann var fæddur 1861, stundaði lögfræðinám við háskólann í Helsingfors og var dómari þar frá 1901— 1903, en var vikið úr em- bætti vegna þess að hann þótti ekki nógu hliðhollur Rússum. Var hjeraðsdóm- ari 1906—1914, en þá dæmd ur til útlegðar í Síberíu. Var hann þar til 1917. Er hann kom heim aftur, varð hann dómsmálaráðherra hins nýstofnaða finska rík- is og ríkisstjóri var hann ár ið 1919. Hann var forseti finska þingsins árin 1907-- 1912. Forseti finska lýðveldisins var hann árin 1931—1937. Síðari fundi finska þings- ins í dag var frestað, vegna andláts Svinhufvud, flg dag- skrá finska útvarpsins í kvöld helguð minningu hans. Flutti Linkomies for- sætisráðherra minningar- ræðu um hinn látna forvíg- ismann. Þjóðverjar segja fiugvjelaframleiðsl- usia örugga London í gærkveldi. — Þýska frjettastofan gerir flugvjela- framleiðslu Þjóðverja mjög að umræðuefni í dag, og segir, að bandamönnum skjátlist alvar- lega, ef þeir haldi að þeir geti lagt flugvjelaframleiðslu Þjóð verja í rústir með loftárásum. Segir frjettastofan, að flugvjela smiðjunum sje nú þannig fyrir komið, að flestar þeirra sjeu algjörlega öruggar fyrir loft- árásum. — Reuter. Rússar tilkyntu þetta í gærkveldi og birtu friðarskilmála sína London í gærkvöldi. — Einkasktyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. OPINBERRI tilkynningu var útvarpað í Moskva í kvöld um friðarsamninga milli Finna og Rússa og því neitað, að samningar væru enn byrjaðir. Tilkynning þessi var frá utanríkisráðuneyti Rússa, og voru málin rakin þar frá upphafi. Tilkynningin hófst á frásögn af því, að fyrir skömmu hafi sænskur iðjuhöldur einn komið að máli við sendi- fulltrúa Rússa í Stokkhólmi, frú Kollontay, og fært henni þær fregnir, að Paasikivi væri væntanlegur til Stokk- hólms bráðlega og myndi ræða við hana. Diefmar býst við innrás bráðlega London í gærkveldi. Dietmar hershöfðingi, hernaðarlegur talsmaður þýska útvarpsins sagði í kvöld eftirfarandi: „Það augnablik er nú komið. að maður verður að búast við að hafist verði handa um innrásina á meginland Ev- rópu. Undirbúningi öllum er lokið, — svo mikið er víst. Ógurlegir landherir og loft- herir eru reiðubúnir til bar- áttunnar". Samtímis segir þýska frjettastofan, að víggirðing- ar Þjóðverja gegn innrás á suðurströnd Frakklands sjeu fullgerðar, og hafi Rommel marskálkur verið að skoða þær undanfarna daga. — Reuter. * • »------- UTVARPIÐ í Stokkhólmi segir frá því í kvöld, skv. til- kynningu frá utanríkismála- ráðuneytinu sænska, að Svíar hafi lagt fram mótmæli í Lond- on gegn því, að breskar flug- vjelar hafi flogið yfir sænskt land aðfaranótt þess 25. febr. s.l. Er beðið um rannsókn í málinu. Þá hefir sænska utanríkis- ráðuneytið fengið svar frá Rússum við mótmælum Svía við því, að rússneskar flugvjel ar hafi flogið yfir Stokkhólm og víðar yfir sænskt land og varpað sprengjum. Svara Rúss ar því til, að engar rússneskar flugvjelar hafi flogið yfir sænskt land á umræddum tíma. Frú Kollontay sagði, að Sov- jetstjórnin hefði enga ástæðu til þess að treysta forseta Finna nje finsku stjórninni, sem nú færi með völd, en væri fús til að ræða um frið, þótt engar breytingar fengjust á stjórn- inni gerðar. Síðan segir í tilkynningunni, að þann 16. febrúar hafi Paasi kivi átt einkaviðtal við frú Kollontay og spurt hana um friðarskilmála þá, sem Rússar myndu setja. Afhenti frú Koll- ontay Paasikivi þá friðarskil- mála Rússa, og voru þeir i sex greinum. Fara þeir hjer á eftir: 1. ÖHu sambandi við Þjóðverja verði slitið, og þýski herinn í Finnlandi kyrsettur, svo og herskip í finskum höfnum. Kússar bjóðast til þess að að- stoða Finna við þetta. 2. Landamæri þau milli Finna og Rússa, sem ákveðin voru með friðarsamningunum 1940, gangi aftur í gildi, og fari Finnar með her sinn brott úr þeim landshlutum, sem þeir hafi síðar náð á sitt vald af Rússum. 3. Allir rússneskir fangar í Finnlandi, hvort sem eru her menn eða aðrir, verði þegar látnir lausir. 4. Um afvopnun finska hersins verði rætt á friðarráðstefnu í Moskva. 5. Um skaðabætur til Rússa frá Finnum f;/rir styrjaldar- tjón verði einrag rætt í Moskva. 6. Rússar eru reiðubúnir að taka á móti finskum samn- ingamönnum til Moskva nú þegar. Þá er í tilkynningunni neit- að, að Rússar hafi krafist skil- yrðislausrar uppgjafar af Finn um, og að þeir hafi krafist þess að hafa setulið í Helsingfors. Að lokum er sagt að ennþá væru engir fulltrúar komnir og engar samningaum- leitanir byrjaðar yfirleitt. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.