Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 4
4 mukOUNRLAÐiö Miðvikudagur 1. mars 1944. Lífsnauðsyn að neyta grænmetis Ræktun matjurta hefir löng- um verið þýðingarmikil. Það vita þeir íslendingar best, sem farið hafa um önnur lönd og sjeð hvílík not aðrar þjóðir hafa af grænmeti. Margir land ar, sem dvöldu erlendis vönd- ust á að neyta grænmetis þar — og söknuðu þess síðan, er þeir komu hingað aftur, því hjer var notkun 'þess lítil, alt fram á síðustu áratugi, er segja (mátti að almenningur kynni vart að nota aðrar tegundir en kartöflur og gulrófur. Var þá og alment trúað að næringar- gildi þess væri lítið og græn- meti var þá oft nefnt ljettmeti eða talið að í því væri lítil und- irstaða. Mætti jeg þeim mis- skilningi oft og víða um land, er jeg fyrst fór að ferðast um landið fyrir Búnaðarfjelag ís- lands. Þá var fólki það nokkur vorkunn þó það liti svo á, því vissulega stóðust matjurtirnar ekki samanburð við kjötið og fiskinn samkvæmt óvjefengjan legum efnagreiningum þeirra tíma, sem sýndu að þær voru margfalt vatnsmeiri og snauð- ari að eggjahvítu og fitu en áðurnefndar uppáhalds fæðu- tegundir almennings. Og hvað hitaeiningarnar snerti, þá varð jeg líka að láta í minni pokann með kálið, því það er vitanlega miklu snauoara hvað þær snert ir, en kjötið ng fiskurinn. Jeg man það oft þegar báendurnir höfðu hlýtt á erinui um gras- rækt og búpeningsrækt á bændanámskeiðunum — og það með óskiptri athygii — að þeg- ar jeg byrjaði á garðyrkjufyr- irlestrinum, þá fóru margir þeirra út. Þeir litu svo á, sumir, að garðyrkjan væri einn þýð- ingarminsti liðurinn í búskapn- um, kæmi sjer því minna við en hitt. En kcnur þeirra voru ekki allar á sama máli um þetta, því þær vissu hvers virði kartöflurnar og gulrófurnar voru á matborðinu, hvað svo sem öllum efnagreiningum leið, enda var það víða talið til verkahrings húsmóðurinnar að setja í garðana og hirða um þá. En enda þótt útkoman væri nú svona, hjá vísindamönnun- um, efnafræðislega sjeð og að þeir segðu okkur þann sann- leika, sem þeir vissu þá full- komnastan um notagildi græn- metis — þá kom í Ijós við ýtar- legri rannsóknir, að hann var ekki sagður allur, og að i græn metinu var miklu meira og merkilegra til en það sem gömlu efnagreiningarnar sýndu Kringum aldamótin síðustu var vísindamenn farið að gruna að matarþörf mannsins væri ekki fullnægt enda þótt hann hefði nóg af eggjahvííu, kolvetnum, fitu, steinefnum, vatni og öðru því sem menn þá vissu að ekki varð lifað án til lengdar, held- ur var lífsnauðsyn að hafa önnur efni til viðbótar. Án þess ara efna varð ekki lifað heil- brigðu lífi og þau voru því nefnd Vitamin, „lífefni“ eða „fjörefni", — en eru nú oftast nefnd bætiefni á voru máli. Nú vita menn að þarna er um stór- an og merkilegan efnaflokk að ræða og hvert efni er táknað með bókstaf, þegar um þau er 'rætt eða ritað, t. d. A-bætie£ni, Eftir Ragnar B 1- og B 2-, C-bætiefni, D-, E- bætiefni — og jeg veit varla, hve langt nú er gengið á staf- rófið í þessu efni. Auk þessara bætiefna geta hvorki menn eða dýr verið til lengdar og í kjölfar vöntunar á hverju þessara efna siglir ó- hjákvæmilega ákveðinn kvilli eða sjúkdómur, sem ekki verð- ur úr dregið með öðru móti en að gefa sjúklingnum ein- hverja þá fæðutegund, sem hefir í sjer það bætiefni sem skortur er orðinn á í líkama hans. En þá batnar sjúklingn- umoftast fljótt og vel — sjeu önnur skilyrði fyrir heilbrigðri heilsu fyrir hendi. Af vöntun á A-bætiefni koma t. d. kvillar í slímhimnum líkamans, t. d. í hálsi, eyrum og augum. Af þessum skorti stafar, t.d. nátt- blinda. Af vöntun B-bætiefna koma ýmsir taugasjúkdómar, t. d. Pellagra og hinn alræmdi Austurlandasjúkdómur Beri- Beri — sem talið er að vart hafi orðið á landi hjer á síð- ustu árum. En vanti C-bætiefni, þá er hin gamla plága, Skyr- bjúgurinn, afleiðing þess. Enn- fremur virðist hreysti manna gegn ýmsum öðrum sjúkdómum minka að mun ef vöntun verð- ur- á þessu efni í líkamanum. Gamla fólkið talaði um „vor- þreytu“ hjá börnum og ungl- ingum, en hún mun nú alment vera talin skyrbjúgur á lágu stigi. Hinir miklu kvef- og „flensu“-faraldrar, sem yfir fólkið ganga, oft einkum seinni part vetrar virðast benda til, að ekki sje bætiefnagjöf þjóð- arinnar í æskilegu lagi — og skyldi ekki mega rekja það til of lítillar grænmetisnotkunar landsmanna? Því er sem sagt þannig var- ið, að matjurtirnar eru hin mesta bætiefnalind, sem vjer nú þekkjum, því það eru jurtirnar, sem mynda bæti- efnin í hinum grænu blöð- um, fyrir bein áhrif vsólarljóss- ins. Þær eru því bætiefnaverk- smiðjur náttúrunnar og þær eru því heilsulind fyrir dýr og menn, sjeu þær notaðar rjett. Þessi ágætu efni má þó eyði- leggja, t. d. með of mikilli suðu, því þau eru mjög viðkvæm hvað upphitun snertir. Þessi uppgötvun Vitamin- anna og staðreyndir um þýð- ingu þeirra, hafa hækkað hlut matjurtanna sem fæðutegundar meira en alt annað, enginn maður, sem hefir nokkur kynni af þessari fræðigrein, leyfir sjer lengur að nefna þær ljett- meti. Og til sannsvegar má einnig færa, að þær sjeu frem- ur, ,,undirstöðufæða“, eða veru legur hluti af þeim grundvelli, sem góð heilsa byggist á. Skiln ingur á nauðsyn matjurtarækt- ar, hefir auksti stórlega hjer síðastliðna tvo tugi ára, og t. d. á bændanámskeiðum er nú alt annað að ræða um hana nú en fyrr, nú eru bændurnir hættir að fara út þegar um hana er talað, því þeir eru að byrja að skilja, hver hagsbót hún getur orðið þeim og trygt heimilis * Asgeirsson fólkinu betri heilsu, sje rjett að farið. Við Islendingar búum við j gullvæga möguleika. Bóndinn | býr við einhver bestu beitilönd j álfunnar, sjómaðurinn við bestu fiskimið veraldar — að sagt er. Enda höfum við gnægð af kjöti og fiski okkur til lífs-. viðurværis og útflutnings. En okkur vantar gnægð af græn- meti með hinum fyrnefndu, á- gætu fæðutegundum. Matjurtaræktin hefir að vísu aukist mjög á þessum aldar- helmingi sem nú er brátt lið- inn. Hún þarf þó enn að auk- ast stórlega, því það er ekki vel sjeð fyrir þörf heimilanna í þessu efni, nema einhverjar matjurtir, aðrar en kartöflur, sjeu á borði þeirra á hverjum degi í 8—10 mánuði á ári. Þar er enn langt í land. Til þess þarf matjurtaræktin að komast inn á svo að segja hvert heim- ili og komast niður í það verð að hver fjölskylda geti leyft sjer að nota það svo að um muni. Það er drjúgt að eiga vel hirtan garð. Með hitaveitunni í Reykjavik margfaldast möguleikar íbú- anna þar svo stórlega, að menn munu tæpast gera sjer alment grein fyrir því. Með frárennslis í vatninu, sem er enn vel volgt, er það kemur frá húsunum, má ylja moldina í matjurtagörð- unum, þannig að hún yrði marg falt notalegri fyrir nytjajurt- irnar, væri það leitt í pípum um hana. Þá mætti sá fyr en oft er mögulegt að gera, fræ myndu spíra fyr og vaxa hrað ar og taka því sinn þroska út fyrr en í kaldri jörð. Blóm og trje myndu að sjálfsögðu jafn fegin ylnum og matjurtirnar, og ef vel tækist um notkun af- rennslisvatnsins í görðunum, myndi það setja fegurri svip á bæinn en flest sem þar hefir verið gert. En það voru matjurtirnar, sem eru aðalumræðuefni, aukin ræktun þeirra og notkun. Hin heilsufræðilega hlið málsins hefir nokkuð verið skýrð hjer, út frá bætiefnaauðlegð þeirra, og hafa þær þó mörg önnur góð efni að geyma. Þá má ekki heldur gleyma, hve holt starf garðyrkjan er, margur innisetu maðurinn, hefir verndað heilsu sína, aukið ánægju sína og bætt hag sinn með því að stunda garð sinn á kvöldin eða í öðr- um frítímum. Hin hagfræðilega hlið málsins er svo auðsæ, að varla þarf á það að minnast. T. d. dæmis hve nauðsyn það sje að hvert heimili framleiði sem mest fyrir sig sjálft. Hve mikið það gæti sparað landi og þjóð í heild, ef heimilin væru þess megnug. Þessvegna auka styrjaldarþjóðir garðyrkju sína sem mest þær megi, telja störf- in í görðunum til baráttunnar á heimavígstöðvunum. Hjer á íslandi er þörfin brýn, fyrir að auka ræktun nytja- jurta, hún er það af heilsufars- legum og hagfræðilegum ástæð um, og af því hve aftarlega við stöndum enn, hvað notkun þeirra snertir. Nýr risaflugbátur Washington í gærkveldi. Nú er Bandaríkjaflotinn að taka í notkun nýja tegund risa flugbáta, sem eru enn stærri en hinn frægi 45 smálesta „Mars“. Flugbátur þessi er kall aður JRM-1. Hann getur borið 65 smálesta farm og er hægt á stundinni að breyta honum þannig, að hann geti flútt særða menn, farþega eða her- menn. — Flotamálaráðuneytið segir frá þessari nýju flug- bátategund og kveður hana enn betri en „Mars“. Getur flugbát- ur þessi flutt 7 jeep-bíla í einu og jafnvel fleiri fallbyssur Áfhugasemd ÚT AF grein í Tímanum í dag um skiftingu prestseturs- jarða, vil jeg taka það fram, að síðan mjer var veitt Hruna- prestakall, hefi jeg ekkert bú rekið, og get jeg því ekki tekið til mín ummæli um setu jarð- arinnar í nefndri grein. Með mínu leyfi verður jörðinni aldrei skipt. Staddur í Rvík 29. febr. 1944. Ragnar Benediktsson, prestur í Hruna. „Mikið falað - en lítið sagf" London í gærkveldi. SAMKOMA var haldin ein- hverstaðar í Þýskalandi á. fimtudaginn var á afmælis- degi nasistaflokksins. -—• Þar voru samkomnir fylkissjórar, ráð herra og aðrir háttsettir flokksmenn. Breskur hlaða- maður skýrir svo frá sam- komu þessari, að þar „hafi mikið verið talað, en fátt sagt“. Göbhels útbreiðslumálaráð- herra lijelt aðalræðuna og kvað hann hinar öflugu varnir Þýskalands<þera þess vott, að Þýskaland væri ávalt að verða sterkara. Það liði ekki á löngu áður en Þjóðverjar myndu taka frurnkvæðið í stjórnmála legum og hernaðarlegum mál- efnum álfunnar. Ley, verka- málaráðherra, lýsti því hvern- ig foringinn, Hitler væri vak- andi og sofandi að hugsa um velferð þýsku þjóðarinnar. Borman, staðgengill Ilitlei’s, stóð síðastur unp og Ijet fund menn hrópa „Sieg Heil“ fyrir foringjanum og þar með lauk samkomunni. Lögur (ligther-fluid) á vindla- og- sigarettukveikjara — nýkominn. . BRISTOL Bankastræti 6. Járniðnaðarpróf Samkvæmt auglýsingu lögreglustjóra um iðn- próf, verða allir þeir, sem hafa rjett til að taka sveinspróf í járniðnaðr að senda umsókn ásamt skilríkjum sínum til Ásgeirs Sigurðssonar, forstjóra Landssmiðjunnar fyrir föstudagskvöld 3. mars 1944. Formaður prófnefndar. Sölumaður | Maður með vjelaþekkingu og helst nokkra | enskukunnáttu getur fengið starf hjá stóru | fyrirtæki hjer í bæ við sölu á þektum smurn- I ingsolíum. Talsverð ferðalög eru samfara f starfinu og nokkrar brjefaskriftir. I Eiginhandar umsókn, með upplýsingum 1 um aldur, mentun, fyrri atvinnu o. fl., ásamt | ljósmynd, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir | miðvikudag 8. mars merkt: „Smurningsolíu-sölumaður“. W % líraffpappir 90 cm. fyrirliggjandi. Verðið mjög lágt. Eggért Kristjánsson & Co. h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.