Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ . - ■ Miðvilredagiir 1. mars 1944. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettíiritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. „Það er mjer nóg“ „KHÝSUVÍKURLEIÐIN verður ofan á á Alþingi; það er mjer nóg“, sagði Helgi Jónasson, fyrri þm. Rangæinga, á þingi í gær. Var verið að ræða þingsályktunartillögu Eiríks Einarssonar o. fl. um að fela nefnd að ákveða, hvaða samgönguleið skuli valin til frambúðar á austur- leiðinni. Sennilega hefir átt að skilja þessi ummæli fyrri þm. Rangæinga þannig, að Alþingi það, sem nú situr, hefði þegar ákveðið að velja Krýsuvíkurleiðina, og því sje ekki þörf á nýrri nefnd til þess að skera úr um þetta gamla deilumál. Að vísu liggur enn ekki fyrir nein samþykt frá Alþingi um þetta. En hitt er vitað, að allmargir þing- menn fluttu á dögunum þingsályktunartillögu um tveggja miljóna króna nýtt framlag til Krýsuvikurvegarins, í viðbót við þær 250 þús., sem veittar eru á fjárlögum til þessa vegar. Þessari þingsályktunartillögu var vísað til fjárveitinganefndar þingsins, en ekki er neitt komið frá nefndinni ennþá. Hinsvegar á fyrri þm. Rangæinga sæti í fjárveitinganefnd, svo að vera má, að hann hafi í ræðu sinni í gær skýrt frá því, sem í vændum er. ★ „Krýsuvíkurleiðin verður ofan á“, sagði fyrri þm. Rangr æinga; „það er mjer nóg“, bætti hann við. Þar með þykist þessi þingmaður vera búinn að leysa stærsta samgöngu- mál landsins. En hvernig lítur svo málið út frá þjóðhagslegu sjónar- miði? Samkvæmt lauslegri áætlun er ráðgert að það kosti 5—8 milj. kr. að fullgera Krýsuvíkurveginn. Þetta er svo stór upphæð, að framkvæmdir á þessari vegargerð hljóta að draga stórlega úr vegaframkvæmdum annars- staðar. Og fullvíst er það, að verði nú ráðist í þessar dýru framkvæmdir, verður afleiðingin sú, að fresta verður um ófyrirsjáanlega framtíð öllum varanlegum aðgerðum á stystu leiðinni austur yfir fjall. Að dómi fyrra þm. Rangæinga kemur þetta ekki að sök, því að hann þykist hafa leyst þetta samgöngumál til fulls, með lagningu Krýsuvíkurvegarins. En er málið svona einfalt? Er fyrri þm. Rangæinga þeirrar skoðunar, að það kosti ekkert að lengja leiðina frá Reykjavík austur að Ölfusá um 40 km.? Hvað munu Rangæingar segja um þessa kenningu þingmanns síns, þegar út í veruleikann kemur? ★ Athugum lítillega hvernig málið lítur út frá sjónar- miði þeirra, sem þurfa að fara þessa leið. Stysta leiðin frá Reykjavík að Ölfusá (yfir Hellis- heiði) er um 60 km. Ef akstur hvern km. kostar kr. 1.40, nemur flutningskostnaðurinn á þessari leið 84 kr. En nú segir fyrri þm. Rangæinga, að framtíðarleiðin verði um Krýsuvík, en það lengir leiðina um 40 km. Verður þá flutningskostnaðurinn 140 kr. milli áfangastaðanna, eða 56 kr. hærri en stystu leiðina. Og ef áætlað er að 50 þús. bílar fari þessa leið á ári, nemur hinn árlegi skattur, sem fyrri þm. Rangæinga vill með þessum hætti leggja á flutningana, um 3 milj. króna! Geri aðrir betur. ★ Margir aðdáendur Krýsuvíkurleiðarinnar vilja nú ekki ganga eins langt og Helgi Jónasson. Þeir segjast aðeins vilja hafa Krýsuvíkurleiðina sem þrautalendingu að vetrum, þegar Hellisheiði lokast. Látum þetta gott heita, og vissulega getur enginn haft neitt við það að athuga, að lagður verði vegur um Krýsu- vík einhverntíma í framtíðinni. En sú vegargerð má ekki standa í vegi fyrir umbótum á þeirri leið, sem áreiðanlcga verður framtíðarleiðin — þ. e. stysta leiðin. Ber því vissu- lega að byrja á framkvæmdum á þessari leið. Hin getur svo komið á eftir, þegar ástæður leyfa. Með því að byrja framkvæmdir á Krýsuvíkurleiðinni, er .slegið á frest öllum varanlegum samgöngubótum á þessari fjölförnustu leið á landinu. - 1 * I IVforgunblaðinu fyrir 25 árum Styrk til skálda og lista- manna var úthlutað þannig: 21. febr. „Einar H. Kvaran 2400 kr. Einar Jónsson, myndhöggvari, 1500 kr., Guðmundur Guð- mundsson 1500 kr. og Jóhann Sigurjónsson 1000 kr. Guðm. Friðjónsson 1000 kr., Brynjólf- ur Þórðarson, málari 1000 kr., Valdimar Briem, biskup 800 kr., Ríkarður Jónsson, mynd- höggvari, 800 kr., Jak. Thorar- ensen 600 kr., Nína Sæmunds- son, myndhöggvari, 600 kr., Arngrímur Ólafsson, málari, 600 kr., Asgrímur Jónsson, mál ari, 500 kr., Jóhs. Kjarval, mál- ari 500 kr., Sig. Heiðdal, sagna- skáld, 500 kr., Hjálmar Lárus- son, myndskeri, 400 kr., Ben Þ. Gröndal (fyrir sögur) 300 kr. — I úthlutunarnefnd eru pró- fessorarnir Agúst H. Bjarnason og Guðm. Finnbogason og mag. Sig. Guðmundsson“. ÍK Snjóþyngsli voru þá mikil. 23. febr. „Snjóað hefir hjer með meira móti undanfarna daga. Var snjó þunginn svo mikill á símum hjer í grend, að staurar brotn- uðu og vírar slitnuðu. Er sagt, að 13 staurar hafi brotnað á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavík'1. ★ Þá var fyrirhuguð listsýn- ing. 24. febr. ,,I ráði er að koma hjer á þjóð legri listsýningu á sumri kom- anda og verði hún upphaf af fastri íslenskri listsýningu. Verður dómnefnd skipuð til þess að dæma um, hverjir hlut- ir sjeu svo vel gerðir, að þeir eigi skilið að komast á sýning- una“. ★ Kanadamenn vildu fá Græn- land. 24. febr. „Frægasti jarðfræðingur Kanadamanna, prófessor W. O. Múller, ritar nýlega í þarlent blað um framtíð Grænlands. Heldur hann því fram, að Græn land eigi að sameinast Kanada. Kanadamenn hafi miklu betri skilyrði en Danir til þess að nota hin miklu auðæfi lands- ins. Greinin hefir vakið mikla eft irtekt í Danmörku. En svo er að sjá sem Danir sjeu hátfhræddir um að þeir missi þessa auðugu nýlendu þá og þegar“. ★ Kaup vjelameistara í þá daga. 24. febr. „1. vjelameistari fái í mán- aðarkaup meðan skipið er í ís- fiskferðum til Englands, 600 krónur, en þegar skipin fiska í salt eða eru heima við síld- veiðar, sje kaupið 500 krónur. 2. vjelameistari fái í *mán- aðarkaup í ísfiskferðum til Eng lands, 400 krónur og 350 krón- ur, þegar fiskað er í salt eða verið við síldveiðar. Stríðsvátrygging skal vera eins og áður 20.000 krónur fyr- ir hvern vjelstjóra“. 'UííverjL ibripc U i ctaleaa, Ííii inu Illutleysi útvarpsins. í GÆR fjekk jeg brjef austan af landi. Brjefið er um einkenni- legt og satt að segja lítt skiljan- legt atvik, sem kom fyrir brjef- ritara. En best er að láta hann sjálfan hafa orðið: „Greinar „Víkverja", sem flest ar hljóða uppá lífið í Reykjavík, eru ekki síður lesnar úti á landi en í höfuðstaðnum. Því kemur mjer nú í hug, hvort „Víkverji" viji ekki birta neðanskráðu at- hugasemd mina, þar sem hún líka gæti átt við fleiri staði, en hjer greinir. „Rikisútvarpið hefir frjettarit- ara víðsvegar um landið og hefir það tíðkast, að getið sje um aldr- aða menn á afmælisdögum, sem standa á heilum eða hálfum tug — og þá auðvitað sjerstaklega þeirra menn sem getið hafa sjer orð fyrir dugnað eða gegnt opin- berum störfum fyrir hreppsfje- lag sitt. Nú kemur aðfinsla mín: Kunningi minn á 75 ára afmæli. Frjettaritari útvarpsins veit um afmælið, en vill ekki senda út- varpinu skeyti um það. Hvaða á- stæður valda því? • Afmælisbarnið. Tvent getur komið til greina: 1) Afmælisbarnið er í öðrum stjórnmálaflokki én frjettaritari. 2) Frjettaritari getur ef til vill haft eitthvað út á manninn að setja, sjeð frá hans bæjardyr- um. En þetta getur verið við- kvæmt mál fyrir marga aðstand- endur. Hjer eru nokkrar upplýs- ingar um afmælisbarnið: Hann hefir dvalið í sama kauptúninu um 50 ár. Verið hreppsnefndar- maður í samfleytt 18 ár. (Endur- kosinn altaf). Oddviti í 2 ár og varaoddviti í mörg ár. TJtgerðar- maður um 30 ár. Einnig stundað síldveiðar um sama árafjölda með svokölluðum stauranótum til öflunar beitusíldar fyrir kauptún ið — og hefir það haft ómetan- legt gagn fyrir útgerðina og þá um leið allan almenning. Einnig hefir hann ræktað mikið land í sljett tún á mjög erfiðu landi. Margt fleira mætti segja. Ríkisútvarpið telur sig vera hlutlaust í stjórnmálum og per- sónulegum deilum, eh er þá ekki rjett að frjettaritarar þess hagi sjer eftir því?“ Austfirðingur. Gagnrýni í nafnlausu brjefi. ÞAÐ ER algengt, að menn gagn rýni blöðin og flestum ritstjór- um mun þykja vænt um að fá velviljaðar ábendingar um blöð sín. En það kemur líka stund- um fyrir, að menn taka sjer fyr- ir hendur að gagnrýna blöðin, sem als ekki eru þeim vanda vaxnir. Þessu til sönnunar og til gamans ætla jeg að segja ýkkur frá brjefi, sem Morgunblaðinu barst í fyrradag. Brjefritarinn lætur ekki nafns síns getíð. En til að forðast allan misskiíning, birti jeg brjefið orðrjett og hefi ekki breytt Stafsetningu, grein- armerkjum nje efni. • Brjefið. „Til ritstjóra Morgunblaðsins. Jeg get varla fundið orð til að þakka yður hina miklu hug- kvæmni að senda okkur Lesend- ur blaðsins hina fágætu mind á framsíðu með geipi stórri yfir- skrift „Glampandi flugvjel", o.g svo að segja okkur þau undur að hún fylgi sprengjuvjelum' til árása á Þískaland. Og enfremur:. Þegar lesandi blaðsins snír þvi við, sjer hann önnur undur. Flug vjel énn, yfir henní stendur Til árása á Austurríki. Það má nú vera meiri smekkvísin að geta dag, eftir dag viku eftir viku mán uð eftir mánuð sent lesendum þessi blóðugu morðtæki í rúmið á hverjum morgni. Jeg held að þið ritstjórar sjeuð háðir hættul. sjúkdómi. Reinið að slíta upp 'á ikkur augun til þessa sjá. Með litilli virðingu J. S. K. — Þegar hjer var komið var blað ið, sem brjefið er skrifað á búið og neðst á því stendur. (over). En hinu megin á blaðinu stendur: „Hvenær fáum við næstu Flug- vjelamindina. Kanske mánu- dag?“ Það er ef til vill ekki fjarri, að menn geti vorkent aumingja brjefritarasálinni og skilji að hann sje orðin leiður á flugvjela- myndum. En dagblöðin, sem skýra frá því, sem daglega ger- ist í heiminum, geta ekki ávalt birt. myndir af friði og ró. Því miður er það ekki í samræmi við þær frjettir, sem blöðin flj'tja. • Framtíðargötur Reykjavíkur. ALLIR REYKVÍKINGAR eru sammála um, að göturnar í bæn- urp þurfi lagfæringar við og vona að það sje næsta stórmálið hjá bæjaryfirvöldunum að koma því máli í viðunanlegt horf. Það verður mikið verk og dýrt að leggja góðar götur um allan Reykjavíkur-bæ, en hjá þvi verður ekki komist. Bestu göturnar í bænum erú bygðar úr asfalti, en margir þykjast sjá að það efni sje ekki framtíðin heldur steinsteypa. Vegarspottinn hjer innan við bæ inn sýnir, að steinsteypa er traustasta efni, sem hægt er að fá til götu- og vegargerðar. Um- ræddur vegarspotti hefir staðist óhemju umferð síðan hann var bygður og gefur góðar vonir um að steinsteypa sje einmitt rjetta efnið til vegagerða hjer á landi. Nú vita verkfræðingar hvað hentar best í þessu efni og ætti að vera hægt að treysta þeim til að’ráða hollast í þeim efnum. En verið gæti, að sumum fyndist of dýrt að leggja út í að steinsteypa göturnar í Reykjavík. En þegar þetta mikilverða mál verður tek ið til athugunar og ákvörðunar —- væntanlega mjög bráðlega — má ekki ríkja nein þröngsýni, eða kotungsháttur um fram- kvæmdir. Aðeins það besta er nógu gott. • Gagnleg uppfynding. GÖTURYKIÐ hjer í bænum er þreytandi, svo ekki sje nú sagt meira, Er nú ekki til einhver maður, sem getur fundið upp ráð til að útiloka bansett göturykið. Það væri sannarlega gagnleg uppfynding og sá maður, sem slíkt ráð gæti fundið, ætti skyl- ið að vera gerður að heiðursborg- ara í Reykjavík. Járnkross fyrir hafnbannsrof. London í gærkveldi. — Þýska frjettastofan segir að Hitler hafi sæmt skipstjóra nokkurn. riddarakrossi járnkrossins, fyT ir það að honum hafi tvisvar tekist að rjúfa hafnbann banda manna og komast meðfram frá Japan til Þýskalands. <: ■! i —t Reuter.'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.