Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 7
- Miðvikudagur 1. mars 1944. MORGUNBLAÐIÐ * r •: 7 SUÐUR-AFRÍKU LEIÐTOGINN SMUTS JAN CHRISTIAN SMUTS, forsætisráðherra, Suður- Afríku sambandsins og einn mikilvægasti einstaklingur- inn í hernaðarrekstri banda manna, er sjötíu og þriggja ára að aldri, snöggur í hreyfingum, rauður í kinn- um með hvítan hökutopp og býr tíu mílur frá höfuð- borg sinni, Pretoriu. Hús Smuts er einkenni- leg bygging, umlukt ósljett um grasfleti, og er þar næst um hver kytra full af fíla- tönnum, smá fiskseiðum, bókum, minningarspjöldum og gömlum jámbrautar- teinabútum. Keypti hann það gamalt fyrir 1500 ster- lingspund árið 1906 — það hafði verið notað til þess að hýsa breska liðsforinðja í Búastyrjöldinni — og ljet flytja það í stykkjum frá borg, þar í grendinni. Þessi aðferð Smuts við að afla sjer húsnæðis er ein- kennandi fyrir hann. — í rauninni hefir aHur frami hans verið í því fólginn að tengja afgangs hluta saman í starfhæfa heíld. Núver- andi starf hans að koma í veg fyrir sundurlimun heimsins og þó einkum breska heimsveldisins, er í nánu samræmi við þær meg inreglur, sem hann hefir fylgt alla ævi sína. Suður-Afríkumenn voru tregir til að fara í stríðið. ÞEGAR yfirstandandi styrjöld braust út, var Smuts ekki einu sinni for- sætisráðherra Suður-Afr- íku. Enda þótt svo væri, og sannleikurinn væri sá, að næstum helmingur kjós- enda landsins vildi fylgja hlutleysisstefnunni — ef þeir þá ekki í raun og veru óskuðu eftir sigri Þjóð- verja — þá hepnaðist Smuts á skömmum tíma að fá land sitt til þess að gerast stríðs- aðili. Þessi verknaður hans hefir reynst happadrjúgur. Fimtán af hundraði allra hvítra karlmanna í Suður- Afríku hafa gerst sjálfboða- liðar, og innfæddu íbúarn- ir, átta miljónir að tölu, hafa einnig veitt undra- verða aðstoð. Jafnvel hinir 500.000 harðskeyttu Búar, sem telja báðar styrjald- irnar sem tækifæri þeim af himni send til þess að hefja á ný sjálfstæðisbaráttu sína gegn Bretum, hafa nú ver- ið miklum mun hógværari en í fyrri heimsstyrjöldinni. Sumts fann upp nafnið ,,þjóðasamfjelagið“ (Comm onwealth of Nations), sem nú er hið opinbera heiti breska heimsveldisins, í frægri ræðu, er hann flutti 1917. Er hann enn þeirrar skoðunar, að þjóðasamfje- lag þetta sje heiminum far- sælast, að undanskildu raunverulegu starfandi þjóðabandalagi. í heimsókn sinni til Lon- don síðastliðinn nóvember- mánuð var hann viðstaddur ráðstefnu alríkisfulltrúa og ræddi um hemað við hinn - Eftir Noel F. Busch - Grein þessi fjailar um hinn þekta stjórnmála- mann, Smuts hershöfðingja, sem bæði nú og oft áð- ur hefir vakið athygli víðsvegar um heim fyrir margskonar aírek og stjórnvisku. IVIá óefað telja hann í hópi kunnustu leiðtoga bandamanna. Greinin birtist fyrir nokkru i mánaðarritinu „Reader’s I)igcst“. gamla vin sinn Winston Churchill.Einnig flutti hann snjalla ræðu um góðar fyrir ætlanir alríkisins, sat fundi stríðsstjórnarinnar og skýrði blaðamönnum frá því, að hann áliti, að styrj- öldin myndi til lykta leidd á árinu 1944, en þó væri enn eftir að heyja mannskæð- ustu orusturnar. Auk þess skoðaði hann bæði sprengju flugvjelar og orustuflugvjel ar og fylgdist með aðgerð- um þeirra að næturlagi. — Slíkar aðgerðir þrevta Smuts ekki, heldur miða miklu- fremur að því, að halda honum í góðu skapi og í leit að nýjum áhuga- málum. Smuts er af Búaættum. SMUTS, sem er af Búa- ætt, fæddist og var alinn upp á hinum blómlega bú- garði föður síns í Höfða- þorpinu Malmesbury. Hann var sjer þess svo lítt með- vitandi, hvaða frama sagan ætlaði honum, að það var með hálfum huga, sem hann fór í Victoríu háskólann í Stellenbosch. Hann skrifaði háskólaritaranum brjef, þar sem hann 1 jet í ljós ótta um það, að áhrifin frá háskól- anum kynnu að spilla sjer. Ótti hans reyndist með öllu ástæðulaus, því að hann komst þegar í tengsl við bestu og varanlegustu áhrifin, sem hann hafði orð- ið fyrir á æfinni — Sybillu Margrjetu Krige, sem síðar varð kona hans. Bjó fjöls- skylda hennar í húsi, sem stóð hinum megin götunnar andspænis veitingahúsinu, þar sem hann borðaði. — Vegna uppörfunar frá Sy- billu, hepnaðist Sumts, að sigrast á vantraustinu á sjálfum sjer og verða stjarn an í málfundafjelaginu. — Þegar Cecil Rhodes, sem þá var að vinna að heimsveld- ishugmyndum sínum, á- varpaði stúdentana, var Smuts vallnn til þess að flytja svarræðu óundirbúna. Þegar Smuts hafði lokið máli sínu, sagði Rhodes: — „Þessi ljóshærði ungi mað- ur mun komast langt í líf- inu“. Það reyndist rjett. Hann vann námsverðlaun í Cam- bridge og tók tveggja ára I lögfræðinámskeið á einu ári. Eftir að hann kom aftur til Suður-Afríku, gerðist hann stjórnmálalegur nem- andi Rhodesar, sem hafði ■ valið sjer að höfuðtakmarki SMUTS. sameiningu Suður-Afríku, sem þá náði yfir Höfðaný- lenduna, Natal, Orange frí- ríkið og lýðveldið Trans- vaal. Transvaal var aðal- virki Búanna, afkomenda hinna upphaflegu hollensku landnema í Suður-Afríku. Nokkrum vikum eftir að Smuts hafði flutt glæsilega ræðu fyrir þeirri ætlun Rhodesar að sameina Suður Afríku á íriðsamlegan hátt, vildi svo hörmulega til, að Rhodes revndist bendlaður við Jameson árásina, sem var hneykslanleg tilraun til þess þess að sameina land- ið með illa undirbúinni vopnaðri uppreisn. Smuts sneri baki við Rhodesi vegna þessa atburðar og gerðist skjólstæðingur Paul Krugers, hins harðskeytta gamla forseta Transvaal lýðveldisins. Þáttur Smuts í Búa- styrjöldinni. ÞEGAR Búastyrjöldin dró athygli heimsins að Suður-Afríku, gat Smuts sjer frægðar sem hermaður 9g hitti þá einnig í fyrsta sinn æskumanninn Winston Churchill, sem þá var ó- breyttur blaðamaður. Her Búa var skift í skæru fvlki, en þaðan hefir Churc hill fenpið nafnið á sveitir þær, sem í þessari stvrjöld er beitt til fvrstu árásá bæði á láði og legi. Er nafnið (commandos) með fram val ið í áróðursskyni gagnvart Suður-Afríku. Smuts var falin forusta skærusveitar og náði undraverðum ár- angri í hernaði sínum. Ein- asta hernaðaræfingin, sem hann hafði áður féngið, var í æfingarsveit stúdenta í Stellenbosch, þar sem hann var óbreyttur liðsmaður. — Hin illa búna hersveit hans, þrjú hundruð manns að tölu, ferðaðist þúsundir mílna um landið, gerði á- rásir á breskar herdeildir til þess að afla sjer skotfæra eða óþrevttra hesta og týndi upp nýliða á leið sinni. í lok styrjaldarinnar voru 3000 manns í herdeild hans og Smuts hafði þyngst um þrjátíu pund, hafð i öðlast brennandi áhuga á her- stjórn og skapað sjer varan lega stöðu sem þjóðhetja. Hann fekk sæti i fyrstu Transvaal ríkisstjórninni, er mvnduð var af Búa hers- höfðingjanum Louis Botha. Gagnstætt skoðunum flestra annara Búa, töldu bæði Smuts og Botha, að friðar- skilmálarnir hefðu verið mjög rjettlátir. Eftir að sarn bandið var stofnað árið 1910 stjórnuðu þessir tveir menn Suður-Afríku um næsta áratug, en eftir það tók Smuts einn við forystunni. Smuts hefir stutt Breta með ráðum og dáð. í FYRRI heimsstyrjöld-1 inni gat Smuts sjer fyrst frægðar með því að aðstoða Botha við að bæla niður and breska uppreisn, sem hætt var við að myndi sundra Suður-Afríku. Hann stjórn aði síðan af mikilli snilli leiðangri gegn þýskum her, er hafðist við í frumskógum Austur-Afríku. Hafði hann valdið töluverðum búsifj- um, en erfiðlega gengið að festa hendur í hári hans. — Vakti þetta afrek hans mjög hliðholla athygli í London, og ákvað stjórnin þar að ráðgast við hann, þvi að hana skorti tilfinnanlega leikna herfræðinga. Smuts fór til Englands, tók siðar við stjórn breska hersins í Palestínu, átti sæti í stríðs- stjórninni og aðstoðaði við að skipuleggia það, sem síð- ar varð konunglegi flugher- inn. Á friðarráðstefnunni lagði Smuts fram bækling, þar sem hann haafði lagt frum- drögin að Þjóðabandalag- inu. Bæklingur þessi komst í hendur Wilsons forseta, sem var að reyna að setja fram sinar eigin hugmyndir á svipaðan hátt. Wilson fekk áætlun Smuts að láni. Smuts sá, hversu hagkvæm ara það var málinu til fram dráttar, að Wilson legði hug myndina fram heldur en hann sjálfur, og hafði sig því litt í frammi. Ásamt með bandalagshugmynd sinni, vildi Smuts fá veglynda frið arsamninga, lika samning- unum eftir Búastríðið, sém höfðu reynst svo vel. En hann varð fyrir sárum von- brigðum með endalokin og sneri aftur til Suður-Afr- íku. Stjórnmálin í Suður-Afr- íku eru hverful, og eftir kosningarnar 1924 tok and- breski hershöfðinginn Hert 2ög vtð" Vðldunum af Smuts. Þegar England sagði Þý.ska landi stríð á hendur árið 1939, lagði Hertzog fram til lög um það, að vernda ein- ungis bresku flotahöfnina í Simonstown, eins og skylt var að gera samkvæmt samningi. Smuts lagði fram breytingartillögu þess efnis að Suður-Afríka gerðist striðsaðili. Breytingartillag an var samþykt með örlitl- um meiri hluta atkvæða. — Eftir stjórnarskipunarvenj- um bað landsstjórinn Smuts að mynda stjórn. — Gerði hann það og hóf þatt- töku í styrjöldinni. Smuís er laginn stjómandi. ÁRIÐ 1914 hafði orðið að brjóta andstöðu á bak aftur með valdi. Smuts kom í veg fvrir hugsanlega mótspyrnu með því að skipa öllum borg urum að selja rikisstjórn- inni skotvopn, sem þeir kvnnu að hafa í fórum sín- mn, að viðlögðum þungum sektum eða refsingu. Tókst þannig að afla sjötíu þús- und riffla handa Suður- Afríku hemum, sem þá var í rauninni enginn til. Almenn herskráning myndi hafa fylt herinn af andbreskum mönnum, en Smuts kom í hug góð að- ferð til þess að útiloka þá. Var hún þess efnis að biðja alla sjálfboðaliðana að af- sala sjer þeim sjerrettind- um, sem stjórnarskráin veitti þeim, að gegna ein- ungis herþjónustu í Suður- Afríku. Einungis þeir, sem á þetta fjellust, voru teknir í herinn. — Þar sem þeir bresksinnuðu voru hlutfalls lega eins einbeittir og and- stæðingar þeirra, hafði Smuts brátt á að skipa furðulega fjölmennum her. Sje miðað við hina hvítu í- búa Suður-Afríku, er her- inn þar hlutfallslega jafn- stór 13.000.000 manna her í Bandaríkjunum. Smuts skiftir tíma sínum milli stjórnarstarfa í Suður Afríku, ferðalaga til Lon- don til þess að ráðgast við leiðtoga bresku stjórnar- innar og tómstundaiðkana sinna: grasafræði og líffæra fræði. F^rir nokkrum mán- uðum rakst ritari hans á hann sitjandi á hækjum sínum í horni skrifstofu sinnar og vera að virða fyr- ir sjer skorkvikindi. Hafði hann uppgötvað sjerkenni við dýrið, sem vöktu hjá honum grun um það, að hjer væri um að ræða ó- venjuleva tegund. — Sendi hann landbúnaðarráðunevt- inu kvikindið til skilgrein- ingar. Eem grasafræðingur hef- ir hann einkum tekið beiti- gras til athugunar. í samanburði við hallir annarra heimskunnra manna, er hús Smuts „Doornkioof** fábrotið, en Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.