Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 11
Miðvikudagtir 1. mars 1944. MORGUNBLAÐIÐ 11 Engu að síður hefir hann feng- ið kvalakast aftur og það geng- ur seint að klæða hann þess- vegna. Hann er undursamleg- ur, karlanginn. Þjer þekkið kínverska máltækið, læknir: Hafið kistuna tilbúna — og þjer munuð ekki deyja‘!. Dr. Hain stóð þarna ráða- leysislega um stund, síðan laumaðist hann út. Honum hafði skyndilega dottið í hug, að annars staðar væri meiri þörf fyrir nærveru hans. Sir Henry Kingsdale-Smith og dr. Bradley munu þurfa á mjer að hálda, hugsaði hann og haltr- aði áleiðis til lyftunnar. Pearl tók ekki einu sinni eftir, að hann fór. „Kemur Yutsing einnig?“ spurði hún Liu. ..Sonurinn verður eftir hjá föðurnum“, svaraði Liu. Hún kinkaði kolli. Henni hafði skilist á þessum síðustu mínútum, að henni bar að lifa fyrir fjölskylduna, en ekki fyr- ir hina einangruðu vináttu þeirra Yutsing. Hin nýja á- byrgð, sem faðirinn hafði lagt henni á herðar, dró úr sorg hennar og skygði á afbrýðis- semina. Hún reigði sig, kveikti sjer í vindlingi til að sýnast kæru- leysisleg, tók hendurnar upp úr vösunum og gekk til Meilan. „Ef þjer væri sama, Meilan", sagði hún vingjarnlega, „þá er það ósk föðurins, að við höld- ,um saman núna, uns hann hef- ir tekið frekari ákvarðanir. Ef þú vilt, getum við farið núna; og' vertu ekki smeik, Meilan“. „Mikill heiður fyrir mína lít- ilmótlegu persónu“, hvíslaði Meilan og hneygði sig djúpt. Hún smeygði hendinni fín- gerðri eins og grip úr fílabeini í vinnuhrjúfan lófa Pearl og hugsaði: Engin furða er á að Yutsing skuli ekki vera mikið hrifin af ástaratlotum þessarar handar. Lyftudrengurinn var dálítið ringlaður. Hann talaði án afláts um sprengjurnar. „Heyrðu frúrnar sprengjurnar? Það er sagt að þrjú hundruð manns hafi sprungið í loft upp eigi all- langt hjeðan. Sprengjur, sprengjur!“ Meilan þreifaði á pilsi og jakka Pearl með fingr- unum. „Fallegt silki“, sagði hún i trúnaðarrómi. „Jeg gæti útsaumað handa þjer jakka úr svona silki, ef þú vildir. Jeg kann að sauma út. Mjer þykir mjög gaman að því. Jeg kann líka Peking-sporið". Litlí silkiormur, hugsaði Pearl, og hlýnaði um hjartaræt urnar. Henni kom í hug setning sem hún hafði einhverntímann lesið. „Hversvegna segja þeir „augnabrúnir eins og silki- orma“, sagði hún við Liu á ensku. Liu skildi hana undir- eins og leit á Meilan. „Þú hefir aldrei sjeð silkiorm, Pearl. Þú er altof greind, það er það sem að þjer er“. Hann sagði þetta eins og kínverskir foreldrar, foreldrar sem ávíta börn sín og kalla þau „slæman dreng“ og „heimska stúlku“, í stað þess að kjassa þau og hrósa þeim, því að það getur vakið öfund aridanna. Lyftan nam staðar á tíundu hæð og nokkrir farþegar bætt- ust í hópinn. Kurt Planke milli tveggja óeinkennisklæddra lög- reglumanna, sem báru þó stöðu sína utan á sjer. Aðeins lög- reglumenn höfðu slíkar axlir og hálsa og þennan góðlátlega ógnandi svip. Meilan gerði eins lítið úr sjer og hún gat við þessa óvæntu endurfundi og reyndi að gera sig ósýnilega. Kurt sá hana ekki í fyrstu, en þegar hann gerði það, opnaði hann munninn í því skyni að hella yfir hana úr gnægtabrunni ópíum-andríkis síns. Þekkirðu bindið mitt, Greta litla? Jeg ber það sem verndargrip á þess ari skilnaðarstund, Amen. En Meilan hnipraði sig saman að baki Pearl óg setti fingurinn biðjandi á varirnar, en augu hennar tindruðu af glettni. Kurt sagði því ekkert. Pearl tók ekki eftir neinu, en skáldið Liu tók eftir öllu. Hann var meira að segja búinn að yrkja tvær fyrstu ljóðlínur í kvæði, þegar lyftan nam staðar á þriðju hæð og Kurt Planke fór út ásamt förunautum sínum. „Beygðu til hægri, kunn- ingi“, sagði annar þeirra. Kurt horfði til baka svo lengi sem dyr lyftunnar voru opnar. Þessi fáu augnablik sem hann var í lyftunni, hafði honum hepnast að standa svo nærri Meilan, að hann hefði getað tek ið hendi hennar og haldið henni fastri. Lítil framandi, kínversk hendi. Ylurinn frá henni, ilmurinn úr hári hennar, var hið síðasta, sem hann hafði af fegurð að segja. Frú Tissaud sat í þjettskip- uðu anddyrinu. Taugaóstyrkt fólk æpti og talaði alt í einu og þmurinn af strengjaleik barst innan úr stóra borðsaln- um. „Frú Chang, frú Chang!“ hrópaði hún. „Hvernig líður tengdaföður yðar? Er hann dáinn? Og hver er þetta, sem þjer hafið þarna? Eitthvert upp eldisbarna hans?“ „Tengdafaðir minn deyr ekki á sama hátt og aðrir dauðlegir menn“, svaraði Péarl, næstum glettnislega. Hún tók í hendi Meilan og leiddi hana út um hringdyrnar og inn í bifreiðina sem beið þeirra. XXII. Yoshio Murata hafði staðið eftir fyrir utan Sakuran-veit- ingahúsið öskugrár í andliti og hinn aumasti, eftir að Jelena hafði yfirgefið hann í bifreið- inni. Það byrjaði að rigna. Vot strætin urðu óskýrir speglar, sem götuljóskerin spegluðust í. Hann tók annari hendinni um skjölin í vasa sínum og hafði ekki hugmynd um, hvað hann ætti nú til bragðs að taka. Hann hataði sjálfan sig, hataði föls- uðu skjölin, hataði Jelenu sem ætlaði að fara með bannsettu skipi, í stað þess að stela frá honum ótætis skjölunum. Ef til vill er hún als ekki njósnari, hugsaði hann alt í einu, en sagði skilið við þá hug mynd hið bráðasta aftur. Sam- eiginlega brjálsemi allra Jap- ana, óttinn við njósnara var honum i blóð borinn. Hann bar einnig of mikla virðingu fyrir stjórn lands síns til að láta sjer detta í hug að hr. Endó hefði skjátlast. Jeg hefi brugðist, hugsaði hann. Þetta er alt heimsku minni og klaufaskap að kenna. Það rigndi æ meira og Yoshio gladdist yfir að hafa með sjer regnhlíf, enda þótt stund sjálfsmorðs hans nálgað- ist óðum. Jeg verð að tala við hr. Endó, hugsaði hann. Hann mundi alt í einu eftir að sím- inn var í óreiðu, svo að hann yrði að fara til hr. Endó sjálf- ur. í Rue Thibet náði hann sjer í leigubifreið, hann ætlaði að aka til hr. Endó í henni og gefa honum skýrslu áður en hann fór heim til að efna heit sín og grípa til rakhnífsins. Það hætti að rigna, jafn snögg lega og það hafði byrjað. Fá- mennar verðsveitir voru víðs- vegar á strætunum: franskar, enskar, amerískar, og alþjóð- legar. Hann varð tvisvar að sýna vegabrjefið, sem hr. Endó hafi sent honum. Það var löng leið til húss hr. Endó í Yangtze Po og er Yutsing kom þangað var komið fram yfir miðnætti. Hann virti fyrir sjer framhlið fjögra hæða hússins og sá ljósrák meðfram bambursviðar hlerunum. Útidyrnar voru opn- ar og ljós var í ganginum. Það leit út fyrir að hr. Endó bygg- ist við einhverjum. Yoshio hringdi bjöllunni. Það leið löng stund, síðan kom hr. Endó sjálfur til dyra. Hann var á skyrtunni og í bláu buxunum sínum og var sveittur og illa •útlítandi. „Mjer þykir fyrir því að þurfa að trufla nætursvefn yð- ar“, sagði Yoshio. „Jeg hefi á- ríðandi skýrslu að færa“. Hr. Endó leit snöggvast á , Pjetur og Bergljót Eftir Christopher Janson 17. hefði verið. „Hann Níels sefur lengi og vel í dag“, sögðu aðrir, sem komu að. En ef nokkur hafði fengið lítinn svefn liðna nótt, þá var það hanri Níels. Veslings Níels! Hann hafði ekki átt rólega nótt. Og stritið var ekki búið ennþá fyrir honum, því þegar klukkurnar tóku að klingja, þá stóð Níels niðri við fjörðinn fyrir neðan Bjarnarstaði. Við bátinn sinn stóð hann þar, studdist fram á stóra skóflu, — og grjet. Það fyrsta, sem hann hafði gert, eítir að hann hafði svifið út um dyrnar og skreiðst niður brekkuna, var að aðgæta, hvort bein hans og brók væri heil. Hann gat ekki skilið, hvað svona framferði ætti að þýða. Árni, sem hafði verið svo ljúfur og blíður, þegar hann hafði tal- að við hann um Bergljótu, hann hafði nú fieygt honum út í fyrsta skifti, þegar hann heimsótti hana. Þetta gat Níels ekki skilið, og nú stóð hann og neri sig allan og braut heilann um þessi ósköp öll. En hvernig sem þetta var nú allt saman, þá fann hringjarinn, að hann hafði ekki farið neina frægðarför, og að best væri að flýta sjer heim, eins mikið og hægt væri, og ekki minnast á þetta við nokkurn lifandi mann. En hvað í dauðanum var orðið af bátnum? — Hann leitaði og leitaði, en fann engan bát. Hann leit út yfir fjörðinn, til þess að gá, hvort skektan hafði losnað og rekið á sjó út, en enginn bátur sást þar heldur. Þarna stóð nú hringjarinn. — „Fyrst báturinn er ekki á sjónum, getur hann heldur ekki verið á landi“, tautaði Níels og hristi ’höfuðið. „Þú verður líklega að ganga heim í nótt, Níels minn sæll, en ekki get jeg skilið upp nje riiður í þessu,-----hvað á jeg til bragðs að taka? ------ Enginn veit hvað orðið hefir af bátnum, og enginn veit heldur, hvar hann hefir verið, svo hvað kemur mjer þetta við?“Og með það sneri hringjarinn sjer við og stikaði stór- um heim á leið. Leiðin lá rjett fram hjá fjósinu á Bjarn- arstöðum. Hringjarinn hafði ekki ákveðið sig enn, hann var að hugsa um, hvað hann ætti að segja við prestinn, þegar yrði farið að rekast í báthvarfinu. Hann gekk áfram í þungum þönkum, því sá verður djúpt að hugsa, sem líklega vill ljúga, en þegar hann kom að fjósinu, rakst hann á eitthvað, — og þar stóð bátkænan, þvert yfir göt- una, full af mykju upp að borðstokkum. Ilringjarinn hrökk í kút, stóð svo grafkyr og góndi á bót.inn. Hann hjelt að þetta væru sjónhverfingar og neri á sjer augun, en báturinn stóð kyr, þar sem hann var kominn. Nú sá Níels allt í einu, hvernig í öllu lá, — Pjetur hafði . t Auglýsing um strokumann: Einkanlega er auðvelt að þekkja manninn af svörtu vangaskeggi, sem hann þó lík- lega hefir rakað af sjer áður en hann strauk. ★ Það eru til tvær tegundir af fiskimönnum, þeir, sem fiska sjer til gamans og svo þeir, sem veiða fisk. ★ Presturinn sagði eitt sinn í stólræðu, að allir þyrftu að endurfæðast, ef þeir ættu að komast til himnaríkis. Þá fór Oli litli að gráta. Þegar hann var spurður, hversvegna hann væri að gráta, -svaraði hann: „Jeg er svo hræddur um, að þá verði jeg stelpa“. ★ María litla: „Þegar jeg verð orðin stór, mamma mín, þá ætla jeg að vera miklu spar- samari en þú ert. Jeg ætla aldrei að gifta mig og enga stúlku taka til þess að passa börnin, það ætla jeg að gera sjálf“. Nirfill, feitur og stirður, bjó nokkuð langt frá járnbrautar- stöðinni. Hann tímdi ekki að leigja sjer vagn og kaus heldur að ganga eftir lítið förnum vegi og bera þunga handtösku. Strákarnir Pjetur og Páll sáu þetta og komu sjer saman um að nú skyldu þeir leika á karl- inn, fyrst hann væri svo nískur. Þegar þeir sjá, að karlinn fer að lýjast, gengur Páll til hans og býður honum að bera töskuna fyrir hann. Karlinn tekur því með þökkum, því að hann var bæði þreyttur og sveittur. — En þegar Páll var nýbúinn að taka við töskunni, hleypur hann burt með hana og linar ekki á sprettinum, hversu mikið, sem karlinn kall- ar. Þegar karlinn sjer að hann er svona feitur og þungur, að hann ómögulega getur náð Páli, kallar hann á hjálp. Hleypur þá Pjetur til karls og býður honum að hjálpa honum til þess að ná töskunni. Karlinn tekur því þakksamlega og segist skuli borga honum það vel, ef hann geti náð töskunni frá ræningjanum. Svo tók Pjet.ur á sprett á eftir Páli og náði honum að vörmu spori og tók af honum töskuna. Páll hjelt svo áfram hlaupun- um, en Pjetur snýr með tösk- una til eigandans, sem tekur vio henni fegins hendi. — Hann greiðir honum síðan 50 krónur fyrir hjálpina með þeim um- mæium, að hann sje allra vænsti drengur og hið mesta mannsefni. Að lítilli stundu liðinni hitt- ast þeir Pjetur og Páll og skipta með sjer fengnum. ★ Flestir menn eru betri en orð rómurinn segir, meðan þeir lifa, en verri en eftirmælin segja, þegar þeir eru dánir. Það er ekki minkun - að beygja sig viljugur, en það er minkun að láta aðra beygja sig nauðugan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.