Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 12
12 Almennar trygg- ingar hJ. fá bruna- tryggingarnar Á aukafundi bæjarstjórnar, *em haldinn var í gær, var ^amþykt að fela borgarstjóra. að ganga frá samningum við ll f. Almennar tryggingar unr brunatryggingar bæjarins. —■ Múl þetta hefir verið mikið rg'tt i bæjamtjórn og ræki- íega undirbúið. í»rjú fjelög séndu tilboð í tryggingar' þessar, og lágu þau fyrir bæj- arstjórnarfundi þann 7. febr. sl. Var þá sanrþykt að fela tveim hagfræðingum að at- huga hin fengnu tilboð í þeim tilgangi að nánar yrði úr Jwí skorið, en áður hafði verið hyert hinna þriggja tilboða væri að öllu athuguðu hág- kyæmast fyrir bæinn. , J’í-ir menn, sem þessar at- hugarúr gerðu, voru þéir dr. Bjiirn Björnsson hagfræðiríg- ur bæjarins og ólafur Björns- so.n dósent. ÞINGSÁLYKTUNARTIL- LAGA Eiríks Einarssonar . fl. um „ákvörðun og framkvæmd gagngerðra samgöngubóta frá Reykjavík austur í Ölfus“, var afgreiad til síðari umræðu á Alþingi í gær. Var tillögunni vísað til fjárvéitinganefndar. Eins og áður hefir verið skýrt frá, fer tillaga þessi fram á að fela .5 manna nefnd að gera rökstudda tillögu um varan- lega samgöngubót á austurleið inni. Skal vegamálastjóri vera sjálfkjörinn formaður nefndar- innar, en hinir fjórir kosnir af Alþingi. Sig. Bjamason og Sig. Thor- ■ oddsen flvtja þá breytingartil- lögu við tillögu Eiríks, að nefnd iri skuli skipuð þrem sjerfræð- ingum, þ. e. vegamálastjóra, einum tilnefndum af Verkfræð ingafjel. Islands og einum, er samgöngumálaráðherra skipar. Með þessari breytingartil- iögu er málinu komið á rjetta leíð, því að vitanlega er þetta mál, sem sjerfræðingar eiga um að fjalla. Cllmuiör K. R. fil Keflavíkur Á LAUGARDAGSKVÖLD fóru margir glímumenn úr K. R. til Keflavíkur. Glímusýn- ing fór fram í Ungmennafje- lagshúsinu i Keflavík. Einnig var háð þar bændaglíma. Glímu stjóri var Ágúst Kristjánsson, glímukennari. Gliman tókst vel og voru Keflvíkingar mjög hrifnir af bragðfimi og prúðri framkomu K. R.-inganna. Þótti þeim mik ið til koma, hve langt þeir eru komnir i glímunni, eftir svo stuttan tíma, sem liðinn er frá því er þeir byrjuðu að æfa glímu í fjelaginu á ný. Óskuðu Keflvíkingar þess eindregið, að glímumenn K. R. kæmu sem fyrst aftur, því slíkar nýungar væru til að vekja áhuga ungra manna í bvgðarlaginu fyrir hinr.i fögru þjóðaríþrótt. Þannig fara brýrnar Núverandi styrjöld hefir öllum öðrum styrjöldum frcmur verið háð um samgönguleiðir, járn brautir, vegi og hrýr, og hefir orðið ægileg eyðilegging á öllu slíku. Myndin hjer að ofan sýnir stóra og faliega brú, sem sprengd hcfir verið, til þess að óvinunum yrði yfirferðin yf- ir fljót það, sem hún var á, torveldari. Söfnun til styrktar dönsku flóttafólkt ÁKVEÐIi) hefir verið að efna til fjársöfminar hjer á landi til styrktar dönskum flóttamönnum í Svíþjóð og víðar. — Nefnd hefir starfað til undirbúnings þcssu máli. í henni eiga sæti: Prófessor Sig. Nordal, formaður, Kristján Guðlausgsson, ritstjóri, gjald- keri, Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri, varaform., Stefán Jóh. Stefánsson, form. Nor- rænafjel., Páll S. Pálsson, form. Stúdentaráðs, Ben. G. Waage, forseti Í.S.Í. og Björn Br. Björnsson, tannlæknir. —- í ])cssu sambaudi verður ílutt ávarp til Jijóðarinnar. í dag eða á morgun, undirritað af ýiiisum kunnum möunum af ö 11 um stjónnn ál aflokkum. Blaðamönnum var skj'rt frá þessu í gær á fundi nefnd- ar l>essarar. Form . hennar, prófessor Sig. Nordal, skýrði, svo frá. að síðan ástandið í Danmörku breyttist í verra horf, á s.I. surnéi, hafi margir Islendingar hugsað og talað um að rjetta Dönum hjálpar- hönd, eins og Finnum og Norðmönnum áður. Ekki þótti ^ þó rjett að fara af stað með l fjársöfnun fyr en Nofegssöfn- J uninni A'æri lokið og einnig var vafasamt, hvernig því fic skyldi varið. En nú er stór hópur danskra flótta- j manna, sem þarfnast skjótr-! ar hjálpar, kominn yfir til Svíþjóðar. Vitað er uni með vissu, að 9 þúsund danskir borgarar, af öllum stjettum og á öllum aldri, hafa flúið yfir til Svíþjóðar og heldur flóttamannastraumurinn stöð- ugt áfram. Auk þess hafa 2000 aðrir flóttamenn frá Dan- mörku flúið vfir sundið. Ðanska sendiráðið í Stokk- hólmi hefír yfir-umsjón raeð málefnum þessa fólks. For- maður flóttamannaskrifstof- unnar er dr. juris Stefan Ilunvitz, sem var prófessor í lögum við Ilafnarháskóla. Eru um 100 manns honum til aðstoðar. Reynt hefir verið að fá fióttamönnum eitthvert starf til að vinna, og hafa þegar 1200 menu verið ráðnir til skógarhöggs. 200 danskir studentar stunda nám við sænska' skóla, tveir menta- skólar hafa verið settir á stofn fyrir danska unglinga. Eru 80 nemendur í hvorura. Ennfrem- ur stunda dönsk börn nám í liarnaskólum í Svíþjóð og hafa barnaheimili og gamal- mennaheimili verið stofnsett í sambandi við sænskar hjálp- arstofnanir. Víðsvegar um landið hafa verið settar á stofn dvalarbúðir fyrir flótta fólkið. Búðirnar eru uni 30 og dveija í þeim 2500 karlar og konur. Allir, sem ófærir eru til vimm, fá brýnustu nauð- synjar frá flóttamannaskrif- stofunni. I>eir, sem standa fyrir söfn- un þéssari, til styrktar danska flóttafólkinu, hafa hugsað sjer að söfnuuin. standi stutt yfir, eða í mesta lagi 3 mán- uði, en menn bregðist fljótt. og vel við, því að þörfin er brýn. Reynt verður að koma fjenu utan um leið og eitt- hvað verulegt hefir safnast, Aðalskrifstofa framkvæmda uefndar verður í skrifstofu Kristjáns Guðlaugssonar hrm. í Ilafnarhúsinu. Ennfremur veitir upplýsingarskrifstofa stúdenta. Grundarstíg 2 allar upplýsingar um söfnunina. Gufuhverirnir í Henglinum ALLIR þingmenn Reykvík- inga flytja í Sþ. svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta, í sam- vinnu við Reykjavíkurkaup- stað, hið allra fyrsta fram fara rannsókn á virkjun gufuhvera í Henglinum til hita- og raf- magnsframleiðslu. Skal semja við Reykjavíkurkaupstað um skiftingu kostnaðar við rann- sóknir þessar milli ríkissjóðs og bæjarsjóðs Reykjavíkur, og heimilast að greiða nauðsynlegt fje í þessu skyni úr ríkissjóði“. 400 manns vinna hjá setuliðinu SAMKVÆMT skýrslu, sem herstjórnin hefir sent blöðun- um, vinna nú hjá setuliðinu um 400 manns. Nýustu tölur eru frá 26. febrúar, en þá únnu 401 íslendingur hjá setuliðinu. Sl. sex mánuði hefir tala íslend- inga í þjónustu setuliðsins numið 400—500 manns. í skýrslunni er sagt frá því, að til að byrja með hafi bæði Bretar og Bandaríkjamenn tek ið íslenska verkamerin í vinnu við byggingar í hernaðarþarfir. Þegar verkum þessum miðaði, áfram, varð smám saman minni þörf fyrir íslenska verkamenn. Rússneskir hershöfð- ingjar í Bretlandi. London í gærkveldi. — All- margir háttsettir rússneskir her- og flotaforingjar eru nú staddir í Bretlandi og hafa ver- ið við innrásaræfingar með herjum Breta og Bandaríkja- manna. Leist þeim vel á inn- rásarbáta Bandaríkjamanna, er geta bæði farið á sjó og landi. — Reuter. Miðvikudagfur 1. mars 1944, Kaf f i bæf isskömf un hefsf í dag SKÖMTUN á kaffibæti befsí í dag og stendur í þrjá daga. —- Verður henni háttað eins og skömtun matvælaseðla, kaffi- bætisseðlar aðeins afhentir gegn framvísun greinilega árit aðra stofna matvælaseðla, og koma ekki til greina börn, s?m ekki eru orðin fullra 12 ára þann 1. mars þ. á. — Úthlnt- unin fer fram að Hótel Heklu, gengið inn um suðurdyr, og verður úthlutað kl. 10—12 og 1—6 e. h. daglega í þrjá daga. Slytting vinnutíma verslunarfólks Á FUNDI í Verslunarmanna fjelagi Reykjavíkur í fyrradag var rætt um breytingu á lok- unartíma sölubúða. Tillögur komu fram um það s. 1. haust, að sölubúðum yrði lokað kl. 4 á laugardögum að vetrinum, en ekki fyrr en kl. 7 á föstudögum. Mál þetta hef- ir verið rætt af stjórn V. R. og innan hinna ýmsu greina versl- unarrekenda og loks af Versl- unarráði íslands. Tillögur Verslunarráðs lágu fyrir fund- inum í fyrradag, en þær voru á þá leið, að sölutími verslana yrði styttur um tvær kíukku- stundir að sumrinu, þannig að búðum yrði lokað kl. 7 á föstu- dögum í stað 8 og kl. 12 á laug- ardögum í stað kL 1 e. h. Fulln- aðarákvörðun var ekki tekin í málinu að þessu sinni, en innan skamms mun verða haldinn ann ar fundur, og mun lokaákvörð- un þá verða tekin. Á fundinum var enníremu.' rætt um frumvarp til laga um verslunarnám og atvinnurjett- indi verslunarfólks. Var kosin þriggja manna nefnd til þess að endurskoða lagafrumvarp, sem fram er komið, um þessi efni og gera tillögur til endur- bóta. Formaður fjelagsins tilkynti á fundinum, að stjórn þess hefði ákveðið að beita sjer fyrir stofn un karlakórs verslunarmanna. Maðurinn er kominn fram í FYRRADAG um kl. 1 e h. livarf maður að nafni Jón Pálsson ti! heimilis á Öldugötu 59 og var í gær hafiu skipu- lögð ieit að honum, er skátar og' lögreglan tóku þátt í. Mað ur Jiessi kom fram í- gærdag, hafði hann verið hjá kunn- ingja fólki sínu og ekkert komið fyrir hann. Veður ikánar á Ílalíu London í gærkveldi. Veður hefir nú loks skánað á Ítalíu, en bardagar hafa ekki aukist neitt ennþá. Haugabrim það, sem verið hefir við strönd ina, er heldur að lægja, en enn er veður skýjað og þungbúið. Stöðugt er búist við árásum Þjóðverja, er þorna fer um eft ir hinar miklu rigningar. Frá syðri vígstöðvunum er ekkert að frjetta. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.