Morgunblaðið - 03.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1944, Blaðsíða 2
M 0 R G U N B L A Ð I Ð Föstudagur 3. mars 1944, Sjerf róðir menn athugi ráð gegn rafmagnstruflunum Frá umræðum á bæjar- stjómarfundi í gær RAFMAGNSMAL BÆJAR- IN8 voru rædd allmikið á bæj- arstjórnarfundi í gær. Tók Sig- fús Sigurhjartarson til máls strax í fundarbyrjun, áður en aðrir höfðu kvatt sjer hljóðs. En síðan gerði borgarstjóri grein fyrir aðalatriðum þeirra rnála, jafnframt því sem hann syaraði Sigfúsi Sigurhjartar- syni. í lok ræðu sinnar bar Sig fús fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn ákveður að fela þremur sjerfróðum mönnum að framkvæma ýtarlega rannsókn á hvað valda muni hinum tíðu og alvarlegu bilunum á raf- veitu bæjarins, og á hvern hátt verði skjótast og öruggast úr foætt, Bæjarstjórnin tilnefni tvo menn til þessara starfa, og fer þess á leit, að rafmagnseft- 'irlit ríkisins tilnefni hinn þríðja". Helgi H. Eiríksson lagði til að þessari tillögu Sigfúsar yrði vísað til bæjarráðs. En síðar á f undinum bar Gunnar Thorodd . sen fram svohijóðandi tillögu I ©g var Gunnar Þorsteinsson \ rneðflutningsmaður hans: ..Bæjarstjórn felur bæjarráði ; að fá sjerfróða menn til að at- í huga, hver ráð verðí fundin til þess að koma í veg fýrir bil- anír og truflanir á Sogsvirkj- trn og Rafmagnsveitu Reykja- víkur". Var þessi tillaga samþykt með 8 atkv. gegn 4, atkv. komm únlsta, en Alþýðuflokksmenn '¦ greiddu ekki atkvæði. Með því var tillaga Sigfúsar úr sögunni, ' eií efnismunur tillagnanna ekki mikill, að öðru leyti en þvi, að í tillögu Sigfúsar er talað um að rannsaka orsakir bilananna. En það upplýstist mjög í um- ; ræðunum, að orsakir þessa eru yfirleitt kunnar. i Frá umræSanum. i í frumræðu sinni rakti Sig- | fús Sigurhjartarson áætíun er ; hann hafði gert um það, hve i mikið tjón bæjarbúar biðu af því að bærinn væri rafmagns- laus í einn dag, svo öll iðja og , stórf, sem þurfa rafmagns, j stöðvuðust eða trufluðust. Taldi hann líklegt að tjón þetta myndi nema 150 þús. kr. dag iivern fyrir atvinnurekendur, er yrðu að greiða þessa kaup- upphæð fólki, sem yrði verk- laust. Síðan bar hann fram ásak- anir í garð þeirra manna, sem undirbúið höfðu Sogsvirkjun- ina, og núverándi starfsmenn Rafveitunnar, og sagðist trúa |>ví, sem rafvirkjar segðu, að raftaugakerfið innanbæjar væri jsvo ónýtt, að það þyldi ekki aukið rafmagn frá Soginu. Svar borgarstjóra. Næstur tók borgarstjóri til máls. Hann sagði m. &.: Það er mjög eðlilegt að bæj- arfulltrúar og borgarar bæj- arins yfirleitt óski eftir því, að mál þessi verði sem rækilegast athuguð. En ásakanir í gárð einstakra manna, sem komu fram i ræðu Sigf. Sigurhj., eru ekki rjett- mætar. " Það, sem mætti ásaka raf- magnsstjórn fyrir, er, að gætt hefir of mikillar barfsýni í því, hvenær viðbótarvirkjuninni yrði lokið. Sumar þær áætl- anir, sem birtar hafa verið al- menningi, hafa ekki staðist, og hefir þetta vitanlega komið sjer illa. En fram til síðustu tíma hef- ir þó ekki staðið á framkvæmd um hjer á landi. Því töfin staf- ar af því, hve langan tíma það tók að fá vjelar og aðrar vör- ur, sem til framkvæmdanna þarf: Öllum er kunnugt, að það eru óviðráðanlegar styrjaldar- ástæður, sem valdið hafa því, hve seint hefír gengið að fá vjelar þessar og vörur, og má þá segja, að vel hafi farið, að yfirleitt fjekst það sem þurfti tíl viðbótarvirkjunarinnar, með an styrjöldin stendur. Krap í túrbínunum. Borgarstjóri skýrði frá því, að þetta sje í annað skifti á 6 árum, sem krap hefir stöðvað vjelarnar í Ljósafossstöðinni, og var hin síðari stöðvun und- anfarna daga langtum baga- legri en hin fyrri, er var 21. jan. 1&43, og kom þá að lítilli sök. Þetta atriði var hugleitt strax er stöðin var bygð og síð- ar eftir stöðvunina í jan '43, hvernig helst myndi hægt að fyrirbyggja slíkt. En vegna þess að ekki er fullvíst ennþá, hvern ig það mál yrði helst leyst, og ekki eru til örugg ráð, og vegna þess hve erfitt er um útveg- anir allar, hefir ekki enn ver- ið lagt út í neinar framkvæmd- ir í því efni. Bilun á aðalleiðslunni. Borgarstjóri gat og um bil- un þá á aðalleiðslunni, sem stóðvaði rafstraum til bæjar- ins einu sinni á þessum vetri Hefðu komið fram umkvartan- ir um það, hve'viðgerð sú tók langan tíma, en þær voru ekki á rökum bygðar. Að slík óhöpp koma fyrir, eiga sjer tvennar orsakir. í fyrsta lagi þá, að ekki hefir verið lagt i þarm kostnað að leggja jarðstreng alla leið- ina. í öðru lagi íslenskur veð- urofsi. Meðan línan er ofan- jarðar, geta slik óhöpp komið fyrir. ínnanbæjarkerfið. Um innanbæjarkerfið, seni Sigf. Sigurhj. heldur fram að sje að verða ónýtt, sagði borg- arstjóri m. a. að rjett væri að taka það með í reikninginn, að helmingurinn af því fje, sem tekið hefði verið til viðbótar virkjunarinnar, ætti að fará í endurbætur á bæjarkerfinu. Annars benti hann ræðu- manni á, að Vándalítið væri það að vera klókur eftir á, og full- yrti að hvorki Sigfús Sigur- hjartarson nje nokkur flokks- manna hans, nje yfirleitt nokk- ur maður hefði árið 1936 getað sagt fyrir um: öran vöxt bæj- arins, stórfeldan vöxt iðnaðar- ins og þar af leiðandi aukna rafmagnsþörf, nje heldur um þá erfiðleika, sem styrjöldin hefði skapað í útvegun á öllu því, sem til rafvirkjunar þarf. Rafveitan hefði verið reist af fátæku bæjarfjelagi í örum vexti, þegar enginn gat sagt fyrir um það, hvað framundan væri, og ef hún hefði verið reist í upphafi með þá rafmagnsþörf fyrir augum, sem nú er, myndi það tiltæki hafa verið bænum ofvaxið þá í framkvæmd og af öllum dæmt sem hrein vitleysa. Árangur af nefnrf; Borgarstjórí taldi óvíst hvaða árangur yrði af starfi nefndar þeirrar, sem ræðumaður hefði stungið upp á. En hitt er það, að það er eðlilegt að slík at- hugun- verði látin fara fram. Svo úr þvi verði skorið og þann ig frá því gengið," að bætt verði úr ágöllum rafveitunnar svo fljótt og vel sem auðið er. En það er órjettmætt og frá- leitt að setja í þessu sambandi fram ásakanir í garð einstakra manna, eins og t. d. rafmagns- stjóra, þar eð viðurkent er, að hann hefir allra manna besta þekking á þessum málum og er auk þess hinn samviskusamasti og öruggasti starfsmaður. Helgi H. Eiríksson. Helgi H. Eiríksson tók næst- ur til máls um rafmagnsmálin og sagði m. a. að vel gæti verið að fjölga þyrfti staurum í raf- magnsleiðslunni að austan og hafa staurabilin styttri. En til þess að ákveða slíkt, þyrfti enga rannsóknarnefnd. Hann taldi ástæðulaust að fara eins hörðum orðum um bæjarkerfið eins og Sigfús Sighj. hefði gert. Rannsóknarnefnd gæti ekki rannsakað hvar hætta væri á bilunum þar, nema að grafa upp kerfið. En það væri frá- leitt, og gæti engum dottið í hug. Eðlilegast væri að bæjar- ráð hefði þetta mál með hönd- um. Gunnar Thoroddsen. Er Gunnar Thoroddsen bar fram tillögu þá, er samþykt var, sagði hann rri. a.: • Mjer finst eðlilegt að fram komi óánægjuraddir meðal bæj armanna út af rafmagninu. En tillaga Sigf. Sigurhl. er að því leyti ekki rjettmæt, að hann talar þar um að rannsaka orsakirnar að rafmagnstruflun- unum. Én þær eru kunnar að mestu eða öllu leyti. Bilanir á innanbæjarkerfinu hafa margar stafað af grefti í götunum vegna Hitaveitunnar. styrkja þarf kerfið, enda eru veittar til þess 5 miljónir króna. Framh. á" 5. síðu Uppdrættir Mela- skólans samþyktir Guðm. Asbjörnsson hreyfir gagnrýni Samþykt bæjarráðs á npp- dráttum af barnaskóla á Mel- unum eða svonefndum Skild- ingaskóla var fyvir hæjar- stjórnarfundi í gær. Hefir Einar Sveinsson húsa- meistari gert tekningarnar. Líkan af skólanum samkv. teikningum hans var til sýn- is á fundimim. Forseti bæjarstjórnar, G>u<S- inundur Ásl)jörnsson hreyf'ði andmælum á fundinum, og mælti m. a. á þessa leið: Á FUNDI BÆJARRÁÐS 18. febr. var samþ. með 3:1 atkv. að hefja undirbúning að bygg- ingu barnaskóla á Melunum, samkvæmt framlögðum upp- drætti. Var því þá haldið fram á fundinum, að undirbúningi byggingarinnar, að því er upp- drætti snerti, væri svo langt komið, að ekki kæmi til mála að koma nú fram með athuga- semdir við fyrirkomulag skól- ans. Það hefði borið að gera, þegar frumdrættir voru lagðir fram í bæjarráði, ella ekki. Þessa - skoðun get jeg ekki faliist á, enda mjög venjulegt, að byggingum sje breytt á með an á byggingu stendur, svo það virðist ekki vera nein fjar- stæða að minnast á þær á með an byggingu er ekki lengra komið en það, að uppdrættir eru ekki fullgerðir. Jeg skal engan dóm leggja á þessa fyrirhuguðu skólabygg- ingu að því er byggingarstíl snertir. Um útlitið verða senni- lega skiftar skoðanir, eins og gerist og gengur, þegar um stór hýsi er að ræða. Sitt sýnist hverjum. En þegar þess er gætt, að hjer er um byggingu að ræða, sem gert er ráð fyrir að kosta muni fimm miljónir króna, vii'ðist engin fjarstæða þó 'spurt sje: . „Hvernig notast fje þetta?" „Væri ekki unt að hagnýta það betur?" Þeir, sem hafa athugað líkan það, sem gert hefir verið af fyrirhugaðri skólabyggingu, munu hafa veitt því eftirtekt, að gert ér ráð fyrir að á suð- urhliðinni verði mjög stórar svalir. Taka þær yfir flatar- mál, sem nægja mundi fyrir 4—5 kenslustofur. Þesar svalir eru myndaðar á þann hátt, að húsið, sem annars er þrílyft, er ekki nema tvílyft undir þessum svölum. Held jeg því fram, að þetta byggingarfyrirkomulag sje eins dýrt og þó að húsið væri alt þrílyft og rúmaði 4—5 kenslustofum meira. Ef maður nú deilir kostnaðarverði skóla- byggingarínnar á kenslustof- urnar einár, þar sem eðlilég- ast er að byggja raunverulegt notagildi skólans á þeim barna fjölda, sem þar getur notið fræðslu. Tel jeg auðvelt að færa rök að því, að þetta fyr- irkomulag sje um einni miljón króna dýrara, miðað við nota- gildi. Því er haldið fram, að skól- inn sje þegar orðinn helst til stór, og því engin ástæða til að fjölga kenslustofum. Þetta má vel satt vera. En þó svo væri, er full ástæða til að hagnýta hvern rúmmetra sem bygður er, á sem hagkvæmanstan hátt. Sje það rjett, að skólinn hafi þegar helst til margar kenslu- stofur og þar af leiðandi sje engin þörf á að fjölga þeim, virðist engin sjerstök ástæða til að hafa skólann eins stóran að flatarmáli og ráð er fyrir gert, nema horfið væri frá því að hafa hann þrílyftan. Byggingarmeistarinn telur ófært að byggja yfir svalirn- ar, vegna þess að það eyðileggi heildarsvip hússins. Um þetta vil jeg engan veginn deila við hann, því jeg veit að hann hefir ólíka þekkingu til brunns að bera í því efni. En jeg dreg ekki í nokurn efa, að hann er fullfær um að breyta fyrir- komulagi skólans og öllu útliti. svo að vel fari, ef viljinn er fyrir hendi, þó mjer sjer ljóst, að það verður ekki gert án fyrirhafnar. En mundi ekki all mikið leggjandi í sölurnar til þess að fá sem besta lausn á þessu stórmáli. Þá kem jeg að því, sem jeg tel varhugaverðast: Það er gert ráð fyrir flötu þaki, þar sem svalirnar eiga að vera, ca. 240 fermetrar að flatarmáli. Ekki er ofsagt áð reynsla okkar af flötum þökum er mjög slæm, svo slæm, að það má heita und antekning ef þau hafa ekki lek ið þegar á fyrstu árum, og það þó þau hafi verið helmingi minni en þak það, sem hjerer um að ræða. Aliur þorri þeirra manna. sem hafa átt hús með flötum steinsteypu þökum, hjer í bæn- um, hafa neyðst til að breyta þeim, eftir að hafa eytt ærnu fje til þess að reyna að þjetta þau, án nokkurs árangurs. Þá tel jeg og varhugavert, að gert er ráð fyrir, að dyr verði úr öllum þeim kenslustofum, sem að svölunum Iiggja, út á svalirnar. Það er engin þörf á áð fjölyrða um það, hver óþægindi leiða af því að hafa margar dyr móti aðalrigningar- áttinni, eins og veðrátta er oft hjer í bænum að vetrarlagi. Því miður verð jeg að láta þá skoðun mína í Ijós, að jeg geri mjer enga von um, að þeir dag- ar verði margir, á hverju skóla ári, sem börnin geta notið lífs- ins á þessum svólum. Á útbyggingu skólahússins er og gert ráð fyrir flötu þaki. en þar sem jeg tel það skifta minna máli hvernig það reyn- . Framh. á bls. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.