Morgunblaðið - 03.03.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1944, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 3. mars 1944. &v§tmbl&Mfa Úíg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á rnánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Hvar eru yfirburðirnir? KOMMÚNISTAR eru sífelt að ympra á því í blaði sínu, að þeir sjeu reiðubúnir „að taka" atvinnutækin í sínar hendur og reka þau þannig, að allir hafi nóg að starfa. Þegar svo kommúnistar eru á það mintir, að þeir eigi eftir að sýna þjóðinni í verki yfirburði sína í stjórn og rekstri atvinnutækjanna, bregðast þeir hinir reiðustu við og segja, að þeir sem slíkri firru haldi fram, skilji ekki „hugsjón" sósíalismans. En hugsjón sósíalismans sje sú, að fólkið eigi sjálft atvinnutækin og reki þau. Ekkert er því til fyrirstöðu í okkar þjóðfjelagi, að fólkið eigi sjálft atvinnutækin, sem það starfar við, 'enda tíðkast þetta fyrirkomulag (sbr. samvinnurekstur). En vegna þess að atvinnurekstur okkar íslendinga er yfir- leitt mjög áhættusamur, hefir fólkið heldur kosið hitt fyrirkomulagið, að taka kaup sitt á þurru, sem kallað er, og losna þannig við áhættuna af rekstrinum. Kommúnistar vita* vel um þetta hugarfar fólksins. Þeir ættu því að hafa hug á að bréyta skoðun þess. Ör- uggasta leiðin væri einmitt sú, að kommúnistar sjálf- ir gengjust fyrir stofnun sameignarreksturs, t. d. í út- gerð, og sýndu í verki yfirburði sína við rekstur slíks fyrirtækis. En þetta mega kommúnistar ekki heyra nefnt, heldur heimta þeir „að taka" atvinnutækin af einstak- lingunum og setja þau öll undir sameignarrekstur. Sýnir ekki einmitt þetta betur en nokkuð annað vantrú kommúnista sjálfra á þeirra höfuð stefnumáli? Jú, vissu- lega. Kommúnistar treysta sjer ekki út í samkepni við einkareksturinn. Þess vegna heimta þeir sameignarrekst- ur á öllu, því að þá verður ekkert til samanburðar. En þrátt fyrir allan róg kommúnista um einkarekstur- inn og gyllingarnar um sameignarreksturinn, fá þeir ekki nema lítinn hluta verkalýðsins til fylgis við þetta höfuðstefnumál sitt. Verkalýðurinn er þess fullviss, að sameignarrekstur- inn myndi ekki færa þeim neina sælu. Hann veit, að það er einber blekking, að sameignarreksturinn myndi færa verkamanninum aukið sjálfsforræði. Þvert á móti. Yerka- lýðurinn yrði þá algerlega ofurseldur pólitískum topp- fígúrum, sem færu með völdin í þjóðfjelaginu. Hann yrði að sitja og standa eins og toppfígúrunum þóknaðist. Glappaskotin og mistökin yrðu öll látin bitna á verka- lýðnum. Alt þetta veit verkalýðurinn. Þess vegna sækist hann ekkert eftir sæluríki kommúnista. A rangri braut FRUMVARP atvinnumálaráðherra um stuðning við ný- byggingu fiskiskipa hefir verið samþykt í Nd. og er nú _til meðferðar í Ed. Eins og áður hefir verið skýrt frá, er hjer verið að setja reglur um meðferð þess fjár (5 milj. kr.,) sem Al- þingi ákvað að verja úr framkvæmdasjóði, til stuðnings "ýbyggingu fiskiskipa. Nokkur ágreiningur reis um þetta mál í Nd., einkum það ákvæði frumvarpsins, að atvinnumálaráðherra skuli úthluta þessu fje, „að fengnum tillögum Fiskifjelags ís- lands". Kom sú breytingartillaga í Nd., að stjórn Fisk- veiðasjóðs kæmi hjer í stað atvinnumálaráðherra. En þessi breytingartillaga var feld í Nd. Alþingi er hjer á rangri braut. Fer áreiðanlega best á því, að framkvæmd slíkra mála, sem hjer um ræðir, sje í höndum þeirra aðilja, sem best skyn bera á málin, en þeir eru Fiskifjelagið og Fiskveiðasjóður. Úthlutun þessa f jár heyrir ekki undir verksvið ráðherra. Myndi það að- eins valda óánægju og skapa tortryggni. Vonandi leiðrjettir Ed. þessi mistök og felur þeim einu rjétfu aðiljum umsjpn pg mpðferð. þessara mála, Rjetta tóðin'er að stofcaVmeð fje þessu deíld'í Fiskveiðasjóði og feía stjórn hans umsjón; og ráðstöfun fjárins, ef.tir- reglum, er Alþingi setur. i Minning Þuríðar Eyjólfsdóttur ¦ í DAG verðtrr til grafar borin Þuríður Eyjólfsdóttir frá Ilvammi í Ilvítársíðu, cn sem átti heima nú síðustu ár á Amtmannsstíg 4, hjer í bæ. Þuríður sál. var rjett um áttrætt. Hún var fædd 27. apríl 1864 og voru foreldrar hennar merkislijónin Eyjólf- ur Jóhannesson og' Helga Guðm undsdóttir. Eyjólfur var einn kunnastur hagyrðing ur í Eorgarfirði á sinni tíð. Helga var og fróðleikskona eins og hún átti ætt til (Háa- fellsætt). Níu voru þau Ilvammssystkini er uppkom- ust. Öll voru systkinin vel að s.jer í ])jóð]egum fræðum, einkum ísienskri l.jóðagerð og flest hagorð. Kunuastir af hræðrum Þuríðar, ér þeir Sæmundur heitinn búfræðing- ur og eand. theol. og Jóhann frá Sveinatungu. Var Hvamms heimilið, ])ó1t efni væru þar af skornum skamti, orðlögð fyrir gestrisni og glaðværð og fróðlegar orðræður.Fóru ))að- an gestir nokkuð fróðari og bjuggu lengi að þeim stunda- stytti, sem sti heimsókn varð' þeim. Voru þaii Hvammshjón mjög vinsæl þótt stundum þætti kenna gletni í keðskap Eyjólfs, einkum á yngri íirum hans. Þuríður heitin ólst iipp hjá foreldrum sínum og átti heim- ili hjá þeim þar til þau brugðu biii. Var hún þá á fertugs aldri. Allmörg ár dvaldi hún á Arnbjargarlæk, hjá for- eldrum mínum og síðar hjðí Uavíð bíóður mínum. Fór síð- an til Reykjavíkur og fjekst þar við ýms störf t. d. sjal- prj<3n. Um skeið annaðist .hún hjúkrun sjúkra í heimalms- um og fórst það prýðilega úr hendi bæði vegna nærfærni við sjúklinga og góðra áhrifa er hún skemti þeim með frá- sögum og var fundvís á það hvað þeim fjell best í geð. Gat hún hvergi nærri synti öllum beiðnum, er henni bár- ust um sjúkragæslu, enda tekin mjög að eldast. Þuríð- ur giftist ekki hvorki nje átti lífsafkvæmi, en ól'upp stúlku- barn, Magdalenu Guðmunds- dóttur, sem mi er gift kona hjerna í bænum og reyndist Þurríði heitinni jafnan sem besta dóttir. — Þurríð- ur stundaði nám í kvenna- skólanum í Reykjavík. Var hún mjög vel greind, næm og minnug, ræðin og glaðlynd. Þótti luin jafnan bæjarfiót þar sem Inin dvaldi og au- fiisu gestur, hvar sem hím kom, Hiin var Ijóðelsk, ias mikið og kunni margt. I litla kjallaraherbergimi hennar á Amtmannsstíg var oft gest- kvæmt. Margir voru kunn- ingjar og vinir, því vinsæl var Inin og frygglynd og öll- uhi varð sú stund til ána'g.ju, er þeir dvöldu ]>ar. Ilún hafði glpgt auga l'yrii' því skemti- lega í fari samf'erðafólksins, en frásagnir hennar af ýms- lun ])essh;itlar atyikuui: voi'ti latrsar við mannlast. þótt kímui gætti ]>ar nokkurar a köflum. . Vanheilsu .átti hún við að l)úa seinni árin, en hím iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimNifmiiiiu var glöð og reif til hinstu stundar. Þótt þjáningar væru miklar síðustu dægrin æðr- aöist hún ekki. Ilún andaðist' 22. f. m. á heimili fósturdótt- ur sinnar Ollum sem kynni höí'ðu af Þuríði varð vel við hana óg flestir urðu vinir hennar. Vjer sem eftir stöndum og eigum margar ánægjulegar endurminningar um hana, þökkum henni trygð henriar og fleiri og færri gleðistundir. Óskum v.)'er henni, ¦— kon- unni, sem ávalt æskti öðrum, R'óðs, — RÓðrar ferðar heim á land hinna lifanda. Þorst. Þorsteinsson. 6f Loftur sretur bað ekk) — hÆ hv»r? Mýkomtð [ fyrir skíðafólk: Skór — I (Bass) Gormabindingar •—;9 | Stálkantar — Hosur — 3 | Legghlífar — Vetlingar — 1 | Hettublússur — Svefnpok ¦ I ar — Bakpokar — Hliðar- I pokar — Áburður. 3 ¦ : Sportmagazínið h. f. .. Sænsk-ísl. frystihúsinu g 3ju hæð. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii IMIIIIIIIIIIillliUIIUUlIIIIIUIIUIIUHUIIlÍUUUIUUIUIIIIW 1 Húsnæði ( ( lyrir frjesmíða- | I verkstæðí | | óskast, helst 40—50 fer- B = metrar. Uppl. í síma 2754. & liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHuuíiuiiutinnmwiuaioiiuBuí Málaflutninjís- skrifstofa Einar B. Guðxnundsson. Guðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3602, 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Bif reiðastjóranámskeiðið verður sett kl. 2 í dag í Landssmiðjuhúsinu við Sölvhólsgötu. UNGLINGA vantar til aS bera blaðið Laugaveg og Lindargötuna Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600. <&&S<3><2>Ó*&®><$><$><S^><S>$><^^ Geymslupláss þurt og rakalaust ca. 100—150 ten- ingsmetra, óskast. Upplýsíngar á skrif-| stofu Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.