Morgunblaðið - 03.03.1944, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.03.1944, Qupperneq 8
g iæg ntiólk mun verða i dag NÆG MJÓLK mun verða í bænum í dag. Mjólkurbílarnir komust Þingvalaleiðina í gær- kvcldi. Sögðu bifreiðarstjórarn ir leiðina vera færa, t. d. var einn bíllinn ekki á keðjum.' Þá fóru mjólkurbílar með um það þrjú tonn á vörupalli hjeðan úr bænum um Hellisheiði. Voru bílarnir um það bil 6 tímar á Ieiðinni og var ekið ýmist á veginn eða á hjarni. Versti kafl inn er fyrir austan Smiðjuhæð á heiðinni. Varð að draga bílana í gegn um mikinn skafl, sem er um það bil V2 km. Eins og að ofan getur, komu bílarnir Þingvallaleiðina, en þar var í fyrradag hin mesta ófærð, á Mosfellsheiði, 18 stiga gaddur, mikií veðurhæð og blindhríð. H-DraiaSur dæaidur í i ára þræUnmar mm íyrir nauS- ungartiiraun HERSTJÓRNINN ameríska hefir tilkynt blöðunum, að ame- ríski hermaðurinn, sem gerði tilraim til að nauðga 15 ára ís- lenskri stúlku, sem var á leið heim til sín á Seltjarnamesi um kvöldið þann 6. febrúar s. 1., hafi verið dæmdur í 8 ára þrællcunarvinnu. Hann var rekinn úr hern- um með skömm og missir þar með öll sín borgaralegu rjett- indi. Bridgekepnin: nia Onflur iMiferð ÖNNUR umferð meistara- flokkskeppni Bridgefjelagsins var spiluð í fyrrakvöld. Eftir þessa umferð stendur kepnin þannig: Fyrst er sveit Gunnars Guð- mundssonar með 649 stig, önn- ur sveit Harðar Þórðarsonar með 624, þriðja sveit Gunngeirs Pjeturssonar með 575, fjórða sveit Lárusar Fjeldsted 572, fimta sveit Axeis Böðvarssonar 567, sjötta sveit Stefáns Þ. Guðmundssonar 558, sjöunda sveit Brands Brynjólfssonar 555 og áttunda sveit Ársæls Júlíussonar 508 stig. Þriðja umferð kepninnar verður spiluð n. k. sunnudag kl. 1.30 að Hótel Borg. Verður að- gangur ókeypis fyrir fjelags- merin. Hörð sókn gegn Japönum, London í gærkveldi: — Fjórt ándi herinn breski sækir hart á stöðvar Japana á Arakansvæð inu í Burma, en til þeirra stöðva, sem nú er sótt að, hörf- uðu leyfar þess liðs Japana, sem á dögunum innikróuðu 7. indverska herfylkið á þessum slóðum. Bardagar erií mjög hatrammir. — Reuter. Mólekja í Danmörku Síðan styrjöldin hófst, hafa Danir mjög þurft að búa að sínu um eldsneyti, þar sem kola- innflutningur hefir torveldast. Hafa Danir því mikið notað mó til eldsneytis, og sjest hjer danskur mótekjumaður vera að dreyfa mó til þurkunar. Ávarp um fjársöfnun til danskra flóttamanna Föstadagur 3. mars 1944. Stórórós á Stattgart London í gærkveldi. Um 600 breskar flugvjelar fóru í nótt sem leið til árása á Þýskaland, og var aðalárásin gei-ð, á borgina Stuttgart. en. auk þess rjeðust Mosquitoflug- vjelar á Munchen. í Stuttgart er, álitið áð miklar skemdir hafi orðið, þar sem á- rásin- var hörð, en ilt var að sjá árangur, vegna þess að loft var mjög skýjað. Hindraði það og allar varair. Þjóðverja, bæði loftvarnaskyttur og orustuflug- vjelar, enda fórust ekki nema 4 af flugvjelum Breta í árás þessari.- í dag rjeðust mörg hundruð meðalstórra, flugvjela á hernað arstaði í Norður-Frakklandi með miklum árangri. — — Reuter. Mikill fjöldi danskra flóttamanna dvelur í Svíþjóð og víðar um þessar mundir. Flestir þessara manna hafa komist úr landi slyppir og snauðir og munu eiga litla kosti atvinnu og vera mjög hjálparþurfa. Fólk þetta er úr öllum stjettum þjóðfje- lagins og meðal þess margt barna, kvenna og gamalmenna. Islenska þjóðin hefir þegar sýnt Finnum og Norðmönnum samúð sína í verki og efnt til almennrar fjársöfnunar þeim til handa. Eru það þá Danir einir af ninum nauðstöddu Norður- landaþjóðum, sem enginn slíkur vináttuvottur hefir veriö sýnd- ur. Mun það hafa komið af því, að fram til þessa hafa íslend- ingar litið svo á, að eigi væri hægt að veita þeim hjálp, er að gagni mætti koma, en nú mun þörf hinna dönsku flóttamanna í Svíþjóð vera einna brýnust þeirra Norðurlandabúa, sem unt er að rjetta hjálparhönd eins og sakir standa. Islendingum hefir vegnað svo vel, þrátt fyrir allar hörm- ungar stríðsins, að þeir eru aflögufærir öðrum til styrktar, og munu þeir fúsir að sýna Dönum þannig vinarhug í verki. Verði þátttakan almenn, erum við færir um að ljetta verulega raunir margra danskra flóttamanna, og það án þess að nokkur ein- staklingur taki nærri sjer. Væntum vjer því, að íslendingar liggi nú ekki á liði sínu, heldur láti gjafir skjótt og vel af hendi rakna, enda er ætlunin, að söfnunin standi aðeins yfir næstu mánuði. Mun sannast sem jafnan, að fyrsta hjálpin er besta hjálpin, enda verði fjeð sent jafnóðum og það kemur inn. Það má ekki einvörðungu telja rjett að íslenska þjóðin efni til slíkra samtaka, heldur siðferðislega skylt. Islendingar megd aldrei láta hlut sinn eftir liggja, þegar unnið er að mannúðar- málum. Reykjavik 1. mars 1944. Sigurður Nordal, prófessor, Kristján Guðlaugsson, ritstjóri Vísis, form. M. F. í. Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri. Ben. G. Waage, forseti í, S. í. Stefán Jóh. Stefánsson, form. Norræna fjelagsins. Páll S. Pálsson, form. Stúdentaráðs. Björn Br. Björns- son, tannlæknir. Gísli Sveins- son, forseti sameinaðs Alþingis. Björn Þórðarson, forsætisráð- herra. Haraldur Guðmundsson, form. þingfl. Alþfl. Brynjólfur Bjarnason, form, miðstj. Sósí- alistaflokksins. Olafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins. Ey- steinn Jónsson, form. þingfl. Framsóknarmanna. Jón Hjalta- lín Sigurðsson, rektor Háskóía íslands. Pálmi Hannesson, rekt or Mentaskclans. Jónas Þor- bergsson, útvarpsstjóri. Skúli Skúlason, form. Blaðamanna- fjel. Islands. Prófessor Ásmund ur Guðmundsson, formaður Prestafjelags íslands. Helgi H. Eiríksson, forseti Landsam- bands iðnaðarm. Guðgeir Jóns- son, forseti Alþýðusamb. ís- lands. Valtýr Stefánsson, rit- stjóri Morgunblaðsins. Sigurð- ur Guðmundsson, ritstjóri Þjóð vilians. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans. Kristinn Stef- ánsson, stórtemplar. Magnús Pjetursson, hjeraðslæknir, for- maður, Læknafjelags íslands. Daníel Ágústínusson, ritari sambandsstj. U. S. í. Steindór Steindórsson, form. Akureyr- ardeildar Norr. fjel. Jakob Jónsson, prestur. Garðar Sva- varsson, prestur. Sigurður Sig- urðsson, form. Rauða kross ís- lands. Guðmundur Ásbjörns- son, forseti bæjarstjómar Reykjavíkur. Magnús Jónsson, form. Útvarpsráðs íslands. Jakob Kristinsson, fræðslu- málastjóri. Sigurður Guð- mundsson, skólameistari, Ak- ureyri. Ingimar Jóhannesson, form. Sambands ísl. barnakenn ara. Hallgrímur Benediktsson, form. Verslunarráðs íslands. Tómas Guðmundsson, form. Bandalags ísl. listamanna. Stef án Pjetursson, ritstjóri Alþýðu blaðsins. Árni Jónsson frá Múla ritstjóri íslands. Bjarni Ásgeirs son, form. Búnaðarfjelags ís- lands. Kjartan Thors, form. Landssambands ísl. útvegs- manna. Ragnhildqr Pjeturs- dóttir, fórm. Kvenfjelagasam- bands íslands. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Kristján Jónsson, form. ísafjd. Norræna fjelags- ins. Jón Thorarensen, prestur. Árni Sigurðsson, fríkirkjuprest ur. Helgi Tómasson, dr. med. Gunnlaugur Einarsson, læknir. Sigríður Einarsdóttir, formað- ur Hjúkrunarkvennafjelags ís- lands. Þuríður Bárðardóttir, formaður Ljósmæðrafjelags ís- lands. Friðrik Hallgrímsson, dómprófastur. Kvikmyndahús á Siglufirði BÆJARSTJÓRN Siglufjarð- ar hefir leyft verkalýðsfjelagi Siglufjarðar að reka kvik- myndahús. Verður Alþýðuhús- inu þar breytt í kvikmyndahús Sýningarvjelar af fullkomn- ustu gerð hafa vefið keyptar og hefir maður verið sendur til Reykjavíkur til að taka á móti vjelunum. Hressingankálinn opnaðnr á ný HRESSINGARSKÁLINN í Austurstræti, sem hefir verið lokaður síðan um jól vegna breytinga og endurbóta á hús- næði, hefir verið opnaður á ný og undir nýrri stjórn. Það er hlutafjeiag, Hressingarskálinn h. f., serra nú rekur skálann. Formaður fjelagsins er Ragnar Guðlaugsson fyrv. bryti og stjórnar hann veitingahúsinu. í fjelagi með honum er og Brynjólfur J. Brynjólfsson, sem rekur veitingahúsið Höll í Austurstræti. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á Hressingarskál- anum. Alt húsnæðið málað hátt og lágt og nýir innanstokksmuh ir settir upp að nokkru leyti. Þá verður rekið „Soda-found- tain“ í skálanum. Inngangi hef ir verið breytt frá því sem var cg í ráði er að hafa útiveitingar í trjágarðínum á bak við húsið þegar veður leyfa í vor og í sumar. Öll nýtisku áhöld eru í eld- húsi og búrL Þá verða og gerðar þær breyt ingar, að þjónar annast frami- stöðu ásamt framistöðustúlk- um. Sigurður B. Gröndal verð- ur yfirþjónn. Hressingarskálinn er hinn vistlegasti eins og hann er nú og Ragnar Guðlaugsson er hinn hæfasti veitingamaður, sem mun sjá um, að hafa bestu fram reiðslu og umgengni á veitinga húsinu. Rausnarlegar gjafir STAÐAHRAUNSKIRKJU á Mýrum hefir borist rausnarleg gjöf — 1000 krónur — frá sr. Lárusi Amórssyni, presti í Miklabæ í Skagafirði, til minn- ingar um fósturforeldra hans. Jóhönnu Magnúsdóttur, sem búsett er í Reykjavík, og sr. Stefán heitinn Jónsson, fyrrum prófast að Staðarhrauni. Ennfremur hefir kirkjunni borist gjöf — 200 krónur — frá sóknarbami, sem ekki vill láta nafns síns getið. Sóknamefndin hefir beðið blaðið að færa gefendunum bestu þakkir fyrir hönd safnað- arins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.