Morgunblaðið - 07.03.1944, Page 2

Morgunblaðið - 07.03.1944, Page 2
2 M 0 R G U N B L A Ð I Ð >riðjudag’ur 7. mars 1944 Guðrún Ólafsdótíir IVIIIM l\l IIV G GUÐRÚN var fædd að Bæ í Kjós, 17. nóv. árið 1874, dáin 26. febrúar 1944. Dóttir þeirra góðkunna hjóna Guðrúnar Halldórsdóttur og Ólafs Jóns- sonar, er bjuggu þar um langt árabil. Dvaldi hún í foreldra- húsum til fullorðinsára. Hún ólst upp á meðal margra mann vænlegra systkina, og man jeg, að á yngri árum mínum heyrði jeg um það talað, hvað þau systkin þóttu prúð í uppvext- inum og vel uppalin. Okkur systkinunum var oft bent á það tii eftirbreytni. Það má því segja um Guðrúnu, eins og orð- tækið segir: ,,Að lengi býr að fyrstu gerð“, og „hvað ungur nemur, gamall temur“. Enda sýndi hún það með framkomu sinni, eftir að hún fullorðnað- ist, að hún hafði alist upp við góða siði, enda gædd , góðri greind. svo sem fleiri systkini hennar. Nokkru eftir áð hún fór úr foreldrahúsum, nam hún smjör gerð í mjólkurskóla Grönfelds á Hvítárvöllum. Eftir það var hún bústýra við smjörbú Kjós- armanna. Það starf leysti hún með prýði, eins og flest annað, .er fjell í hennar hlut að inna af hendi. Árið 1910 giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Pjetri Magnússyni, og reistu þau bú á Eyri í Kjós. Þar bjuggu þau um 28 ár, en þá brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Heilsa þeirra beggja var þá heldur farin að bila. Ljetti þá mikið á erfiði húsmóðurinnar, svo að heilsa hennar var bæri- leg eftir atvikum, þar til nú, að lauk hinum síðasta þætti í lífi hennar, hjerna megin. Þau hjón eignuðust 2 mannvænleg börn. Dóttur, sem heima er í foreldrahúsum, og er nú önn- ur hönd föður síns. Einn son áttu þau hjón. Hann er látinn fyrir fáum árum. Hafði hann lokið stúdentsprófi hjer og stundaði nám í Sví- þjóð. Miklar vonir voru við hann tengdar. Varð hann for- eldrum sínum mjög harmdauði, sem vonlegt var. Eftir það mun vart hafa gróið um heilt í hjarta foreldranna. Mun í móð- urhjarta hafa verið svíðandi sár, þó að ekki yrði það greint á yfirborðinu. Guðrún var skýrleikskona og íylgdist vel með almennum málum, og hafði sjálfstæðar skoðanir. Hún mat mikils hvers konar dugnað og ráðdeild, en fyrirleit alt tildur. Þeir, sem við þjóðbraut búa, vita best, hver ábætir það er að taka á móti mörgum gestum, til viðbótar við önnur aðkall- andi heimilisstörf. Oftast vill það verða svo, að það kemur meira við húsmóðurina en hús- bóndann. Eins og kunnugir vita liggur Eyri við þjóðbraut. Bar því og margan gest að garði, bæði af sjó og landi, einkum á meðan bátur hafði fastar ferð- ir um Hvalfjörð, því hann hafði viðkomustað þar skamt frá. Einnig er ferjað var yfir Hvalfjörð í sambandi við bíl- flutninga fyrir fjörðinn. Það er því, eins og áður er sagt, mik- ill ábætir fyrir húsmóðurina, í viðbót við önnur nauðsynja- störf, að taka á móti mörgum gestum. og þá ef til vill stund- um við nauma hjálp.og lamaða heilsu. En ekki var annað vit- að, en að öllum væri vel tekið, og veittur sá beini, er hver og einn með þurfti. Alls þessa minnast nú sveitungar þeirra og margs annars góðvilja frá þeim hjónum. Jeg er þess full- Viss, að þeir taka innilega þátt í kjörum mæðginanna í þeirra mikla missi. Þeir minnast Guð- rúnar ætíð, er góðrar konu er getið, og þakka alt hennar starf og samverustundir. Jeg og mitt fólk minnumst hennar og góð- vildar þeirra hjóna, sem ætíð var í tje látin af einlægum hug. Líkamsleifar Guðrúnar verða nú fluttar að Reynivöllum til hinstu hvílu, við hlið elsku drengsins hennar, sem hún hafði kosið að hvíla hjá að síð- ustu. Minning hennar lifir hjá vinum og venslafólki, en best- ar og helgastar minningar eiga elskandi eiginmaður og dóttir hennar. Þær eru þeim dýrmæt eign og verða ekki frá þeim teknar. Hvíl í friði. St. G. Rússland Framh. af 1. síðu. Þannig skýra þeir frá bar- dögum við Svenigorodka í Dnieperbugnum. Segja þeir, að enn sje háð hörð varnarbarátta við Narva, en nokkuð hafi þó dregið úr áhlaupum Rússa þar undanfarið dægur, en við Pskov sje nú alt því nær kyrt aftur. Fyrir sunnan og suðaust- an Vitebsk tdlja Þjóðverjar sjer varnarsigur í mög hörð um og erfiðum bardögum. Yfirleitt segia Þjóðverjar að veður sjeu óhagstæð, sjerstaklega vegna þess að hlákur hafi gert flugvelli ó- nothæfa og hamli þetta þýska flughernum að að- stoða landherinn nægilega mikið í baráttunni gegn sókn Rússa við Shepetovka. Hundafaraldup hefir stungið sjer niður á bæjum á Skógar- strönd. — Hefir sýslumaður fyr irskipað, að bannað sje að fara með hunda af hinu sýkta svæði, í Helgafellssveit og í Stykkis- hólmshrepp, „ Fjölsótt knattspyrnu námskeið á Ausi- fjörðum SENDIKENNARI í. S. í. í knattspyrnu, Axel Andrjesson, er nýlega kominn austan af landi, en þar hefir hann starf- að að knattspyrnu og hand- knattleikskenslu síðan í haust, og hefir áður verið sagt hjer í blaðinu frá tveim fyrri nám- skeiðum hans fyrir austan, en þau voru haldin að Eiðum og á Eskifirði. Á þeim námskeið- um voru alls 192 nemendur og áhugi hinn mesti. Eftir að hafa haft námskeið á Eskifirði, fór Axel til Seyð- isfjarðar og kendi þar 67 pilt- um og 55 stúlkum. Stóð nám- skeið þetta frá 28. des. f. á. og til 6. jan., en þá lauk því með þrem sýningum. Þátttakendur í námskeiði þessu vpru nem- endur úr barnaskólanum og fjelagar úr íþróttafjelaginu Huginn. Eftir að námskeiðin á Seyð- isfirði var lokið, fór Axel And- rjesson til Norðfjarðdr og hjelt þar námskeið fyrir nemendur gagnfræðaskólans og barna- skólans og fjelaga íþróttafjel. Þróttar. Voru nemendur þarna 95 piltar, sem lærðu knatt- spyrnu, og 68 stúlkur, er lærðu handknattleik.Ennfremur hafði Axel ætlað sjer til Fáskrúðs- fjarðar til kenslu, en hann fjekk enga ferð þangað. Alls hefir Axel því kent 467 nemendum á þessum fjórum námskeiðum og segir hann á- hugann hvarvetna hafa verið mjög góðan og mikinn, enda hafi hann kynst mörgum ágæt- um íþróttamannaefnum eystra. Kendi Axel oft alt að 9 klst. samfleytt á dag, og kom varla fyrir, að nemendur vantaði. — Að námskeiðunum loknum var Axel hvarvetna leystur út með gjöfum. Hann mun næst taka til starfa í Reykholtsskóla, en fjölmargar beiðnir um að fá hann til kenslu í sumar, munu liggja fyrir. Mikið silfur finst í jörðu r n r f • f Af l svipjoo Stokkhólmi —: ALLMIKILL fjársjóður gamalla silfurpen- inga og skrautgripa fanst ný- lega í jörðu á eynni Gotland. Hefir aldrei fundist meira silf- ur þar í jörðu, en óvíða hafa yfirleitt fundist eins margir forngripir og þar. — Fjárfúlga þessi nam 1.225 silfurpening- um, arabiskum, enskum og þýskum, 600 silfurpeningabrot, fjórir stórir hringir og nokkr- ir aðrir silfurhlutir fundust einnig. Þungi þessa alls var um 6 kg. Fjársjóður þessi, sem fanst, er verið var að grafa skurð, var í leirkrukku. Hefir hið fundna fje nú verið afhent þjóðminjasafni Svía, og halda sjerfræðingar safnsins, að pen- ingar þessir muni hafa verið faldir í jörðu kringum árið 900. Sex hundruð sinnum hefir silfur frá þessum tíma fundist á Gotlandi, og er það meira en nokkursstaðar annarsstaðar Fánamálið rætt á Alþingi Tillaga Gunnars Thoroddsen og Sigurðar Bjarnasonar ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA Gunnars Thoroddsen og Sigurðar Bjarnasonar um notkun íslenska fánanS var til fyrri umræðu í sameinuðu Alþingi í gær. Tillaga þessi er hin merkilegasta og er á þessa leið: „Alþingi ályktar að lýsa yfir þeirri ósk og áskorun til allra landsmanna, að efld sje og aukin notkun íslenska fánans og virðing fyrir honum sem tákni hins íslenska þjóðernis og fullveldis. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni ráðstafanir í þessu skyni: 1) Að hvetja bæjarstjórnir, sýslunefndir og hreppsnefnd- ir um land allt og sem flest íjelög og samtök, er vinna að menningar- og þjóðernismálum, til þess að beita áhrifum sínum í þá átt, að sem flestir íslendingar eign- ist íslenskan fána, komi sjer upp fánastöngum og dragi íslenska fánann að hún á hátíðlegum stundum. 2) Að hlutast til um eftir föngum, að jafnan sje fáanlegt' í landinu við sanngjörnu verði nægilegt af fánastöng- um og íslenskum fánum í rjettum hlutföllum og rjett- um litum. 3) Að gefa út tilkynningu um fánadaga, þ. e. hátíðisdaga ársins, sem sjerstaklega er óskað, að allur landslýður dragi fána að hún. 4) Að vinna að undirbúningi löggjafar um íslenska fán- ann. Ríkisstjórninni er heimilt að greiða fje úr ríkissjóði til að standast kostnað við framkvæmd þessarar alþingis- ályktunar“. ________________________ í greinargerð segir svo: íslenski fáninn er tákn hins íslenska þjóðernis og Jullveldis. Hann er boðberi þess um er- lend ríki og úthöfin, hvarvetna þess, er íslensk för sigla um sæ eða leggja að landi. Hvar sem hann blaktir, vekur hann íslendinga til meðvitundar um þjóðerni þeirra og blæs þeim í brjóst íslenskri þjóðræknis- kend. Of fáir íslendingar hafa skil- ið til fulls þýðingu fánans. Allt of fáir þeirra eiga hinn fagre fána þjóðarinnar. Notkun hans þarf að auka, virðingu hans að efla. Stjórnvöld landsins þurfa að eiga sinn þátt í því. Þessi þingsályktunartillaga miðar til þess að Alþingi rjetti fram sína hönd til heilla og liðveislu þessu mikilvæga máli. ★ Fyrri flutningsmaður, Gunn- ar Thoroddsen, flutti í gær ít- arlega ræðu við fyrri umræðu hennar. Rakti hann sögu fánaharáttu íslendinga, alt frá því að kröf- ur komu fram um fálkamerk- ið í stað þorskmerkisins, sem verið hafði merki landsins um langt skeið. Flutningsmaður benti á að fyrsta tillagan um þrílitan; ís- lenskan þjóðfána hefði komið fram á Alþingi árið 1885. — Hefði sú tillaga að vísu borið svip þess ástands, sem þá ríkti um stöðu landsins gagnvart Danmörku, þar sem í henni var gert ráð fyrir því, að danski fáninn væri í horni hins ís- lenska fána. Þá ræddi þingmaður einnig nauðsyn aukinnar verndar fyr ir íslenska fánann. í íslenskum lögum væru nú engin ákvæði til verndar fán- anum. Hinsvegar væru í ís- lenskum lögum ströng refsi- ákvæði gagnvart óvirðingu, sem fánum erlendra ríkja væri sýnd hjer á landi. Hjer væri um ó- samræmi að ræða, sem ekki gæti talist sæmilegt að við væri haldið. Hann kvað það skoð- un flutningsmanna tillögunnar, að löggjöf þyrfti að setja um íslenska fánann og tryggja vernd hans og almenna og rjetta notkun hans með þjóð- inni. Lauk ræðumaður orðum sín- um á þessa lund: „Landið á að verða baðað í fagurri fánabreiðu, þegar lýð- veldið verður stofnað og æ síð- an á helstu hátíðisstundum þjóðarinnar, til varanlegs marks um hið frjálsa íslenska lýðveldi, og til þess að halda vel vakandi tilfinningu íslend- inga fyrir þjóðerni sínu um all- an aldur“. Að lokinni hinni ítarlegu ræðu fyrra flm. var tillagan samþykt með samhljóða atkv. við þessa fyrri umræðu og vís- að til allsherjarnefndar. — Má vænta þess að nefndin taki hana til skjótrar afgreiðslu þar sem hún hlýtur að ná fullnaðar samþykki á þessu þingi, áður en því verður slitið. Ber mjög að fagna því, að tillaga þessi er fram komin á Alþingi. Vitar og sjómerki. 1. Radiovit- anum í Vestmannaeyjum hefir verið breytt þannig, að frá deg- inum í dag að telja sendir hann allan sólarhringinn 5 síðustu mínúturnar á hverri klukku- stund. Að öðru leyti starfar vit- inn eins og áður. 2. Frá Flateyri hefir borist tilkynning um, að Ijósið á Flateyrarodda logi ekkj fyrst um sinn. Reykjavík, 1. mars 1944. j Vitamálastjórinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.