Morgunblaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 5
y triðjudagur 7. mars 1944 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMG SKIPVERJAIMNA ER FÓRUST Faðir minn, Guðmundur Þórð arson, Gerðum, var alla sína starfsæfi útgerðarmaður, og á tímabili var hann formaður á róðrarskipi, eins og þá tíðkaðist að nota til fiskveiða við Faxa- flóa. Hann eignaðist 'fjölda skipa áf ýmsum stærðum, róðr- arbáta, frá tveggjamannaförum upp í teinæringa, vjelbáta af ýmsum stærðum, og hlut í fyrsta togaranum, sem var gerður út í eign íslandinga. All ar þessar fleytur hafa farist eða glatast á einhvern hátt. En slík gæfa fylgdi honum og skipum hans, að aldrei fórst maður með þeim. Þannig hafði einnig verið um útgerð okkar bræðra og fjelaga okkar, þar til 12. febrúar síðastliðinn. Það var því þungbært fyrir móður mína og okkur systkinin, er vjelbáturinn Óðinn G.K. 22 hvarf með allri áhöfn, 5 mönn- um, og sama dag hvolfdi v.b. Ægir G.K. 8, og einn maður fórst, en hinir 4 björguðust á næstum yfirnáttúrlegan hátt. Þessir menn fórust með v. b. Óðinn: Geirmundur Þorbergsson, skipstjóri, Bræðraborg, Garði, 33 ára að aldri. Foreldrar hans eru Þorbergur Guðmundsson, skipstjóri, og kona hans Ingi- björg Guðmundsdóttir, Bræðra borg, Garði. Hann var giftur eftirlifandi konu sinni Valgerði Ingimundardóttir frá Garðstöð- um, Garði, og átti með henni 3 dætur, sem allar eru á lífi. Þorsteinn Pálsson, vjelstjóri, Sandgerði, 34 ára að aldri. Læt- ur eftir sig Guðrúnu Benedikts- dóttur og 4 börn. Foreldrar hans eru Páll Sigurðsson og kona hans Margrjet Grímsdótt- ir, Norðfirði. Þórður Óskarsson, Gerðum, 19 ára, ógiftur. Foreldrar hans eru Margrjet Bjarnadóttir, Gerðum, og Óskar Þórðarson. Tómas Árnason, Flateyjardal, Flatey, 29 ára að aldri, ógiftur. Foreldrar hans eru Árni Tóm- asson, Knararbergi, Flatey, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir. Sigurður Jónasson, Súðavík, 21 árs að aldri, ógiftur. Foreldr- ar hans eru Jónas Sigurðsson, og kona hans Karitas Kristjáns- dóttir, Súðavík. Af v. b. Ægir G. K. 8 fórst: Sigurður Björnsson, Geir- landi, Miðnesi, 26 ára að aldri. Var giftur eftirlifandi konu sinni, Rósu Magnúsdóttir og áttu þau 3 börn, sem öll eru á lífi. Foreldrar hans eru Björn AF V.B. OÐIMI OG ÆGI Minningarathöfn í Útskálakirkju í dag Sigurðsson, skipstjóri á Siglu- firði og kona hans, Eíríksína Ásgrímsdóttir. Sex vaskir menn á bt-sta aldri hafa farist. Sex mæður og sex feður hafa mist syni sína. Þrjár konur hafa mist eiginmann sinn, og 10 börn á unga aldri eru föðurlaus. Fiskveiðarnar eru langsam- lega þýðingarmesti atvinnuveg- ur þjóðarinnar, og má segja að eftir því hvernig þær ganga, fari um hag allrar þjóðarinnar á hverjum tíma. Stóran meiri- hluta af því, er við þurfum að nota til þess að lif a góðu menn- ingarlífi, verðum við að flytja inn frá öðrum þjóðum og mest- an hluta þess, er við flytjum inn, kaupum við fyrir andvirði þess, er fiskveiðarnar gefa okk- ur. Það er naumast hægt að hugsa sjer hvílík neyðarkjör íslenska þjóðin yrði að búa við, ef ekki væru stundaðar fisk- veiðar. Þegar þess er gætt að aðeins 6000 menn stunda fisk- veíðar, sjest hversu nrjög ís- lenska þjóðin er í þakkarskuld við þessa tiltölulega fáu menn, sem vinna þessi þýðingarmestu, og um leið erfiðustu og hættu- legustu, störf fyrir hana. Jeg held að ekkert sje eins þroskandi eins. og það að fara til sjós á unga aldri. Menn kynnast þá strax lífsbaráttunni, eins og hún er hörðust, þeir fá margvísleg erfið viðfangsefni að leysa og verða að leysa þau sjálfir. Þeir læra að gera kröf- ur til sjálfs sín fyrst og fremst, og vaxa að kröftum og þori. manndóm og visku, við það að leysa hin margvíslegu viðfangs efni, sem sjómannslífið kallar fram. Jeg hefi lítið hugsað um tilveruna, en jeg gæti ímyndað mjer, að þessir menn verði, fyrr en aðrir, færir um að taka að sjer þýðingarmikil störf á öðru tilverustigi. Þessir menn, sem hjer eru kvaddir, skipuðu sjex, strax, þegar þeir fóru að starfa, í fylk- ingu þeirra, sem hjer hefir verið líst, þeir tóku til starfa þar sem þörfin var mest fyrir þjóðina, þar sem starfið var mest og erfiðast, og þar sem vosbúð og hættur voru mestar. M.b. Oðinn. Fyrir þetta starf fórnuðu þeir kröftum sínum og starfsþoli, og síðan lífinu sjálfu. Fyrir þetta er öll þjóðin í þakkarskuld við þá. Jeg færi ykkur þakkir móð- ur minnar og systkina, og við kveðjum ykkur með virðingu, Jeg vil fyrir hönd móður minnar og systkina^ votta eig- inkonum og börnum, foreldrum og systkinum. svo og öðrum að- standendum og vinum hinna látnu, okkar innilegustu samúð. Reykjavík, 5. marz 1944. Finnbogi Guðmundsson. Geirmundur Þorbergsson skipstjóri. Geirmundur Þorbergsson HANN var fæddur 9. 10. 1910 að Meðalfelli í Kjós. Hann var sonur Þorbergs Guðmundsson- ar skipstjóra, Bræðraborg, og konu hans Ingibjargar Guð- mundsdóttur, bæði ættuð úr Kjós. Um 15 ára að aldri fór Geir- mundur að vinna við sjómensku — var þá fyrst landmaður við bát í Sandgerði, hjá föður sín- um. Það mundi mörgum full- þroskuðum og vönum sjó- manni finnast erfitt að vinna þau störf, sem landmenn í Sandgerði urðu að leysa af hendi. Þá var aflanum ekið upp í handkerrum, uppþvott- arsjónum ausið með fötum, salt ið borið á bakinu úr salthúsinu og beitt bjóðin varð að bera langar leiðir að íshúsi og frá. Þá var ekki farið að nota bíla og einu ökutækin voru hand- kerrur og sporbrautarvágnar á bryggjunni. Aflinn varð oft mikill og vai-ð.'að. salta hann allan og varð mikil vinna við umsöltun og fleira ef hlje varð á róðrum. Jeg býst við að flest um 15 ára unglingum finnist þetta allerfitt nú. En þannig fjekk Guðmundur að kynnast lífsbaráttunni, eins og hún er hörðust, þegar á unga aldri. — Þannig var það einnig um Atla bróður hans og Þorstein fóst- urbróður, að þeir fóru á svip- uðum aldri til Sandgerðis, og unnu við bátinn hjá Þorbergi. Það er ekki hægt að hugsa sjer betri skóla fyrir skipstjóraefni, enda urðu allir þessir menn dugandi skipstjórar. Þorbergur Guðmundsson var skipstjóri fyrír föður minn fyrst með Trausta, síðan Viggó eina vertíð, og síðan ÓSinn. — Þar sem Geirmundur var með honum á öllum þessum bátum, fyrst í landi og síðar á sjónum, má segja að hann hafi verið á útveg foreldra minna alla sína starfsæfi, eða allan tímann að undanteknu»einu ári, er hann var skipstjóri með vb Hákon Eyjólfsson, Garði. Þegar Þorbergur hætti skip- stjórn á vb. Óðinn 1939 veg'na þess, að hann tók við eigin bát, þótti það sjálfsögð ráðstöfun að Geirmundur tæki við vb Óðinn eftir föður sinn, og hefir hann verið skipstjóri með hann síð- an og fórst með honum þ. 12. febrúar s.I. Geirmundur ljet sjer mjög ant um hag útgerðarinnar, hugs aði um bát og veiðarfæri, eins og hann ætti það sjálfur, t. d. vann hann sjálfur við vjel báts ins s.l. haust, til þess að fylgj- ast sem best með því, að hún yrði sett í sem best lag undir vertíðina, enda var báturinn i eins góðu lagi og hægt varum útbúnað allan. Enda hafði Geir mundur lært af föður sínum Þorbergi, sem alla tíð var fyr- irmynd annara um útbúnað á bát og veiðarfærum og meðferð alla á útveginum. Var Geir- mundur föður sínum mjög lík- ur um það. Geirmundur helgaði alla krafta sina því viðfangsefni, er hann gerði að lífsstarfi sínu, sjó menskunni, og var fáskiftinn um önnur mál. Hann var hrein lyndur og einarður, einbeittur og ákveðinn, myndaði sjer sín- ar eigin skoðanum á málunum, en ljet ekki aðra hafa áhrif á sig. Hann kyntist snemma al- varlegum viðfangsefnum með erfiðu starfi og tók þeim með festu og þrautsegju, en hann hafði einnig góðan skilnin á því sem skoplegt var og skemtilegt og gat skemt sjer vel í vinahóp. Við söknum hans, samferða- mennirnir, en mest er hans sakr.að af ágætri eiginkonu hans, Valgerði Ingimundardótt- ur frá Garðsstöðum, Garði, for eldrum hans og litlu dætrunum þremur. Jeg kveð þig með þökk fyrir störf þín og alla viðkynningu. Reykjavík 5. mars 1943. Finnbogi Guðmundsson. Tómas Arnason. Þórður Óskarsson. Þorsteinn Pálsson, vjelstjóri. Sigurður .Tónasson. Sigurður Björnsson, skipv. af m.b. Ægi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.