Morgunblaðið - 07.03.1944, Page 6

Morgunblaðið - 07.03.1944, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ J>riðjudagur 7. mars 1944 íJTgíistiM&Míft Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmimdsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í Jausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Hirðuleysið í íjármálum í YFIRLITSRÆÐU fjármálaráðherra um afkomu rík- issjóðs árið sem leið, er þess m. a. getið, aá kostnaður við nefndastörf hafi s.l. ár numið 188 þús. kr. „Starfandi hefir verið fjöldi nefnda (yfir 50 að tölu) um ýms mál- efni“, sagði fjármálaráðherra. Og hann bætti við: „Mörg þessara nefndastarfa hafa orðið æði dýr. Vilja menn oft fá mikið fje fyrir lítið starf“. Þessi fúlga, 188 þús. kr., sem nefndafárið hefir kostað ríkissjóð á einu ári, slagar upp í allan kostnað við rekstur stjórnarráðsins fyrir stríð. En hverjar eru þessar nefndir? Og hvað hafa þær af- rekað? Á þetta mintist fjármálaráðherrann ekki í yfir- litsræðu sinni. Það var galli. Hann átti að telja upp allar nefndirnar og geta um árangurinn af starfi þeirra. Þetta er vissulega mál, sem alþjóð varðar. Sumar nefndirnar hafa unnið vel. En svo eru líka aðrar, sem ekkert raun- hæft starf liggur eftir; en þær hafa kostað stórfje. ★ Það er orðin föst venja, að á hverju þingi sjeu skipaðar fleiri eða færri nefndir, sem eigi að vinna þessi eða hin störfin. Síðasta klausan í ályktun þingsins um nefndirnar er venjulega á þessa leið: „Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði“. Með þessu er í raun og veru gefið ótakmarkað vald til þess að gánga í ríkissjóðinn, eft- ir vild. Og þegar nefndirnar, sem hafa slíkt fjárveitinga- \'ald í hendi sjer, eru orðnar yfir 50 að tölu, eins og fjár- málaráðherrann upplýsti, má segja, að hjer sje beinn boði á ferðum fyrir ríkissjóðinn. Hjer verður að gera aðra skipan á, ef ekki á illa að fara.Alþingi verður að setja fastar reglur um störf nefnda, er vinna í almennings þágu, greiðslu til þeirra o. s. frv. Handahóf það, sem nú ríkir í þessu efni, er óviðunandi með öllu. Þess verður og að krefjast af Alþingi, að það sje ekki að setja á stofn launaðar nefndir, nema brýn nauðsyn sje til. Meginstarf fjölda nefnda liggur í öflun margskonar skýrslna og upplýsinga, sem nefndirnar verða að fá hjá opinberum stofnunum. Hjer er því rík- issjóður látinn margborga fyrir sama starfið. Armars bendir margt til þess, að Alþingi sje farið að verða fram úr hófi kærulaust í meðferð fjármála yfir- leitt. Hefir í þessu efni orðið mikil breyting til hins verra, frá því er var fyrir nokkrum árum. ' Ef til vill á þjóðin sjálf sök á þessu. Hún sje ekki eins vel vakandi í þessum málum, eins og hún var. En hjer fyr meir var það svo, að þjóðin fordæmdi það mjög, ef ógætilega var farið með fjármálin og kæruleysi ríkti í meðferð þeirra. Þá þótti það stærsti kostur frambjóðanda og þingmanns, ef hann var gætinn í fjármálum. Nú sýn- ist hitt vera meiri meðmæli, að gera stórar fjárkröfur og eyða sem mestu af almannafje. Sennilega er það tíðar- andinn, sem breytingunni veldur. En ekki verður hún þjóðinni til heilla. / ★ Það hefir farið mjög í vöxt á Alþingi, í seinni tíð, að samþyktar hafa verið stórfeldar fjárgreiðslur úr ríkis- sjóði með þinsgályktunum einum. Hafa þessar greiðslur oft numið miljónum króna — jafnvel tugum miljóna. Þessi aðferð þingsins við fjárgreiðslur úr ríkissjóði er óþolandi með öllu. Afleiðingin af þessu háttalagi verður sú, að þingið missir öll tök á fjármálunum. Áður en varir er það komið með ríkissjóðinn í botnlaust skuldafen, sem erfitt verður úr að losna. Vitanlega á það að vera föst regla, að taka öll gjöld ríkissjóðs, sem vitað er um og sjáanleg eru upp í fjárlög. Þar fá þau þá einu þinglegu meðferð, sem stjórnarskráin mælir fyrir Um. Hin aðferðin, sem nú tíðkast mjög á Al- þingi, að afgreiða fyrst fjárlög með svo háum útgjöldum, að tekjurnar fá vart staðist þau, en síðan að bæta þar ofan á miljóna útgjöldum með einföldum þingsályktunum,. þlýtur að stofna ríkissjóði í greiðsluþrot. Alþingi verður að gerbreyta stefnunni í fjármélunum. Jón Magnússon skáld Harmafregn jeg heýri heyri þunga dóminn. Dáinn, — hjeðan horfinn hann, sem átti róminn þýða, og þjóðin unni, . þekti af góðu kvæði. Ljek á göfgrar gyju gull og silfurþræði. Máli hjartans mæla minnast þín í Ijóði, þýtt um þig að syngja 'þrái’ jeg vinur góði Láta hörpu hreima hreyfa munablóminn. Stilt á stjörnu þína stilla veika hljóminn. Hófust hugljúf kynni hló við æskusunna. Sömu söngvaefni sól og vor að unna. Attum bjartar óskir, ungir margt að vinna. Betri mann að meta mun jeg aldrei finna. Hlýr af hjartans auði hugur fann og skyldi gróður veikan glæða góður bróðir vildi. Sál er vængjum vogar viðkvæm hljóms að leita, skyldi ástúð örfa, ylja blænum heita. Söng í sálu þinni sólarstrengur fagur. Ment og dýru máli merktur er þinn bragur. Hollur þjóð, og þrunginn þungum undir straumi hærra lífs, og huga, heillar skáldsins draumi. Heiðarlönd með lyngi, lind í bláu rjóðri, söng úr strengjum seiddi sveit, og vafin gróðri. Kvöld í kyrrum skógi. Kirkja drottins þjóða, varð þjer yrkisefni, alt það fagra og góða. Málið hreina og mjúka móðir sem þjer kendi, var þjer yndi orða ' auðugt gull í hendi. Lífið sjálft og sólin sælt af fögrum myndum, vermai visku barmi veig af guðalindum. Land og þjóð að lofa Ijóði og söngvum vígja. Ættjörð, ástarkvæði óma ljet þín gýgja. Hennar veg þú vildir virðing, frelsi og heiður. Bundin vögguvjeum var þinn hjartans meiður. Ungur varstu og áttir ennþá, glaða róminn. Dáinn, — hjeðan horfinn, heyri’ jeg skapadóminn. Hugur brúar heima, himinn athvarf geymir. Ljóð og andi lifir. Lífið engu gleymir. Kjartan Ólafsson. Badoglio óskar frekari fregna Badogliostjórnin hefir lýst yfir, að hún hafi ekki fengið neinar tilkynningar um það, að Rússar eigi að fá þriðja hluta ítalska flotans, hafi aðeins heyrt það í frjettum. Enpfrem- ur lýsir stjórnin yfir þyí, að hún mupi rey.na - að afla . sjer betri vitneskju um þessi efni. '\Jdwerji óbripar: 'IjI' iIíKjíegci (iji a Heimsókn í „biðsal dauðans“. „BIÐSAL DAUÐANS“ kalla gárungarnir biðstofu Áfengis- verslunar ríkisins, en þar fá menn, sem kunnugt er, undan- þágur til svartadauðakaupa o.fl., en afgreiðslan, þar sem afhend- ing áfengis fór fram,. er kölluð „dýraríkið“, eftir að verð á á- fengi var hækkað um helming í september. Þetta er nú gaman- sama hliðin á þessu máli, en þá alverlegu, eða nytsömu má sjá í ræðu fjármálaráðherra, sem hann hjelt á Alþingi á dögunum. Þar stendur að tekjur áfengis- verslunarinnar hafi farið 12 milj- ónir og 750 þúsund krónur fram úr áætlun s. 1. ár. Sannarlega ekki neitt að spauga með! Nú er ,;biðsalur dauðans“ og „dýraríkið" komið undir eitt og sama þak í Nýborg, eins og frá hefir verið skýrt í frjettum dag- blaðanna. Blaðamenn, sem heim- sóttu þessi húsakynni fyrir helg- ina, urðu vísari um ýmislegt, sem ekki hefir staðið á prenti áður. • Hærra verð — meiri sala. í SEPTEMBERMÁNUÐI s. 1. var verð á öllu áfengi hækkað um helming. Að sögn var þetta gert til þess að reyna að draga úr áfengiskaupum manna. En það fór á annan veg. Það hafa verið seldar fleiri flöskur eftir hækk- uniná en áður. Það er sama hvaða ráðstafanir eru gerðar til að halda í áfengi við menn; þeir, sem vilja drekka það, ná í það á einhvern hátt. Þetta er reynsla allra ]>jóða. Áfengisbann hefir í för með sjer brugg og aðrar lög- leysur. Áfengisútsölunni var lokað hjer í bænum 7. júlí 1941 og var lok- uð framundir áramót það ár. En þá hófust undanþágurnar svo- nefndu. Fyrst í stað var það dóms málaráðuneytið, sem veitti und- anþágur til áfengiskaupa, en það starf varð brátt svo umfangsmik- ið, að skrifstofustjórinn í ráðu- neytinu baðst undan því starfi og tók þá starfsfólk áfengisversl- unarinnar við. Margar skrýtnar sögur eru sagðar frá undanþág- unum fyrst í stað. Það er t. d. sagan um mennina, sem bygðu sjer sumarbústað og vildu fá á- fengi* i „reisugildið". Þeir fengu undanþáguna, en áfengið kostaði meira en smíðaefnið í bústaðinn! Sagan um Svarta- dauðan. ÍSLENSKA BRENNIVÍNIÐ, sem Áfengisverslun ríkisins hef- ir framleitt frá því að leyfður var innflutningur sterkra drykkja til landsins hlaut strax nafnið Svarti-dauði er það kom á markaðinn. Var nafnið dregið af flöskumiðunum, sem eru svartir og Ijótir. Sú saga hefir gengið hjer á landi, að það hafi verið góðtemplarar, sem rjeðu því að þessi svarti miði var sett- ur á flöskurnar og hafí það átt að vera gagnsókn af þeirra hendi, gerð í þeim tilgangi, að mönnum litist ekki á drykkinn. En. þetta er ekki rjett. Guðbrandur Magn- ússon forstjóri sagði mjer, að hann og teiknarinn, sem miðann teiknuðu hefðu algjörlega einir I ráðið gerð miðans. I En miðinn hefir ekki skift | neinu máli. Menn litu á innihald | ið og kærðu sig kollótta um um- búðirnar. Það eina, sem nafttið Svarti-dauði gerði, var áð köhia því inn hjá, útlendingum, að ís- lendingar sjeu eiturbyrlarar, sem ec^ci tiftnu l drekki hræðilegan drykk, sem nefnist svarti dauði (Black dead). Höfundar æsifregna frá íslandi í erlendum blöðum hafa nefnt svartadauðann ásamt gas- mjólk og skósvertulög sem eins konar þjóðardrykki íslendinga. ÞaS, sem góðtemplarar fengu. EN ÞAÐ var annað, sem góð- templarar fengu framgengt í sambandi við framleiðslu og sölu brennivíns hjer á landi, og það var, að ekki skyldi verða selt brennivín á hálfflöskum. Góðtemplarar hugsuðu sem svo: Ámjóum þráðum læra hund arnir að stela. Ef að menn geta fengið keyptar hálfflöskur, læra þeir að drekka stig af stígi og ekki verður langt þangað til þeír fara að drekka úr heilflöskum. Þeir gleymdu því, að með heil- flöskufyrirkomulaginu var ekki um neitt byrjunarstig að ræða. Templararnir gleymdu líka því sem að minsta kosti sumir þeirra ættu að vita, að hjer á landi er sá siður landlægur, að þegar tek- inn er tappi úr flösku, er setið við, þar til lokið er úr henni, hvort, sem það er heil- eða hálf- flaska. í pukri. ÞAÐ HEFIR rjettilega verið að því fundið, að Islendingar kynnu lítt með áfengi að fara. En það hefir líka verið illa haldið á á- fengismálunum. Alt hefir verið gert til að torvelda mönnum að fá keypt áfengi. Það hefir m. a. leitt til þess, að þeir menn, sem hafa áfengi um hönd, þykjast meiri menn en hinir, sem ekk- ert eiga, þykjast himinn höndum hafa tekið þegar þeir komast í sopann og drekka meðan nokkur dropi er til. Reynsla annara þjóða í áfeng- ismálunum hefir sýnt og sannað, að pukrið er ekki rjetta leiðin í þessum efnum. Þar sem áfengi er frjálst er það notað meira í hófi, en þar sem hömlur eru. En um leið þarf að skapa sterkt almenn ingsálit á því, að þeir menn sjeu ekki í húsum hæfir,sem eru ölv- aðir. Mannlegt eðli er ekki svo frábrugðið á Islandi því, sem það er annarsstaðar í heiminum. Áfengið frjálst og burt með pukrið. Þá fyrst er von til að einhver regla komist á í áfengis- málunum. Hinn ágæti læknir og vísindamaður, Gunnlaugur Claes sen, skrifaði um áfengismálin í Heilbrigt líf, sem nýlega er kom- ið út. Sú grein var birt hjer í dálkunum. Þar er bent á rjetta leið, í miklu vandamáli. • Núverandi sölufyrir- komulag áfengis. ÞETTA RABB um áfengismál- in, í tilefni af heimsókn blaða- manna í hinn nýja „biðsal dauð- ans“, er orðið nokkuð langt. En samt langar mig til að lokum, að fara nokkrum orðum um núver- andi sölufyrirkomulag áfengisins. Hin svonefnda undanþágufyr- irkomulag hefir gefist vel að mörgu leyti. Með því er hægt að hafa nokkurn hemil á að þeir menn, sem illa fara með áfengi, fái^það ekki, þó aldrei verði hægt að fyrirbyggja til hlýtar, að drykkfeldir menn nái í áfengi. Það væri ekki heppilegt, eins og er, að hafa opna áfengisverslun, Sefn allir hefðu aðgang að, vegna hirts óvenjulega ástands. En und- ir eins og ástandið breytist,'ætti að gefa-alt frjálst á ný.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.