Morgunblaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. mars 1944 Freysteinn G. Hannesson F. 27. desember 1922. Fórst með v.b. „Frey" 12. febrúar 1944. Kveðja frá frænku. Þeir ungu menn, sem vítt um höfin halda, af heillrar þjóðar nauðsyn bæði og þörf, og sumir hverjir síðustu skuld þar gjalda, að sökkva í djúpið við sín skyldustörf. Jeg man þig frændi, allt frá bernskuárum, og eins og þroskinn sýndi hver þú varst. Því jafnvel þó að syrti af raunum sárum, með sigurvissu mótlætið þú barst. Hjer skal ei rætt um söknuð sollinn harmi, þó svona skildu leiðir frændi minn, Nú hvílist þú hjá mætrar móðurbarmi, sem mildum örmum faðmar drenginn sinn. Jón Sigurðsson. Verkstjorastcöa Iaus nú þegar hjá Frystifjelagi Sauðárkróks, h.f. — Verkstjóri sjái, auk verkstjórnar, um móttöku og afhendingu fiskjar o. fl. — Um- sókn ásamt tilgreindri kaupkröfu og með- mælum, sendist fyrir 17. þ. m. til Eysteins Bjarnasonar, Sauðárkróki. — Rjettur áskil- inn til að taka hvaða tilboði sem er, eða ha^fna öllum. TILKYNIMING Veggfóðrarafjelag Reykjavíkur áskilur sjer rjett til að gera breytingar á kauptaxta sín- um að þrem mánuðum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. 7. mars 1944 STJÓRNIN. Ingibjörg Þorsteinsdóttir F. 3. des. 1907. D. 28. febr. 1944 Það fer að jafnaði ekki svo mikið fyrir því, þó að „straum- ur tímans" stöðvist í einu mannshjarta. Síst af öllu, þegar sá, sem á sigðinni heldur fær svo liðtæka hjálp frá mönnun- um sjálfum sem raun ber vitni um nú síðustu árin. En þó varð okkur ættingjum, vinum og samstarfsmönnum ungfrú Ingibjargar Þorsteins- dóttur, forstöðukonu í Vestur- borg, bilt við, er við urðum þess áskynja, að stundaglas hennar var útrunnið. Fjórum sólarhringum eftir að sjúkdóm- ur hennar var ákvarðaður, lá hún liðið lík. Það var aðfara- nótt 28. febrúar s. 1. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, for- stöðukona, var fædd að Gilsár- teigi í Eiðaþinghá í Suður-Múla sýslu, 3. desember 1907, dóttir Þorsteins Jónssonar, bónda þar, nú sjúkrahúsráðsmanns á Seyð- isfirði, og konu hans Ágústu Jóhannesdóttur, sem dó fyrir nokkrum árum. Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum, gekk sem unglingur í Alþýðuskólann að Eiðum og útskrifaðist það- an. Sumarið 1932 dvaldi hún samkvæmt boði í Kunstflids- skole í Kaupmannahöfn. Mat- reiðslu kynnti hún sjer undir umsjá og í samstarfi við ungfrú Helgu Sigurðardóttur, forstöðu- konu Húsmæðrakennaraskóla íslands. En hjá Sumargjöf hafði Ingibjörg starfað á níunda ár og gegnt þar öllum störfum, frá fóstrustarfi til forstöðukonu- starfs. Ingibjörg Þorsteinsdóttir var afkastamikil til allra verka, er hún tók að sjer, og í besta máta velvirk. Hún var verkhyggin og þrifin og hafði yndi af störf- um. Henni var jafnt sýnt um að vinna undir stjórn annara og að stjórna sjálf. Stjóm henn- ar var föst og hávaðalaus og þess eðlis, eftir sögn starfs- stúlkna, er með henni unnu, að jafnan mátti finna, hvað þurfti að gera, án þess að hún þyrfti að hafa orð á því. Hún var mjög barrígóð og hafði sjer- staka ánægju af að athuga eðli og framferði barnanna, enda hafði hún einkar gott lag á að laða þau til þroskandi starfa og betri breytni. Og jafnvel steinsdóttur, forstöðukonu í Vesturborg, hefir Barnavina- fjelagið Sumargjöf mist einn sinn besta starfskraft, og börn- in í Vesturborg fyrirmyndar forsjá. En ættingjar og vinir hafa verið sviptir samvistum við góða konu. Vjer kveðjum hana í dag með hjartans þakklæti fyrir lær- dómsríkar samverustundir, sendum öldruðum föður í fjar- lægð alúðarfyllstu samúðar- kveðjur og blessum minningu hennar. — Vinur. erfiðustu börn gat hún laðað til hlýðni og gert sjer eftirlát. Verk hennar við barnaheim- ilið báru þess fagurf vitni, að hún vann þau sem köllunar- starf, en ekki sem launaða at- vinnu. Heimilið, sem hún stjórn aði, bjó þó lengst af við þær erfiðu aðstæður að þurfa að hafa tíð skipti á börnum og veita þeim viðtöku frá vondum skilyrðum. Hún var börnunum eins og sönn móðir. Enda köll- uðu dvalarbörnin hana oft „mömmu", og eftir andlát henn ar sást þáð, að þetta var ekki uþpgerð. Ingibjörg var mikil og góð húsmóðir. Henni hafði tekist með stjórn sinni og smekk að gefa barnaheimilinu í Vesturborg hlýjan og virðu- legan heimilisblæ. Og eftir til- lögum hennar hafði stjórn Sumargjafar leyft mikilvægar breytingar á húsakynnum í Vesturborg s. 1. sumar, en þess átti hún ekki að fá að njóta. Ingibjörg forstöðukona var sjerstæður persónuleiki og hafði einstæða skapgerð, var gædd svo miklu jafnaðargeði, að fæstir munu hafa sjeð hana skipta skapi, og jafnan traust- ust, þá mest við lá. Hún var fríð sýnum, djörf í framgöngU; en þó kurteis vel og drengur góður. Hún var hrifandi glöð á vinafundi og kunni líka þá list að hryggjast með hryggum. Öllum þjóðum er það mikill iskaði að missa efnismenn á unga aldri og þá ekki síst ís- lensku þjóðinni, svo fámenn sem hún er. En enginn má sköpum renna. Með fráfalli Ingibjargar Þor- - Susan B. Anl ony Framh. af bls. 7. áheyrendurnir þenna 86- ára leiðtoga með mikilli hrifningu. Susan Anthony dó róleg"- um dauðdaga þetta sama ár. En krossferðinni, er hún hafði hafið, var haldið á- fram. Áratug síðar varð heimsstyrjöldin fyrri til þess að veita henni aukinn byr, þegar konur tóku að sjer störf karlmannanna i skrifstofunum, verslunum og jafnvel á vígvöllunum. Árið 1920 voru kvenrjett- indin staðfest. í heimalandi hennar, er takmarkinu næst um náð. (ísland veitti kon- um jafnrjetti við karlmenn til allra embætta, skóla- göngu og skólastyrkja árið 1911. Kosningarjett og kjör gengi í bæja- og sveita- stjórnir fengu þær árið 1909 og til Alþingis árið 1915). Aths. þýð.). Ef Susan Anthony væri nú á lífi, myndi hana furða mjög á því, hversu alger- lega draumar hennar hafa orðið að veruleika. En hún myndi þó enn halda kross- ferðinni áfram, því að fram farabrautin er takmarka- laus. Reykvíkingafjelagið heldur fund í Tjarnarbíó kl. 9 í kvöld. Verður þar ýmislegt til skemt- unar. 000000000000000000000000<>0<><>0<>0<>00000<><>000000000<>0<X><><X><>0^ Ef tir Robert Storm .„HAVE &QUAD CARíPBE ALERT FOR GREEN 5>ED« WITH LETTER ttX" IN LtCEN HAVE RADIO 5TATION l& V/ARNIN6 TO ALL HQ£>P*± AND C/TY DOCTOISS.^ Stúlkan: — Hjúkrunarkona, þjer verðið að ná i læknir fljótt. Jeg er með mikið særðan mann í bíln- um mínum. Hjúkrunarkonan: — Hvað? . . . Ó, já, . . augna- wm blik . . Læknir, hún er hjerna stúlkan með særða morðingjann. Læknirinn: — Jeg skal taka það að mjer. Hringdu til lögreglunnar. Á meðan í bílnum . . . Alexander raknar úr rot- inu. Hann hugsar: — Hvar er jeg staddur? Sjúkra- hús . . það verður undir eins kallað á lögregluna. Læknirinn: — Komið með mjer, drengir. Jeg veít ekki, hve hættulega maðurinn er særður, en hann er morðingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.