Morgunblaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 53. tbl. — Miðvikudagur 8. marz 1944 ísafoldarprentsmiðja h.f. Rússar komnir að rúmensku landamærunum Bandamenn treysta Stríðið gerði þær heimilislausar efcki Tyrkjum í LUNDÚNAÚTVARPINU var í gær lesin upp tilkynning þess efnis, að bandamenn hefou ekki getað treyst Tyrkjum til að vera með í lokasókninni gegn Þjóðverjum, sem nú hefir verið undirbúin. Þessvegna hafi bandamenn hætt að senda þeim vopn. I tilkynningunni var því lýst, hve afstaða Tyrkja væri ein- kennileg. Þeir teldust vera bandamenn Breta, en vildu ekkert gera til að aðstoða þá. Þeir seldu óvinum banda- m&nna vopn og ekkert væri hægt að reiða sig á þá. Uyr í gær hafði Edgar Gran- ville, sem er utanflokkaþing- maður, spurt Eden utanríkis- málaráðherra að því, hvort hann gæti gefið þinginu nokkra skýringu á þeim frjett- um, sem borist hefðu frá Kario um, að breska hernaðar- sendinefndin hefði verið kölluð heim frá Tyrklandi. Eden svar aði, að hann væri ekki undir búinn að gefa neina skýrslu um það mál að svo stöddu. 20 Hollendingar dæmdir til dauða Þjóðverjar hafa dæmt 20 Hollendinga til dauða nýlega, segir í fregnum, sem borist hafa til London. 18 þeirra hafa þegar verið teknir af lífi. I febrúarmánuði tóku Þjóð- verjar 38 Hollendinga af lífi. KONURNAR hjer á myndinni eru flóttafólk, sem hefir orðið að yfirgefa heimili sín vegna styrjaldárinnar. Alt urðu þær að skilja eftir, nema pinkla, sem þær gátu borið með sjer. Á undanförnum ófriðarárum hafa tugir þúsunda flótta- fólks reikað eftir þjóðvegum Evrópu. Konumar. hjer á mynd- inni eru að snúa heim til sín aftur, eftir að Bandamenn hafa náð borginni, sem þær áttu heima í úr höndum Þjóðverja. Bólusótt í Breflandi London í gærkveldi. — Bólu sótt hefir komið upp í sjúkra- húsi einu í Middelsex og tók hana fyrst gestur á sjúkrahús- inu, en síðar fimm hjúkrunar- konur og einn sjúklingur. Tvær af hjúkrunarkonunum og sjúklingurinn hafa nú dáið úr veikinni, enda var ekkert af þessu fólki bólusett. — Reuter. Loftsókninni beint að Frakklandi London í gær. Einkaskeyti. FLUGSVEITIR bandamgnna beindu loftsókn sinni í dag gegn herstöðvum Þjóðverja í Frakklandi og voru árásir á Frakkland bæði frá Englandi og Ítalíu. Gerðar hafa verið árásir á ýmsa staði í Norður-Frakklandi, París og umhverfi og Toulon. Feroalag Sfellinius til London WASHINGTON í gærkvöldi: Edward R. Stettinius, sem nú gegnir störfum utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna, birti í dag nöfn þeirra manna, sem fara með honum í hið fyrir- hugaða ferðalag hans til Lon- don til að ræða við breska stjórnmálamenn. Meðal þeirra er fara með ráðherranum, er yfirmaður evrópeiskra mála í utanríkisráðuneytinu, Freeman Matthews og Wallace Murrey, sem stjórnar því, sem viðkem- ur afríkönskum og Litlu-Asíu málefnum. Ennfremur forseti John Iiopkins háskólans, Isaiah Bowman, John Lee Pratt og einn af nánustu samverka- mönnum Stettinius, Robert J. Lynch. —Reuter. Frægl beitiskip fersl AMERÍSK flugvirki fóru til London i gærkveldi. FLOTAMÁLARÁÐUNEYT- loft.ácHsar á frönsku flota- stijðina í Toulon í dag‘ og' gerðu þar mikinn ursla. Flug- virkin gerðu árás á kafbáta- höi'niua, hafnarmannvirki og skip á höfninni. Nokkrum skipum var sökt. Flugmenn. sem tóku þátt í árásinni segja. að talsverð mótspyrna hafi ver ið. aðallega frá loftvarnar- þyssum. Nokkrar þýskar or- usluflugvjelar komu á vett- vang, en þeim var tvístrað. Flugvirki gerðu síðast árás á Toulon 4. febrúar s.l. - í dag fóru ameriskar flug- vjelai;, sem bækistöðvar hafa við Miðjarðarhaf einnig til árása á aðrar hernaðarstöðvar Újóðverja. Var gerð árás á flugvöll þeirra í Orveito og Vierbo í Ítalíu. Árásin á -Berlín. Það hefir nú verið tilkynt, að í árás amerískra flugvjela á Berlín í fyrradag, hafi verið skotnar niður 176 þýskar or- ustuflugvjelar. •— Éandaríkja- menn mistu 68 flugvjelar í þessum leiðangri. IÐ breska tilkynti í gær, að hið fræga breska beitiskip „Pene- lope" hefði farist af óvinavöld- um. Var skipinu sökt undan landgöngusvæðinu við Anzio. Skip þetta er frægt fyrir það, að komast frá Malta og til Gi- braltar fyrir tveim árum. Rjeð ust þýskar flugvjelar að skip- inu nærri Malta og löskuðu það mjög'. Leitaði skipið þá hafnar í Malta, en varð þar fyrir svo hörðum árásum, að foringinn tók það ráð að láta í haf aftur Reuter. 40 þús. þjóðverjar falla í þriggja daga sókn Zhukovs London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. ZIiUKOVS hershöfðingja á suðurvígstöðvunum sem nú er aðeins þriggja daga gömul, hefir Rússum mjög að óskiun og er útlitið orðið ískyggi- fyrir Þjóðverja, sem eru í Odessa, þar sem aðalundan- þeirra. járnbrautin til Lwow, hefir nú verið rofin. í herstjórnartilkynningu sinni í kvöld, að Tarnopol í Pollandi og’Kamenetz-Podolsk Rúmeníu. Á þessum slóðum hafa Rússar og SOKN í Rússlandi, gengið legt haldsleið Rússar tilkynna þeir nálgist bæina við landamæri tekið 200 aðra bæi. Öngþveili í Frakk- landi er takmark Þjóðverja Eftir Sidney Taylor, stjórn- málaritstjóra Reuters. FREGNIR af andstöðunni gegn Þjóðverjum í Frakklandi varpa nokkru ljósi yfir „meist aralegar fyrirætlanir" þýsku herstjórnarinnar, þegar banda- menn gera innrásina í Frakk- land. Þjóðveijar ætla sjer að koma á algjöru öngþveiti í landinu. Stöðva verksmiðjur, ræna sveitabýli og gera mat- væli öll upptæk. Allir vinnufærir Frakkar verða að ganga í fjelög þeirra manna, sem vilja vinna með Þjóðverjum, eða verða að vinna í hergagnaverksmiðjum, helst þýskum. Þjóðverjar ætla sjer að þurka út alla ættjarðartil- finningu og yfirvinna alla mót- spyrnu leynisambandanna. — Þeir munu sleppa flóttamönn- um í tugþúsundavís, þar sem bandamenn ætla að sækja fram. Þessir flóttamenn verða reknir nauðugir frá heimilum sínum. Það er margt, sem bendir til, að Þjóðverjar sjeu þegar byrj- aðir á undirbúningi að þessum fyrirætlunum sínum. Útvarpið í París segir frá lögregluleit við Seine-fljót og í Calvados- hjeraði. Þessi lögregluleit stjórnar Darnand yfirmaður lögreglunnar og þjóðvarnar- liðsins. Leitað er í hverju ein- asta húsi og margir fangar hafa verið teknir. En í Haute Savoie hjeraði eiga Þjóðverjar í reglulegum bardögum við skæruliða. Þeir menn í strandhjeruðum Suður- 'Frakklands, sem neítað hafa að flytja úr húsum sínum, fá minni matarskamt en aðrir. — 1 hérstjórnartflkynningunni segir ennfremur, að Þjóðverj- ar hafi gert tilraunir til gagn- sóknar á þessum slóðum, en þeim hafi öllum verið hrundið við mikð mannfall í lið þeirra. SÓKNIN TIL RÚMENÍU. Ilarold King, frjettaritari vor í Rússlandi, símar á þessa leið í kvöld um hina nýju sókn: „Rússneski herinn, sem sæk- ir í áttina til Rúmeníu undir stjórn Gregory Zhukov hers- þöfðingja, náði síðastliðinn sólarhring nýjum stöðvum á sitt vald. Á járnbrautinni milli Tarnopol og Proskurov virðast Rússar víkka út yfirráðasvæði sitt, og hefir von Mannstein hershöfðingi orðið að draga þar að sjer herlið og hergögn frá öðrum vígstöðvum. Gífurlegt manntjón. Blóðfórnir Þjóðverja á þess- um vígstöðvum eru afar mikl- ar. Á þremur dögum, síðan Zhukov hóf sókn sína, hafa 40 þús. þýskir hermenn fallið og 45 þús. særst. Ennfremur hafa Rússar tekið óvenjulega marga fanga. Sagt er, að 40% af sum- um hersveitum Þjóðverja í Rússlandi hafi fallið. Seinni frjettir herma, að sókn Rússa beinist aðallega að Tarnopol og Seretrár-dalnum, en Seret-áin rennur í Dnieper 50 mílum neðar en bardagarn- ir eru nú háðir. Síðan sóknin hófst hafa Rússar sótt sums- staðar fram um 25 km., þrátt fyrir mjög erfið skilyrði. Rúss- nesku hermennirnir hafa t. d. oft orðið að vaða aurinn og bleytuna í ökla. Aðstaða þýska hersins þarna er mjög erfið vegna flútnihgaörðugleika. Eina leiðin er yfir Karpatafjöll og er dregið í efa, að hjálp þá leið geti komið í tæka tíð. Rússneskar flugvjelar halda uppi stöðugum árásum á bak- sveitir Mannsteins marskálks og herflutningalestir. Hafa Framh. á 2. siðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.