Morgunblaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. mars 1944 Tjón í skipalestum: 1 af hverjum 1000 skipum Breski flotinn * öflugri en 1940 -— segir Alexander, fiotamálaráðherra. London í gærkvöldi. A. V. ALEXANDER, flotamálaráðherra Breta, gaf á þingi í dag skýrslu um störf flotans á s.l. ári og um ástand flotans nú. Sagði Alexander, að Þjóðverjar hefðu um tíma á fyrra ári hætt kafbátahernaði á Norður-Atlantshafi, og að skipatjón ársins 1943 væri minna en nokkur hefði þor- að að vona að óreyndu. Kvað ráðherrann þetta að mestu að þakka samvinnu flughers og flota. Alexander sagði flotann mun öflugri nú, en áður en Frakkland fjell. Kveðja til Isiands og islendinga írá Vest ur-íslendingum 1. des., 1943 Eftir Guðmund Grímsson, dómara. Manntjón varð af þessum á- stæðum mikið minna, sagði Al- exander. Hann gat þess, að Scharnhorst var sökkt og fleiri sigra breska flotans. Alexand- er sagði, að þrátt fyrir ófarir í kafbátahernaði, hefðu Þjóð- verjar áreiðanlega fullan hug á að endurvekja hann, og myndu þeir líklega gera það þannig, að kafbátarnir störf- uðu í samráði við langfleygar flugvjelar, sem Þjóðverjar not- uðu nú mikið, og kafbáta Þjóð- verja kvað hann enn mjög marga, eins og sjá mætti á því, að þeir væru stöðugt að byggja steinsteypuskýli, fyrir bátana við ýmsar hafnir á Evrópu- ströndum. JBirgðir til Rússlands. Ráðherrann sagði, að 88% af öllum þeim birgðum, sem send ar hefðu verið til Rússlands hefðu komist þangað heilu og höldnu, en ferðimar þangað hefðu verið all-dýrar, kostað 13 herskip, sem farist hefðu, auk kaupskipa, en Rússar hefðu einnig notað það, sem þeir fengu, á hinn besta hátt. Illa kvað Alexander Þjóðverj- um ganga að koma skipum sín- •um frá Japan, og væri vitað, að af 11, sem lagt hefðu af stað, hefðu aðeins tvö komist í höfn. Skípatjón við Anzio. Alexander sagði, að banda- menn hefðu mist allmörg her- skip fyrir ströndum Anziosvæð isins, voru það tvö beitiskip, tveir tundurspillar og 5 her- skip önnur. Alls sagði Alexand- er, að bandamenn hefðu mist á Miðjarðarhafi, síðan innrásin var gerð á Sikiley, 2 beitiskip, 10 tundurspilla, eitt tundur- duflaskip, 2 kafbáta og 10 önn- ur herskip. — Hann kvað geysi mikið vörumagn þegar hafa farið um Miðjarðarhaf, eftir að sú leið opnaðist og sagði einnig að breskir kafbátar herjuðu nú gegn Japönum með miklum ár- angri. Einnig sagði Alexander, að Bretar myndu beita öllum flota sínum gegn Japönum. Skipasmíði og mentun sjóliða. Skipasmíðar kvað Alexander ganga vel í Bretlandi, en nokk- ur vandi væri a& sjá nýjum sjó liðsforingjum fyrir nægri ment un sem stæði, og hefði því það ráð verið tekið, að senda sjó- liðsforingja til námskeiðs í há- .skólum um tíma og hefði það gefist vel. Ýmsir þingmenn hjeldu því fram, að hækka bæri kaup sjó- liða, og urðu um það nokkrar umræður. Samkomuiag milli Pjeturs konungs og Tiio í vændum Eftir Denis Martin, frjetta- ritara Reuters í Kairo. ÞAÐ MÁ búast við samkomu lagi milli stjórnar Pjeturs Júgó slafiukonungs og stjórnar Jo- seph Broz Tito marskálks ein- hvern næstu daga. En eins og kunnugt er hefir lengi verið grunt á því góða milli þessara tveggja stjórna. I þessum efnum hefir margt breyst síðan Churchill forsæt- isráðherra hjelt ræðu sína á dögunum og hefir stjórn Pu- itch nú gert sjer ljóst, að þetta ástand í málefnum Júgóslafa getur ekki gengið til lengdar svo vel fari. Júgóslafneskir ráðherrar úr stjórn Pjeturs konungs hafa verið í London til skrafs og ráðagerða við stjórnmálamenn bandamanna og er búist við, að breytingar verði gerðar á stjórn Pjeturs konungs á næst- unni. Það er ekki ljóst ennþá, hvort stjórnin segir öll af sjer, eða hvort núverandi forsætisráð- herra, Bozhidar Puritch segir af sjer og *þá með honum þeir ráðherrar í stjórninni, sem hafa mest haldið frá sjónar- miðum Selba og þola ekki, að Króatar fái meiri völd. — Rússland Framh. af 1. síðu. Þjóðverjar því tekið upp það ráð, að halda kyrru fyrir á dag inn, en ferðast á nóttunni. Bardagar eru nú háðir í hæð óttu landi suður við Karpata- fjöll. Álitið er, að eina undan- komuleiðin fyrir þýska herinn sje að hörfa til Cernauti-Lwow járnbrautarlínunnar og, takist þeim það giftusamlega, síðan eftir járnbrautinni til Lwow. Slíkt myndi aftur hafa í för með sjer, að þýski herinn í Dnieper-bugðunni og Odessa yrði í mikilli hættu. Eina land- leiðin til undankomu er yfir snæviþakin skörð Karpatafjall anna. Yrði sú leið mjög torfar- in og mætti'búast við, að vetr- arríkið þar yrði fjölda her- manna að fjörtjóni. Skutu saman handa henni AMERÍSKIR FLUGMENN í einni af flugstöðvum 8. flug- hersins i Bretlandi skutu saman fjárhæð,sem svarar til kr. 13.30 og sendu Gioríu Vanderbilt Di Cicco, eftir að þeir höfðu frjett, að hún hefði látið svo um mælt fyrir rjetti í New York, að hún gæti ekki lifað á tekjum sín- um árið 1943, sem námu fjár- hæð, sem svarar til um 870 þúsund krónum. — Myndin er af Gloríu. Aðalfundur Sjálf- stæðisfelagsins í Stykkishóhni SJÁLFSTÆÐISFJELAGIÐ „Skjöldur“ í Stykkishólmi hjelt nýlega aðalfund sinn. í stjórn fjelagsins voru kosn ir: Ólafur Jónsson frá Elliða- ey, formaður, Sigurður Ágústs son, kaupmaður, ritari, Jón Brynjólfsson bókhaldari, gjald keri, Hildimundur Björnsson, verkstjóri, varaformaður. — Meðstjórnendur voru kosnir: Kristján Bjartmars, oddviti, Þorvaldur Þorvaldsson, bifreið arstjóri og Árni Helgason sýsluskrifari. Sjálfstæðisfjelagið í Stykk- ishólmi er fjölment og vel starfandi. Nýlega hjelt það að- alskemtun fjelagsins á vetrin- um og fór hún hið besta fram og var fjölsótt. Á aðalfundinum var sam- þykt ályktun í lýðveldismál- inu, er fól í sjer áskorun um, að stofnun lýðveldisins færi fram eigi síðar en 17. júní 1944. Iðju gefinn vand- aður fáni SNORRI JÓNSSON, verk- smiðjueigandi hefir gefið Fje- lagi verksmiðjufólks Iðju fag- urt fjelagstákn, er það fáni mjög vandaður. Fánann gerði frú Unnur Ól- afsdóttii', eh Tryggvi Magnús- son teiknaði. Trjeskurð annað- ist Guðmundur Kristjánsson, trjeskurðafméistári. Kveðja þessi birtist í Vestur-íslensku blöðunum, Lögbergi og Ileimskringlu sem nýlega bafa borist hinga'ð. Heiðruðu Islendingar! Mjer er það sönn ánægja að færa íslandi og Islending- um bestu kveðjur og heilla- óskir frá Vestur-Islendingum á jiessum degi. Við erum enn nægilegt brot af íslensku þjóð- inni til að geía tekið veruleg- an þátt í öllu heinia á ís- landi. Við sem erum af ann- ari kynslóð íslendinga í Norð- ur-Ameríku, munum vel virð- inguna og ástina til Islands, sem foreldrar okkar bæði vit- andi og ósjálfrátt ,innrættu okkur. Við munum söknuð þeirra út af því, að fara á mis við íslenska fjelagslífið og ís- lenska útsýnið./ Við mumim fögnuð þeirra þegar brjef komu frá ættingjum ög vinum, sem eftir voru. Við munum hvað vænt þeim þótti um frétt- ir af framförum, bæði verk- legum og stjórnarfarslegum. Þó erfiðleikar á Islandi á þcim tímum, væri aðallega ástæð- an fyrir fyrir komu þeirra hingað, var það aldrei nefnt, aðfinnslur um ísland fundum við aldrei, aðeins það besta var okkur sagt þegar Islandi var lýst fyrir okkur. Island var ósjálfrátt okkar töfra- land. Tilfinningar okkar af þess- ari kynslóð gagnvart Islandi, eru því auðskildar. Við getum fyllilega fagnað yfir framför- urn og farsældum þar. Við hryggjumst yfir erfiðleikum og öllu sem aflaga fer. Við höfum reynt að inn- ræta börnum okkar þessar sömu tilfinningar, þ'ó að tæki- færin hafi ekki gefið þcss kost að það tækist eíns.vel og fyrir foreldrum okkar. Þá samt má jeg fullyrða, að allir, sem eru af íslensku bergi brotnir, hvar sem þeir eru, eiga eitthvað af þessum til- finningum og allir samgleðj- ast Islandi og Islendingum á' þessum degi yfir vel unnu og þjóðlegu stai’fi og óska landi og þjóð alls hins besta í fram tíðinni. Áður en foreldrar okkar fluttu frá Islandi, var landið um margar aldir undir einok- un erlendrar. stjórnar. Þar af leiðandi erfiðleikar og hörm- ungar höfðu lamað allan vilja og allan kraft til framfará i)æði andlega og verklega en byrjað var að ráða bót á því. Ármann á Alþingi, Fjölnir og Ný fjelagsrit. höfðu glætt hugsnnarhátt og elft hugrekk ið. .Tón Sigurðsson afrekaði miklu með sínu æfilanga og ötula starfi í þágu frelsis og framfara Islands. Fyrsta spor.. ið var stigið þegar stjórnar- skráin fjekst árið 1874. En hún var pij/ig óMIkomm, Áðr Ir'góðir Íeiðtogar Toícii vfií og þegar örðugast sýndist vera; voru altaf einhverjir sein| hjeldu á loftihugsjóninni uml fult frelsi. Ófullnægjandi sjálf stæðissamninguin var hafnað. Loks tókst að fá grundvölí Gamla sáttmála viðurkeudait og Island aðskilið frá Dann mörku með sambandslagasamtí ingnum 1918, með honum var; endurreist sjálfstæði Islandá sem við minnumst í dag. En með því var ekki allti fullgert. Eftir var að flytja inif í landið dómsvaldið. Eftir vaii að takast á hendur straiub gæsluna og utanríkismál lands ins, þá var einnig eftir að; slíta konungssambandinu. Samningurinn gerði að vísit ráð fyrir öllu þessu, en það! þurfti áræðni og kraft til að' koma þessu í framkvæmd. Þeir, eiginleikar komu strax í ljós. Óhikað var haldið áfram í frelsisáttina og þessi mál út- kljáð hvert eftir annað. Yið höfum miklar mætur á sögunum af hinum fornu íslensku hetjum. Eigi að síðiu' ættum við að viðurkenna het.j ur nútímáns, "þær hafa sýnt fult eins mikinn hetjuskap, þær eiga a.lveg eins mikinn eða meiri heiður skilnn. Þess- ar nútíma hetjur Islands hafa ekki barist sín á milli með spjótum eða söxum og ekki farið víkingaferðir til útlanda sjer til fjár og frama. Bar- áttan á milli þeirra hefur vei— ið um hvað best sje fyrir lancl og þjóð. Vopnin hafa verið skynsamar deilur um það, að þeim loknum hafa menu, gengið sem einhuga hersveilí móti útlendri kúgun. Einhuga hefir líka verið starfað að því að nota sjgr öfl náttúr- unnar, svo sem fossana, hveri og laugar í þarfir þjóðfjelags- ins. Það er okkur hjer mikil ánægja að heiðra þessar nú- tíma hetjur. Eins er það mikið gleði- efni fyrir okkur að næstuni allir Islendingar og allir stjórnmálaflokkar landsins erví Isamtaka í að neyta uppsagnar 'ákvæðis sambandslaganna, und£ ir eins næsta ár og endurreisa þá lýðveldið. Það er höfuðnt- riði þessarar 700 ára baráttu. Yið munum fagna yfir frarn- kvæmd þess 17. júní 1944. Og alt þetta hefur verið framkvæmt af fámennri þjóð, með friðsamlegum samningum við mikið stærri þjóð, það er fyrirmynd, sem stórþjóðirnar mættu vel nota í framtíðinni, Við fögnum því Kka að þeg- ar örlögin settu Island á um~ heimsins alfara braut og þessij mikla styrjöld náði til Islands, þá voru. allir samhuga um að! veita alla mögulega aðstoð í frelsisbaráttunni og um leið vernda þjóðina eftir mætti. Island og íslendingar en< nú í meira áliti um víða veröki en nokkurntíma áður. LengÍ lifi Island. a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.