Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 1
31. árgungur. 54. tbl. — Fimtudagur 9. marz 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. LÝÐVELDISSTJÓRNARSKRÁ SAMÞYKT Alþingi frestað á morgun ALÞINGI verður sennilega frestað á morgun (föstudag). Fundur er boðaður í Ed. á venjulegum tíma í dag og eru þar mörg mál á dagskrá. Ekki hefir enn verið boðaður fund- ur í Nd.; er beðið eftir úrslit- u.m mála í Ed. Eftir er að ræða ýmsar til- lögur, sem liggja fyrir samein- uðu þingi, en' fundur ekki boð- aður þar ennþá. Verði tími til, verður fundur í Sþ. síðdegis í dag; ánnars ekki fyr en á morgun. Bretar fylgja dæmi ndarikjamanna ¦ EDEN, utanríkisráðherra Breta, var í dag spurður um afstöðu bresku stjórnarinnar til hinnar nýju stjórnar Farrols Argentínuforseta. Sagði Eden, að síðan Ramirez hefði látið af forsetatign, hefðu Bretar ekki staðið i neinu sambandi við Argentínustjórn, nema um minniháttar, dagleg mál, og myndu fylgja dæmi Bandaríkja manna á þessu sviði, en ástand ið væri mjög óljóst. — Reuter. London í gærkveldi. í TILKYNNINGU sinni í kvöld segja Rússar, að þeir hafi haldið' áfram sókn sinni vestur af Schepetovka og tekið þar bæinn Kamenetsk-Pol- otsk, en hann er rjett við rúm- ensku landamærin.-----Einnig segjast Rússar hafa tekið bæinn Cherny-Ostrov, en hann er nokkru norðar. Fregnritarar í Moskva segja. að gagnáhlaup Þjóðverja á þess um slóðum hafi stöðugt farið harðnandi í dag, og bardagar verið ofsalegir. Virðist svo, sem Mannstein marskálkur ætli að gera alt sem hann get- ur, til þess að stöðva sókn Rússa þarna. Þjóðverjar ræða um harða sókn Rússa á því nær öllum suðurvígstöðvunum, bæði við Krivoi-Rog, Kirovograd og Svenigorodka, svo út lítur fyr- ir að Rússar ætli að hefja meg- insókn gegn öllum suðurvíg- stöðvum Þjóðverja. — Rússar hafa náð enn meiru af Odessa- Lwow járnbrautinni á sitt vald. Þjóðve'rjar segja enn frá bardögum norður við Narva, og einnig á veginum frá Smo- lensk til Orsha. 000 í lugvjelar börð- ust yfir Berlín London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. EKKI hefir enn verið tilkynt, hve margar þýskar orustuflug- vjelar hafi v'erið skotnar niður yfir Þýskalandi í hinni stór- feldu árás Bandaríkjaflugvjela á úthverfi Berlínar í dag, en Þjóðverjar segjast hafa grand- að um 70 amerískum flugvjel- um. — Álitið er, að 3000 flug- vjelar hafi barist yfir Berlín í dag. v Sprengjuflugvjelum Banda- ríkjamanna, sem voru færri en á mánudaginn, fylgdu um 1000 orustuflugvjelar, bæði amer- ískar og breskar. Þjóðverjar greina frá miklum loforustum, sem geisað hafi alla þá leið, er árásarflugvjelarnar fóru. 1 í nótt sem leið, fóru bresk- ar sprengjuflugvjelar til árásar á miklar járnbrautarstöðvar í Frakklandi og komu aftur all- ar með tölu. Járnbrautarstöðv- arnar munu hafa orðið fyrir miklu tjóni af sprengjum og eldi. í dag rjeðust amerískar Mar- audcrflugvjelar og breskar or- ustu og sprengjuflugvjelar á flugvelli i Hollandi og hinar margumræddu herstöðvar í N.- Frakklandi. Engin flugvjel fórst. Bandaríkjamenn hafa til- kynt, að orustuflugvjelar þeirra hafi eyðilagt 83 þýskar orustuflugvjelar, en mist 11 sjálfir. Ekki er vitað, hve marg ar orustuflugvjelar flugvirkin skutu niður, en af þeim vant- ar 38. Sagt er, að árásinni hafi einkum verið beint gegn kúlu- leguverksmiðju einni í úthverf- um Berlínar og framleiði hún meirihluta af þeim kúlulegum, sem Þjóðverjar búa til. Ekki hefir þessarar ' kúluleguverk- smiðju í Berlín fyrr verið get- ið. — EINRÓMA Á ALÞINGI gomerys SÁ, SEM tók við stjórn hins fræga áttunda hers, er Montgo- mery fór til Bretlands aS hugsa um innrás, sjest hjer á mynd- inni að ofan. Nafn hans er Oliver Leese og barðist hann með átt- unda hernum bæði í Afríku og á Sikiley. Stjórnaði hann einni deild hans í þeim viðureignum. Frá norska blaða- fulltrúanum: FREGNIR frá Stokkhólmi herma, að Finnar hafi sent menn til Moskva, og býst breska blaðið „Times" við því, að þessir menn fari til þess að gera fyrií'spurnir um ýmislegt viðvíkjandi friðarskilmálum Rússa. Ýms sænsk blöð láta svo um mælt, að óskandi væri, að saman drægi með Finnum og Rússum. Eldspúandi flugvjelar. London: — Eftir því sem japönsk blöð segja, eru banda- menn teknir að nota flugvjel- ar, sem útbúnar eru með eld- slöngum. Að því er blöðin segja eru þessar flugvjelar notaðar yfir Kyrrahafi. Þetta er nokkuð ótrúlegt, því ekki er gott að giska á það, hvaðan helst væri hægt að spúa eldi úr flugvjel á flugi. Neðri deild gekk inn á breytingu efri deildar LYÐVELDISSTJORNARSKRAIN var samþykt til fullnustu í neðri deild Alþingis í gær með samhljóða at- kvæðum allra viðstaddra deildarmanna, alls 33 þing- mönnum; en tveir þingmenn voru f jarverandi. Neðri deild samþykti stjórnarskrána óbreytta, eins og efri deild hafði gengið frá henni. Hefir þá niðurstaðan orðið sú, að Alþingi stendur sem einn maður að samþykt lýðveldisstjórnarskrárinnar. Eru þetta mikil og gleðileg tíðindi, sem gefur fyrirheit um samstilta og einhuga þjóð á úrslitastund sjálfstæðisbar- áttunnar. Því að þess er vænta, að þjóðin sýni sömu ein- ingu í málinu og ríkti á Alþingi. „Sfðlin fær ekki krisfiiegf fordæmi" London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BRUNTISFIELD lávarður taldi að sumar setningar í ræðu friðarsinnans hertogans af Bedford, gengju landráðum næst, er hann svaraði ræðunni í lávarðadeildinni í dag. Voru umræðurnar um fascismann. Bedford sagði, að fasisminn, sem Bretar væru að reyna að ganga milli bols og höfuðs á í öðrum löndum, væri einnig í Bretlandi, og valdamikill, eins og sæist á því, að hægt væri að skylda menn til hernaðar og vinnu, gera eigur manna upp- tækar fyrir ríkið, og setja menn í fangelsi án rannsóknar og dóms. Hertoginn sagði, að Stalin sæi, að Bretar lifðu ekki á frið- artímum samkvæmt hugsjón- um sínum á ófriðartímum, og fyndist honum hann því ekki hafa neina ástæðu til þess að hafa samvisku af örlögum smá þjóðanna. „Hann tileinkar sjer ekki hinar kristnu hugsjónir", sagði hertoginn, ,,og Bretar og Bandaríkjamenn, sem hefðu átt að gefa honum fordæmið að þvi er snerti göfuga framkomu og háleitar grundvallarreglur, en þetta hefir þeim láðst að gera." Brúntisfield svaraði á þá leið að ekki einungis væri slík ræða algerlega ósæmileg, held ur nálgaðist landráð. Síðasta meðferð málsins á Alþingi. Lýðveldisstjórnarskráin var á dagskrá neðri deildar í gær og var það ein umræða. Eins og frá hefir verið skýrt áður, gerði Ed. breytingu á 26. gr. frumvarpsins (varðandi synjunarvald forsetans). — Færði Ed. greinina í sama horf og milliþinganefndin gekk frá henni, þannig að lagafrumvarp sem forseti synjar staðfesting- ar og skotið er undir þjóðar- atkvæði, öðlast strax lagagildi; en lögin falla úr gildi, ef meiri hluti kjósenda snýst gegn lög- unum. Vegna þessarar breyt- ingar þurfti málið að fara aft- ur til Nd. Þrjár breytingartillögur komu fram við 26. gr., við lokaaf- greiðslu málsins í Nd. í gær. Ein breytingartillagan var frá forsætisráðherra, hin sama og hann flutti við fyrri með- ferð málsins í deildinni og sem náði þá samþykki með 19.11 atkv. Samkvæmt tillögu for- sætisráðherra skyldi lagafrum- varp, er forseti synjaði stað- festingar fyrst öðlast gildi, er þjóðin hefði goldið því já- kvæði. Onnur brtt. var frá Jakob Möller, þess efnis, að forseti skyldi hafa nákvæmlega sama synjunarvald og konungur hafði (þ. e. algert synjunar- vald), en burtu felt ákvæðið um málskot til þjóðarinnar. Þriðja brtt. var frá J. Pálma- syni og Jóh. Jósefssyni, þess efnis, að lagafrv. er forseti synjar staðfestingar skyldi lagt fyrir sameinað Alþingi og ef % þingmanna samþyktu frv., skyldi það öðlast lagagildi. ¦— Hjer var því ekkert málskot til þjóðarinnar. Framh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.